Vísir - 15.04.1966, Side 9

Vísir - 15.04.1966, Side 9
VlSIR . Föstudagur 15. aprfl 1966 9 meðferð matvæla í landinu mjög áhótavant þar sé síður en svo allt í sóm anum ... “og eru sum þeirra svo léleg, að erlendir kaupendur neita aö kaupa kjöt frá þeim. Umgengni á þessum stöðum og meðferð vörunnar er oft mjög ábótavant og má í því sam- bandi nefna einkennilegar lita- breytingar, sem fyrir kemur að sjást í dilkakjötinu okkar. Er hér um að ræða græna bletti eftlr gor, og ennfremur hefur komið fyrir að brúnir blettir hafi sézt á nýslátruðu dllkakjötl sem við nánari athugun reynd- ust vera neftóbak.“ Um mjólkurframleiðsluna seg ir Þórhallur, að séu gölluð sýn ishom af neyzlumjólk í Reykja vik undanfarin ár flokkuð eftir árstíðum, megi sjá að algert samræmi sé á milli fjölda gall aðra sýnishoma mjólkur og hitastigsins á aðalframleiðslu- svaeðinu. Því til sönnunar birtir hann línurit, sem sýnir annars vegar meðalhita á Hæli 1931-’60 og hins vegar galla mjólkur vegna gerlafjölda í % árið 1955 1964. Telur hann að sú tafla sýni á hvaða stigi mjólkurfram leiðsla okkar standi í dag og að gera þurfi stórátak í því skyni að bæta kælingu og aðra framleiðsluhætti mjólkurinnar. Um hinn þáttinn, hvemig sé meðferð matvælaframleiðslunn- ar síðasta áfangann til neyt- enda kemst höfundur þannig að ort$i: „Sé heimsótt bakrými verzlana, veitingastaða og mat- vælaframleiðslustaða hér á landi verður manni stundum á að hugsa, hvort verið sé að fram- leiða matvæli eða skepnufóður. Alltof margt starfsfólk er langt frá því að vera snyrtilegt til fara við störf sín. Það er f ó- hrelnum hlifðarfötum og hend- umar ekki nógu hrelnar. Hár- búnaður þess er þannig, að hár (með nokkrum milljónum af gerlum) geta dottið ofan í mat- inn, og skómir eru eins og eig- andlnn væri nýkominn úr rétt- um.“ „Margt starfsfólk reykir við vinnu og eykur því líkumar á að sýklar úr munni eða nefi ber ist í matinn. í Reykjavfk hafa verið framkvæmdar rannsókn- ir, sem benda til þess að 4.-5. hver maður sé með klasasýkla í koki eða nefi, án þess að vera sjálfur veikur eöa vita af því. Sýklar þessir geta valdið mat- areitrunum, ef þeir komast í neyzluvörur og þeim sköpuð þar góð vaxtarskilyrði. Sömu sýklar hafa fundizt hér í hand- þurrkum á vinnustöðum og ættu því á matvinnslustöðum ekki að sjást nema pappírshand þurrkur, eða tauþurrkur, sem aðeins eru notaðar einu sinni á milli þvotta. Nær allar matar- eitranir, sem átt hafa sér stað f Reykjavík undanfarin 2 ár, má rekja til sýkla af þeirrl tegund, sem hér hefur verið rætt um. Það er talið, að við Reykvíking- ar eigum allt að því heimsmet í umferðarslysum. Aðalorsökin mun vera virðingarleysi fyrir settum reglum og skortur á til- litssemi við náungann. En það er á fleiri sviðum en I umferð- inni, sem þessir leiðu eiginleik ar gera vart við sig. Það er al- kunna, hversu erfitt er að fá starfsfólk til að hlýða ákveðn- um fyrirmælum og fara eftir leiðbeiningum. Það gerir sér enga grein fyrir því, að kæru- leysi þess geti spillt matvælun- um og jafnvel valdið sýkingu.“ (Leturbreyting Vísis). Höfundur bendir á að skipt ar skoðanir kunni að vera um það hvemig leysa beri þessi vandamál, en telur að mikil- vægasta atriðið sé án efa að þroska og auka þrifnaðar kennd almennings. Skólar og heimili verði að taka þama höndum saman, heilbrigðis- fræðsla í skólum að byrja fyrr það verði að auka hana og gera hana raunhæfari og skólamir að gera meiri kröfur til þrifnaðar og snyrtimennsku nemenda allt frá byrjun. „Dagblöðin þyrftu vissulega einnig að láta meira að sér kveða í þessu tilliti. Hvetja þarf almenning til aukins þrifn- aðar og bættrar umgengni. Hefja þarf herferð á hendur sóð um og trössum, sérstaklega Á matsölustað — þó ekki í höfuðborginni. Matvælin geymd í hill- um undir gisnum tréstiga. þeim, sem við neyzluvörur fást en enginn er betri liðsmaður i þeirri baráttu en vlðskiptavinur inn sjálfur." Ennfremur kemst höfundurinn svo að orði í byrj- un greinar sinnar: „Neytandinn gerir þær kröfur til neyzluvara, að þær séu bragð góðar, hafi gott geymsluþol, séu hollar og þó sérstaklega, aö þær séu lausar við sýkla. Til þess að fullnægja þessum kröf um neytandans þarf mikla og vandaða vinnu. En vönduð vinna ein er ekki einhlít, það þarf auk hennar gott hráefni, fullnægjandi húsakynni ásamt nauðsynlegum tækjum, vélum og góðri aðstöðu, þekkingu, samvizkusemi og nægan þrifn- að, svo nokkuð sé nefnt, til þess að ná þessu marki. Enda þótt við höfum á að skipa færum mönnpm i ýmsum greinum fram leiöslunnar, þá skortir samt mik ið á að til séu nægilega margir fagmenn í iðnaðinum. Varðandi húsakynni, tæki, vélar og aðra aðstöðu, þá hefur þar orðið mjög mikil breyting til batnaö- ar til hins betra á undanfömum árum, enda þótt þeirri uppbygg- ingu sé hvergi nærri lokið. Má minna á, að víða er skortur á góðu og ómenguðu vatpiog allt of lítið hefur verið gert til þess aö tryggja öllum lands- mönnum - öruggt neyzluvatn ..“ „Stefna ber að þvf, að sett verði hið fyrsta samræmd heil- brigðislöggjöf fyrir landið f heild, og ennfremur þarf að breyta lögunum um heilbrigðls- nefndir og heilbrigðissamþykkt ir, en þau lög eru orðin 25 ára gömul, svo sem áður er sagt, og auk þess sniðin eftir danskri fyrirmynd, sem verður að telja Nauðsynlegt að sett verði sem fyrst heilbrigðislöggjöf fyrir allt landið Línuritið, sem sýnir hve gerlamir í mjólk eru samstíga veðurfarinu á aðalframleiðsiusvæðinu. ~ y ''ív;' 1 orðna úrelta. Þrátt fyrir fyrirskipanfr varðandi hefl- brigðissamþykktir, eru enn tfl kaupstaðir á landinu, þar sem ekki fyrirfinnast neinarslfkar samþykktir. Auk þess allmörg kauptún, þeirra á meðal Grinda vik, Borgames, Stykkishóimur, Blönduós, Selfoss og Hvera- gerði. Mun mega fuliyrða, að enn séu þannig um 55000 lands manna, sem ekki búa við neina heilbrigðissamþykkt." Þess má geta í því sambandi, að hann hefur um árabil verlð starfsmaður borg- arlæknis í sambandi við heii- brigðiseftirlitið og þekkir því manna bezt til einmitt þessara hiuta. í tilefni af þessari athygfis- verðu grein, hefur blaðið átt tal við nokkra af þeim aðilum, sem stöðu sinnar vegna hljóta að þekkja gerzt til þeirra mála sem þar er um fjallað. Sláturhús úti á landi of mörg, fyrirkomulag úrelt. Páll Agnar Pálsson, yfirdýra- læknir kvaðst ekki hafa lesið enn umrædda grein Þórhallar, en svaraði mjög góðfúslega þeim spumingum, sem blaðið lagði fyrir hann. — Lögin, sem gilt hafa varð- andi slátrun, sláturhús og ann- að slíkt, eru frá því 1947, eða 20 ára, og þvf eðlilega úrelt. Þess vegna hefur frumvarp að nýjum lögum, eða breytingum á þeim gömlu, nú verið lagt fram á Alþingi, og mun það frumvarp nú vera statt í éfri deild. í því frumvarpi er gert ráð fyrir að setja megi reglu- gerðir, sem geri kleift strang- ara eftirlit, meðal annars með sláturhúsum úti á landi, en eins og er, hefur maður þar harla veikan bakhjarl. Sláturhúsin úti á landi em meðal annars alltof mörg, of gömul flest og sam- svara því ekki þeim kröfum, sem nú hljóta að vera gerðar til slíkra staða. Þá er það og geymslan og sfðan flutn- ingarnir á kjötinu. Það kjöt, utan af landi, sem við neytum hér f Reykjavík, er fyrra árs framleiðsla — 9-10 mánaða gamalt. Og margt getur komið fyrir það á þeim tíma. — Hvað um slátrun og kjöt- vinnslu hérna f höfuðstaðnum? — Það er í undirbúningi að reisa nýja og fullkomna kjöt- miðstöð inni á Kirkjusandi og þá verður öll aðstaða til slátrun ar og kjötvinnslu gerólík því, sem nú er, en eins og er, þá eru það þrengslin, sem mestum örðugleikum valda. Og svo er það annað, svo að við víkjum aftur að sláturhús- unum úti á landi, — það er fólkseklan. Þar fást helzt ekki til starfa nema unglingar sem litla ábyrgðartilfinningu hafa i\ starfinu, og það sem verst er, það má ekki finna að neinu við þá, því að þá eru þeir famir og engan vinnukraft að fá i staðinn. Og sem sagt — nú þegar öll samgöngutækni hefur gerbreytzt, þá er bæði kleift og sjálfsagt að fækka þessum sláturhúsum. Þegar það hefur verið gert og ný ákvæði hafa tekið gildi í samræmi við kröfur nútímans, verður allt auðveldara viðfangs. — Það er að segja ef fólkið sjálft vill. Framh. á bls. 6 \\ \ \

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.