Vísir


Vísir - 10.06.1966, Qupperneq 16

Vísir - 10.06.1966, Qupperneq 16
Föstudagur 10. júni 1966, Fundur kl. 4 í dug Ekkert varð af samninga- fundi Verkamannasambandsins og vinnuveitenda, sem halda átti klukkan fjögur í gærdag. Var honum frestað að beiðni vinnuveitenda, sem töldu sig þurfa lengrj undirbúningstíma. Er fundur þessara sömu aðila boðaður kl. fjögur í dag og verða þá væntanlega ræddar aðalkröfur Verkamannasam- bandsins og svo einnig, hvort unnt sé að ná bráðabirgðasam komulagi er gildi til haustsins. Vísitalan óbreytt Vísitala framfærslukostnaðar var í júníbyrjun hin sama og mán- uði áður eða 191 stig. SJÓNVARPID BÚID ADFA M YNDSCGULBANDSTÆKI Tækjum íslenzka sjónvarps- ins fjöigar nú óðum og er nú verið að setja upp myndsegul band, sem sjönvarpið hefur ný lega fengið. Þetta segulband verður notað í sambandi viö upptökur i stúdíói á efni, sem sent verður út síðar og fæst þannig betri nýting á stúdíói þar sem hægt er að vinna efni fyrir myndsegulbandiö á tím um, sem beinar sendingar fara ekki fram. Myndsegulbandið er í grund vallaratriðum eins og venju- legt hljóðsegulband, en hefur það framyfir að það getur tek ið upp myndir og eru sjálf upp tökuböndin svipuð filmum. Böndin þarf ekki að framkalla heldur er hægt að sýna beint af þeim og þá hafa þau þann kost að hægt er að þurrka út af þeim sem og venjulegum segul böndum og taka upp á þau aft ur. Myndsegulbandið verður og notað við sýningar á erlend- um myndum, sem koma þá á segulbandsspólum. Myndsegulbandið er banda- rískt af AMPEX-gerð og búið transistorum þannig að það er Frh. á bls. 6. Gíeymdu sér um borð í Kronprins Olav Tveir ungir Englendingar gleymdu sér alveg um borð í Kron prins Olav í gærkvöldi þegar þeir voru að kveðja félaga sinn, sem var aö fara með skipinu. Rönkuöu Englendingarnir ekki við sér fyrr en um seinan, þegar sklpið var að síga af stað frá bryggju. Varð uppi fótur og fit meðal kunningja þeirra sem stóðu eftir á hafnarbakkanum en þar á með- al var einn, sem sloppið hafði naumlega í land þegar skipið var að leggja af stað. Mannfjöldi var þama samankominn til þess að kveðja vinj og ættingja og vakti þessi atburöur þó nokkra athygli. Átti annar piltanna, sem varð eftir í skipinu flugfar til Eng- lands daginn eftir og voru kunn ingjar hans hálfuggandi um afdrif kauða. Tvimenningarnir munu þó hafa komizt heilu og höldnu f land aft- ur með lóðsinum, sem hefur tekið þá um borð, þegar komið var út fyrir hafnarmynnið. Er þetta ekkj óalgengt að fólk verði af vangá eftir í skipum sem þessum, en fulltrúi Sameinaða gufuskipafélagsins tjáði blaðinu í morgun að slíkt kæmi venjulega fyrir 3-4 sinnum á ári hjá þeim. Jón Þorsteinsson, verkfræðingur sjórvarpsins, Sigurður Einarsson, eftirlitsmaður með myndtækjum, og Sverrir Kr. Bjamason, filmsýningastjórl, viö nýja myndsegulbandið f morgun. Nýtt síldarverð syðra 15. júní Fulltrúi sjómanna greiddi atkvæði með eldra verðinu, en nokkrir skipstjórar i Vestmannaeyjum óánægðir með timamörkin Þann 15. júní tekur gildi nýtt I Vinnur Verðlagsráð sjávarútvegs- verð á síld hér við Suðvesturlandið. | ins nú að því að ákvarða verðið, 64. Stórstúkuþing sett / gær — Stórstiíkan 80 óra 24. jiíní 64. þing Stórstúku Islands af I.O.G.T. var sett í Góðtemplara- húsinu i Reykjavík klukkan 3.20 f gærdag. Þingið setti stórtempl- ar, Ólafur Þ. Kristjánsson. Þaö sækja um 60 fulltrúar frá 40— 45 deildum. Þetta þing, sem á- ætlað er að ljúki á Þingvöllum n.k. sunnudag hlnn 12 júní, er um leið nokkurs konar afmælis- þing Stórstúkunnar, en hinn 24. júnf n.k. verða liðin 80 ár frá stofnun Stórstúku íslands, en hún var stofnuð hinn 24. júni 1886 í Alþingishústnu. Þing Stórstúkunnar setti eins og áður er sagt stórtemplar hennar, Ólafur Þ. Kristjánsson, skólastjóri Flensborgarskólans I Hafnarfirði. 1 ræðu sinni minnt- ist hann á margháttuð störf Stórstúkunnar í mörgum þjóð- þrifamálum. Fyrsti stórtemplar var Björn Pálsson Ijósmyndari, en samtals hafa 23 menn gegnt þessari virðingar- og áhrifa- mestu stöðu innan Stórstúkunn- ar. Núverandi stórtemplar er Ól- afur Þ. Kristjánsson, sem tók við árið • 1963, er Benedikt S. Bjarklind stórtemplar lézt. — I barnastúkunum víös vegar um landið eru nú samtals 7720 börn. Fyrir þremur árum voru stofnuð samtökin Islenzkir ungtemplar- ar og eru félagar í þeim 740 í 10 deildum. Frh. á bls. 6 svo sem fyrir það er lagt í reglu- gerð um verðákvörðun. Hins vegar tekur gildi frá og með deginum f dag, eða fimm dögum fyrr, nýtt verð á sfld sem veiðist norðan og austanlands og var frá þvf skýrt hér f blaðinu f gær. Þeir kynlegu atburðir hafa orðið, að forráðamenn nokkurra síldar- báta f Vestmannaeyjum hafa sent L.l.Ú. bréf og tilkynnt að þar sem nýja verðið komi ekki á sumarsíld- ina hér sunnanlands fyrr en 15. þ. m. muni þeir stöðva veiðar í mót- mælaskyni. Ekki hafði þó nein ósk fyrr borizt frá þessum mönnum um breytingu á fyrrgreindu reglu- gerðarákvæði um að verðlagstíma- bilið skuli ekki hefjast hér sunn- anlands fyrr en 15. júní. Hefði það þó legið nær heldur en tilkynna allt í einu veiðistöðvun, án nokk- urra undangenginna tilrauna í þá átt. Það er alls ekki á valdi Verð- lagsráðs sjávarútvegsins að á- kvaröa verðlagstímabilin, heldur þarf til þess reglugerðarbreytingu svo sem fyrr segir. Fram til 15. júní er síldin greidd eftir þvi verði, sem gilt hefur frá 1. marz s.l. Það var þá ákveðið af yfimefnd og greiddi fulltrúi sjó- manna í nefndinni og A.S.Í. r'ram' í ‘. 15 ÁREKSTRAR - MIKIL ÖL VUN Frá setningu stórstiikuþings f Þingiö mun standa yfir í fjóra daga og ljúka á Þingvöllum á sunnudag. Vorrigningarnar viröast hafa slæm áhrif á Reykvíkinga, því þrátt fyrir hækkandi sól og grænt gras hefur sjaldan verið meira um árekstra og ölvun á þessu ári en einmitt nú. í gær uröu 15 árekstr ar, en þeir voru allir minniháttar. ölvun var einnig mikil. Þannig fylltust fangageymslur lögreglimn ar í Síðumúla og varð að setja nokkra inn í „kjallarann" en ó- venjulegt er að nota þurfi hani nema um helgar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.