Vísir - 23.04.1966, Síða 9

Vísir - 23.04.1966, Síða 9
9 VISIR . Laugardagur 23. aprfl 1966. ——■aoiat'iiMMiii—i Gott íólk — ÞaS orS er satt og í alla staði þess vert, aS við þvi sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til þess að frelsa synduga menn. I. Tím. 1,15. vant og að ýmislegt verði að breytast, ef þeir eiga að verða hæfir til Guðs ríkis. En þeir trúa á þroskamöguleika manns- ins, þannig að þeir geti orðið haéfir til Guðs ríkis fvrir eigin viðleitni. Fyrir allmörgum árum las ég i einu af dagblöðum bæjarins viðtal við unga, íslenzka stúlku, sem hafði verið svo heppin að fá inngöngu 1 tónlistaskóla einn í Bandaríkjunum, sem mjög torvelt var að fá inngöngu í. t sambandi við það fórust henni orð eitthvað á þá leið, „að jafnerfitt væri að fá inngöngu í skólann og fyrir stórsyndara að komast inn í himnariki“. Þessi orð lýsa mjög algengri skoðun hér á landi, að „góða fólkið“ eigi fremur inngöngu- rétt í Guðs ríki en vondir menn og bersyndugir. Kona ein, sem ég átti einu sinni tal við um þetta efni, sagði, að hún gæti ekki hugsað sér að vera sam- vistum við glæpamenn í Guðs riki. Ot frá mannlegu sjónarmiði virðist þetta f fljótu bragði vera rétt. Þess vegna lifa margir og breyta eftir þessari trú sinni. Þó held ég, að flestir viður- kenni, að þeim sé í mörgu ábóta Biblían er hins vegar á allt annarri skoðun. Við þurfum ekki annað en lesa nokkrar setningar, sem Jesús segir, til þess að komast að raun um það. Hann segir t.d. í Lúk. 19,10: „Manns-sonurinn er kominn til þess að leita að hinu týnda og frelsa það“. Ennfrem- ur segir hann í Mark. 2,17: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir, sem sjúkir eru; ég er eigi kominn til þess að kalla réttláta heldur syndara“. í fjallræðunni segir Jesús: „Ef nú þér, sem vondlr eruð hafið vit á að gefa bömum yðar góð- ar gjafir ...“ — Og við æðstu prestana og öldunga Gyðinga sagði Jesús eitt sinn: „Sannlega segi ég yður, að tollheimtumenn og skækjur munu ganga á und- an yður inn í Guðsríki". í Róm. 4,5 talar Páll postuli um, að Guð réttlæti óguðlegan. Marga fleiri staði mætti til- nefna, svipaða þessum, sem sýna, að boðskapur Biblíunnar fer algjörlega í bága við mann- legar skoðanir. Undanfarið hefur verið rætt nokkuð, bæði í blöðum og út- varpi, um spuminguna: Hver er kristinn? eða: Hvað er kristin- dómur? I,.ltþeim umræðum hefur sá skilningur verið mjög áberandi, að kristinn maður væri sama sem góður maður, að kristin- dómur væri „þjónusta góðleik- ans“, að fara eftir reglunni, sem Jesús setur fram í fjall- ræðunni: „Allt, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. Það skipti minna máli með allar T rúmennska Það var á Þorra 1898, að ég lagöi á Skeiðarársand í póstferð. Veður var aligott en talsverður snjór á jörð. Var ég með 4 koffortahesta fullklyfjaða. Segir ekki af ferð minni, fyrr en ég kom austur á svokallaða Hörðuskriðu, sem var á miðjum sand- inum. Vissi ég þá ekki fyrrl til, en ég var kominn fram á sand- öldubrún, þar sem flugvatn féll fram með stórum straumi og stórum jökulstykkjum. Sá ég þá hvers kyns var, sem sé jökul- hlaup að byrja, er búast mátti við, að brytist fram á fleiri stöð- um undan jökilnum eins og venja er til í jökulhlaupum. Var þá óskemmtilegt að vera þarna á miðjum Skeiðarársandi. Flaug mér fyrst í hug, að skilja póstflutninginn þama eftir og ríða með lausa hestana til baka, svo hfatt, sem þeir kæmust, ef vera kynnl, að ég með því gæti bjargaö lífi mínu. En á sama augnabliki hratt ég þeirri hugsun frá mér og minntist þess, að mér hafði verið trúað fyrir póstflutningnum og taldl því ekki rétt að skiilja hann eftir. Og þó að það heföi verið venja í undan- farandi hlaupum, að Núpsvötnin hlypu nær jafnhllða Skelðará, og ég þvf ætti von á að þau yrðu langt yfir ófær, er ég kæmlst þangaö, ef ég slyppi við hlaup fram úr jöklinum á þeirri lelð, er ég átti fyrir höndum, sneri ég aftur meö klyfjahestana og hélt vestur yfir sandinn fót fyrir fót. Hraðara komst ég ekki vegna ófærðar og þess hve klyfjamar voru þungar. Komst ég óhindraður alla leið að Núpsvötnum, sem alls ekki höfðu vaxið frá þvf ég fór yfir þau um morguninn. Slapp é; þannig heill á húfl af sandinum. í Núpshlíð skildi ég eftir koffortin. En morg- unlnn eftir v.om Núpsvötn hlaupin og vatnaöi þá yfir mest allan sandinn. (Stefán Þorvaldsson.) kristið fólk Gunnar Sigurjónsson cand. the- ol skrifar hugleiðinguna fyrir Kirkjusíöuna á þessum sumar- málum. G. Sig. er einn af þeim ófáu guðfræðlkandidötum, sem ekki hafa teklð prestsvfgslu. En hann er sístarfandi aö boðun fagnaðarerindisins. Hann hefur verið annar af ritstjórum Bjarma síðan 1936 og starfsmaður Sam- bands fsl. kristniboðsfélaga um langt skeið og ferðazt víðs veg- ar um land og heldur samkom- ur í klrkjum og fundahúsum. Gunnar hefur þýtt mikið af góð- um unglingabókum á fslenzku úr norðurlandamálunum. kennisetningar eða kirkjukenn- ingar, unnt væri að vera krist- inn án þeirra. Jafnvel heiðnir menn eins og Gandhi gætu ver- ið kristnir og það betur kristnir en margir aðrir. Þetta er svo sem ekki ný bóla, að talað sé eða ritað á þennan hátt. Fyrir mörgum ár- um las ég eftirmæli um þekktan mann, íslenzkan. í þeim var komizt að orði eitthvað á þessa leið: „Hann aðhylltist engin trúarbrögð, en ég hef ekki kynnzt manni, sem var betur kristinn en hann.“ Sízt vil ég mótmæla því, að kristinn maður eigi að vera góður maður. Biblian hvetur kristna menn til þess að Ieggja stund á góð verk. En með ofan- nefndum skilningi á orðinu kristinn er lögð allt önnur merking í orðið kristinn en í því felst. Ungur, erlendur knattspyrnu maður ritaði fyrir nokkru vitn- isburð um trúarreynslu sína og sagði þar meðal annars: „Þú getur ekki leikið knattspyrnu án þess að hafa knött. Þú getur ekki verið kristinn án Krists“. Og þar komum við að því, sem er kjarni málsins. Orðið kristinn er dregið af Kristur. Kristinn er því sá maður, sem trúir á Krist sem Messugleði í Keflavik Um bænadaga og páska voru 12 guðsþjónustur í Keflavíkur- prestakalli: sex í Keflavíkur- kirkju, fimm í Innri-Njarðvíkur kirkju og ein í samkomuhúsinu í Ytri-Njarðvík. Af þessum guðsþjónustum voru sex al- mennar messur, 3 bamamess- ur, 2 fermingamessur og ein altarisgönguþjónusta. — Prest- ur Keflvíkinga er sr. Björn Jónsson, vígður árið 1952. guð sinn og frelsara, án tillits til þess hvort sá maður er sið- ferðislega fullkominn eða ekki. í hópi lærisveina Jesú var alls konar fólk, ekki sízt þeir sem Farísearnir litu niður á, toll- heimtumenn og syndarar. En þeir leituðu til Jesú með neyð sfna og synd. Voru þeir ekki kristnir? Eða var það „góða fólkið", Faríseamir, sem voru kristnir? Postulasagan segir: í Antíokkíu voru lærisveinamir fyrst kallaðir kristnir. Ekki þeir, sem afneituðu honum, þótt „góðir menn“ væru. Og það er fagnaðarboðskapur Biblfunnar, að Guð elskar ekki bara „góðu bömin“. Hvemig færi þá um þá, sem komast að raun um, að þeir uppfvlla ekki kröfur fjallræðunnar, heldur sjá í ljósi hennar sekt sína og synd? Vaéru þeir útilok- aðir frá Guðsríki? Mættu þeir ekki kallast kristnir fyrr en þeir hefðu sigrazt á syndum sfnum? Jesús sagði: Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir, sem sjúkir em. Og sá, sem sér synd sína, leitar til hans, sem kom til þess að frelsa synduga menn. „Góða fólkið" er í raun og veru ekki til í Guðs augum, sbr. orð Jesú: „Enginn er góður nema einn, það er Guð“. Og Róm. 3,23—24 segir: „Ekki er greinarmunur, því að allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð“. En flestir eru blindir f sjálfs sín sök. Þess vegna hefur Guð gefið okkur lögmál sitt, m. a. fjallræðuna, til þess að hún væri eins konar spegill, þar ÞJÓÐIN sem við sæjum sannleikann um okkur sjálf, sekt okkar og synd. Þess vegna eru ofanskráð ritningarorð fagnaðarboðskapur þeim einum, sem sjá, að þeir uppfylla ekki kröfur Guðs og verða að leita til Jesús Krists sem frelsara og endurlausnara. „Það orð er satt og i alla staði þess vert, að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til þess að frelsa svndijga menn“. ' Ert þú i hópi þeirra? Gunnar Sigurjónsson.; Hvað stoðarþað? Margir gráta við gröf ástvina sinna. Þá falla tár saknaðarins til jarðar þung af sorg. — María var líka að gráta. Vinur hennar var dáinn og líkami hans var horfinn þegar hún ætlaði að fara að veita honum hinztu þjónustu. Hún hélt að mennimir hefðu fjarlægt hann. Þess vegna segir hún við englana: „Það er búið að taka burt Drottin minn“: Jóh. 20. 13.) Og hversu margir geta ekki sagt þetta sama. Þeim finnst að Drottinn þeirra og frelsari sé þeim horfinn, týndur, hann, sem hét því að vera með þeim alla daga. Hvað hafa þeir svo fengið í staðinn? Vísindin, lærdóminn, þekkinguna, tæknina, lífsþægind in, heimshyggjuna? Já, enginn nitar þvf, að miklar eru framfar irnar, stórfelldar eru breyting amar til bóta á mannlegum kjör um, með auknum yfirráðum yf- ir auði og afli náttúrunnar. En minnumst orða Drottins: Hvað stoðar það manninn þótt hann eignist allan heiminn, ef hann Mikil er mælskan Pundið er stórt, reikningsskap urinn er mikill, Guðs blóð er dýrt, reiði hans er þung, dómar inn er strangur, lffið er stutt, dauðinn er vís, helvíti er heitt, eilífðin er löng, og þér vitið ekki nær húsbóndinn kemur. — Vfdalfn — bíður tjón á sál sinni? Hvað er þá unnið við jarðnesk gæði, ef manninn skortir rósemi hugans, frið á sálina, ánægju með at- burði dagsins, hamingju í lífið sjálft? Leitum til drottins vors og frelsara til að öðlast þessi hnoss, til að eiga hið eina nauð synlega. Drottinn, ó, Drottinn vor, drag oss æ nær þér, Lffið hið eina er hjá einum þér. Þar veitir þú oss frið„ þróttinn til að lifa. Sigurvon eilía eignumst vér. FEGURSTl) HLJÚIVILEIKARNIR Pabbi heldur áfram að raula: „Ó syng þínum drottni", það var eitt af uppáhaldslögunum hans. Þetta gerir hann alla sunnudagsmorgna. Það setur sér stæðan svip á þá alla og gerir þá svo hátíðlega. Nú syngur hann: „Indælan blíðan, blessaðan fríð- an“, og svo tekur við hvert lag- ið af öðm. Engir hljómleikar, sem ég hef sfðar hlustað á hafa sungið slíkan frið inn f sál mfna og lögin hans pabba, ekki sfzt á sunnudagsmorgnana. Þau opn- uðu einhverjar dyr, sem lágu frá hversdagsleikanum og inn í hina óbrotnu, tárhreinu sunnu- dagshelgi. H.J.M. í Hetjur hversdagslífstas. m

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.