Vísir - 15.04.1966, Side 4
4
VI S I R . Föstudagur 15. apríl 1966
Ritstjórar: Jón Ingólfsson — Sigurður Ágúst Jensson
Á AÐ LEYFA SÖLU Á ÁFENGUM BJÓR?
Elns og kunnugt er hafa þrir alþingismenn lagt fram á Alþíngi frum-
varp, er miöar að því að heimilað verði að leyfa tilbúning og sölu
öls, á innlendum markaðí, sem hefur inni að halda allt að 4]/2% af
vinanda að rúmmáli. Frumvörp svipuð þessu hafa nokkrum sinnum
áður verið flutt á Alþingi en aldrei náð fram að ganga.
Allsherjamefnd Alþingis, sem fjallaði um málið hefur nú skilað
áliti sínu, og er meirihluti nefndarinnar samþykkur frumvarpinu, en
einn nefndarmanna var andvígur því, og annar flutti breytingartil-
lögu þess efnis, að frumvarpið öðlaðist því aðeins Iagagildi, að á und-
an gengi þjóðaratkvæðagreiðsla.
Skiptar skoðanir eni meðal almennings um þetta mál og telja marg-
ir, að samþykkt þess muni veröa fjölda manna til tjóns og auka
þann ófarnað i þjóðfélaginu sem áfengið hefur valdið. Flutningsmenn
frumvarpsins og velunnendur þess telja hins vegar lítið samræmi í
núgildandi áfengislöggjöf, sem leyfir sölu á eldsterku brennivfni en
bannar sölu á áfengu öli, sem er veikasta stig áfengra drykkja eftir
skilgreiningu íslenzkra laga, á þeirri forsendu, að verið sé að vinna
gegn áfengisbölinu.
Tíðindamönnum siðunnar fannst það því vel til fallið að fá nokkra
unga menn til að segja állt sltt á þessu máli, og fara svör þeirra
hér á eftir.
Stefán Ólafsson:
Bjórinn er ævagamalt fyrirbæri,
eltíri en tímatal vort og vel það
og hefur ætíð verið þrætuefni mik
ið. Ýmsir hafa talið að hann væri
hámark mannlegrar sælu, en aðr
ir talið hann það allra lægsta,
sem mannskepnan getur komizt.
Saga áfengismálanna hér á landi
landi er því miður samfelld sorg-
arsaga. Allir kannast við frá-
sagnir af drykkjugildum fom-
manna, þar sem allt endaði i ill-
indum, en afleiðingamar urðu
mannvíg og fjárútlát, jafnvel skóg
gangsdómar. Ekki skánar ástand-
ið er aldir líða fram, samanber
frásagnir af drykkjusiðum verald
legra og andlegra höfðingja lands
ins, þær frásagnir em lítið skárri.
Höfðingjar riðu útúrfullir um hér-
uð og kúguðu almúgann. Ekki
þarf að lýsa ástandinu nú, það
þekkja allir. Og að hverju er
stefnt nú? Jú leyfa bjór, þá skán
ar þetta allt saman. En er þrautin
svona auðleyst?
Þegar siglt er til útlanda er af
skiljanlegri ástæðu staldrað við i
hafnarborgum og þar koma fyrstu
dæmin í ljós. Á ámnum fyrir
strið var ástandið í Kaupmanna-
höfn það slæmt, að verkamennim
ir tóku bjórkassa með sér um
borð i skipin f upphafi vinnu og
síðan vom einn til tveir menn
í stanzlausum bjórflutningum um
borð unz vinnu lauk. Já, ástandið
var ekki gott, en er þvf miður lít
ið sem ekkert skárra núna. —
Þetta er aðeins eitt dæmi af mý-
mörgum. Eða er nokkuð það bam
að álíta að þetta sé eitthvað eins
dæmi og eigi aðeins við um hafn
arverkamenn?
Samkvæmt áreiðanlegum ’skýrsl-
úm stafa um 40% af slysum í
byggingariðnaðinum á Norður-
löndum af bjórdrykkju, beint eða
óbeint.
Þetta er ekki glæsilegt, en því
miður satt.
Margoft er talað um hversu bjór
inn sé hollur og fitandi. Flestum
læknum ber hins vegar saman
um að ofneyzla bjórs sé enn
hættulegri en ofneyzla sterkra
drykkja, vegna þess að hann eyði
leggi ekki einungis taugakerfið,
eins og sterku drykkimir, heldur
leiði hann til hörmulegs orku-
missis og heilsutjóns með of-
reynslu á nýrum og blóðrásar-
færum. Hvað fituna varðar vill
hún oft koma fram sem bjórvömb
sem lítil prýði er af. En meðal
annarra orða, stendur hollustan
eitthvað í sambandi við alkohól-
ið?
í því landi sem mest frjálsræði
ríkir varðandi áfengismálin, þ.e.
í Frakklandi, er talið að allt að
því þriðji hver landsmaður deyi
af völdum áfengisneyzlu, að 40%
af slysum sé af völdum áfengis
og 60% af glæpum. Samt sem
áður em til þeir menn, sem vitna
til þessa lands, sem fyrirheitna
landsins, þess sem koma skal í
áfengismálum, vegna þess að
frjálsræðið sé svo mikið og valið
svo auðvelt, að löngun manna í
áfenga drykki og meðferð þeirra
sé á.öðru og hærra stigi en hér á
landi!
Ef. árleg áfengisneyzla íslend-
inga er borin saman við áfengis
neyzlu annarra þjóða kemur
margt fróðlegt í Ijós. Tölur þær
sem ég nota hér eru að vfsu frá
1959 eða 1960 en þær ættu að
gera sitt gagn fyrir því. Frakkland
21,7 lítra per mann, Þýzkaland
6,10 1., Bandaríkin 5,7 1., Ítalía
9,2 1., Skandinavía 3.5 1., en ís-
land 1,7 1. (með smylgi ca. 2,3 1).
Hér er að sjálfsögðu átt við
hreint alkohól.
Ég tel mjög hæpið að tilkoma
bjórsins hafi nokkur áhrif til að
hinnka neyzlu sterkra drykkja
Þvert á móti tel ég meiri líkindi
til að bjórinn ýti undir neyzlu
sterkra drykkja vegna þess að
fleiri freistast til að byrja á bjórn
um en sterkari drykkjunum og
nýjabrumið fer fljótlega af hon-
um. Einnig má benda á að öll lönd
in, sem ég taldi upp hér að fram
an, framleiða og selja bjþr á inn
anlandsmarkaði. Ég tel ótvírætt
að fieiri lendi í svaðinu með til
komu bjórsins en með sterku
drykkjunum og eru þeir þó nógu
margir samt.
Enginn er ég fylgismaður bann
manna eða templara ,en þó tel ég
rétt að benda á að eftir því sem
ég veit sannast, þá hófst bruggöld
in hér á landi ekki á bannárun
um heidur á Púrtaraöldinni, þ.e.
á dögum Spánarvínanna.
Að lokum þetta. Komumst við
ekki vel af án þessa „svala-
drykks“? Er bjórinn virkilega það
hnossgæti að okkur dugi ekki að
vita af því í öðrum löndum að
áfengisneyzla í einni eða annarri
mypd sé ^undirrót næir -heþnings
allra slysa, dauðsfalla og afbrota?
Er bjórinn virkilega það góður að
hann sé þess virði að stofna heill
og heilsu þjóðarinnar í voða?
Ég fyrir mitt leyti hlýt að svara
því neitandi.
Einar Ragnarsson
stud. odont.:
Enn sem komið er, hefi ég ekki
heyrt nein skynsamleg rök fyrir
sölu áfengs öls á íslenzkum marjí
aði.
Ég álít, að björ veröi á engan
hátt til úrbóta og í bezta tiIfeHi
skaðlaus, sem ég dreg þó mjog
í efa. Menn gera sér, margir
hverjir ekki nógu skýra grein fyr
ir því, að bjór er áfengi, en slíkt
dylst engum sem dregur tappa
úr svartadauðaflösku. Því er hætt
við aukinni vínneyzlu á vinnustöð
um og henni samfara fjölgun
vinnuslysa. Einnig má vænta auk
inna umferðarslysa. Þá óttast ýms
ir stóraukna áfengisneyzlu yfir-
leitt. Þetta mun og vera reynsla
annarra þjóða.
Hér eru drukknir um 2 lítrar af
hreinu alkoholi á hvert manns-
bam árlega, en hjá frændum okk
ar Dönum eru lítrarnir 5 og þar
af um 75% áfengt öl. Þessar töl
ur tala sínu máli.
Engum mun blandast hugur um
að nokkur hætta er máli þessu
samfara, nái það fram að ganga
Ég tel því óráð að levfa sölu
áfengs öls hér, upp á von og ó-
von.
Ámi Ámason
Verzlunarskólanemi:
Skal leyfa bruggun og innflutn
ing áfengs öls á íslandi?
Þessi spurning snertir kjarna
lýðræðisþjóðfélagsins, valfrelsið.
Að mínu átiti á mál eins og þetta
ekki að fara í gegnum þingið
Þetta er ópólitískt mál, sem er
ekki í verkahring þingmannanna.
Ætti því að fara fram þjóðar-
atkvæðagreiðsla um málið. Þá
fyrst fengist rétt útkoma. Að
mínu áliti er bjórinn lélegasti vín
andinn og finnst mér íslendingar
ekki fara mikils á mis, þó að þeir
njóti hans ekki. Bjórinn getur
orðið til þess, að unglingar leið
ist út i drykkju sterkari tegunda,
því hann er bæði ódýr og hættir
fljótt að vera skemmtilegur drykk
ur. Einnig er vitað mál að of-
drykkja er algengari í löndum,
sem hafa bjór, heldur en í þeim,
sem hafa hann ekki.
Jón Zoega
stud. jur.:
Já, ég er fylgjandi sterka bjóm
um af þessum ástæðum: 1 fyrsta
lagi tel ég óeðlilegt að leggja
hömlur á svo veikan drykk, sem
bjór er þegar auðvelt er að kom-
ast yfir sterkari drykki. I öðru
lagi, þar sem upplýst hefur ver-
ið að c.a. 100 þúsund kassar af
éfengum bjór sé flutt inn í landið,
þá finnst mér rétt að innlendir
framleiðendur fái að koma vöru
sinni á framfæri í samkeppni við
útlenda bruggara, sem nú njóta
verndar bannsins ,um leið og vit
að er að íslenzkur bjór hefur
mikla sölumöguleika á heimsmark
aði og geti því orðið til að auka
gjaldeyristekjur okkar. Og svo í
þriðja lagi er léttara að verða of
urölvi af brenndu víni en bjór.
Allt virðist benda til þess að með
tilkomu bjórsins muni heldur
draga úr ofneyzlu unglinga á
sterkum drykkjum, og þá um leið
hefta ölæðisfrumhlaup þeirra eins
og ævintýrin í Þjórsárdal og við
Hreðavatn.
4eimdallur
ER FELAG UNGA FOLKSINS