Vísir - 17.05.1966, Blaðsíða 8
8
V f S IR . Þriðjudagur 17. maí 1966.
VISIR
Utgefandi: BlaOaútgðfan VISIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schraœ
Aðstoðarrltstjóri: Axel Thorsteinsoo
Fréttastjórar. Jónas Kristjánsson
Þorsteinn ö. Thorarensen
Augtýsingastj.: Halldór Jónsson
Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 iinur)
Auglýsingar og afgreiðsla Töngötu 7
Askriftargjald: kr. 90,00 ð mánuði innanlands
I lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f
Átak / húsnæðismálum
JTyrir nokkrum dögum var um þaö getið hér í blaðinu,
að svo vel hefði verið haldið á lóða og húsnæðismál-
um hér í höfuðborginni, að síðustu fjögur árin hefði
verið byggt yfir helmingi fleiri en nemur eðlilegri
fólksfjölgun. Þessari staðreynd hafa minnihlutaflokk-
amir ekki treyst sér til að neita, enda hefur svo
brugðið við, að skrif þeirra um húsnæðismálin eru
allt í einu horfin af síðum dagblaðanna. Við þetta
má bæta, að eftir fáar vikur verður undirbúningi svo
langt komið að unnt verður að úthluta lóðum undir
1970 íbúðir í borgarlandinu. Þessar staðreyndir sýna
svart á hvítu þá framsýni og framkvæmdadug í lóða-
og íbúðarmálum, sem í höfuðborginni ríkir. Þá má
einnig í þessu sambandi minna á það, að herskálarnir
eru nú að heita má úr sögunni hér í Reykjavík. Árið
1962 var enn búið í 170 herskálum. Nú eru aðeins
30 slíkar íbúðir eftir, þar sem aðallega býr einhleypt
fólk. Má því með fullum sanni segja, að þetta vanda-
mál feé horfið. 1 'Ssy'ö
’ 'r ' ^ ^
Lítum þá á lánamálin. Það er takmarkið í þeim efn-
um að fólk geti aflað sér auðveldlega lána til greiðslu
á a. m. k. þrem fjórðu byggingarkostnaðar. í ársbyrj-
un 1965 náðist mikill og góður áfangi í þessum efn-
um. Þá voru lán Húsnæðismálastjómar hækkuð upp
í 280 þúsund krónur. Og það sem ekki var síður mik-
ilvægt er, að nú fá menn lán þessi viðstöðulaust, í stað
þess að áður þurfti oft að bíða eftir þeim misserum
saman. Sjálf heildarupphæð lánanna gefur góða mynd
af framförunum á þessu sviði. Árið 1963 vom lán-
aðar 91 millj. kr., árið 1964 160 millj. kr. og 1965 274
millj. kr. Mikill hluti lánanna fer til Reykvíkinga og
heildampphæðin sýnir hver vöxtur hefur verið í þessu
efni. Á gmndvelli þessara staðreynda hlýtur dómur
manna um framkvæmdir og framtak í lóða og lána-
málum að vera sá, að þar hafi góðir áfangar náðst
og vel verið búið í haginn fyrir framtíðina.
Unnið gegn ofveiði
I»að voru góð tíðindi, sem bárust frá Edinborg nú
um helgina. Alþjóðanefnd fiskveiða á norðaustur At-
lantshafi ákvað þar að stækka möskvastærðina á
fiskimiðunum við ísland og Austur Grænland upp í
130 mm. Þeir Davíð Ólafsson og Jón Jónsson fiski-
fræðingur, sem fundinn sátu fyrir íslands hönd, færðu
sterk rök að nauðsyn þessarar ákvörðunar og bentu
sérstaklega á niðurstöður síðustu rannsókna, sem
sýndu að um raunverulega ofveiði hafi verið að ræða
í þorskstofninum við fsland. Stækkun möskvans mun
draga nokkuð úr þessari hættu. Hins vegar leysir
þessi ákvörðun ekki vandann. Hér þarf fleira að koma
til, fleiri ráðstafanir til vemdar fiskistofnunum á al-
þjóðamiðum við landið.
Valið er um styrkan
Góðir Reykvíkingar og aórir
áheyrendur-
í vetur hitti ég víðfrægan og
velmetinn gáfumann, sem tók aö
,1 ræða, hvort sagan um öndvegis-
súlur Ingðlfs Amarsonar væri
sönn og hve merkilegt það væri,
að mörgum öldum síðar hefðu
Innréttingar Skúla fógetá verið
reistar hér án sjáanlegra tengsla
þar á milli, og Reykjavík síðan
orðið höfuðborg Islands, þar Sem
Alþingi var endurreist fyrir for-
göngu Jóns Sigurðssonar á
„kaldri eyri“ eins og Jónas Hall-
/ grímsson kvað þá.
A 1 huga viðmælanda míns var
enginn efi um sannleiksgildi sög
unnar um landnám Ingólfs. „En
það, sem merkilegra er‘‘, sagði
hann, „ef velja ætti höfuðborg
íslands stað nú í dag með öllum
þeim rannsóknaraðferðum og
tækni, sem við höfum yfir að
ráða á 20. öldinni, þá mundi
niðurstaðan verða sú sama. Höf-
uðstaðurinn yrði reistur hér viö
Ísundin blá og fagran fjallahring.
Enginn staður er betur í sveit
settur en Reykjavík til þess að
vera höfuðborg landsins".
Hlutverk Reykjavíkur sem höf
uðborgar leggur Reykvikingum
auknar skyldur á herðar að vera
í senn vakandl yfir velferð borg-
ar sinnar, sóma hennar og lands
|M>lns alls.
Aðalskipulagið
Náttúrufegurð er óviða meiri
en hér og skiptir þá miklu máli
að öll mannvirki séu bæði byggð
í samræmi við umhverfi sitt og
notagildi.
Nú um 5 ára skeið hefur borg
arstjóm og innlendir og erlend-
ir sérfræöingar unniö að aðal-
skipulagi borgarinnar. Hafa all-
ar ályktanir í þeim efnum veriö
samþykktar samhljóða í borg-
arstjóm jafnóðum og verkinu
miðaöi áfram og aðeins óveruleg
ar athugasemdir komið fram.
Er óhætt að fullyrða, að aðal-
I skipulag Reykjavíkur 1962—
1983 er eitt mesta stórvirki í
byggingarsögu borgar okkar og
hefur vakið athygli í nágranna-
löndiun, þar sem það þykir bæði
f bera vitni stórhug og raunsæi
Höfuðdrættir þeirrar skipu-
lagsvinnu hafa verið að gera
sér grein fyrir sennilegri þróun
hér á hðfuðborgarsvæðinu næstu
/ tvo áratugina. Á þvf svæði
munu búa nær 150 þúsund eða
55% landsmanna árið 1983, og
þar af 110 þúsund f Reykjavík
sjálfri.
Þessi þróun verður þó ekki,
!nema gmndvöllur borgarbygg-
ingarinnar sé traustur og at-
vinnuvegir borgarbúa hafi full-
nægjandi svigrúm.
Reykjavík er stærsta verstöð
landsins og gert er ráð fyrir því,
/ að hún haldi þeim sessi, ef afla-
i brögð leyfa. Séð er fyrir auknu
' rými fyrir fiskiskipastólinn og
\ fiskiðnað f vesturhöfninni og við
Eiðsgranda í áframhaldi af fram-
Íkvæmdum þar undanfarin ár, en
rými fyrir farþega- og farmskip
er í austurhðfninni og nýrri höfn
f Sundunum. Tilboð í fyrsta á-
fanga þeirrar hafnar, sem taka
mun 2 ár að byggja, veröa opn-
uð á miðvikudaginn kemur.
Iðnaði, sem 40% borgarbúa
hafa lífsviöurværi sitt af, er ætl
að aukið landsvæði, bæöi í ná-
grenni nýju hafnarinnar, við
Grensásveg og austan Elliðaáa,
m. a. með það fyrir augum, aö
fullnægt verði kröfum um aukna
tækni og sjálfvirkni, sem gerir
það að verkum, að hver borgar-
búi, er starfar að iðnaði, þarf
meira landsvæði fyrir atvinnu-
húsnæði, vélar og vörugeymslu
en áður var.
Þótt vel sé séð fyrir fram-
Ieiðsluatvinnugreinum, þá er það
sammerkt atvinnulífinu í Reykja
vík og annars staðar, þar sem
velmegun vex í kjörfar aukinn-
ar verkaskiptingar, að þeim
fjölgar hlutfallslega, sem hafa
viðurværi sitt af verzlun, sam-
göngum, opinberri stjómsýslu
og þjónustu ýmiss konar, og
slikum stofnunum þarf þvf að
ætla meira rými f nútíma borg
en áður var.
En mörgum mun þó finnast
það skipta mestu máli, að í
skipulaginu er vel búiö um í-
búöarhverfi borgarinnar og séð
fyrir opnum svæðum og menn-
ingarstofnunum íbúanna, bama-
leikvöllum, barnaheimilum og
skólum, íþróttahúsum og svæð-
um. Þannig munu einstök borg-
arhverfi byggjast upp sem sjálf-
stæðar einingar, en meö greiðan
aðgang aö miðborgarsvæðum,
þar sem verða leikhús, myndlist-
ar og tónlistarsalir.
í nútímaskipulagi veröur ekk-
ert af því, sem hér hefur verið
talið, einangrað, ef heildarmynd
in á að fullnægja óskum og þörf
um borgarbúa, — heldur verður
að tengja alla þessa þætti sam-
an, m. a. með umferðarkerfi, er
hvort tveggja í senn þjóni véla-
öld samtíðar og framtíðar, — en
kasti þó ekki á glæ möiguleikum
til þess að menn komist leiðar
sinnar fótgangandi um göngu-
stíga og geti þannig andað aö
sér og notiS áhrifa af útliti og
andrúmslofti fallegrar borgar.
Flokkun gatna skv. aðalskipu-
laginu f hraðbrautir, tengibraut-
ir, safngötur, húsagötur og
göngustfga greiðir fyrir umferð-
inni og veitir um Ieið aukið um-
ferðaröryggi.
Gatnagerð
Mikill kostnaður er og verð-
ur fólginn í gatnakerfinu og í
stórvirki þótti ráðizt , þegar
borgarstjóm samþykkti fyrir
réttum 4 árum, að gengið skyldi
frá öllum götum og gangstétt-
um borgarinnar á næstu 10 ár-
um. Var ekki laust við, að sum-
ir segðu ekkert mark á þessari
áætlun takandi, hér væri allt of
mikið færzt í fang.
Raun ber því nú vitni, aö
fullkomlega hefur verið staðið,
við þessa áætlun, fullnaðarfrá-
gangur gangstétta, sem er til-
tölulega vinnuaflsfrekur, er þó
aðeins á eftir, en malbikun ak-
órauta hefur hins vegar farið
fram úr áætlun, svo að f heild
er árangurinn meiri en gert var
ráð fyrir.
Á síðustu 4 árum hafa 38 km.
verið lagðir í nýjum holræsum,
og er holræsakerfi borgarinnar
nú 187 km. Á sama tíma hafa
verið malbikaðir nær 40 km. af
akbrautum, og eru þá fullfrá-
gengnar akbrautir í borginni
nær 100 km.
Þessi árangur hefur náðst með
því að samræma aukin fjárfram
lög, meiri tækni og skipulagn-
ingu í framkvæmdum öllum.
Grjótnáms-, malbikunar- og
pípugerðarvélar hafa verið end-
urnýjaðar og véltæknin einnig
tekin í notkun við gangstétta-
gerð í vaxandi mæli.
Þessi mikla fjárfesting í vél-
um, sem fór fram að miklu leyti
fyrri hluta kjörtímabilsins, hef-
ur leitt til aukinna afkasta
seinni hluta þess, og má í því
sambandi nefna:
— að árið 1961 voru malbikað-
ir 3.7 km. í götum, en
1965 15.9 km.
— að árið 1961 voru lagðir 3.2
km. í gangstéttum, en
1965 23 km.
Þessi afkastaaukning, sem
þannig hefur orðið, leiðir til
þess, aö með sömu fjárveitingu
til gatna og holræsagerðar á
næstu 3 árum og á þessuári.eða
160 millj. kr. er unnt aðljúkavið
10 ára gatnageröaráætlunina
frá 1962 á 8 árum eða fyrir árs-
lok 1969 og ganga því nær að.
fullu frá öllum þeim.„þyerfurn.
sem nú eru byggð eða í bygg-
ingu.
Vitaskuld hafa allir borgarbú-
ar ekki verið á eitt sáttir um
röð gatnagerðarframkvæmda, en
þó hafa gatnagerðaráætlanir
Iivers árs um sig verið sam-
þykktar samhljóöa í borgar-
stjóm undantekningarlítið eins
og t.d. áætlun yfirstandandi árs.
Von mín er sú, að þegar borgar-
búar þeir, sem njóta ekki enn
góðs af frágenginni götu, sjá að
biðtíminn er svo stuttur, hvar
sem er í borginni, sem raun ber
vitni, sætti þeir sig viðmatsérfr.
um hagkvæmasta röð fram-
kvæmda, þótt sum eldri hverfi
borgarinnar hafi þar ekki verið
sett f fyrstu röð.
Hitaveitan
Segja má, eins og sjálfsagt er,
að lögð hefur veriö áherzla á,
að hitaveitulagnir gengju á und
an gatnagerðarframkvæmdum.
Gatnagerðarframkvæmdimar
eiga að gera Reykjavík að ryk-
lausri borg, og hitaveitulagnir
eiga að gera Reykjavík að reyk
lausri borg einmitt f krafti þess
reyks, sem borgin dregur nafn
sitt af.
Árið 1961 var samþykkt áætl-
un um löign hitaveitu i öll skipu
lögð hverfi borgarinna” innan
Elliðaáa og Fossvoge á næstu
4 árum. Framkvæmd hennar hef
ur gengið vel, þótt öll hverfi
skv. áætluninni verði ekki tengd
hitaveitunni, fyrr en nú í haust
í stað s. I. áramóta, — enda hef
ur framkvæmdum, sem ekki var
gert ráð fyrir í byrjun, verið
skotiö inn í tímaröð fram-
kvæmda fyrir hagkvæmnis sak
ir.
Fjárhagslega hefur hitaveitu-