Vísir - 10.06.1966, Síða 5

Vísir - 10.06.1966, Síða 5
VISIR . Föstudagur 10. júní 1966. 5 Dömiir, fyigizt með tízkunni er það nýjasta á heimsmarkaðnum Kaupmfinn’ Við hötum stórt úrvai af sólgleraugum Aðeins þekkt merki, og því beztu fáanlegu vörur hverju sinní. H. A. ThMus 19. reikningsár Sam- vinnutrygginga liðið Aöalfundir Samvinnutrygginga og Líftryggingafélagsins Andvöku voru haldnir á Blönduósi 19. f.m. Fundin: sátu 12 fulltrúar víðs veg ar að af landinu, auk stjórnar og nokkurra starfsmanna félaganna. Formaður stjórnar, Erlendur Einarsson, forstjóri, flutti skýrslu stjórnarinnar, en Ásgeir Magnús- son, framkvæmdastjóri félaganna, skýrði reikninga þeirra. Á árinu 1965 opnuðu Samvinnu- tryggingar nýjar umboðsskrifstofur með Samvinnubankanum í Kefla- vík og á Húsavík og söluskrifstofu í Bankastræti 7 í Revkjavík. Heildariðgjaldatekur Samvinnu- trygginga námu á árinu 1965, sem var 19. reikningsár þeirra, kr. 186.535.339— og höfðu iðgjöldin aukizt um kr. 31.566.099.— eða 20.37% frá árinu 1964. Er um að ræða iðgjaldaaukningu í öllum tryggingagreinum. Heildartjón Samvinnutrygg- inga námu á árinu kr. 149.086.- 479.— og höfðu aukizt um kr. 4.578.397,— frá árinu 1964. Er tjónaprósentan 79.92% af iðgjöld- um á móti 93.25% 1964. Nettóhagnaður af rekstri Sam- vinnutrygginga 1965 nam kr. 479,- 111.51 eftir að endurgreiddur hafði verið tekjuafgangur til tryggingar- takanna að fjárhæð kr. 5.553.000.— og eru þá endurgreiðslur tekjuaf- gangs frá upph. orðnar kr. 61.723. 736.—. Bónusgreiðslur til bifreiða- eigenda fyrir tjónlausar tryggingar námu kr. 12.780.000.—. Iðgjaldatekjur Líftryggingafélags- ins Andvöku námu kr. 2.290.-. 489.—. Tryggingastofn nýrra líf- trygginga á árinu nam kr. 4.685.- 000.— og var tryggingastofninn í árslok kr. 114.193.729.—. Trygg- inga- og bónussjóðir félagsins námu í árslok 1965 tæpum kr. 30.000.- 000.—. Úr stjóm áttu að ganga ísleifur Högnason og Ragnar Guðleifssop, en þeir voru báðir endurkjörnir. Að loknum aðalfundi hélt stjóm in fulltrúum og allmörgum gestum úr Húnaþingi og Skagafjarðarsýslu hóf í félagsheimilinu á Blönduósi. Stjórn félaganna skipa: Erlendur Einarsson, forstjóri, formaður, Is- leifur Högnason, Jakob Frímanns- son, Karvel Ögmundsson og Ragn- ar Guðleifsson. Framkvæmdastjóri félaganna er Ásgeir Magnússon. Framh. af bls. 11 — að þaö skuli vera hægt að segja svona margt í jafn fáum orðum og láta það hljóma svona fallega. Pmfuþættimir sýndu, að áliti Gabriels Axels að Gitta væri rétta manneskjan til að leika Kona óskast Viljum ráða konu til eldhússtarfa nú þegar. Ennfremur konu til afleysinga í sumarfríum. Uppl. í' síma 37737. MÚLAKAFFI Signýju móti Oleg Vidov, þeim rússneska, sem ráöinn hefur ver ið til að leika Hagbarð. I sumar kemur fylkingin sið- an til íslands, heldur norður í land og dvelst þar í þrjá mán- uöi við töku þessarar samnor- rænu kvikmyndar, sem Danir segja að verði eitthvert mesta framlag þeirra til kvikmynda- listarinnar hingaö til. Happdrætfi KKÍ Körfuknattleikssamband Islands er með í fullum gangi happdrætti þar sem gefnir eru út 350 miðar og verð hvers miða er kr. 1000.00. Vinningar eru þrír, þ. e. Volks- wagenbifreið og tveir vinningar að verðmæti 5.000 hvor. Sölumenn happdrættisins munu bjóða fyrirtækjum og einstakling- um miða núna þessa daga, en dregið verður 15. þ. m. og drætti verður ekki frestað. tm Eini leikur NORWICH í Reykjavík A LAUGARDALSVELLINUM í KVÖLD KL. 20,30. N0RWICH - AKRANES Dómari: Hannes Þ. Sigurðsson Aðaangs- stúka kr. 100,00 ð»vrir • Stæði kr‘ 75,00 C,r * Börn kr. 20,00 Tekst Ríkharði enn einu sinni að leiða Akurnesinga til sigurs? Forðizt biðraðir. — Aðgöngumið"sa!a frá kl. 17.00. ÍÞRÓTTABANÐALAG AKRANESS

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.