Vísir - 23.04.1966, Qupperneq 2
I
Lézt 16 tímum eftir brúðkaupið
Þau vissu bæði tvö, þegar
þau sögðu já í kirkjunni, klukk
an tólf á hádegi laugardaginn
fyrir páska að hún átti ekki
langan tíma eftir ólifaðan.
Klukkan fjögur á sunnudags-
morgun var hún dáin — aöeins
16 klukkustundum eftir brúð-
kaupiö.
Brúðguminn Jörgen Kruse 27
ára gamall hafði hitt ensku
kennslukonuna Leslie Brack-
stone, 21 árs að aldri, þegar
hún var í sumarleyfi í Dan-
mörku. Áður en þau trúlofuðu
sig fyrir um hálfu ári síðan, var
ljóst að hún gekk með banvæn
an blóðsjúkdóm.
Þau óskuöu þess bæði tvö að
gifta sig. Eftir jól versnaði
henni mikið og það var risaátak
fyrir hana að gegnumganga
brúökaupið?. Brúöurinn sat á
stól fyrir framan altarið meöan
á vígslunni stóð, sem fór fram
í fagðingarbæ hennar Sutton,
Somerset. Áður en hún fór af
stað til giftingarathafnarinnar
fékk hún blóögjafir.
Hún var mjög slöpp í veizl-
unni, sem haldin var með 80
gestum, hún gat ekki skorið
brúðartertuna og eftir hálftíma
gat hin 21. árs gamla brúður
ekki verið lengur f veizlunni.
Hún var sett í rúmið og Jörgen
Kruse vakti yfir henni allt kvöld
ið og alla nóttina. Unz hún lézt
fjögur að morgni.
Chaplin 77 ára
Fyrir skömmu varð Chaplin
77 ára gamall. Og hvílík afmæl
isveizla. Hann hafði alls ekki
gert ráð fyrir að halda upp á
afmælisdaginn en leikaramir og
starfsfólk kvikmyndarinnar
hans „Greifynjan frá Hong
Kong“ höfðu allt aðrar hug-
myndir.
Þau keyptu í laumi heljar-
stóra afmælistertu nærri eins
háa og Chaplin er og efst trón-
aði ísstytta af hinni þjóðsagna-
kenndu persónu flakkaranum
með kúluhattinn og stafinn. Svo
leynilega var farið með ráöa-
gerðina að Marlon Brando
stjarna kvikmyndarinnar vissi
það ekki einu sinni. En Soffia
Loren var þarna mætt, Tippi
Hedren önnur leikkona, sem tek
ur þatt I myndinni og dóttir
hennar hin átta ára gamla Mel-
anei auk Sidney Chaplin og
starfsfólksins.
Og Chaplin sagði hrærður við
þá sem voru þarna saman komn
ir.
— Ég þakka ykkur öllum sam
an, þetta gerir það næstum því
ánægjulegt að vera 77 ára
Brúöguminn styöur brúðlna á leiðinni
kirkjunni.
■■yiWJTHMDllllll 1.U l|fi‘»l'Tl
í Kári
t.__________________________________
*
*
t
/Álvinur" skrifar mér í til-
t ^ efni af falli bjórfrumvarps
J ins á Alþingi:
t
t
t
J 01 og innri maður
J Mörgum manninum varð það
J á að bölva í réttlátri reiöi yfir
J þeirri útreið, sem bjórinn fékk
t í þinginu. Þykir þeim, sem enn
J þá bera innra með sér merki
J víkinga og fornkappa, íslenzka
t þinginu illa farast við minningu
J Egils og annarra máttarstólpa
* íslenzkrar fornmenningar. Þeir
t fornkappar kunnu að meta innri
t gæði öls og ljúfra veiga og
J sköpuðu hér þjóðlega drykkju-
t menningu, sem síðan hefur
J drabbazt niður í örgustu ómenn
t ingu m.a. fyrir ofstæki og skiln
t ingsleysi nokkurra þurrdrumba
t sem hafa æst sig upp í and-
t stöðu við alla vínbrúkun.
* Þessum prelátum hefur tekizt
t að magna dularfulla djöfulmynd
t úr mannlegri og heilbrigðri vín-
, nautn, svo að unglingar og ó-
J þroska sálir ganga að því sem
skrifar:
vísu að hyldýpi glötunarinnar
bíði þeirra við fyrsta glasiö. En
jafnframt er yfir allri áfengis-
fræðslu okkar sá dularhjúpur
sem forvitna fullhuga fýsir að
brjóta jafnvel í þeirri trú að
sjálft helvíti bíði bak við hann.
Er von að vel fari, þegar
menn ganga á vit Bakkusar með
þessu hugarfari, eins og hann
sé eitthvert undirdjúpamáttar-
vald, sem ekki sleppir unnum
sálum.
Vínumgengni
Það er mál til komið að taka
upp hlutlausa fræðslu í skólum
um þessi mál og kenna mönn-
um að umgangast vín með fullri
virðingu fyrir sjálfum sér og
eigin siðferðisstyrk og jafn-
framt skynsamlegri virðingu
fyrir víninu.
Og með falli bjórfrumvarps-
ins er ennþá vaðið villu vegar
sem dregið hefur margan góðan
dreng ofan í það forað sem of-
nautn áfengis getur vissulega
skapað.
Hér skal ekki að sinni farið
út í hina efnahagslegu hlið
þessa máls og þar með gengið
framhjá þeirri hneisu að lokaö
skuli öllum gáttum fyrir arðvæn
legri framleiðslu og útflutnings-
verðmætum í ótöldum milljón-
um, unnum úr heimsins bezta
hráefni, íslenzka vatninu.
Þetta er sögulegur viðburöur
og óbein yfirlýsing um að
Bakkus hafi hér þau tögl og
hagldir að við bjórglas liggi sál
íslendingsins föl fyrir honum
og verði trauðla aftur þaðan
keypt. — Hversu langt á að
ganga f því að traöka niður
viljaþrek o.g dómgreind land-
ans?
Það þykir kannski hentugra
að menn gefi sig á vald erlend
um undirhöfðingjum og gefi
með í þeim kaupum svita og
strit sitt í dýrmætum gjaldeyri.
Enginn passar landann á er-
lendum krám og eitthvað trúi
ég að fljóti inn í landið af er-
lendu öli, þótt leynt fari stund-
um.
is