Vísir - 16.06.1966, Síða 7
VÍ'S IR. Fimmtudagur 16. júní 1966.
7
KIRKJAN
ÞJÓÐIN
Enginn dagur er bjartari 1 sögu
þjóðarinnar en 17. júní. Hann er
fæðingardagur Jóns Sigurðsson-
ar, og nú eru rétt 155 ár liðin frá
því að þessi stórbrotni maður og
afkastamikli stjórnmálaskörungur
fæddist, maöurinn, sem íslenzka
þjóðin getur einum rómi játað, að
veriö hafi öllum öðrum fremur
„sómi hennar sverð og skjöldur“.
Enginn íslendingur getur verið í
nokkrum vafa um það, aö sökum
óvenjuiegra mannkosta Jóns Sig-
urðssoriár, fyrir gáfur hans og lær
dóm, stjómvizku hans og baráttu
þrek, bjartsýni hans og trú á sig-
ur réttlætisins í hverri baráttu,
hafi hann átt drýgstan þáttinn í
því, að íslenzku þjóðinni auönað-
ist um síðir að endurheimta hið
forna frelsi. Nafn Jóns Sigurðsson
ar mun vissulega verða greypt
gullnu letri { hjarta hvers einasta
íslendings svo iengi sem menn
kunna þær dýru gjafir að meta,
sem hann og aðrir vormenn ís-
lands gáfu þjóð sinni og fórnuðu
ævistarfi og baráttu fyrir.
Og 17. júní er einnig fæöingar
dagur vors unga íslenzka lýðveld
is. Það er því ekki að undra, þótt
þessi dagur sé sveipaður meiri há-
tíðarljóma í hugum íslendinga,
heldur én nokkur annar hátíðar-
dagur þjóðarinnar, og þess er að
vænta að hann veki sterkari og
sannarri þjóöemiskenndir í brjósti
hvers einasta íslendings en nokk
ur annar dagur. Og það hlýtur
hann aS gjöra, ef vér i raun og
sannleika gjörum oss fulla grein
fyrir því, hve dýrmæt þau eru
fyrir einstakling og þjóðarheild,
þessi réttindi, sem Jón Sigurðsson
barðist fyrir, og sem þjóðin hlaut
að fullu á þessum degi.
Frelsi og fullveldi er fjöregg
hverrar þjóðar og dýrmætasta
eign hennar. Sú þjóðareign verð-
ur aldrei metin til fjár, aldrei lof
uð sem skyldi. Þeir, sem lifa í
þjóðfélagi, þar sem hver einstakl
ingur fær að njóta þeirra mann-
réttinda, sem frelsiö veitir, eiga
stundum erfitt með að gjöra sér
fulla grein fyrir því, hve dýrmæt
og dásamleg sú gjöf er, sem
frelsið færir hverjum einstaklingi.
Þelr geira sér ekki ævinlega fulla
grein fyrir þvi hvílíkt hyidýpi
Frelsisins dýra eign
i t o. 7 m v—y
Jesaja 63. 7-9; 61 W
er staðfest milii þeirra þjóða, sem
í sannleika hafa frelsis-fána lýð-
ræöisins við hún og hinna, sem
reyrðar eru fjötrum einræðisins.
Frelsið lýkur upp dyrum fyrir
hverri þjóð að hinu sanna heil-
brigða lífi, meö öllum glæstustu
vonum og björtustu fyrirheitum
sem heilbrigður maður þráir af
innstu rót hjarta síns, en einræð-
ið er fjötur dauöans, já oft verra
en dauði. Ég hefi aldrei skiliö
þetta betur en þegar ég dvaldi
fyrir austan járntjaldið, sem svo
er nefnt, og fékk aö sjá með eig-
in augum, og kynnast af eigin
raun, þeim kjörum og því lífi,
sem menn eiga þar við að búa
Mér varð það holl áminning, og ég
óska að sem flestir fslendingar
mættu hafa tök á því að gjöra
sér sem réttasta og fyllsta grein
fyrir þeim geigvænlega mun, sem
er á lífi voru, sem þetta land
byggjum, og þeirra, sem þannig
eru settir. Þá myndi vissulega auk
ast almennur skilningur á því,
hvílíkur hamingjudagur 17. júní
er f raun og sannleika.
Þjóðhátíffardagurinn leiðir hug-
ann til liðinnar tíðar og minnir
oss á þá tíma þegar einnig þessi
þjóð var fjötruð — ófrjáls. Þá
var dapurlegt um aö litast, dimmt
fyrir sjónum landsins barna. Þá
átti þjóöin fátt til að gleöjast yf-
ir, en hlaut með hryggö og sökn-
uði að minnast blómaskeiös og
gullaldar löngu liöinna alda. Þá
sniðu erlendir valdhafar henni
þröngan stakk. Þeir höfðu rænt
hana flestum þeim andlegu og
veraldlegu verðmætum, er hún
átti til forna, og þeir höfðu svo
gjörsamlega svipt hana öllum
mannréttindum og öllum mögu-
leikum til þess að lifa mannsæm
andi lífi, að vér nútímamenn eig-
um næsta örðugt meö að gjöra
oss grein fyrir því, hve ægilegt
það iíf var, sem alþýða manna
átti þá hér við að búa. Og svo
illa var þjóðin komin, og svo
bágt var orðið hlutskipti hennar,
að allur þorri manna hafði enga
trú á því, að á þessu hörmungar
ástandi yröi nokkru sinni ráðin
bót. Vér skulum ekki ímynda oss
að í upphafi frelsisbaráttunnar
hafi hinir fáu forvígismenn í
þeirri baráttu átt þjóðina heil-
steypta að baki. Miklu fleiri hafa
þeir verið, til að byrja meö, sem
töldu viðleitni þeirra gjörsamlega
þýðingarlausa og fyrir fram dauða
dæmda, ef ekki blátt áfram stór-
hættulega, er hefði þaö eitt í för
með sér, að enn meiri harðstjórn
myndi af leiöa. En hvað veitti
þá Jóni Sigurðssyni og samherj-
um hans dirfsku og áræði til að
hefja upp merki sjálfstæðisbarátt
unnar. Þaö var óbilandi trú þeirra
og bjartsýni. Trú þeirra á mikils-
verðu hlutverki og möguleika
hinnar íslenzku þjóðar, og trú
þeirra á Guö ,sem haföi leitt þjóð-
ina í gegn um allar hörmungar
liðinna alda og veitt henni þrek
og þolgæði til að standast hverja
raun. Þeir trúðu því, að með Guðs
hjálp mundi réttlætið sigra og að
hans milda og máttuga hönd
leiddi hverja göfuga baráttu til
sigurs um síðir.
Þegar þeir litu til baka og
renndu augunum yfir sögu þjóð
arinnar þá gátu þeir tekiö undir
játning hinnar gömlu hebresku
þjóðhetju og sagt:
Drottinn varð oss frelsari. Á-
vallt þegar vér vorum I nauö-
um staddir, kenndi hann nauða,
og engill auglitis hans frelsaði
oss, af elsku sinni og vægðar-
semi endurleysir hann oss.
Og er þeir litu til baka að loknu
sínu göfuga dagsverki, þá gat
einnig þessi verið játning þeirra:
Sól mín fagnar yfir Guði mín-
um, því hann hefir klætt mig
klæðum hjálpræðisins, hann
hefur sveipaö mig skikkju rétt
lætisins, því að eins og jörðin
lætur gróður sinn koma upp
á vordegi og eins og aldingarð
urinn lætur frækornin upp
spretta, svo mun Drottinn láta
réttlæti og frelsið hér upp
spretta í augum allra þjóða.
Vormönnum fslands varð að trú
sinni. Þeir trúðu því, að faðir alls
lífs og faðir allra þjóða, hefði
ætlaö þessari litlu þjóð annað og
betra hlutskipti, en að lifa alla
tíð í ánauö og fjötrum. Þeir trúðu
því, að væri aðeins hægt að vekja
þjóöina af vanans blundi, þá
mundi sá Guð „er veitti frægð til
forpa, fósturjörð vora reisa
endurborna".
Og ef þeir mættu nú flytja þjóð
inni árhvö,t á þesstum hátíðardegi
hennar, þá yrði hvöt þeirra vafa-
laust í anda þessarar gömlu hvatn
ingar:
Vakna þú íslenzka þjóö, íklæð
þig styrkleika, vakna þú eins og
fyrr á tíðum, eins og í árdaga.
Já, Guð gefi þjóð vorri náð til
þess að vera jafnan vakandi á
veröinum til vemdar þeim dýra
arfi frelsis og fullveldis, sem
hann gaf henni með því að leiða
til sigurs baráttu Jóns Sigurðs-
sonar og samherja hans.
Og Guð gefi að þessi ámmning
megi vera lifandi í brjósti hwers
íslendings nú og alla daga.
Starfið er margt, en eitt er
bræðrabandið,
boðoröiö, hvar sem þér í fylking
standið,
hvernig sem striði þá og þá
er blandiö,
það er; að elska, byggja, og
treysta á lancKð.
Guð gefi hverju bami þjöðar
vorrar náð til þess.
Sr. Garðar Þorsteinsson pró-
fastur í Hafnarfirði ritar hug
vekju kirkjusíðunnar í tilefni
af fullveldisdeginum á morgun.
Sr. Garðar hefur alla sína emb-
ættistíð gegnt hinu umfangs-
aikla embætti, sem þjóðkirkju-
prestur f Hafnarfirðl með útsókn
unum, Bessastöðum á Álfta-
nesi og Kálfatjöm á Vatns-
Ieysuströnd. Prófastur í Kjalar-
nesþingi hefur séra Garðar
verið síðustu 12 áriii.
I