Vísir - 17.05.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 17.05.1966, Blaðsíða 3
V SIR . Þriðjudagur 17. maí 1966. 3 Samtal við Úlfar Þórðarson formann byggingar' nefndar Byggt fyrir framtíðina og heiður þjóðarinnar. Eitt hið glæsilegasta mann- virki, sem nú er verið að reisa í höfuðborginni er hin nýja sundlaug í Laugardalnum, skammt frá gömlu sundlaugun- um. Því er svo undarlega variö með þetta mikla mannvirki, að fréttamaður sem gengur um það og skoðar það finnur fyrir því, að hann vantar orð til að lýsa því. Sundlaugin er svo stór- brotin í sniðum, gerð hennar svo óvenjuleg og virðist vera svo hátt yfir allt hafin er þekkzt hefur á þessu sviði hér á landi, að hjá manni vaknar ósjálfrátt sú hugsun, að hér er verið að bvggja fyrir framtíðina. Hin nýja sundlaug er svo mikið mannvirki, að maður spyr sjálfan sig, hvort hér sé ekki verið að byggja í óhófi. Svarið verður, að hún er liður í þeim íþróttamannvirkjum í Laugardal sem eiga að verða háborg íslenzkra íþrótta og m. a. að gera höfuðborg íslands út setur svip sinn á Ulfar Þórðarson læknir að sýna nýju laugina. Með honum var 10 ára sonardóttir. Þau standa undlr göngubrúnni, sem laugina. í baksýn sér i áhorfendastúkuna. á við hlutgenga til að geta með heiðri tekið þátt í íþrótta- keppnum við aðrar þjóðir. Þannig eru framkvæmdirnar að hluta miðaðar við það, að halda uppi þjóðlegum heiðri íslend- inga út á við. Með hinum miklu íþrótta- mannvirkjum í Laugardal, leik- vanginum mikla, íþróttahöll- inni og nú síðast sundlauginni er vissulega veriö að bæta úr brýnni þörf. En jafnframt hefur verið lögð áherzla á það, að haga þessum framkvæmdum þannig, að þær geti verið höfuð borginni og þjóðinni allri til sóma. Mannvirkin eiga í öllu útliti og lögun að bera þess vott, hvað íslendingar geta fram- kvæmt í húsagerðarlist óg vera miðuð við þarfir framtíðar- innar. Unnið að flísalagningu Fréttamaður blaðsins kom fyrir nokkru að máli við Úlfar Þórðarson lækni sem er formað ur byggingarnefndar sundlaug- arinnar nýju og bað hann að lýsa þessum framkvæmdum nokkuð. Hann brást góðfúslega við þessu og bauð fréttamann- inum að koma inn að mannvirk- inu og skoða það í byggingu. Hann sýndi okkur þar, hve langt verkið er komið, en nú er stór hópur manna að vinna að því, að flísaleggja laugina sjálfa. Þeir hafa verið að vinna að köntunum, sem er seinlegasta verkið, vegna þess að í þeim eru rennur, innrennslisop, ljós undir vatnsyfirborði og jafnvel stórar rúður, sem eiga aö gera það mögulegt að horfa inn i sundlaugina undir yfirborðinu. Úlfar fór með okkur viða um bygginguna, sýndi okkur af- klæðingarklefa og böð, sem er komið fyrir undir hinni miklu áhorfendastúku. Þar er þegar búið að flísaleggja gólfin og veggina. Næsta verkefni þar er að koma fvrir innréttingum fyr- ir afgreiöslu, fataskápum og bað tækjum. Virðist þetta allt eiga að vera með fullkomnasta móti, hver maður sem þangað kemur fær sinn sérstaka afklæðinga- kiefa, en flytur síðan föt sín á herðatré yfir í sérstaka skápa, sem hann hefur sjálfur lykilinn að áfestan á gúmmíhring. Gestum ekki vísað frá á sólskinsdögum. Þegar sérstaklega mikil að- sókn er að sundlauginni verða svo teknir til viðbótar afklæð- ingarklefar í kjallaranum sem er rúmgóöur og hátt undir loft í honum. — Við munum leggja aðal- áherzlu á það, að geta tekið tafarlaust við öllum gestum sem koma, á þeim tímum sem að- sóknin er mest. Það er mjög mikil þörf hér á landi, að geta notað þessa fáu sólskinsdaga sem hér koma og eru jafnvel aðeins partur úr degi. Á þeim tímum verður aðsóknin að sundlaugunum mjög mikil og þá er nauðsynlegt að haga fyrir- komulaginu svo, að engum þurfi að vísa frá. — Er nóg sólbaðasvæði við iaugina. — Já, það verður mikið svæði til sólbaða. Nú er verið að byggja girðingu í kringum laug ina. Hún á að veita skjól og það verður gott að liggja hér í sól- baði. Stéttirnar verða flisa- lagðar með skriðfríum flfsum. Girðingin sem er verið að setja upp er mjög hentug. Þegar sund iaugarsvæðið verður stækkað verður auðvelt að taka girðing- una upp og flytja hana út fyrir vibótina. Ætlunin er sú, að sundlaugin og sólbaðssvæðið líkist sem mest baðströnd eins og þær gerast beztar erlendis. Þar verður nóg rými og ég vona að það líði ekki á löngu þar til VAXANDI BORG fólk getur farið að koma á sól- ardögum á þessa nýju „bað- strönd". Auk þess verður mik- ið og gott sólbaðssvæði í sjálfri áhorfendastúkunni. Stúkan snýr móti suöri, er skjólgóð og þar er breiskjuhiti þegar sólin skín. Upp í hana verða stigar frá sundlaugarstéttinni og er ég viss um, að það mun ekki líða á löngu þar til fólk kemst að raun um, hve góður staður það er til sólbaðs. Keppnislaug og grunn laug. — Sundlaugin er mjög ó- venjuleg í laginu? — Já, hún er það, og hún er einnig mjög stór. Hún skiptist eiginlega í tvo hluta, en þó opið á milli þeirra. Annað er keppn- islaugin, sem er 50 metra löng, fullgild ólympíusundlaug og miðast stærð hennar við það, að hægt sé að halda hér millirikja- keppni í sundi, Norðurlanda- keppni og ef til vill Evrópu- keppni. Upp af henni er svo hin stóra áhorfendastúka. Hinn hlutinn er grunn laug, sem er mest ætluð fyrir unglingana og bömin til að busla í og þar verður einnig hægt að kenna sund. Kantarnir á þessum hluta eru óreglulega bogalagðir. Það á- samt brúnni yfir miðja laugina gefur lauginni fagurt útlit og list rænt. Brúin á þó jafnframt að gegna því hlutverki, að gefa styttri leið yfir á hinn bakka sundlaugarinnar, þar sem koma á dýfingarlauginni fyrir síðar meir. — Hvenær á nýja sundlaugin að vera tilbúin? — Það hefur verið miðað við að hún yrði tilbúin í sumar. Verkið hefur þó tafizt vegna veðráttunnar og flísalagningin sem nú stendur yfir er seinlegt verk og vandasamt. Ég vona að laugin verði tilbúin í júli, en þá er reiknað með að fram fari í henni milliríkjakeppni. Saknað gömlu sundlauganna — Margir munu sakna þess að vic tilkomu þessarar nýju sundiaugar, eiga gömlu sund- laugamar að hverfa? — Já, og ég sakna þess líka. Ég get næstum því sagt, að ég sé alinn upp í gömlu sundlaug- unum. Þar lærði ég að synda hjá Páli Erlingssyni, þeim á- gætismanni. Ég get ennþá heyrt rödd hans þegar hann var að segja okkur til. Siðar heimsótti ég hann stundum daglega, þegar ég var á leið niður í bæ í Há- skólann. Gamla sundlaugin gegndi merkilegu hlutverki. Þama lærðu allir sem lærðu að synda og þarna var gamli mað- urinn ár og síð ásamt sínum landskunnu sonum og settu þeir svip sinn á staðinn, sem hefur haldizt æ síðan. Hópurinn í kring um gömlu sundlaugina er stór, hann hefur stækkað og breytzt. Hann er stór sá hópur manna sem getur varla hugsað sér að vera án hennar. í þeirra augum byrjar dagurinn þama. Ég er ekki 1 þeim hópi, því að snemma á morgnanna þarf ég að vera mættur uppi á sjúkrahúsi En ég þekki þessa tilfinningu til gömlu sundlauganna. En um leið geri ég mér grein fyrir og ég veit að menn gera 'sér grein fyrir, að gömlu sundlaugarnar uppfylla ekki kröfur tímans. Þess vegna kemur nýja sundlaugin óhjá- kvæmilega í þeirra staó. Ég vona þá að þessi stóri tryggi hópur festi þá í staðinn tryggð við nýju sundlaugina, flytji sig yfir götuna á nýja staðinn. Gott vatn. Það verður að vísu ekki eins, en ég vona að þeir sjái hvað nýja sundlaugin verður vistleg — að hún getur líka orðiö fjöl- skylduleg. Og eitt er ég viss um, að vatnið í henni verður gott. Það er sama vatnið og i gömlu sundlaugunum. Það er einmitt þetta góða vatn sem hefur haft svo mikið að segja í gömlu sundlaugunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.