Vísir - 16.06.1966, Síða 9
V 1 S I R . Fimintudagur 16. júní 1966.
9
Axel Thorsteinson:
Á undangengnum 10—15 ár-
um hefir það orðið æ tíðara, að
íslenzkum fréttamönnum væri
gefinn kostur á að fara í kynnis
ferðir til annarra landa, en að
slíkum boðum hafa staðið ýmsir
aðilar, Norður-Atlantshafs-
bandalagið og ýmsar erlendar
stofnanir, og er ég í hópi þeirra,
sem víða hafa farið í slíkum
ferðum. Og nú er nýlokið einni
slíkri ferð, hinni langstytztu,
sem ég hefi farið, en er um
margt hin cftirminniiegasta.
Sú ferð var farin til Moskvu i
boði Fiugfélags islands og SAS.
Boðið var í ferðina 14 frétta-
mönnum, 6 frá Noregi, jafn-
mörgum frá Svíþjóð og frá ís-
iandi okkur Tryggva Gíslasyni,
fréttamanni í fréttastofu Ríkis-
útvarpsins.
TILEFNIÐ.
Fyrrgreindir aðilar, Flugfélag
íslands og SAS, hafa nú fimm
sinnum boð;ð íslenzkum frétta-
mönnum í kvnnisferðir, þegar
nýjar flugleiöir voru opnaðar o.
fl., en tilefnið nú var, að taka
átti í notkun á flugleiðinni til
Moskvu þotu af gerðinni DC-8,
sem síðar hefir gerst, í fyrri
heimsstyrjöld — er byltingin
var gerð og nýtt þjóðskipulag
kom til sögunnar, og enn síðar
— hefir að sjálfsögðu rennt æ
fleiri stoðum undir áhugann
fyrir að geta svipast um á þeirn
mikla vettvangi „austan tjalds“
sem Moskva er.
f STOKKHÓLMI
OG UPPSÖLUM.
Við Tryggvi lögðum upp í
ferðina laugardag 4. júní og
fórum í Caravelle-þotu til
Stokkhólms eftir komuna til
Kaupmannahafnar og tók herra
Lars O. Liljeqvist, blaðafulltrúi
SAS, á móti okkur, og vorum
við í hans umsjá siðan, og
herra Olav Momrak-Haugann,
blaðafulltrúi SAS í Oslo, kom
með norsku blaðamönnunum til
Stokkhólms. — Er við félagar
höfðum komið okkur fyrir í
gistihúsi því, sem okkur var
búin gisting í, var orðið áliðið
dags, og notuðum við kvöldið til
þess að skoða okkur dálítið um
i borginni, en sú kvöldganga
var skemmri en við hefðum
viljað, vegna molluveðurs og
sem viö stigum upp í einn flug-
stöðvarbílinn, sem flytur far-
þega milli borgarinnar og Ar-
landaflugvellar. Er þangað kom
kynnti Liljeqvist okkur fyrir
sænsku blaðamönnunum. Einn
þeirra, ungur maður, hafði
konu sina með sér, enda ætlun
þeirra að dveljast í nokkra daga
til viðbótar í Moskvu, eftir að
heimsókninni þar lyki, en þau
urðu fyrir þeim vonbrigðum, að
verða að leggja þá áætlun á
hilluna, því að blaðamaðurinn
fékk slæmsku í hnéð og veittist
erfitt að ganga og ekki þrauta-
laust, svo að þau hjón komu
aftur með okkur. — í sænska
hópnum var einnig hr. S.
Chernov, frkvstj. sovézku ferða
skrifstofunnar (Intourist) í
Stokkhólmi ....
FORNAR ÁSTIR.
Liljeqvist beið að sjálfsögðu
norsku fréttamannanna til þess
að geta rætt við okkur alla í
einu það, sem framundan var.
Sátum við þama í litlum hliðar-
sal, dmkkum kaffi og stofnuð-
um til kynna. Einn sænsku blaða
mannanna, skemmtil. maður,
ræðinn og hispurslaus, gat þess
við okkur Tryggva, að hann
hefði verið á Islandi, og væri
það allt ógleymanlegt enda
efninu. Hann hafði sem sé verið
hér á landi í enskri hersveit á
stríðsárunum, lengst af á Aust-
fjörðum að mig minnir, en
austfirzkri stúlku hafði hann
kynnst og trúlofast, þótt ekki
ætti fyrir þeim að liggja að
verða hjón, — en aldrei hafði
hann gleymt henni. — Jú, hann
var kvæntur maður og hjóna-
bandið farsælt, en hann hafði
engu gleymt og hugsaði títt um
hversu henni, vegnaði f lífinu
austfirzku stúlkunni, stúlkunni
hans, sem eitt sinn var, en ekki
vildi fara burt með honum, en
það hafði ekki staðið á honum,
sagði hann. —
Þessari gömlu minningu
skaut upp og ég læt hana flakka
hér með.
ÁÆTLUNIN
RASKAST.
Liljeqvist var alltaf að fara
og koma og var eitthvað farinn
að ókyrrast. Það kom brátt í
Ijós. hvernig á þessu stóð. Hann
tjáði okkur nú, að flugvélinni,
sem flytja átti norsku frétta-
mennina til Stokkhólms heföi
seinkað vegna bilunar, sem
mundi þó ekki taka langan tíma
að lagfæra. En svo fór, að ekki
gat orðið af Moskvufluginu á
áætlunartíma — ekki um annað
að ræða en biða komu norsku
til sögunnar kom, var okkur
boðið til Uppsala, og sátum við
þar kvöldboð SAS í Stads-
hotellet. Vorum við í góðúm
fagnaði um kvöldið og fram
eftir nóttu. Loks var tilkynnt,
að menn skyldu reiðubúnir til
brottfarar kl. 2 um nóttina, er
ekið skyldi til Arlandaflugvallar
á ný.
BALLERINUR, FRÖKEN
„KARLSON <tíO
KAVALLERÍJÍN HENNAR'*
Einn sænska blaðamannaisna
sendi blaði sínu pistil um áætl-
unarröskunina og var dálítiö
háðblandinn stíll á frásögninni,
en hann las fyrir mig pistilinn,
en þar komst hann svo að orði:
— ... það fór þá svo, að það
var Uppsaladómkirkja, sem
blasti við sjónum okkar, en
ekki hin gullnu hjálmþök í
Kreml — og á þeirri stundu, er
við höfðum búist við að sjá
fagurlimaðar „ballerinur" svífa
um leiksvið Bolshoileikhússins,
urðum við að láta okkur nægja
að horfa á „fröken Karlson og
kavallerann hennar" twista á
dansgólfinu héma í gistihúsinu.
HÁLF ÖLD
HEIMSÓKNA MILLI.
Ég hafði eitt sinn áður komið
til Uppsala — um hávetur, er
Skyndiferð til MOSKVIJ
en farþegaþotur af þeirri gerð
rúma 176 farþega og fljúga með
926 km. hámarkshraða. Þessar
flugvélar tók SAS annars í
notkun í maí og júni 1960 —
fyrst á flugleiðum yfir Norður-
Atlantshaf, þar næst á norður-
skautsleiðinni, svo á syðri flug-
Ieiðinni til Austur-Asíu og loks
á flugleiðunum til Suður-Ame-
ríku og SuðurAfriku.
GAMALL
DRAUMUR.
Ekki get ég gert mér annað
í hugarlund en að hvaða vest-
rænn blaðamaður sem væri
myndi grípa fegins hendi tæki-
færi til Moskvuferðar og það
þótt heimsóknin væri skyndi-
heimsókn eins og okkar félaga
var, en það er augljóst mál, að
sumar þær myndir, sem maður
bregður upp eftir mjög skömm
kynni, fengju ef til vill á sig
nokkuð annan blæ, éf kynnin
væru lengri. Og þó ættu
skömm kynni að vera hin gagn-
legustu að ýmsu leyti og til
glöggvunar, og áhrifin eftir-
minnileg. Það er margt einnig
í slíkum ferðum, sem veröur til
þess að „gleðja augað og hressa
hugann“, eins og dr. Guðmundur
Finnbogason eitt sinn komst að
orði. Ég vil því við bæta, að ég
þá boðið með þökkum, enda
rættist þama gamall draumur.
Rætur áhugans fyrir að koma
til Rússlands lágu nefnilega
djúpt, allt til unglingsára, er ég
las sögur Leo Tolstoy og fleiri
kunnra rússneskra höfunda, en
við þann lestur opnaðist sýn
inn í þjóðlíf mikils menningar-
ríkis, þar sem hvers konar
listir hafa ávallt verið í háveg-
um hafðar af allra stétta fólki,
en á þessum tfma var enn keis-
araveldi í Rússlandi, zarinn ein-
valdur, aðallinn lifði í vellyst-
ingum, engin iðnaðar- og tækni-
öld var upp runnin, landbúnað-
ur aðalatvinnuvegur, bændur
kúgaðir og allur almenningur,
en nihlisminn farinn að breiðast
Öt, og voru fáar fréttir mergj-
aðri á þeim áram en þær sem
fjölluðu um nihdista Og allt
úrkomu, Næsta dag árdegis,
skyldi af stað haldið til Moskvu
frá Arlanda-flugvelli, kl. 10.50,
en kl. 10 áttu allir að vera
mættir til morgunverðar og
kynningar.
Nú á tímum gera menn ráð
fyrir því á flugferðalögum, að
öll þjónusta sé í svo góðu lagi,
að allt gangi snurðulaust, og
það gengur líka allt vanalega
„eins og klukka“ sem betur fer,
en hyggilegast er þó á þessu
sviði sem öðrum að vera jafnan
við því búinn, að eitthvað geti
komið fyrir, sem setji áætlanir
úr skorðum, og þetta átti eftir
að koma á daginn, sunnudaginn
5. júní, er við bjuggumst við að
sjá hin gullnu hjálmþök í
Krem! og annað mjög rómað
þar. — Frá gistihúsinu, þar sem
við bjuggum í Stokkhólmi var
skammt að fara í stöðina, þar
hafði hann kynnst hér Ijómandi
fallegri stúlku og trúlofast, en
leiðir skildu, eins og gengur. En
vel mundi hann stúlkuna, og
var auösæilqga enn bjarmi yfir
minningunni. Og er svo ekki
meira um þetta að segja, en mér
varð að minnast atviks frá
Renfrewflugvelli, er ég var þar
á ferð með konunni minni
Bolshoi-leikhúsið.
heitinni fyrir mörgum árum. Ég
hafði snúið mér að lögreglu-
manni þar, hinum vörpulegasta
manni, sem að líkum lætur,
þeirrar stéttar sem hann var, til
þess að spyrja eins eða annars,
og er hann vissi, að við vorum
frá íslandi gaf hann sig á tal
við okkur, gekk á stað með okk
ur hægt og rólega, og var kom-
inn út í horn með okkur, áður
en við vissum af. Og hann hélt
áfram að rabba við mig, fór sér
hægt, en kom vonbráðar að
flugmannanna. Þess er að geta,
að um þessar mundir voru erf-
iðleikar byrjaðir að koma til
sögunnar vegna yfirvofandi
verkfalls, og bar að sjálfsögðu
að mæta slíku af skilningi og
jafnaðargeði, og var það’og gért,
en auðvitað olli það vonbrigð-
um, er út séð var um að kom-
ist yrði til Moskvu fyrr en ein-
hvern tíma kvölds eða um nótt-
ina, en einmitt þetta kvöld var
það á „prógramminu“ í Moskvu,
sem flestir vildu sízt verða af,
en það var sýning á „Don
Quijote“ballettinum og var
ekki hægt úr að bæta, þar sem
hann var ekki sýndur þau tvö
kvöld, sem við vorum í Moskvu.
Nú ber annars að taka það
fram, að í þessari ferð allri
var allt fyrir okkur gert af
iiöfðinglyndi og rausn, og vegna
þeirrar áætlunarröskunar, sem
fannfergi var og frost — en
langt er um liðið siðan, þvi að
þetta var fyrir hvorki meira né
minna en hálfri öld. Þegar ég
kom þama nú alveg óvænt
rifjaðist þetta upp og fannst
mér ánægjulegt að mega nú
dveljr.st þama nokkrar stundir
að sumarlagi og njóta kyrrðar
júníkvölds og nætur. Biðin var
nægilega löng til þess, þótt
þama væri hóf um kvöldið, og
nóg tækifæri á undan hófinu og
eftir, að fara i smá gönguferðir
um bæinn, enda skammt farið.
Ekki fannst mér biðin löng í
þessum gamla bæ og eins og að
líkum lætur rifjuðust upp ýmsar
minningar frá fyrri heimsókn.
Þó rifjaðist ekki upp fyrir mér
ein minningin fyrr en eftir
heimkomuna. Ég minntist þess
allt í einu, að ég hafði gengið
til skógar frá Uppsölum á gaml-
árskvöld 1916, og þá gerðist
það, að andinn kom yfir mig
eins og ekki er ótítt um menn
á þeim aldri, er ég þá var, rúm-
leg tvítugur og varð úr kvæði
um skógargönguna, birt siðar í
Morgunblaðinu og náði yfir
hálfa síðu! Sjálfsagt var það
meingallað og er hér sýnis-
hom af „skáldskapnum":
Reika ég þar
I reitum skóga,
Marrar kynlega
í hverju spori
Glitrar snjór
Á grein hverri
í sigrænum
Silfurskógi
En um þetta mun meira en
nóg komið. — Flugstöövarbill-
inn kom á réttum tíma og nú
gekk allt fljótt og snurðulaust,
er til Stokkhólms kom. I flug-
stöðinni gekk allt með „roet-
hraða" og kl. 3.30 hóf DC-þotan
sig til flugs næstum án þess að
maður yrði var við og var á
skammri stundu I 26.000 feta
hæð og lenti á Sheremetyevo-
flugvelli við Moskvu eftir
tveggja klukkustunda flug og
var þá klukkan 7.30 eftir
Moskvu-tíma.
Frh.