Vísir - 06.05.1966, Blaðsíða 10

Vísir - 06.05.1966, Blaðsíða 10
VÍSIR . Föstudagur 6. maí I9S6.Á Næturvarzla í Reykjavík vik- una 3D. apríl—7. maí Vesturbæjar Apötek. Næturvarzla í Hafnarfirði að- faranótt 7. maí: Hannes Blöndal, Kirkjuvegi 4, sími 50745 og 50245. Föstudagur 6. maí. Fastir liðir eins og venjulega. 15:00 Miödegi sútvarp. 16.30 Síðdegisútvarp. 17Æ5 Tónlist á atomöld. 18.00 fslenzk tónskáld: Lög eftir Jón Leifs og Sigvalda KaldaTóns. 2Q?00 Kvöldvaka. 21.'25 Otvarpssagan: „Hvað sagöi tröllið?" eftir Þórleif Bjama son. Höfundur flytur (3). 22'.'S5 ísienzka mál Jón Aðal- steinn Jónsson cand. mag flytur þáttinn. Föstudagur 6. maí. 17J)0 Ferðaþáttur. 17.30 Fve got a secret. 18:00 The Third Man. 18.30 Fræðslumynd hersins. 19.00 Fréttir úr heiminum. 19.30 Candid Camera. 20.-00 Skemmtiþáttur Jimmy Dean. 21.00 Rawhide. 22.00 Redigo. 22.30 Fréttir. 22.45 Greatest Fights. 23:00 Kvikmyndin: „Blóð og sand ur." BLÖÐ OG TIMARIT Sveitarstjómarmál. 1. hefti 1966, kom út fyrir nokkru með forsíðumynd af ísafirði, og er í heftinu skýrt frá aldarafmæli ísa fjarðarkaupstaðar hinn 26. janúar sl. Aðalgrein tímaritsins er ræða, sem Birgir Finnsson, forseti Sam einaðs Alþingis, flutti í afmælis hófi bæjarstjómar þann dag, og birt er mynd af nýju merki, sem kaupstaðurinn hefur tekið upp. Birtar eru í heftinu leiðbeining ar um undirbúning og fram- kvæmd sveitarstjómarkosning anna, sem fram eiga að fara 22. maí og 26. júní n.k., sagt er frá breytingum á tekjustofnalögum, birtar ábendingar um nokkra á- galla á framkvæmd tekjustofn- laganna, eftir Hjálmar Vilhjálms son, ráðuneytisstjóra, og sagt er frá úthlutun aukaframlags úr jöfnunarsjóöi sveftarfélaga í fyrsta skipti. Forystugrein tímaritsins nefn ist Starfsmenn sveitarfélaga, birt ir em fréttaþættir frá sveitar- stjórnum, kynntir tveir nýir sveit arstjórar, greint er frá breyting um á launum bæjarstarfsmanna og oddvita, sagt frá skipun sam- vinnunefndar ríkis og sveitarfé- laga, jöfnunarsjóðsframlagi til sveitarfélaga 1965, og vegafé 1966 og í sérstökum fyrirspumar dálki er svarað spumingum varð andi einstök málefni sveftar- stjöma. Tímaritið er 24 blaðsíður að stærð. Heimilisblaöið SAMTÍÐIN maí blaöið er komið út, mjög fjöl- breytt að vanda, og flytur þetta efni: Gripdeildir í kjörbúðum (forystugrein). Viðhorf sextugs kennimanns eftir séra Þorgrím V. Sigurðsson. Hefurðu heyrt þess ar? (skopsögur). Kvennaþættir eftir Freyju. Þá er greinin: Offita boðar dauöa. Framhaldssaga: Bandamaður dauðans. Greinin: Seinasti konungurinn í Holly- wood (Spencer Tracy). Guðmund ur Amlaugsson skrifar greina- flokk sinn: Skáldskapur á skák- borði. Ámi M. Jónsson skrifar brigdeþátt. Ingólfur Davíðsson * Spáin gilöir fyrir laugardagmn 7. maí. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þú átt að líkindum aligóð tíðindi í vændum, sem snerta þó nána ættingja meira en sjálf an þig. Allt bendir til að dagur inn verði góður. Nautlð, 21. apríl til 21. mai. Affarasæll dagur, en þó máttu varast að vinir og kunningjar tefji þig ekki um of. Taktu dag inn snemma leggðu áherzlu á að ganga hreint til verks. Tvíburamir, 22. maf til 21. júní: Taktu varlega undir mála leitan, nðma hún komi frá þeim sem gerþekkir. Ef til vill er eitt hvað vafasamt að gerast aö tjaldabaki. Krabbinn, 22. júní til 23. júli. Dugnaður þinn nýtur sín vel í dag. Stilltu óþolinmæði þinni í hóf, svo að samstarfsmenn dragi sig ekki í hlé þegar verst gegnir. LJóniö, 24. júli til 23. ágúst. Fréttir geta komið þér á óvart, kannski vissara að treysta þeim ekki að órannsökuöu máli. Þeim yngri verður kvöldið ánægjulegt Meyjan, 24. ágúst til 23. sept. Þú ættir að taka meira tillit til aðstandenda þinna, og á þetta einkum við yngri kynslóðina. Farðu þér rólega i loforðum vatðandi vfamu. Vogin, 24. sept. til 23. okt. Góður dagur, kannski smátafir, sem þú tekur varla eftir. Þaö má'vel vera að þér berist ein hverjar góðar fréttir áður en kvöldar. Drekinn, 24. okt. — 22. nóv. Þú munt eiga tveggja kosta völ, og þykja hvorugur góöur. Hugs aðu valið veJ, og talctu ekki endanlega ákvörðun fyrr en þú þarft. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þú getur afkastað miklu, ef þú gengur þannig frá hlutun um, að þú fáir að vera i ró og næði. Kvöldið ánægjulegt heima fyrir. Steingeitin, 22. des. til 20. jan. Þú átt að því er virðist mikið undir því hvemig einhverri málaleitan þinni veröur tekið af opinberum aðilum. Rektu ekki á eftir ákvörðun þeirra. Vatnsberinn, 21. jan. til 19 febr.: Gættu þess að beita þér að einu viðfangsefni í einu, annars verður lítið úr fram- kvæmdum f dag. Kvöldiö á- nægjulegt þeim ungu. Fiskamir, 20 febr. til 20. marz: Taktu viöfangsefnin föst um tökum, láttu ekki hug- fallast þótt eitthvað gangi erf iðlega. Láttu ekki tefja þig frá störfum er á daginn líður. skrifar grein, sem nefnist: í mýr inni. Ennfremur eru: Skemmti- getraunir, stjörnuspá fyrir maí- mánuð, Ástagrín, grein um er- iendar bækur, sígildar náttúru- lýsingar, þeir vitru sögðu o. fl. Ritstjóri er Sigurður Skúlason. TILKYNNiNGAR ÁRNAÐ HEILLA Afmælisfundur Kvennadeildar Slysavarnafélagsins í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 9. maí kl. 8.30 í Slysa- vamafélagshúsinu Grandagarði Margt veröu r til .skemmtunar. Fjölmennið. — Stjórnin. Kaffisölu hefur Kvenfélag Há- teigssóloiar f samkomuhúsinu Lidó sunnudaginn 8. maf. Félags konur og aðrar safnaðarkonut, sem ætla að gefa kökur eöa ann að til kaffisölunnar em vinsam lega beðnar að koma því f Lfdó á sunnudagsmorgun kl. 9—12. Frá Ráðleggingarstöð þjóðkirkj unnar. Ráðíeggingarstöðin er til heimilis að Lindargötu 9, annarri hæð. Viðtalstimi prests er á þriöjudögum og fpstudögum kl. 5-6. Viðtalstími læknis er á mið- vikudögum kl. 4-5. Leiðbeiningarstöð húsmæðra Laufásvegi 2, sími 10205 er opin alla virka daga kl. 3—5 nema laugardaga. Kvennadeild Borgfirðingafélags ins hefur kaffisölu og skyndihapp drætti sunnudaginn 8. maí n.k. frá kl. 14.30 i Tjarnarbúð. Þar verður á boðstólum fínt veizlu kaffi og í skyndihappdrætti fjöldi eigulegra muna, m.a. flugfar fyr ir tvo hvert á land sem er. Vinn ingamir verða afhentir á staðn- um. Kvennadeildin var stofnuð 13. maí 1964. Hún hefur m.a. á stefnuskrá' sinni að gleðja fyrir jólin þá gömlu íbúa héraðsins, sem dveljast á elliheimilum hér og einnig þá sem sjúkrahúsvist þurfa til lagframa. Þess má geta að í vetur sendi deildin út 76 jóla gjafir auk stuðnings viö þá sem fyrir óvæntum óhöppum urðu. Nú heita konurnar á alla þá sem góöan málstað vilja styrkja að koma í Tjamarbúð á sunnudaginn kemur, drekka kaffi og njóta á- nægjustunda f góðum félagsskap. MINNINGARSP JÖLD Minningarspjöld Háteigssóknar em afgreidd hjá: Ágústu Jóhanns dóttur Flókagötu 35 (simi 11813), Áslaugu Sveinsdóttur, Barmahlið 28, Gróu Guðjónsdóttur, Háaleit isbraut 47, Guðrúnar Karlsdóttur, Stigahlíð 4, Guðrúnu Þorsteins- dóttur, Stangarholti 32, Sigríði Be onýsdóttur, Stigahlíð 49. ennfrem ur í Bókabúðinrr' * Miklu braut 68. Minningarspjöld Dómkirkjunn- ar fást á eftirtöldum stööum: Bókabúð Æskunnar Kirkjutorgi, Verzluninni Emma, Bankastræti 3, Ágústu Snæland, Túngötu 38, Dagnýju Auðuns, Garðastræti 42, og Elísabetu Ámadóttur, Ara götu 15. Minningarspjöld Heimilissjóðs taugaveiklaðra bama fást f Bóka verzlun Sigfúsar Eymundssonar og á skrifstofu biskups, Klappar stig 27. 1 Hafnarfirði hjá Magnúsi Guðlaugssyni, úrsmið, Strandgötu 19. Þann 23. apríl voru gefin sam an í hjónaband af séra Gunnari Gfslasyni (föður brúðgumans) ungfrú Jónína Bjarnadóttir og Stefán Gunnarsson. Heimili þeirra veröur að Laugamesvegi 100. (Ljósmyndastofa Þóris) Sumardaginn fyrsta voru gefin saman í hjónaband af séira ólafi Skúlasyni ungfrú Ingvelðar Þór- arinsdöttir og Ingjaldur Tndriöa- son. HeimHi þeirra verðar að Störa Kambi, Breiöuvík. (Ljösmyndastofa Þóds) Sumardaginn fyrsta vora gefin saman í hjónaband af séra Garö- ari Svavarssyni ungfrú Dorothy Senior og Gísli Garöarsson. Heim ili þeirra verður á Reyöarfirði. (Ljósmyndastofa Þóris) Laugardaginn 16. apríl voru gef in saman í hjónaband af séra Árelíusi Níelssyni ungfrú Guðný Helgadóttir og Stefán Jónsson. Heimili þeirra verður að Klepps- vegi 120, R. (Ljósmyndastofa Þóris) Minningarspjöld Bamaspítala- sjóðs Hringsins fást á eftirtöld um stöðum: Skartgripaverzlun J6- hannesar Norðfjörð Eymundsson arkjallara, Þorsteinsbúo Snorra- braut 61, Vesturbæjarapóteki, Holtsapóteki og hjá frk. Sigrfði Bachmarm Landspitalanum. Minningarspjöld Langholtssafn aðar fást á eftirtöldum stöðum: Langholtsvegi 157, Karfavogi 46, Skeiðarvogi 143, Skeiðarvogi 119 og Sólheimum 17. Minningargjafasjóður Landspít- ala íslands Minningarspjöld fást á eftirtöldum stöðum: Landssíma Islands, Verzluninni Vík, Lauga- vegi 52, Verzluninni Oculus, Aust urstræti 7 og Skrifstofu forstöðu konu Landspftalans (opið kl. 10 30—11 og 16—17) Minnlngarspjöld Flugbjörgunar sveitarinnar fást á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Braga Brynjólfs sonar, hjá Sigurði Þorsteinssyni, Goðheimum 22, sími 32060, Sig- urði Waage, Laugarásvegi 73, simi 34527 Magnúsi Þórarinssyni Álfheimum 48, sfmi 37407 og Stefáni Bjamasyni Hæðargarði 54. sfmi 37392 Minningarkort kvenfélags Bú staðasóknar fást á eftirtöldum söðum Bókabúðinni Hólmgarði 34, Sigurjónu Jóhannsdóttur, Sogavegi 22, sími 21908, Odd rúnu Pálsdóttur, Sogavegi 78, sími 35507, Sigríði Axelsdóttur Ásgarði 137, sfmi 33941 og Ebbu Sigurðardóttur Hlíðargerði 17, sími 38782. Minningarkort Hrafnkelssjóðs fást f bókabúð Braga Brynjólfs- sonar. Minningarspjöld Fríkirkjunnar I Reykjavík fást f verzlun Egils Jacobsen Austurstræti 9 og f Verzluninni Faco. Laugavegi 39. HaBgrims- kirkju fást hjá prestum Iands- iris og í Rvík. hjá: Bókaverzlun Sigf. Eymunds- sonar. Bókabúð L.aga Brjmjólfs sonar, Samvinnubankanum Bankastræti, Húsvörðum KFUM og K c_, iá 'Kirkjuverði og kirkjusmiðnm HALLGRlMS- KIRKJU á Skfelavörðuhæð. Gjaf ir íil kirk’unnar má draga frá tekjum við Tramtöl til skatts

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.