Vísir - 15.04.1966, Side 5
V Í SIR . Föstudagur 15. apríl 1966
þingsjá Vísis
*:Js>.ingsjá Vísis
þingsjá Vísis
Fundir voru í báöum deildum
Alþingis í gær. Voru þá sam-
þykkt sem lög frá Alþingi 3
stjómarfrumvörp. Em það frum-
vörpin um atvinnuleysistrygging-
ar (samþ. frá efri deild), Iðnlána-
sjóð (samþ. frá e. d.) og Fugla-
veiöar og fuglafriðun (frá neðri
deild).
Stofnun
búnaðarmálasjóðs
Gunnar Gisla-
son (S) mælti á
fundi í neðri
deild alþingis
fyrir frumvarpi
til laga um
breytingu á lög-
um um stofnun
búnaðarmála-
sjóös, en frumvarpið er flutt af
landbúnaöarnefnd deildarinnar.
Er fmmvarpið á þá leið, að aftan
við frumvarpið bætist eftirfar-
andi: Ákvæði til bráðabirgða.
Á árunum 1966—1969, að báð-
um meötöldum, skal greiða lA%
viðbótargjald af söluvörum land-
búnaðarins, sem um ræðir í 2.
gr. og rennur gjaldið til Búnaöar-
félags íslands og Stéttarsambands
bænda til húsbyggingar félaganna
við Hagatorg í Reykjavík.
Framlaginu skal skipt í réttu
hlutfalli við eignarhluta hvors fé-
lags í byggingunni. Um álagningu
og innheimtu gjaldsins gilda
sömu reglur og um búnaðarsjóðs-
gjald.
Framsögumaður nefndarinnar
sagöi í framsöguræðu sinni, aö
það væri ekki gleðilegt að fara
fram á framlengingu þessa gjalds.
Hann sagðist einnig hafa heyrt
það í samræðum, aö margir bænd
ur væru á móti þessari framleng-
ingu, en Búnaðarþing hefði ekki
séð sér annað fært en að fram-
lengja þetta gjald til að standa
undir vöxjum og afborgunum af
byggingunni. Þetta væri eðlileg
afleiðing af því, hvemig húsið
væri byggt; byggingin væri nú
orðin margfalt dýrari en hún var
áætluð í upphafi. Að lokum sagði
ræðumaður, að þótt frumvarp
þetta væri flutt af landbúnaðar-
nefnd deildarinnar, en hún gerði
það að beiðni landbúnaðarráðu-
neytisins, hefði nefndin ekki tek-
iö afstöðu til málsins, og nefndar-
menn hefðu óbundnar hendur 'í
afstöðu sinni til málsins. Að lok-
inni umræðu var frumvarpinu vis-
að til annarrar umræðu.
Réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins
Matthías Bjarna
son (S) mælti í
neðri deild fyrir
nefndaráliti alls
herjarnefndar
um frumvarpið
um breytingu á
lögum um rétt-
indi og skyldur
starfsmanna ríkisins. Sagði ræðu
maður, að nefndin hefði fjallað
um málið á nokkrum fundum
sínum og væri sammála um, aö
setja bæri ákveðnar reglur um
það, sem frumvarpiö fjallaði um
Hins vegar væri meirihlutinn eigi
reiðubúinn til að afgreiða málið
eins og það lægi fyrir, en teldi
rétt að kannað yrði nánar, hver
séu lagaákvæði eða venjur með
nágrannaþjóðum okkar f þessum
efnum. Ræðumaður sagði, að
Sendiferðabíll VF Ford '59
til sölu og sýnis viö Slökkvistöð Reykjavíkur.
Tilboð sendist Reykjavíkurdeild RKÍ, póst-
hólf 872.
Fólk óskast
Fólk óskast í fiskverkun. Mikil vinna. Keyrt
að og frá vinnustað. Sími 30136.
Bill til sölu
Consul Cortina ’64 de Luxe til sölu fyrir vel
tryggt skuldabréf 3—4 ára.
Bílasalinn Vitatorgi, sími 12500
Sölumaður — Sölumaður
Góður sölumaður óskast til að selja vörur
upp á prósentur.
Tilb. sendist augl.d. Vísis merkt „Sölumaður
—9845“.
nefndinni þætti, eins og á stæöi,
rétt að leggja til, að málinu væri
vísað til ríkisstjórnarinnar, í
trausti þess að hún láti fara fram
frekari athugun málsins, og legði
þaö fyrir næsta reglulegt Alþingi.
Var þaö síðan samþykkt með sam
hljóða atkvæðum að vísa frum-
varpinu til ríkisstjórnarinnar.
Verðtrygging
f j ár skuldbindinga
Einar Ágústs-
son (F) sagði í
ræöu sinni, að
viðskiptamála-
ráöherra hefði 1
ræðu sinni við
umræður um
málið fyrir
páska, aðeins
tekið til umræðu eina af mörg-
um athugasemdum stjómarand-
stæðinga um frumvarpið, þá,
hvernig Seðlabankinn skyldi fara
með heimildir þær, er hann fengi
í þessu frumvarpi. Þó hefðu svör
ráöh. verið mjög almenns eðl-
is. Ráðherra hefði sagt, að með
heimildir þessar yrði að fara
mjög varlega og hafa samráð við
viðskiptabankana um beitingu á-
kvæðanna.
Sagði ræðumaður, að það væri
álit sitt, að samráð hefði átt að
hafa við þessa banka, áður en Al-
þingi afgreiddi frumvarpið. Þetta
hefði hin rökstudda dagskrá
framsóknarmanna í fjárhags-
nefnd deildarinnar gengið út á,
en stjórnarliöið hefði fellt þá til
lögu.
Gylfi Þ. Gísla-
son viðskipta-
málaráðherra
sagði, að það
væri skoðun rík
isstjórnarinnar,
að ekki bæri að
fresta af-
greiöslu málsins nú, en hefja ætti
framkvæmdir þær, sem frumvarp
ið gerði ráð fyrir sem fyrst. Gerði
hann síðan að umtalsefni nokkur
atriði í ræðu Einars Ágústssonar
og sagði, að í fyrri ræðu sinni við
umræður um málið hefði hann að
eins svarað hinum mikilvægustu
atriðum í aðfinnslum stjórnarand
stæðinga. Síöan sagði ráðherra,
að frumvarpið legði viðmiðunar-
grundvöllinn, en hann væri vísi
tala framfærslukostnaðar. Þó
mætti nota aðra viðmiðun, ef
hún væri talin gefa réttari mynd.
Þá sagðist ráðherra vilja taka
fram, aö þessi ákvæði myndu ekki
breyta möguleikunum á að taka
lán hjá lífeyrissjóðum og Húsnæð
ismálastofnuninni. Einnig sagði
ráðherra, að fjárfestingarlána-
stofnanimar réðu því sjálfar
hvort þær tækju upp verðtrygg-
ingu eða ekki. Að loknum þess
um tveim ræðum tóku til máls
þeir Lúðvík Jósepsson (K) og Þór
arinn Þórarinsson (F) og lögðust
þeir gegn frumvarpinu. Síðan var
fundi frestað til kl. 5.30 og þá
hófust aftur umræður um málið
og verður skýrt frá þeim umræð
um síðar.
FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN
HÖFUM TIL SÖLU:
2ja herb. íbúð v/Laugamesveg.
2ja herb. íbúð í gamla bænum, ný standsett. Verð 650 þús.
2ja herb. íbúð v/Austurbrún.
3ja herb. íbúð v/Lindargötu. 1. hæð.
3ja herb. íbúð í Sörlaskjóli.
3ja herb. íbúð v/Nesveg.
3ja herb. íbúð v/Laugarnesveg.
3ja herb. íbúð v/Skipasund.
4ra herb. ibúð v/Flókagötu.
4ra herb. íbúð v/Bogahlið
4ra herb. íbúð v/Safamýri, ný, glæsileg íbúð
4ra herb. íbúð v/Drápuhlíð, sér inngangur, sér hiti.
4ra herb. íbúð v/Grundarstíg, mjög gott verð.
5 herb. íbúð v/Holtsgötu.
5 herb. ibúð og bilskúr v/Flókagötu. Mjög glæsilegur staður.
3ja og 4ra herb. ibúðir tilb. undir tréverk og málningu.
Verö 3ja herb. íb. 630 þús. Verð 4ra herb. ib. 730 þús.
Einbýlishús í Austurbænum.
Einbýlishús í Silfurtúni.
Ennfremur iðnaðarhús með góöri innkeyrslu.
FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN
Austurstræti 12 Símar 14120 og 20424. Kvöldslmi 10974.
Réttingamaður
Réttingarmann vantar á bilaverkstæði strax.
Uppl. í sima 38403.
_____________________________________ I
HIN VIÐURKENNÐA OG ÓDÝRA
Johns Manville
AMERÍSKA GLERULLAREINANGRUN
Er þegar eitf eftirsóttasta
einangrunarefnið hérlendis
Enda uppseld!
Næsta sending kemur með m.s. Selfoss frá New York 20. þ. m. Vinsam-
legast endurnýið pantanir yðar strax!
J-M gierullin kemur í
rúllum 57 sm á breidd — þykktir IV2”—2!4” og 4”. J—M, 4” glerullin
er örugglega bezta, fáanlega loftaeinangrunarefnið í dag og um leið það |
ódýrasta! Aluminiumpappír áfastur! — Sendum hvert á land sem er!
Jafnvel flugfragt borgar sig!
JÓN LOFTSSON HF.
Hringbraut 121. Sími 10600