Vísir - 17.05.1966, Blaðsíða 9
V SIR . Þriðjudagur 17. maí 1966.
meirihluta eða sundrung og upplausn
Geir Hallgrimsson borgarstjóri
áætiunin fullkomlega staðizt og
árangurinn orðið þessi:
Fyrir 4 árum voru híbýli rúml.
50% borgarbúa eða 38 þús.
manna tengd Hitaveitunni, en
nú er talið að nær 90% Reyk-
vfkinga, eða um 70 þús. manna,
njðti hennar.
Athygli skal á því vakin, að
eldsneytisspamaður á hvem
ibúa, sem nýtur Hitaveitu, er
talhm vera á ári 1250,00 kr., eða
5000,00 kr. á meðalfjölskyldu,
og er það einnig mikil kjarabót.
Ekki skal gengið fram hjá
þvi, að í ljós hefur komið eink-
um f kuldunum í vetur, að þjón
usta Hitaveitunnar á gömlu hita
veitusvæðunum, sérstaklega á
Skólavörðuholti og Landakots-
hæð, er engan veginn viðunandi.
Að vísu eru einmitt á þeim
svæðum elztu hús borgarinnar,
sem einna sízt em einangruð,
mörg með einföldu gleri í glugg
um, gamalt hitakerfi, sem ekki
er sniðið fyrir' hitaveitu, og get
ur állt þetta átt þátt í því, að
þessi hús njóta ekki Hitaveitunn
ar sem skyldi.
En hér kemur og fleira tö,
sem Hitaveitan sjálf verður úr
að bæta.
Hitaveitan á að geta séð fyrir
20* innihita, þegar 6* frost
er og 3—4 vjndstig. 1 kuldunum
I vetur skbrtj Hitaveituna 8% á
að geta haft yfír að ráða nægi-
legu varmaáfli. Til þessa lágu
tvær höfuðástæður: 1) Legur í
djúpdælum þoldu ekki hinn
rrrikla hita í borholunum og þvf
voru ekki allar borholur full-
rfrfcjaðar. 2) Bihm I varastöð-
Inni viö Effiðaár olli því, að full
not fengust ekki af henni til
vannaframleiðslu. Or hvoru
tveggja þessu verður bætt fyrir
næsta haust.
Margir, sem á gamla hita-
veitusvæðinu búa, telja útþenslu
hitaveitunnar hafa dregið úr þvf
vatnsafli, sem gömlu svæðin áð
ur nutu. Þetta er ekki rétt, þar
aem veitt hefur verið inn á
gömlu svæðin auknu vatns-
magni með tenginu þess við
dælustöðvar f Laugardal og
Fomhaga, og viðbótardæla var
tekin f notkun í öskjuhlfðar-
stöðinni. Aftur á móti hafa geym
ar Hitaveitunnar ekki getað miðl
að vatninu f kuldaköstum eins
og æskilegt hefur verið, þegar
hitaveitusvæðin eru orðin svo
stór, sem raun ber vitni.
Á þessu verður ráðin bót nú í
sumar, en búið er að semja um
smfði 2ja geyma, sem hvor um
sig er jafnstór öllum þeim geym
um, sem fyrir eru á Öskjuhlíð.
Auk þessa er svo f ráði að end
urbæta lagnir vfða í gamla bæn
um og m. as. leggja tvöfalt kerfi
f norðurhluta Norðurmýrar nú
í sumar.
Nýlega hefur verið lögð fram
3 ára framkvæmdaáætlun Hita-
veitu f borgarráði og er þar ætl
unin, auk þess að byggja geyma,
að reisa kyndistöð við Árbæ og
hefja boranir á 3 stöðum á borg
arlandinu, þar sem talin er enn
von á heitu vatni eftir reynslu,
sem fengizt hefur við sam-
keyrslu þeirra borhola, sem fyr-
ir eru og tvöfaldað hafa vatns
magn hitaveitunnar á s.l. 4 ár-
um.
Þá er það markmiðið skv.
framkvæmdaáætluninni að ná á
næstu 3 árum þvf að leggja hita
veitu í hús jafnóðum og þau eru
byggö. Að þeim árum liðnum
verðum við Reykvíkingar senni-
lega að leita lengra til öflunar
varmans en rétt við eöa innan
bæjardyranna eins og verið hef
ur undanfarin ár. Hitaréttindi
hafa þegar verið tryggð f Hengl-
inum og tilraunaboranir farið
fram á Nesjavöllum með góðum
árangri. Virkjun þar verður dýr
framkvæmd, — frumáætlun ger
ir ráð fyrir 340 millj. kr. kostn
aði, og hún þarf að komast f
gagnið fyrir árslok 1970, en þá
er markaðurinn f Reykjavík orö
inn svo stór, að undir fram-
kvæmdinni ætti fjárhagslega að
vera hægt að standa. Hugsanleg
og æskileg er einnig í þessum
efnum samvinna við nágranna
okkar, um leið og áfram verður
kannað, hvort eftirspum verður
eftir iðnaðarhitaveitu.
Vatnsveitan
Við erum að ná þvf takmarki
nú, að unnt veröi að tengja hús
heitu vatni jafnóðum og þau eru
byggð, sem sjálfsagt þykir fyrir
löngu, þegar um kalt vatn er að
ræða.
Við erum svo vel settir Reyk
víkingar, að hvergi er kalda
vatnið betra en hér Neyzluvatns
öflun er alvarlegt vandamál víða
um heim, og hugsa þarf hér
ekki sfður en annars staðar
langt fram í tfmann f þeim efn-
um.
Nýtt vatnsböl, Bullaugun, er
nú í virkjun, aðalæðar hafa ver
ið endurbættar, dælustöð byggð
í Stóragerði, 10 þús. tonna geym
ir hefur verið reistur á Litlu-
Hlíð, er auðveldar vatnsmiðlun,
sem kemur í veg fyrir, að vatns
skortur sé á hæstu stöðum á
álagstíma. Raunar þarf að endur
bæta lögn að hæsta hluta Skóla
vörðuholts til þess að allt verði
eins og bezt verður á kosið og
er unnið aö því.
Rafmagn
Næglega mikið og gott ferskt
vatn hefur ávallt talizt til land
kosta eins og aflið, sem f foss
unum býr, hefur verið talið til
auðæfa Islands, eftir að tækn
inni tókst að beizla það, en raun
ar hefur of lengi viðgengizt hér
„fljótsins auði henda í hafið.“
Rafmagn á sér eigi í raun
lengri sögu í Reykjavík en 45
ár, — en sú saga er þeim mun
viðburðaríkari.
Reykjavíkurborg réðist ein
eins og kunnugt er í virkjun
Sogsins í upphafi, en eftir að
Sogiö er fullvirkjað og sér meg
inhluta Suðvesturlands fyrir raf
magni hafa rfkið og Reykjavfk
urborg feð hálfu hvort eignar-
aðild að virkjuninni. Á sfðasta
kjörtímabili var afl írafossstöðv
ar aukið um 17 þús. kw. og nú
er verið að stækka varastöðina
við Elliðaár úr 7500 kw. í 19000
kw.
Sú stefna var mörkuð af sjálf
stæðismönnum f borgarstjóm,
að Reykjavfkurborg bæri áfram
skylda til að taka þátt í raforku
öfluninni sjálfri, til þess að
tryggja borgarbúum ávallt
nægilega raforku, þótt þær radd
ir heyrðust, að við ættum að
vera upp á rfkið komnir að
þessu leyti.
I samræmi við þessa stefnu
tókust samningar við ríkið um
stofnun Landsvirkjunar á sama
grundvelli og áður með helm-
ingsaðild ríkis og borgar. Voru
allir borgarfulltrúar að lokum
sammála um þá ákvörðun og
létu i ljós, að vel heföi verið
haldið á hagsmunum borgarinn
ar.
Nú þegar era hafnar virkjunar
framkvæmdir í Þjórsá, sem
meira en tvöfalda virkjað vatns
afl okkar Reykvíkinga á 2—3
árum og tryggir okkur næga og
ódýra raforku fyrir heimili og
atvinnuvegi. Mikil fjárfesting er
f þeim framkvæmdum bundin,
en fæstir gera sér ljóst, að
það kostar jafnmikið að dreifa
rafmagninu til notenda eins og
sjálf virkjunin.
Rafmagnsveita Reykjavfkur
dreifir rafmagninu til nær helm
ings landsmanna á höfuðborgar
svæðinu. Hafa ýmis nýmæli ver
ið tekin upp til þess að tryggja
öryggi í rekstri og spamað í
mannahaldi. Nefna má sérstak-
lega, að götulýsing hefur víða
verið bætt samfara gangstétta-
lagningu og er óhætt að full-
yrða, að þar sem sú lagfæring er
á komin, sé engin borg betur
upplýst en Reykjávík. Á s.I. 4
áram hefur götuljóskeram fjölg
að úr rúml. 6 þús. f 7800, og
mun sú bætta lýsing stuöla
mjög; að öryggi í umferðinni.
Grænu svæðin
Allar þær þjónustustofnanir
borgarinnar, sem ég nú hef rætt
um, eiga það sameiginlegt, að
lagnir þeirra liggja í og um
gatnakerfi borgarinnar. Jafnóð-
um og þessar lagnir og götur
eru gerðar vel úr garði, þá skap
ast skilyrði til þess að vinna f
auknum mæli, bæði af hálfu
borgarbúa, allra húseigenda og
opinberra aðila, að frágangi
lóða, skemmtigarða og fegrun
opinna svæða, sem aðalskipu-
lagið gerir ráð fyrir að verði á-
berandi og áhrifarfkur þáttur f
borgarmyndinni.
Stöðugt er að þessu unnið og
hafa opin svæði, sem eru f rækt
un og umhirðu garðyrkjustjóra
stækkað úr 52 ha f rúma 90 ha.
sl. 4 ár.
Um leið og sum hinna opnu
svæða verða gerð að skrúðgörð
um, er ástæða til að leggja á-
herzlu á, að önnur opin svæði,
eins og t.d. Öskjuhl. að nokrra
leyti, nágrenni Elliðaánna og
strandlengjan eins og við verð-
ur komið, verði látin vera sem
mest ósnortin, svo að þau svæði
haldi sfnum ferska upprunalega
blæ og verði okkur griðastaðir
f önn dagsins.
Hluti opnu svæðanna eru lóö
ir opinberra bygginga eins og
skólanna, enda er vaxandi á-
herzla lögð á frágang þeirra,
þótt sú nauðsyn, sem á þvi er
að byggja skólana f áföngum,
valdi töfum á lóðarlögun.
Skóiarnir
Þótt bygging skóla hafi sl. 4 ár
verið örari en nemendafjölgunin
er hins vegar enn ekki náð því
marki, að einsett verði í alla
gagnfræðaskóla, og tvísett í alla
bamaskóla, — og veldur þar
miklu um að bamafjöldi er mjög
mismunandi í eldri og yngri
hverfum borgarinnar.
I stefnuskrá sjúlfstæðismanna
er því lýst yfir, aö skólabygging
ar skuli vera forgangsfram-
kvæmdir, svo miklu sem það
varðar þjóðina alla og hvem
uppvaxandi borgara að öðlast í
senn trausta almenna menntun
og eiga kost á sémámi á öld
aukinnar sérhæfingar.
Mikið og merkilegt uppeldis-
starf er unnið af kennurum f
skólum borgarinr.ar og þáttur
þeirra verður seint ofmetinn, en
endurskoöun skólakerfisins er
engu að síður brýn og hafa
fræðsluyfirvöld borgarinnar
stutt að henni með sjálfstæð-
um rannsóknum og fagna því að
nú er markvisst starf á þessu
sviði af hálfu ríkisins einnig haf
ið.
Heilsuvernd
Allt nám og starf er auðveld-
ara, ef menn njóta líkams-
hreysti og góðrar heilsu.
Þess vegna leggur borgarsjóð
ur fram aukið fjármagn til bygg
ingar íþróttamannvirkja og
stuðnings við frjálsa fþróttastarf
semi.
Mikil áherzla hefur verið lögð
á, að sjúkrastofnanir borgarinn
ar yrðu efldar.
Árið 1961 var gerð áætlun
um að ljúka 1. áfanga Borgar-
spítalans f Fossvogi um ára-
mótin 1964 og ’65, og þá ekki
gert ráð fyrir að ljúka hluta af
þjónustuálmu spftalans, — en
síðar var áætlunin endurskoðuð
með það fyrir augum að Ijúka
þeirri álmu allri, þótt seinkun
yrði á þvf að spítalinn yrði tek-
inn í notkun. Verkið hefur að
vísu gengið seinna en vonir
stóðu til, en nú hefur röntgen-
deild spftalans tekið til starfa
og aðrar sjúkradeildir verða sfð'
an teknar í notkun eftir sumar-
leyfi og munu rúmast þar 216
sjúkrarúm.
Læknar og aðrir, sem kynnt
hafa sér húsaskipan og deilda
skiptingu Borgarspítalans, eru
þeirrar skoðunar, að þar verði
komið við Sérstaklega hag-
kvæmum og fullkomnum vinnu-
brögðum í samræmi við kröfur
tímans, og enn aukin hag-
kvæmni á sér stað eftir að svo-
kölluð B-álma sjúkrahússins
verður byggð, en þar verða ein-
göngu sjúkrarúm, 200 talsins,
svo að spftalinn á fullbyggður
að geta tekið á móti rúmlega
400 sjúklingum.
Við flutning lyflæknisdeildar
úr Heilsuvemdarstöðinni skap-
ast aðstaða til að koma þar upp
endurhæfingarstöð fyrir aldraða
og aðra, sem þurfa á lengri
sjúkrahúsvist að halda, — en
við það mun enn rýmkast á öðr
um sjúkrastofnunum borgarinn-
ar.
Síðan er ætlunin að koma upp
rannsöknarstofu matvæla f
Heilsuverndarstöðinni, sem þörf
er nú á vegna þess að í vöxt fer
að selja tilbúinn mat í verzlun-
um, sem mjög eetur verið við-
kvæmur f meðföram.
Framh. á bls. 6
Ræða Geirs Hallgrímssonor borgarstjóra
í útvarpsumræðunum í gær
9
»