Vísir - 06.05.1966, Page 8

Vísir - 06.05.1966, Page 8
F V í SIR . Föstudagur 6. maí 1966. Utgefandi: Blaðaotgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarrltstjöri: Axel Thorsteinsor ÍTéttastjörar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn 0. Thorirensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Rltstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Augiýsingar og afgreiðsla Túngötu 7 Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Athafnasamt Alfaingi J>ess þings, sem í gær var slitið, mun lengi minnzt í sögunni fyrir störf sín og góð afrek. Þess mun minnzt, sem þingsins, er fékk þjóðinni í hendur lykil stóriðju- aldar, og ákvað byggingu stærsta orkuversins til þessa. Fram hefur verið gengið á þeirri braut að láta vélarnar létta verkin og beizla hið óstýriláta afl er í elfum landsins býr til hagsældar fyrir þegnana. Stór- iðjan er nú umdeild, en er fram líða stundir munu menn undrast að nokkur flokkur skyldi hafa spymt við broddunum í slíku framfaramáli. Minnir það á sögu nýsköpunarinnar eftir styrjöldina, sem margir töldu hina mestu ósvinnu, en allir vilja nú eigna sér. Á mörgum öðrum sviðum mun starf þessa þings hafa markað merk spor. Nýskipan í vísinda og há- skólamálum hefur verið samþykkt, sem góðu lofar um raunmennt þjóðarinnar í framtíðinni. Lánamál- um atvinnuveganna hefur verið komið í nýtt og betra horf og verðlagsmálum landbúnaðarins einnig. Þá er að geta um framkvæmda- og byggðaáætlanir hinna einstöku landshluta sem nú er af kappi unnið að. Ef þar er rétt á málum haldið munu þær áætlanir með aðstoð hins nýja atvinnujöfnunarsjóðs reynast hinn mesti búhnykkur. En þá má ekki halda áfram að ausa fénu í vonlaus gjaldþrotafyrirtæki, aðeins vegna þess að þau eru staðsett úti á landi. Nýjar hugmyndir og ný fyrirtæki þarf að styðja til dáða. í félagsmálum hefur verið lagður grundvöllurinn að lífeyrissjóði allra landsmanna, stórfelld húsnæðis- áætlun sett á laggirnar og fyrsta skrefið stigið í verð- tryggingu gjaldmiðilsins. Þannig er nær sama hvert litið er: hvarvetna hafa merk mál náð fram að ganga. Hér hefur ríkisstjórnin með réttu haft forystuna, und- ir stjórn Sjálfstæðismanna. Er visulega full ástæða til þess að þakka öllum ráðherrum flokksins í ríkis- stjórn ötult starf að þeim mörgu þjóðnytjamálum, sem hér hafa verið up talin. Handritadómi fagnað ÁJlir landsmenn fagna dómi þeim í handritamálinu, sem Eystri Landsréttur kvað upp í gær. Þegar þetta er ritað hafa fregnir um forsendur dómsins enn ekki borizt til landsins. En niðurstaðan er kunn og hún skiptir mestu máli. Afhending handritanna hefur ver- ið dæmd dögleg og kennslumálaráðuneytið danska sýknað af málssókn stjórnar Ámasafns. Sá dagur hefur færzt einu skrefinu nær, sem allir íslendingar bíða eftir: að handritin komi heim. Það er full ástæða « til þess að minna hér á þann mikla og góða undirbún- ing, sem unninn var af hálfu dönsku stjómarinnar og lögfræðinga hennar í máli þessu. Kevln Palmer „STRÍÐ GETUR ALDREI VERIÐ SKEMMTIATRIÐI Bless, ble-e-e-ess Tjessa kveðju meö háðskum undirtón kyrjúöu Ómar Ragnarsson og hópur vel- þekktra leikkvenna, sem sneru baki við dyrum æfingasals Þjóðleikhússins, þegar gengið var inn. Svo var laginu lokið og þaö var skellihlegið. Hæst hló Kev in Palmer leikstjóri kominn beint frá Lundúnaborg með reynslu að baki sem leiksviðs- stjóri í „Smiðju leiklistarinnar" í East End Lundúna, Theater Workshop, sem Joan Little- wood nú nafnkunna kona skap aði úr hrærigraut leikara, leik- skálda og leikhúsmanna. London, sem stórblöð bæði vestan hafs og austan hafa út- nefnt sem „borg borganna" eða borg sjöunda tugar þessarar aldar hefur fóstrað afbrigðileg fyrirbæri eins og bítla, oblistina og bítnikka og allt sem þeim tilheyrir og teljast má einn út- sláttur heldur merkilegs undir- straums þjóðfélagsþróunar, sem við eigum án efa eftir að sjá meira af. Einnig hefur þessi „borg borganna" fóstrað ný- tízkuleg vinnubrögð sviðsins, leikritunar og annarra list- greina en frumburður nýju öld unnar verður brátt til á sviði Þjóðleikhússins og verður sýnd ur í júníbyrjun. A, þetta er indælt stríð,“ ’>’> nefnist leikritið í þýðingu Indriða G. Þorsteinssonar, tit- illinn þýddur úr ensku „Oh What A Lovely War,“ eftir Charles Chilton og Joan Little wood. Sva að handrit að leikn- um er alltsvo til. En því verð- ur breytt eftir því sem verkið verður mótað í smiðju leikstjóra og leikendanna. Bless, ble-e-e-ess er nýdáið út og leikkonurnar hafa tekið sam an föggur sínar, þegar Palmer segir með áherzlu: „Þetta er ekki gamansöngleik ur, heldur má kannski kalla þaö reifarakenndan söngleik sem fjallar um heimsstyrjöldina fyrri, en eins og við vitum getur stríð aldrei verið skemmti atriði. Allir söngvarnir í leiknum voru vinsælir slagarar á heima- vígstöðvunum, en £ leiknum eru þeir skopstæling. Gamansöng- leikimir voru einn liðurinn í heimsstyrjöldinni fyrri, belli- bragð til þess að fá fólk til þess að skrá sig.“ „Segja þér allt um John Littlewood, það tæki allan dag- inn. Ég byrjaði að vinna með henni 1963, þegar „Oh What A Lovely War,“ var sýnt í Theater Workshop í marz þaö ár. Fyrir þessa sýningu var leik urunum í fyrsta sinn borguð rithöfundarlaun. Það átti að sýna leikinn í 4-5 vikur, en þeg ar kom í ljós að aðsóknin var eins góð og raun bar vitni var hann fluttur í annað leikhús og sýndur þar í þrjá mánuöi. Síðar var farið með leikinn til Par- ísar-þar sem hann hlaut fyrstu verðlaun á leiklistarhátíðinni þar „Festival of Nations". Þeg ar heim kom voru aftur hafnar sýningar á leiknum og þá í West End. í september 1964 var leik urinn sýndur á Broadway, en Bandaríkjamenn voru ekki hrifn ir af honum, enda höfðu þeir ekki sömu afskipti af stríðinu og Evrópubúar, það var miklu fjarlægara þeim og þeir tóku jú ekki þátt í því fyrr en 1917 eða í stríöslok." „Heldurðu að leikurinn höfði til okkar íslendinga, einangr- aðrar þjóðar, sem öll stríð eru fjarlæg?" „Veiztu það, að ég er fæddur í Ástralíu, ég held að einangrað ar þjóðir hneigist frekar í þá átt að hafa meiri þekkingu á þvf sem er- að gerast í heimin- um en hinar." egar Palmer hefur gefið upp þessar óvæntu upplýsingar að hann sé ekki innfæddur Lundúnabúi, segir hann nokkuð frá æviferli sinum ,sem innifel ur dvöl í Kanada auk Englands „Ég var efnafræðingur, en þegar ég gerðist leiður á efna- fræðinni, lét ég innrita mig í leiklistarskóla, í nokkur ár ferð aðist ég með Royal Shakespe- are Company sem leiksviðs- stjóri." Palmer setti upp „Ó, þetta er indælt stríð" i Kanada og var sæmdur titlinum bezti leik stjórinn fyrir. Leiknum var svo vel tekið, að Palmer var beðinn um að vera þar eftir og hefur hann dvalizt þar undanfama mánuði þar til fyrir skömmu að hann sneri aftur til Englands til nokkurra vikna dvalar og er nú kominn hingaö. „Aðsetur mitt er í London, en annars ferðast ég um og fæst við leikstjóm.“ ,,Og starfarðu ennþá við Theater Workshop?" „Nei, það er búið að leggja það niður í bili, annað félag tók það á leigu, en varð aö loka því aftur vegna fjárhags- örðugleika. Joan er f Túnis núna sem stendur og hefur starfað þar að leikhúsmálum á vegum stjómarinnar og ég held að hún sé að taka þar kvikmynd núna.“ „Og hvað um dvöl þína hér?“ „Ég verð héma í fjórar eða fimm vikur, meðan á æfingum stendur.“ „Er það nægilegt?“ „Það verður að nægja," og Palmer rekur upp tröllslegan hlátur, „æfingartíminn er svip aður og í Theater Workshop, nema að þar er æft f átta klst. á dag í stað fjögurra héma.“ „Og hvemig er með hlut- verkaskipanina?“ „Hún er engin enn sem kom ið er,“ og Palmer hlær í annað sinn, „ég breyti leikritinu og móta það eftir hendinni, eftir efniyiðnum, sem fyrir hendi er. Áður en valið verður í hlutverk in lesum við þetta saman, það þarf að sjá út hæfileika hvers leikara um sig i hvert hlutverk" s.b.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.