Vísir - 27.05.1966, Síða 2
SíÐAN
Hér
koma
þær
Hér koma kvikmyndastjömumar sex, sem lesendur gátu séð hér
á síöunni í gær — og hafi einhver verlð í vafa um hver var hver
þá þarf hann ekki að vera í vafa lengur.
Stuttum pilsum Heillandi dómsforseti
vísað frá prófi
Meðdómendur hennar eru allir karlmenn, og sannarlega
engin ástæða til ab vorkenna Jb eim
í Sommcrviile-heimavistar-
skólanum i Englandi hefur stúlk
unum 72, sem ganga undir próf
við Oxford-háskólann 1 næsta
mánuöi verið harðbannað að
mæta til prófs í pilsum fyrir
ofan hné. Segir forstöðukonan,
hin 55 ára gamla Mary Proud
foot að það sé allt í lagi þótt
stúlkumar gangi í stuttum pils-
um, bar ef þær mæti ekki þann
ig klæddar í próf.
Hver er ástæðan? Jú, hún ligg
ur ljóst fyrir. Við skriflegu próf
in verður stúlkunum dreift nið
ur í sali skólans, ásamt 1900 stú
dentum af sterkara kyninu og
það er óttazt að ef þær verði í
of stuttum pilsum eigi herramir
erfitt með að festa hugann við
prófverkefnin en festi augun í
þess stað á hnjákollum stúlkn-
anna.
Ein af námsmeyjunum í
Sommerville, Mary Kaldor, sem
er dóttir efnahagsráðgjafa Wil-
sons, segir þá sögu að ein vin-
kvenna hennar hafi eitt sinn ver
ið í prófi, stuttklædd og fyrir
aftan hana sat ungur piltur.
Þegar prófi var lokið kom ungi
pilturinn til hennar og trúði
henni fyrir því að hann hefði
ekki getað haft augun af fót-
leggjum hennar.
Hún fékk fyrstu einkunn á
prófinu en hann þriðju — nú
eru þau gift.
gg^CTCTr^rarrii3r=ir=ir=vrrir=irnr=innigg]E]g
STAHLWILLE verkfæri 0
NÝKOMIN I MIKLU ÚRVALI.
TOPPLYKLASETT margar gerðir, átaks-
sköft, skröll, framlengingar, hjöruliðir, topp-
ar 1/4”, 3/8”, 1/2” og 3/4” bæði sexkant
og tólfkant, kveikjulyklar, bognir og beinir
stjörnulyklar, lyklar opnir + stjarna frá 6
— 60 mm, stjörnustubbar og haldarar,
meitlar, öfuguggar o. fl. Þeir sem beðið hafa
eftir þessum eftirsóttu verkfærum eru
beðnir um að tala við okkur sem fyrst.
Þaö leikur enginn vafi á því,
að fegurstl dómsforseti, sem um
getur, var forseti dómnefndar-
innar, sem dæmdi myndimar á
kvikmyndahátíðinni í Cannes,
sem nú er að ljúka. Dómsforset-
inn var nefnilega hún Soffía
Loren.
Þegar myndirnar voru teknar
í dómnefndinni sat Soffía í for-
sæti við stóra græna borðið og
Soffía Loren
forseti dóm-
nefndarinnar
i Cannes
allt umhverfis hana sátu stór-
menni úr kvikmyndaheiminum.
Vinnutfmi dómnefndar var tveir
tímar á dag, fyrir utan þá vinnu,
sem fólst f því að horfa á kvik-
myndimar.
Þegar eftir var að taka fyrir
tvær myndir, kvikmynd Orsons
Wells, sem hann kallar „Fal-
staff“ og byggð er á nokkrum
verkum Shakespeares, og mynd-
ina „Maður og kona“, þurfti
dómsforsetinn að bregða sér frá
— til London. Þar er Sofffa
nefnilega að leika í mvnd updir
' stjóm Chaplins en mótleikari
hennar er Marlon Brando. Nefn-
ist myndin „Hefðarfrúin frá
Hong Kong“ og hefur 2-síðan
þegar sagt frá þeirri mynd.
Soffía varð sem sagt að bregða
sér frá og var fjarverandi þrjá
daga. Hvað átti til bragðs að
taka?
Rætt var um að láta leikkon-
una René Clair koma í stað
Sofffu í dómsforsæti, en hætt
var við það og beðið eftir komu
Soffíu og dómi. Þegar hún kom
aftur þurfti hún að horfa á fyrr-
nefndar tvær myndir, auk þess
sem hún þurfti að sjá fjöldann
allan af myndum, sem sýndar
höfðu verið, þótt ekki væru verð
launamyndir. Komst Soffía upp
í að horfa á fjórar myndir einn
daginn — ekki svo slæm frammi
staða.
Sofffa Loren sat i forsæti við græna dómsborðið í Cannes -$■ við
hlið hennar er hinn frægi franski rithöfundur André Maurois.
Auglýsingudeild Vísis
er flutt í ÞINGHOLTSSTRÆTI 1
SÍMA R:
15610
15099
11663
Kári skrifar:
Skurðgröfur grafa tímanna
tákn í troðnar slóðir, bylta jarö
veginum meðfram vegum og
grafa hluta menningarinoar far
veg, hitaveitu, vatnslögnum, raf
magni og síma. Nú rignir í mold
ina og leðjunni skolar fyrir
fætur manna, sem traðka hana
niður í for, undarlegt að ekki
skuli vera til hentugir skór fyr
ir fólk að ganga á við slíkar
kringumstæður. Stígvél! uss,
heldurðu að maöur sé einhver
sveitadurgur eöa kúalalli, segir
Reykjavíkurtáningurinn, sem
þekkir hvorki né skiiur sjarm-
ann í sveitinni og sízt það að
fjóshaugur geti nokkurn tíma
vakið fagrar hræringar í brjósti.
Nei, nei fólk sullum-bullast
þetta áfram yfir for og leðju
á blankskóm eða þá einhverju
ennþá fínna. Það hefurekki enn
þá verið fundið upp skótau sem
mönnum finnst sér samboðið
í svona menningarborg, til þess
að ganga á alfaraleiðir. Þær
eru þó fjanda kornið ekki all-
ar malbikaðar, þeir eru margir
til dæmis, sem farið hafa illa
með fínu skóna sína á því aö
ganga yfir svæðið milli Soga-
vegar og Suöurlandsbrautar.
Einu sinni voru til hentugar
uppháar skóhlífar utan yfir fínu
skóna, sem frystihússtjórar,
grútarverksmiðjustjórar og alls-
konar stjórar létu sig hafa að
ganga í hér áður fyrr. Má vera
að þessi tegund fótabúnaðar
hafi ekki reynzt neitt vel að
minnsta kosti er ómögulegt að
fá bomsumar núna. Sennilega
er kvenfólkið miklu hispurslaus
ara í þessum efnum en sterka
kynið. Maður sér oft fallegustu
stúlkur í stígvélum svona hvers
dags og ekki er svo að sjá, að
þeim þyki það neitt „púkó“.
Annars er hann nú víst að
stytta upp.auk þess rennir menn
ingin sér undir fætur okkar í
malbiki og steinhellum — það
passar kannski varla annaö leng
ur en að ganga í blankrússkinn
skóm. — En á hverju fara menn
í sumarfríið?