Vísir - 27.05.1966, Síða 4
4
V í SIR . Föstudagur 27. maí 1966
Verzlunar- og skrifstofuhúsnæði í smíðum
Húsið er 600 fermetrar að flatarmáli, önnur og þriðja hæð géet selst I
300 fermetra hlutum, því gððir og rúmmiklir inngangar eru í báða enda
hússins. Húsið er byggt á einum bezta stað í austurbæ, stutt frá mestu
umferðaræðum bæjarins.
Allar upplýsingar gefur
FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN Austurstræti 12
Símar 14120 og 20424
Kvöldsímar 10974 og 30008.
n?:
PORGY OG BESS
Stjörnubíó sýnir í fyrsta sinn
á annan í hvítasunnu, hina víð
frægu og skemmtilegu mynd
PORGY pg BESS með tónlist
George Gershwin’s. Þar fara
með aðalhlutverk Sidney Poitier
(Porgy). Dorothy Dandridge
(Bess) Sammy Davis yngri
(Sporting Life). Sagan fjallar
um líf og baráttu blökkumanna
í Bandaríkjunum, hefst i Charles
ton, Suður-Karolinu 1912. Hríf-
andi mynd með skemmtilega
sungnum söngvum undir ljúfum
lögum.
Thomas Price.
Eitt tungumál, sem allir skilja
- RABBAÐ VIÐ THOMAS PRICE UM SAMHÆFINGU Á MÁLLÝZKUM AFRIKUÞJÓÐA
— Ég hef komið hing-
að til landsins einu sinni
áður, sagði Thomas
Price, lektor við Háskól-
ann í Glasgow, um leið
rog hann vísaði tíðinda-
manni til sætis í rólegu
horni í anddyri City Ho-
tels. Og hann heldur á-
fram: — ég er meðlim-
ur í Skozka landfræðifé-
laginu og komu nokkrir
meðlimir félagsins hing-
að til landsins árið 1961.
Við fórum víða um land-
ið, en ekki voru gerðar
neinar vísindarannsókn-
ir í þeirri ferð.
Thomas Price var ekki í leið-
angri, þegar hann var héma
staddur fyrir nokkru, heldur var
hann að koma frá þingi biblíu-
þýðenda, sem haldið var fyrir
skömmu í Bandaríkjunum fyrir
tilstilli alþjóðlega biblíufélags-
ins.
Á þessu þingi voru staddir
fulltrúar frá löndum Suður-Am-
eríku, Asíu, Afríku og frá Ind-
landi m. a. og var markmið
þingsins „að skipulegpia ná-
kvæma þýðingu biblíunnar á
tungumál þessara svæða“.
— Alls hefur biblfan eða hlut-
ar hennar verið þýddir á 1265
tungumál, en öll biblían á 240
tungumál alls, segir Price.
_Kki er langt síðan biblíufélög-
in mynduðu með sér samband,
en það samband er fyrir biþlíu-
félögin hið sama og Sameinuðu
þjóðirnar fyrir pólitísk sam
skipti þjóða á milli.
Fyrsti formaður félagsins var
norski biskupinn Berggraf og
áriö 1950 var fyrsti fundurinn
haldinn. Á þinginu £ ár var á-
kveðið að senda af stað nokkra
ráðleggjendur varðandi þýðingu
biblíunnar til þeirra svæða, sem
ég hef áður minnzt á. 1 júlí fer
ég til Afríku sem einn þeirra og
hef aösetur til skiptis í Zambia
og Mozambique og verð þar í
sex ár. Jú, ég hef verið áður í
Afríku árin 1928—1946 og síðan
farið þangað fjórum sinnum í
heimsókn.
Nú, það eru tvær hliðar á
þessu verkefni, sem ég mun tak-
ast á hendur.
í fyrsta lagi er það að leið-
rétta gamlar þýðingar í biblí-
unni, sem þýðir, að mállýzku-
þýðingar eða bókstaflegar þýð-
ingar eru leiðréttar í samráði
við fólk, sem kann hverja mál-
lýzku um sig og þaö samþykkir
eitt má! sem allir skilja. Meö
því aö breyta bókstaflegu þýð-
ingunum er reynt að finna út
hvað fólk segir og hvaða hugs-
un liggur að baki orðsins. I Ny-
anja, þeirri mállýzku, sem ég er
kunnugastur, er t. d. orðið bróð-
ir ekki til, en hins vegar orðin
mnjilanga, sem þýðir eldri bróð-
ir, og orðið mpwanga, sem merk
ir yngri bróðir. Þessi orð verð-
ur að samhæfa og finna út eitt-
hvað, sem allir skilja.
í öðru lagi, þar sem engin
þýðing er til fyrir, verður að
gera þýðingu frá byrjun og hitt
er, að við teljum það skyldu
okkar að kynna guðspjöllin öllu
fólki og ættu allir að geta orðið
sammála um það og þarf ekki
kristna menn til, því að fólk skil
ur ekki hvort annað, ef það hef-
ur ekki grundvallarþekkingu á
kenningum kristindómsins. Hvar
sem þú ferð um heiminn er tal
fólks byggt á kristnum hug-
myndum. Þar að auki hafa þjóð-
ir Asíu og Afríku aðeins heyrt
um Marxismann og ekkert ann-
að og okkur geðjast ekki að
þeim áhrifum, sem við höfum
orðið varir við að maxistiski
hugsunarhátturinn hefur valdið.
f frumstæðum þjóðfélögum er
hann að gera fólk að vélum og
dreifir aðeins einu hugmynda-
kerfi um stór svæði.
Þegar mállýzkunum hefur svo
verið steypt saman geta þessar
þjóðir komið sér upp dagblöö-
um og skólabókum á einu tungu
máli, sem allir íbúamir geta
lesið.
I suðurhluta Afríku eru 219
tungumál, sem er hægt að
breyta yfir í samhæfð tungumál,
sem allir geta skilið.
Og Thomas Price segir aö lok
um:
„Trú mín á þessu starfi
má marka af því að ég hef dval-
ið í Afríku árabilið 1928—46 og
er að fara þangað aftur til þess
að dveljast þar í sex ár og gef
upp um leið stöðu mína við há-
skólann í Glasgow. Það ætti að
vera nokkur vitnisburður þess
gildis, sem ég tel vera fólgið í
því, sem á að fara að gera“.
Og Thomas Price lagði af stað
í göngutúr niður að höfn til þess
að skoða íslenzku skipin bundin
við bryggjur.
BÍLAfRAF
SŒTOM I a 1 ii '!■. 1 l _JJ i cy nís ^ E=
BORGÁRTON
M It /u /o /* -JY B s s
Verkstæðið
er flutt að Höfðavík við Sæ-
tún (sjá mynd).
Dynamó og startaravið-
viðgerðir svo og rafkerfi bif-
reiða. —
Bílaraf s.f.
Höfðavik við Sætún.
Sfml 24-700.
Kópavogur — vinna
1—2 karlmenn óskast í vinnu strax.
Niðursuðuvtrksmiðjan ORA H/F
Símar 41995 og 41996.
Stúlkur óskast
Stúlkur eða konur óskast hálfan eða allan
daginn í eldhús. Einnig konur eða stúlkur
til aðstoðar við bakstur. Sími 31133 og 50528.
I