Vísir - 27.05.1966, Síða 3

Vísir - 27.05.1966, Síða 3
VÍSIR . Föstudagur 27. maí 1966 3 Leikför að norðan Bærinn okkar Spjallað v/'ð Sigurgeir Hilmar, sem Þau Georg og Emilí ganga auðvitað í það heilaga. — Þetta er frá brúðkaupinu. fer með eitt af aðal hlutverkunum Leikfélag Akureyrar hefur í vetur sýnt leikritlð „Bærinn okk ar“ eftir Thomton Wilder við góða aðsókn og undirtektir þar nyrðra. Nú hyggja þeir á suður ferð, norðanmenn, og ætla að sína „Bæinn sinn“ í Iðnó, annan í hvítasunnu. Eitt af aðalhlutverkunum leik- ur Sigurgeir Hilmar nemandi í menntaskólaum á Akureyri. Kom í vetur við sögu í menntaskóla leikritinu og hefur getið sér góð an orðstír fyrir frammistöðuna. Sigurgeir kom hingað í bæinn á undan hinum leikendunum. — Þótti okkur því bera vel í veiði fyrir forvitni Reykvfkingsins um leiktilburði þeirra á Akureyri og aðra listhneigð, sem hlýtur að vera blómleg í jafn miklum bæ. Sigurgeir var að finna einn eftirmiðdag að baki sviös í því andans stuðlabergshúsi, sem hef ur mestan svip húsa við Hverfis götuna. Sigurgeir situr þár í búnings- herbergi uppi á lofti og gluggar í handrit af næsta verkefni Þjóð leikhússins „Ó þetta er indælt stríð“. Vöfpulegur maður og vel trúandi til að bera merkin hátt. Það kemur raunar í ijós að hann er sunnanmaður ,en það vona ég engum átthagatrúum Akur- eyringi sámi til skaða. — Ekki leikurðu í þessu, það er „Indæla stríðið" sem ég á við? — Nei, nei ég var nú bara að glugga svolítið í þetta. — Verður þú kannski eitthvað viðriðin leiklist í sumar? — Það getur verið að ég verði eitthvað með í þessari skandina vísku kvikmynd um Hagbarð og Signýju, sem tekin verður f sum ar. — Það var nú eiginlega erind ið að spyrja þig um leikhúslífið- á Akureyri og leikförina hingaö suður. — Já, þetta er sögulegur við- burður, ég held að það hafi ekki verið farin leikfðr að norðan síð astliðin 20 ár. Þá komu Akureyr ingar hingað með Brúðuheimilið. Þetta er auðvitað talsvert fyrir tæki einkum fyrir það að allir leikendumir stunda sfna vinnu og gera þetta af hreinum áhuga. — Hvenær byrjuðuð þið að æfa, eru sýningamar orðnar margar á Akureyri? — Mig minnir að við höfum byrjað seinnipartinn í febrúar á æfingunum en frumsýningin var á 2. í páskum. — Hvað getur þú svo sagt okk ur um leikritið og Ieikenduma. — Þetta leikrit var held ég fnimsýnt f Bandaríkjunum fyrir um það bil 30 ámm og þótti þá nokuð nýstárlegt. Það er enn í dag nokkuð framandlegt fyrir okkur, sem ekki erum þeim mun meira inn í þvf sem gerist f þess um efnum. Það var þvl dálítið umtalað á Akureyri og gengu af því hálfgerðar tröilasögur fyrst f stað. Við sýninguna er sem minnst notað af tjöldum og leikmunum og leikendur sýna með látbragði hvað þeir eru með í höndunum og hvað þeir gera við það. Ljós hafa einnig afar mikla þýöingu. Áhorfendur eru dregnir með inn f leikinn með þessu. Það er höfð að til ímyndunaraflsins. Eitt af hlutverkunum er sögu- maður, hann talar beint til fólks ins og það er liður f sömu við- leitni, að fá fólkið með. Ég held að það sem vaki fyr- ir höfundi með þesu leikriti sé aðeins að opna augu fólks fyrir ýmsu skemmtilegu f umhverfinu eins og t. d. hugsunargangi tán- inga, sem tilheyra að vísu ekki Frú Gibbs, móðir Georgs, er aö gefa hænsnunum (Guðlaug Her- mannsdóttir), Emilí (Sunna Borg) og frú Webb (Björg Baldurs- dóttir). Georg stendur baka til. Foreldrar Emilí, herra og frú Webb (Marinó Þorsteinsson og Björg Baldvinsdóttir) og Georg (Sigurgeir Hilmar). lengur okkar tíma. — Þriðji þátt urinn stendur dálítið sér, þar er skyggnzt yfir f annan heim en við skulum ekki fara út í þá sálma. — Og þá erum við komnir að leikurunum. Þú leikur annað að- alhlutverkið er ekki svo, annan unglinginn? — Jú, ég leik Georg, og Emelí stúlkuna hans leikur Sunna Páls dóttir. Foreldra Georgs leika Júlíus Oddsson og Guðlaug Her- mannsdóttir, en foreldra henn- ar Marino Þorsteinsson og Björg Baldvinsdóttir. Björg er ein af var heldur tregt til þess að sjá þetta fyrst f stað, en svo fóru menn að taka það upp hjá sér að skrifa um leikinn og hvetja fólk til þess að sjá hann, eins og t. ' d. Ámi Kristjánsson menntaskólakennari og Ámi Jónsson bókavörður. Akureyrar blöðin birtu einnig krftikk um sýninguna. Aðsóknin jókst líka og sýningamar uröu 11. Hvemig er aðstaöan til að færa upp leikrit á Akureyri. — Það er leikið í samkomu- húsinu. Það er raunar orðið gam alt en ég held að leikfélagið hafi aö ræöa um framtföina. Og leikstjórinn eöa sögumaöurinn (Har- aldur Sigurösson) kemur þá fram sem þjónn. helztu leikkröftunum á Akur- eyri. Hún hafði smá námskeið þar í vetur þar sem kennd var framsögn og fleira. Ekki má gleyma Sögumanninum, hann leikur Haraldur Sigurðsson. — Sögumaðurinn kemur eiginlega fram í möirgum hlutverkum . . . í hlutverki afgreiðslumanns, — prests .... — Það er nú raunar að fara aftan aö hlutunum að enda á leikstjóranum? — Já, það var Jónas Jónasson, sem setti þetta upp. Hann er Akureyringum áöur að góðu kunnur, hefur sett upp mennta- skólaleikrit, gaudeamus, eins og við köllum þau. Jónas er sér- staklega laginn við að ná út úr fólki því sem hægt er og ég held að hann hafi vandað sig sérstaklega með þessa .uppsetn- ingu. — Og svo eru það undirtektir Akureyringa? — Þær voru góðar — fólk fullan hug á að koma sér upp nýju húsi, þegar fram lfða stund ir, formaður þess núna er Jón Kristinsson. Næsta vetur höfum við menntaskóianemar hugsað okk- ur að fá norður til okkar Erling Halldórsson, ieikara og mun hann að öllum líkindum setja upp næsta skólaleikrit og hafa námskeið f framsögn og leiktúlk un um leið fyrir þá sem vilja, líka fólk utan skólans. Sigurgeir Hilmar virðist ekki ennþá vera búinn að fá verulegan skelk fyrir sýninguna, en auð- vitað verður það taugatrekkj- andi að leika fyrir þaulvant leik húsfólk úr Reykjavík, sem á- reiðanlega lætur sig ekki vanta til þess aö sjá hverju fram vind- ur í leiklistinni á Akureyri. Og svo er aðeins að kveðja þennan verðandi leikara og óska honum góðrar ferðar upp á stjörnuhimininn. Jón.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.