Vísir - 17.05.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 17.05.1966, Blaðsíða 6
6 VlSIR . Þriöjudagur 17. maí 1968. Ræða borgarstjóra — Framh. af bls 9 Hælið á Amarholti, þar sem ýmsir þeir samborgarar okkar dveljast, sem um lengri eða skemmri tíma eiga ekki samleið með öðrum, hefur verið stækkað og myndarlegt starfsmannahús byggt. Húsnæðismál Fátt er mikilvægara til að efla heilbrigði manna en gott hús- næði og hefur borgin sjálf byggt 300 íbúðir til sölu og leigu, eink um til þess að útrýma heilsu- sþillandi húsnæði. Hefur tölu- vert áunnizt í þeim efnum, t.d. em herskálaíbúðir nú 28 í stað 170 slfkra íbúða fyrir 4 árum. Hér er þó enn mikið verk að vinna til úrbóta og því er það ánægjulegt, að tekizt hefur sam vinna ríkis, borgar og verka- lýðsfélaga að byggja ódýrar í- búðir í stómm stíl, sem leigðar verða og seldar með sérstaklega góðum kjömm. En auk þátttöku f þeirri byggingarstarfsemi hef ur borgarstjóm Reykjavíkur samþykkt að byggja 25 fbúöir á ári fyrir aldrað fólk og lána til byggingar 3-400 íbúða allt að 100 þús. kr. og er sérstaklega gert ráð fyrir að ungt fólk njðti góös þar góös af. Tilgangur Allar þessar framkvæmdir, sem ég hef hér gert að umtals- efni og ýmsar aðrar, sem ekki gefst tfmi til að ræöa sérstakl. elns og t.d. ný slökkvistöð, bamaheimilin og leikvellir, sem aðrir taka hér til meðferðar, eru ekki takmark f sjálfu sér hedlur er í þær ráðist vegna þess gagns sem þær .gera borgarbúum, vegna þess að þær mynda um gerð um líf og starf Reykvík- inga og skapa skilyrði fyrir ör- yggi borgarbúa og betra og feg urra mannlífi. Fjárhagsgrundvöllur Þegar á það er litiö, að fram kvæmdir borgarsjóðs og fyrir- tækja hans hafa vaxiö svo, að þær hafa tvöfaldazt að magni til frá árinu 1961 til ársins 1965, þá er eðlilegt að spurt sé, hvort þessar miklu framkvæmd ir hafi ekki leitt til þess, að á- lögur á borgarbúa hafi þyngzt. Árið 1961 vom álögð útsvör einstaklinga 10.6% af framtöld um nettótekjum þeirra, en árið 1965 var þessi hlutfallstala 10.1% og eru eignarútsvör með- talin. Gjöldum, sem borgarfyrirtæki taka fyrir þjónustu sína, hefur verið haldið niðri svo sem unnt er. Heimilistaxti Rafmagnsveitu, sem fyrirtækið sjálft fær f sinn hlut, hefur aðeins hækkað t.d. um 21% frá árslokum 1961 til 1965, en með söluskatti og jöfn. gjaldi er heildarhækkunin 40%. Hitaveitutaxtar hafa hækkað á sama tíma um 23% og 28.5% með söluskatti, en hvor tveggja hækkunin er mun minni en hækkun launa á sama tfma. Engar framkvæmdir koma að tilætluðu gagni, ef fjárfesting til þeirra ofbýður gjaldgetu borgarbúa og því er ánægjulegt, — þótt mörgum þyki raunar alltaf skattar og opinber gjöld of há, — að gjöld til borgarinn ar og fyrirtækja hennar eru hlut fallslega lægri núna en fyrir 4 árum, þrátt fyrir stórauknar framkvæmdir. Til framkvæmda fara nú einn ig nær 40% af heildartekjum borgarsjóðs f stað rúmlega 30% fyrir fjórum árum, og rekstrar kostnaður hefur lækkað sam- svarandi. Hlutfallsleg lækkun rekstrar- kostnaðar er þvi athyglisverðari sem ýmsar nýjar stofnanir hafa tekið til starfa á ýmsum svið- um, þjónusta verið aukin og lög boðin gjöld einnig hækkað. Á þessu ári er samkv. úrtaks athugunum á framtölum útlit fyrir, að auk þess sem persónu og barnafrádráttur hækka og útsvarsstigar breytast skv. vísi tölu, verði hægt að gefa a. m. k. jafnháan ef ekki hærri afslátt af útsvörum en í fyrra. Framkvæmda- og fjáröflunar áætlun Reykjavíkurborgar næstu 4 árin er við það miðuð, að raunveruleg útsvarsbyrði borgarbúa aukist ekki í framtíð inni, þrátt fyrir auknar fram- kvæmdir. Að vísu er ekki gert ráð fyrir jafnmikilli aukningu fram- kvæmda á næstu árum og verið hefur, — enda hefði ég fremur búizt við, nú við kosningam- ar, að gagnrýnt hefði verið, hve framkvæmdir borgarinnar hafa verið miklar, — í stað þess að þær séu of íitlar, eins og mál- svarar minnihlutans láta í veðri vaka. Á tímum vinnuaflsskorts er það skylda hins opinbera að gæta þess svo sem unnt er að taka ekki vinnuafl frá framleiðsl unni. Því verður ekki á móti mælt, að auknar framkvæmdir borgarinnar hafa tekið til sín aukið vinnuafl, en engan veginn í hlutfalli við magnaukningu framkvæmda. Kemur þar til aukin vélvæð- ing, — útboð á byggingarfram- kvæmdum og gatna- og holræsa gerð, sem einnig hefur orðið til þess að fjármagn borgarbúa hef ur nýtzt sífellt betur. Og vfst er það svo, — að borgarbúar sjálfir greiða úr eig in vasa fyrir það, sem gert er, — að borgarfélagið er alveg eins og hvert heimili, — þar sem æskilegt væri að búa betur um heimilismenn á margan hátt, en öll fjárfesting hlýtur samt að takmarkast af fjárhagsgetu heimilisins, borgarbúa sjálfra og atvinnuvega þeirra. En þótt framkvæmdir og fjár festing skipti miklu máli, varð- ar þó meiru, að það innra starf, sem unnið er í stofnunum borg arfélagsins og með tilstyrk þess við menntir og listir, hvort heldur er í stjómarskrifstofum, iöggæzlu eða slökkviliði, skól- um eða bamaheimilum, spitöl- um, heilsuhælum eða samkomu stöðum, sé til þess fallið að leiða hvem einstakan okkar borgarbúa til aukins þroska og styrks f lifsbaráttunni, svo að hver um sig fái notið sannra lífsverömæta. Félagsmál hljóta þannig i fjöl býli að vera vaxandi þáttur i 1 starfsemi borgarinnar til þess að styrkja einstaklinginn, ábyrgð artilfinningu og persónuleika hans, „því dáð hvers eins er öllum góð„ hans auðna félagsgæfa.“ Góðir Reykvíkingar. Við, sem borið höfum ábyrgð á stjóm borgarinnar sl. kjörtima bil, biðjum ykkur að kynna yð- ur málefni borgarinnar, hvaö hefur áunnizt og hvað er fram undan. Nú er það yðar að dæma og velja. Annars vegar stendur valið um styrkan, samhentan meiri hiuta sjálfstæðismanna í borg- arstjórn og hins vegar sundr- ung og upplausn ef margir flokkar, innbyrðis sundurþykk ir, ná meirihluta. Við skulum lyfta borgarmál unum yfir tímabundinn flokks pólitískan ágreining og láta ekki gömul flokksbönd koma í veg fyrir það, að við kjósum þá til forustu, sem við treystum bezt. Við skulum helga heill og ham ingju Reykjavikur atkvæði okk ar á kjördegi og gegna þannig skyldu okkar sem fbúar í höf uðborg lslands. llmræður — Framhald af bls. 1. nýir gæzluvellir og yrðu þeir stað- settir við Sæviðarsund og f hinu nýja ÁrbæjarhverfL Einnig vék frú Auður að enn fleiri málum sem komið hefði verið f framkvæmd á sl. kjörtímabili og sagði að lok- um að kjörorðið væri: Reykjavík, borg framkvæmda og farsældar. Gunnar Helgason (S) sagði að framfarir hefðu verið örari á sfð- ustu árum en nokkru sinni fyrr og hefðu þær hvergi verið örari hér á landi en í Reykjavfk, um þetta gætu borgaramir bezt dæmt sjálf- ir enda væri þetta almennt viður- kennt, meira að segja af andstæð- ingum borgarstjómarmeirihlutans sem segðu að hér í Reykjavík væri gott að búa en samt heimtuðu þeir betri borg. Fyrir þessar kosningar eins og aðrar hefðu andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins snúið sér til launa- fólks um stuðninj en um leið og kosningamar væru úti sneru þeir frá þvf. Þróunin væri því að stöð- ugt fleiri og fleiri launþegar fýlktu sér undir stefnu Sjálfstæðisflokks- ins, sjálfstæðismenn hefðu átt mikinn þátt í þeim baráttuaðferð- um sem teknar hefðu verið upp innan verkalýðshreyfingarinnar við undanfama tvenna kjarasamninga og þessu hefðu launþegar tekið eftir. Þessar nýju baráttuaðferðir launastéttanna hefðu borið góðan árangur eins og opinberar tölur sýndu, og alrangar væm fullyrðing ar framsóknarm. og kommúnista um að hagur láglaunafólks hefði farið versnandi á síðustu árum. Fyrsta verk vinstri stjómarinnar hefði til dæmis verið að binda allt kaup og er versnað hefðu horfum- ar í kaupgjaldsmálunum hefði hún verið fljót að hlaupa á brott frá öllu saman. Síðan sagði Gunnar Helgason að með aukinni hagræð- ingu mætti auka enn kaupmátt tímakaupsins og að því yrði að stefna. Þá sagði hann að andstaða framsóknarmanna og kommúnista gegn fyrirhugaðri byggingu ál- bræðslu væri ekki vegna þess að þessir flokkar bæru hag verkalýðs- ins svo mjög fyrir brjósti. Þannig mætti spyrja, hver hefði varað meir við óheillaþróun verðbólgunn- ar en einmitt Sjálfstæðisflokkur- inn og hvaða flokkur hefði unnið ákafar gegn lausn verðbólguvand- ans en einmitt Framsóknarflokkur- inn. Einnig mætti spyrja hvort v.- stjómin hefði ekki einmitt farið frá völdum vegna þess hve mjög hún hefði aukið ogmagnaðverðbólguna. Af öllu þessu mætti sjá að afskipti framsóknarmanna og kommúnista af málefnum verkalýðsins hefðu síður en svo reynzt heillarik. Óskar Hallgrfmsson (A) sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið með stjóm borgarinnar síðustu áratugi og hefði honum farizt margt vel úr hendi við stjóm hennar og þá hefði Alþýðuflokkur- inn ekki hikað við að taka afstöðu með stjóm Sjálfstæðisflokksins í hvert skipti, heldur hefði hann lát- ið málefnin ráða og mundi hann einnig hafa það svo á komandi kjörtímabili. Síðan sagði ræðumað- ur að á síðasta kjörtímabili hefðu þrjú mál borið h^st: Aðalskipulag- ið. hitaveituframkvæmdir og gatna- gerð og hefði verið lvft Grettistaki í þessun, framkvæmdum og bæri að bakka borgarstjóra fyrir stuðn- ing hans við þessi máL Síðan sagði ræðumaður að húsnæðismálin væm meginvandamál Reykjavíkur- borgar f dag og væri þar skjótra úrbóta þörf. Hér væri ekki um einkavandamál þeirra að ræða sem við þessi vandamál ættu að striða heldur væri hér um vandamál allra landsbúa að ræða og svo væri skoðun Alþýðuflokksins. Þá sagði hann að um 300 íbúðir hefði skort til að fullnægja eftirspurninni og vera í samræmi við þær áætlanir sem gerðar hefðu verið f þessu sambandi. Þá vék ræðum. að þeim úrbótum sem hann taldi nauðsynlegar varð- andi stjóm borgarinnar og vildi hann láta skipta borgarstjóminni í nefndir, sem ynnu að vissum efnum innan sjálfrar borgarstjóm- arinnar. Jóhanna Sigurðardóttir (A) vék máli sínu fyrst og fremst til unga fólksins og þá þess unga fólks sem kýs nú f fyrsta sinn á sunnudaginn kemur. Talaði hún mikið um hús- næðismálin og sagði að brýnna úr- bóta væri þörf f þeim, einkum varð andi húsnæðisvandamál unga fólks ins. Þá sagði hún að Alþýðuflokkur- inn hefði verið sá flokkur sem helzt hefði barizt fyrir auknum trygg- ingum, almannatryggingum en það hefði verið eitt helzta hagsmuna- mál flokksins. Einar Ágústsson (F) sagði að samþykkt heildarskipulags Reykja- víkur hefði verið stórt spor í rétta átt varðandi þróun borgarinnar og vonandi væri að vel hefði til tek- izt varðandi það. Þá sagði ræðu maður að það væri ekki uppörvandi fyrir stjóm Sjálfstæðisflokksins á borgarmálunum að eftir fjörutíu ára stjóm flokksins á málefnum borgarinnar væri enn mikill hluti gatna borgarinnar eitt forarsvað ef einhver rigning yrði. Þá sagði Ein- ar að Framsóknarflokkurinn mundi leggja á það rika áherzlu að lokið yrði við bvggingu Sundahafnar á næstu ámm, og væri hénnar mikil þörf til að bæta úr þörf fyrir flutn- inga að og frá borginni. Þá vék ræðumaður að lóðaúthlutn og íbúðabyggingum í borginni. Sagði hann það varla heilbrigða þróim varðandi þessi mál að fjöldi fólks yrði að flytja burt úr borginni vegna mikillar þarfar á íbúðum og einnig vegna mikillar vöntunar á lóðum, en Einar sagði að mikill fjöldi fólks og væru margir at- vinnurekendur þar á meðal hefðu orðið að flytja í nálæg byggðarlög og væri þar einkum um að ræða Garðahrepp. Ekki hefði verið hægt fyrir þetta fólk að fá lóðir í borg- arlandinu, hvorki fyrir íbúðarhús eða atvinnufyrirtæki. Guðmundur Vigfússon (K) sagði að fjöratíu ára stjóm Sjálfstæðis- flokksins hefði ekki skilið kall hins nýja tfma varðandi framkvæmdir borgarinnar. Ekki hefði verið tekið til við skipulagsmál borgarinnar fyrr en eftir langa og mikla baráttu Alþýðubandalagsins fyrir því. Þá sagði Guðmundur að stjóm Sjálfstæðisflokksins hefði að yfir- lögðu ráði ráðizt að Bæjarútgerð- inni og þessi stærsta togaraútgerð landsins væri nú ekki svipur hjá sjón miðað við það sem hún hefði verið á sínum blómatíma. Togarar útgerðarinnar hefðu verið seldir fyr ir brotajámsverð til annarra landa. Siðan vék hann að stjóm fjármála borgarinnar og sagði að nú á slð- ustu áram hefðu skuldir borgar- sjóðs stóraukizt, einnig hefði hlutur stórfyrirtækja í útsvöram borgar- innar minnkað að miklum mun. Það væri aðuséð að launþegar borguðu mikinn hluta útsvara til borgarinn- ar. Bárður Daníelson (A) sagði að engin borgarstjóm hefði haft rýmri fjárráð en sú sem nú væri að hverfa frá stjómvöld- um, og væri því lítil ástæða fyrir stjóm Sjálfstæðisflokksins að hreykja sér af framkvæmdum sem framkvæmdar hefðu verið, borgar- búar hefðu svo sannarlega fengið að borga fyrir þær. Þó væri rétt að geta þess sem vel hefði verið gert. Aðalskipulagið sem nýlega hefði verið samþykkt væri mjög þarft verk og bæri því að þakka borgarstjóra fyrir þátt hans í þessu máli, en þetta aðalskipulag kæmi þvf miður allt of seint. Sfðan vék hann að ýmsum þáttum aðalskipu- lagsins og fann ræðumaður margt að því, m. a. varðandi byggingu ráð hússins við Tjömina. Sigríður Thorhicíus (F) sagði að það ' væri eitt atriði sem menn yrðu að muna að væri mikilvægasta skylda þeirra sem ynnu að framkvæmdum á veg- um borgarinnar, það væri skyldan við manninn. Margar framkvæmd- ir væru hálfkláraðar á vegum borg arinnar og orsökuöu það að böm væru innan um vinnutæki og slíka hluti og væri það ekki gott því að um leið hefði lítið eða ekki neitt verið gert tii að sjá þessum böm- um fyrir samastað. Það væri ekki ætlun borgarstjórnarmeirihlutans að auka fjárveitingar til bygginga bamaheimila þvert á móti. Herbergi til leigu 4 Hverfisgötu 16 A Stúlka óskast við afgreiðslustörf. Einnig kona við uppþvott í eldhúsi. SÆLA CAFÉ Brautarholti 22. Konur óskast Kona vön bakstri óskast strax. Einnig kona sem vill vinna tvo tíma á kvöldin. Sími 35133 og 50528. Hrafnista DAS Stúlka óskast í sveit. Má hafa með sér barn. Frí ferð í einka- bíl. Uppl. í síma 16585.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.