Vísir - 16.06.1966, Page 8
8
VISIR
Utgefandi: BlaOaQtgáfan VISIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schraro
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ó. Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Auglýsingar Þingholtsstræti 1
Afgreiðsla: Túngötu 7
Ritstjórn: Laugaveg: 178 Simi li660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innaniands.
( lausasölu kr 7,00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.t
77/ hamingju, stúdentar! )
í gær brautskráðist stór og glæsilegur stúdentahópur /
frá Verzlunarskólanum og Menntaskólanum hér í /
Reykjavík. Og þessa dagana fá stúdentar annarra j
menntaskóla landsins einnig sínar hvítu húfur. Árnar \\
Vísir öllum hinum nýju stúdentum heilla í tilefni þessa (
mikilsverða áfanga lífs þeirra. Stúdentsmenntunin /
verður æ almennari með þjóðinni og er það vel, því )
menntunin er lykill framfaranna. Mikill hluti hinna )
nýju stúdenta mun nú halda áfram og hefja háskóla- \
nám hér heima og erlendis. Með því búa þeir sig undir (
ábyrgðarstörf fyrir land sitt og þjóð. En þá hvílir sú (
ábyrgð á íslenzku þjóðfélagi að skapa hinum ungu /
mönnum og konum viðhlítandi verkefni og starfsað- )
stöðu er námi lýkur — búa svo í haginn að mennt- j
unin og þekkingin nýtist við verðug verkefni hér \
heima. Óskin um að svo megi verða er bezta ham- (
ingjuóskin, sem hinum ungu stúdentum verður færð. (
Ótímabær gífuryrði
það er alrangt, sem Þjóðviljinn hefur haldið franj \
undanfarna daga, að vinnuveitendur hafi hafnað (
rammasamningnum til haustsins og slitnað sé þar
með upp úr verkalýðssamningaumleitunum. Verka- /
mannasambandið hafði sett fram sjö atriði til um- )
ræðu og var aðeins einu hafnað af vinnuveitendum. \
Er því erfitt að sjá hvaða tilgangi látalæti Þjóðvilj- (
ans um „samningsslit“ þjóna. Enn eru á döfinni marg (
víslegar athuganir í kjaramálum, sem nauðsynlegt er //
að ræðast áfram við um, m.a. hinn endurskoðaði )
grundvöllur vísitölunnar, sem öllum launþegum er )
mikilvægur. Þegar þetta er haft í huga er ljóst að \
skrif Þjóðviljans um samningana eru ekki þess eðlis (
að þau auki horfur á samkomulagi. Ætti það þó að (
vera hagsmunamál Verkamannasambandsins, /
ekki síður en vinnuveitenda, að ná nýjum kjarasamn- )
ingum og tryggja þar með vinnufriðinn. Sýnist á þessu )
stigi mála skynsamlegra að spara stóru orðin, en \
reyna þess í stað að vinna í friði og sæmilegri sátt að ('
lausn vandans. ' (
Versnandi markaður
Heimsmarkaðsverð á lýsi og mjöli hefur mjög farið \
lækkandi að undanförnu. í fyrra var verðið á lýsis- (
tonninu 73 steriingspund en er nú um 66 sterlings ,
pund. Eru ekki horfur á að úr rætist í bili, en ástæða /
lækkunarinnar er miklar veiðar Perúmanna, sem fyrr )
hafa leikið markaðinn grátt. Þessar staðreyndir væri \
þeim síldarskipstjórum hér sunnanlands og Öðrurn, \
sem kvarta yfir að síldarverðið sé of lágt, hollt að
hafa í huga er þeir ræða verðákvörðun þá sem í (
vændum er. s /
V
VÍSIR. Fimmtudagur 16. júni 1966.
Sextugur á morgun:
Stefán G. Björnsson
forstjóri
Cextugur er á morgun, 17.
júní, Stefán G. Björnsson,
forstjóri Sjóvátryggingarfélags
íslands
Foreldrar hans voru þau hjón-
in Margrét K. Jónsdóttir og Þór
arinn Bjöm Stefánsson, verzl-
unarstjóri hjá Örum & Wulf á
Djúpavogi og í Vopnafirði.
Stefán hóf ungur störf að
tryggingarmálum Eftir skólanám
réðst hann til starfa á einka-
skrifstofu Axels Tulinius, fyrsta
forstjóra Sjóvátryggingarfélags
Islands. Skömmu síðar réðst
hann f þjónustu félagsins og var
það 1. ágúst 1925. Voru hans
fyrstu störf þar gjaldkerastörf
en síðan var hann skipaður
skrifstofustjóri félagsins. Gegndi
Stefán því starfi í um tvo ára-
tugi eða allt þar til hann var
skipaður forstjóri Sjóvátrygg-
ingarfélagsins 1. desember 1957.
Hefur hann gegnt því starfi æ
síðan.
Auk umfangsmikilla fésýslu
og framkvæmdastarfa í þágu fé-
lags sins hafa á Stefán hlaðizt
margvísleg trúnaðarstörf önnur
á sviði íslenzkra tryggingar-
mála. Skal hér nefnt að hann
var um sex ára skeið formaður
Sambands ísl. tryggingarfélaga
og átti manna mestan þátt í
mótun starfa sambandsins.
Ýmis önnur trúnaöarstörf hefur
hann haft á hendi í tryggingar-
málum, þótt aðalstarf hans hafi
vitanlega legið hjá Sjóvá. Hefur
félagið vaxið og dafnað undir
stjóm hans og mjög fært út
kvíamar hin sfðustu ár. Hefur
þar komið til margháttuð
starfsreynsla og dugnaður for-
stjórans öðru fremur.
Stefán á auk þess, sem að
framan er talið, sæti í stjórn
Verzlunarráðs íslands, átti sæti
f stjórn V.R. og af öðrum félags
störfum má nefna að hann er
forseti Kotaryklúbbs Reykjavík-
ur, Austurbær.
Eru þá ótalin störf hans að
íþróttamálum. Að þeim hefur
hann unnið af miklum áhuga og
kappi allt frá því hann var
ungur maöur. Starfaði hann þá
í stjóm Ármanns, en sérstaklega
mun hans minnzt sem einhvers
mesta áhugamanns um skfða-
íþróttina hérlendis. Hefur Stef-
án verið formaður Skíðafélags
Reykjavíkur í tvo áratugi og
unnið þar mikið og gott starf.
Má vera að skíðaíþróttin, og
aðrar íþróttaiðkanir, eigi sinn
þátt í því hve ótrúlegt gömlum
vinum Stefáns þykir að nú
skuli hann vera kominn á
áfangastað sextugsaldursins.
Undanfarin ár höfum við
Stefán G. Bjömsson starfað
saman í Rotaryklúbb Reykja-
víkur, Austurbær. Er margs að
minnast frá þeim kynnum, sem
hafa f einu og öllu verið frábær.
Vil ég nota þetta tækifæri til
þess að senda Stefáni afmælis-
kveðju mína og allra okkar fé-
laga á þeim vettvangi. Honum,
konu hans, frú Sigríði Jónsdótt-
ur, og sonum þremur, sendum
við ámaðar og heillaóskir á
þessum tímamótum.
H. Pálsson.
títefán G. Bjömsson fram-
kvæmdastjóri er sextugur
á morgun, fæddur 17. júní,
1906. Mér er bæöi ljúft og skylt
að koma á framfæri hans þýð-
ingarmiklu störfum f þágu
tryggingamála hér á landi, en á
því sviði hefur hann gengt for-
ustuhlutverki, en um æviferil
hans að öðru leyti munu aörir,
mér kunnugri, skrifa.
Sem framkvæmdastjóri elzta
tryggingafélags hér f höfuöborg
inni, Sjóvátryggingafélags !s-
lands h.f., síðan 1957 og skrif-
stofustjóri þess um 19 ára bil
þar á undan, hefur hann að
sjálfsögðu haft áhrif á og að
vissu leyti mótaö þróun ís-
lenzkrar vátryggingastarfsemi.
Stefán G. Bjömsson hefur á-
unnið sér óskorað traust keppi-
nauta sinna í vátryggingamálum
með hreinskilni sinni og dreng-
lyndi. Af þessum ástæðum hef-
ur hann verið kjörinn til ýmissa
trúnaðarstarfa á þeirra vegum,
Fyrsti fundur nýkjörinnar
hreppsnefndar í Patrekshreppi,
var haldinn 26. maí s.l.
Fyrst fór fraá kosning odd-
vita og var Ásmundur B. OI-
sen, kaupmaður, kosinn odd-
viti með 7 atkvæðum.
Varaoddviti var kjörinn
Svavar Jóhannsson, bankaúti-
bússtjóri, með 5 atkvæðum.
Ákveðið var að ráða sveitar-
m.a. verið formaður Sambands
Brunatryggjenda á íslandi 1959
til 1963 og aftur 1965. Er sam-
band íslenzkra tryggingafélaga
var stofnaö 1960 var hann kjör-
inn fyrsti formaður þess, en lét
af formennsku 1966, þar sem
hann var þá eigi lengur kjör-
gengur eftir reglum samtak-
anna.
Auk þessa á hann sæti í
stjórn Verzlunarráös íslands og
íslenzkrar endurtryggingar.
Stefán G. Björnsson á enn eftir
mikla starfsorku og vonandi á
vátryggingastarfsemin, sem er
tiltölulega ung atvinnugrein hér
á landi, eftir að njóta sérþekk-
ingar hans og mannkosta í mörg
ókomin ár.
Ég árna Stefáni og eiginkonu
hans, Sigríði Jónsdóttur, heilla
á þessum tímamótum og gæfu
og gengis um alla framtfð.
Gísli Ólafsson
17. júní fyrir 60 árum síðan
fæddist Stefán G. Bjömsson,
forstjóri Sjóvátryggingafélags
íslands. Frá þvf á unga aldri
hefur Stefán starfað hjá Sjóvá-
tryggingafélagi íslands, en þrátt
fyrir hin erilsömu störf þar,
hefur hann gefið sér tíma til að
sinna íþróttamálum hér f bæ
og hefur m. a. í fjölda ára verið
formaður Skíðafélags Reykja-
víkur.
Allir skfðamenn, sem komnir
eru eitthvað til ára sinna munu
hiklaust hafa fylgzt með þeim
erfiðleikum sem Skíðafélag
Reykjavíkur hefur átt við að
glíma undanfarin ár í sambandi
við rekstur Skiðaskálans í
Hveradölum. En undir forystu
Stefáns hafa allir erfiðleikar
verið yfirunnir og reykvískir
skíðamenn geta í dag glaðzt
yfir hinum skemmtilega Skíða-
skála Skíðafélags Reykjavíkur f
Hveradölum. Fyrir hönd reyk-
vískra skfðamanna þökkum við
Stefáni góða samvinnu á undan-
fömum ámm, og ámum honum
heilla á þessum merkisdegi ævi
sinnar.
Skíðaráð Reykjavikur.
stjóra fyrir kjörtímabilið og
samþykkt með 7 atkvæðum að
ráða Jóhannes Ámason lög-
fræðing í starfiö. Hann hefur
verið sveitarstjóri Patreks-
hrepps s.l. kjörtímabil.
Þá fór fram kosning i nefnd-
ir, sem starfa á vegum hrepps-
ins.
Formaður hafnamefndar var
kjörinn Ólafur G. ólafsson.
HREPPSNEFNDAR-
KOSNINGAR Á
PATREKSFIRÐI