Vísir


Vísir - 25.07.1966, Qupperneq 2

Vísir - 25.07.1966, Qupperneq 2
2 VÍSIR . Mánudagur 25. júll 1966. England og V.-Þýzknland komast ófram: N-Kórea komst yfír gegn Portúgal 3:0, en .. . . þá tók Eusibio til sinna ráða og skoraði 4 mörk i röb! Englendingar gleymdu erfiðleikum Wilsons-stjórnarinnar i sigurvimunni eftir leikinn við Argentínu Á laugardaginn var úr því skorið, hvaða 4 lið komast í undanúrslit. Þá voru háðir fjórir leikir í áttaliða úr- slitakeppninni, og það lið, sem tapaði, er úr leik, þann- ig að aðeins 4 lið standa nú eftir og munu berjast loka- baráttunni þessa vikuna og á laugardaginn verður síð- an hápunktur keppninnar, er úrslitaleikurinn verður háður á Wembleyleikvanginum í Lundúnum. Úrslit leikjanna á laugardaginn urðu þau, að Portú- galar unnu N-Kóreu 5:3, eftir að vera undir í hálfleik, 2:3. Sovétmenn unnu Ungverja, 2:1 í frekar daufum íeik, V-Þjóðverjar voru hinir öruggu sigurvegarar yfir Uruguaymönnum, 4:0, og síðast en ekki sízt sigruðu Englendingar Argentínumenn 1:0 í miklum baráttu- leik. Var sigri Englendinga tekið með miklum fögnuði og Englendingar virtust alveg hafa gleymt efnahags- vandamálum Wilsons stjórnarinnar í mestu sigurvím- unni. Hér á eftir fara stuttar lýsingar á leikjunum. Portúgal—N.-K6rea, 5:3 (2-3). í leik þessum leit í byrjun út fyrir að N.-Kóreumenn ætluðu enn einu sinni að koma á óvart I keppn Linni, því að eftir 25 mínútur af leiknum var staðan 3-0, þeim i ''vil. Léku N.-Kóreumenn mjög skemmtilega á þessum tíma og skoruöu eftir 50 sek. (!), bættu öðru við á 20. mín. og skoruðu síðan þriðja markið á 25. mín. Þaö var fyrst eftir hálftíma, að Port- úgalar komust í gang, og einkum þó hinn frábæri innherji þeirra, Eusibio. Á 27. mín. skoraði hann 1. mark Portúgals, 1-3. Á 45. mín. bætti hann öðru marki viö og nú úr vítaspyrnu, og þannig var stað- an í hálfleik. Á 9. mín. síðari hálf- leiks skoraði Eusibio enn 3-3 og fullkomnaði þar með „hat trick“ sitt. Þessi frábæri leikmaður lét ekki þar við sitja, þvi að á 15. mín. síðari hálfleiks skoraði hann sitt fjórða mark £ röð, og nú aftur úr vítaspymu, og höfðu Portúgalar þar meö náð forustu í fyrsta skipti í leiknum. Er 10 mín. vora til leiksloka, skoraði Augusto 5. mark Portúgals og innsiglaði með því sigur Portúgals all rækilega. Bezti maðurinn í liði Portúgala var sem fyrr hinn frábæri leikmaöur frá Mosambique £ Afriku, Eusibio, sem nú hefur verið kallaður „svarta perlan". Er ekki að efa, að nú mun þessi þeldöikki leikmaður knatt- spyrauliðsins Benefica vera talinn mesti knattspyrnumaður heims. Að leikslokum var lið N.-Kóreu hyllt ákaft af áhorfendum, sem og einn- ig hafði verið gert í lok fyrri hálf- leiks. Áhorfendur á HM höfðu tek ið miklu ástfóstri við þetta áður óþekkta lið frá Asíu, og hvatt það til dáða, sem um enska landsliðið væri aö ræöa. England — Argentína 1-0 (0-0) Leikur þessi var sá grófasti, sem leikinn hefur verið í þessari heims meistarakeppni, og þó lengra væri leitað. Þulurinn í B.B.C. sagðist aldrei hafa séð annað eins á löng um ferli sinum sem útvarpsþulur. í byrjun var leikurinn hinn róleg- asti og prúðasti. Englendingar byrj uðu vel og héldu uppi stöðugri sókn, en tókst þó aldrei að brjóta niður hina sterku vöm Argentínu. Smám saman minnkuöu tök Eng- lendinga á leiknum og harka tók að færast í hann. Á 35. mín. var Hunt brugöið gróflega á vítateigs línu og var dæmd aukaspyrna á Argentínumenn, sem mótmæltu harðlega og Rattin, fyrirliði þeirra, gekk svo langt í mótmælum sín- um, að þýzki dómarinn vísaði hon um af leikvelli, en Rattin neitaði að fara. Varð nú öngþveiti mikið, er varamenn og fararstjórar Argen tínu komu inn á völlinn og héldu uppi deilum við dómarann. Leit helzt um tíma út fyrir að leikur- inn yrði flautaður af, en eftir um það bil 10 mín. tókst að koma Rattin út af og léku þvi Arg- entínumenn 10 það sem eftir var leiksins. I hálfleik var staðan 0-0 Siðari hálfleik byrjaði enska liðið meö mikilli sókn og á fimmtu mín. á Hunt mjög gott skot sem Roma í argentínska markinu varði glæsi- lega. Eftir þetta jafnaðist leikur- inn nokkuð og sýndi hvorugt lið- ið góð tilþrif. Á 32. mín. kom eina mark leiksins. Peters (West Ham) v-útherji Englands gaf mjög góða sendingu fyrir markið og Hurst (West Ham) h-innherji skallaði vel og glæsilega inn í markið við gíf- urleg fagnaöarlæti áhorfenda, sem troðfylltu Wembley leikvanginn í Lundúnum. Eftir þetta mark Hurst var leikurinn frekar daufur og tíð- indalítill. Ein breyting hafði ver- ið gerð á enska liðinu frá leik þess við Frakka. Ball (Blackpool) kom aftur á h-kantinn, en Paine (South amton) var settur úr því. V-Þýzkaland : Uruguay 4-0 (1-0) Uruguaý menn geta kennt sjálf- um sér um, hve tap þeirra varð stórt gegn hinum sterku Þjóðverj- um, því að í seinni hálfleik tóku þeir að beita slikri hörku, að all- ar tilraunir þeirra til samleiks fóru út um þúfur í æsingnum. Tveir af liðsmönnum þeirra voru reknir af leikvelli, fyrst fyrirliðinn Troche í byrjun siðari hálfleiks. og skömmu síðar framherjinn Silva. í byrjun léku Uruguaymenn mjög vel, og Frá landskeppninnl í sundi við Dani. Viðbragðið í 200 m skriðsundi karla. Talíð frá v. John Bertelsen, Logi Jónsson, Ejvind Petersen, Davíð Valgarðsson, Kári Geirlaugsson og Eiríkur Baldursson. á fyrstu mínútunum náði Til- kowsky, markvörður Þjóðverja stór kostlegu skoti frá Rocha, og skömmu síðar björguðu Þjóðverj- ar aftur. Þjóðverjar skoruðu fyrsta mark sitt á 13. mín. og var þar að verki Haller, en 1-0 var stað- an i hálfleik. í síðari hálfleik komu yfirburðir Þjóðverja greinilega í jjós, ekki sízt eftir að Uruguaymenn voru aðeins eftir 9 á vellinum. Á 25. mín. kom 2-0 frá Beckenbauer, og Seeler bætti 3. markinu við á 30. mín. og loks skoraði Haller aft- ur 4-0 á 40. mín. Þýzka liðið átti í þetta sinn skínandi leik, og var Haller talinn þeirra sterkasti leik- maður, og sagður bera af á vell- inum.. Sovétríkin — Ungverjaland 2:1 (1:0). Þessi leikur var ekki eins góður og menn höfðu almennt búizt við. Það var fyrst og fremst líkams- styrkur Sovétmanna, og sterkur vamarleikur þeirra, sem færði þeim sigurinn. Fyrri hálfleik áttu Sovet- menn að nokkru leyti, og komu hin ir fljótu framherjar þeirra, eink- um Matreni jg Sipos, ungversku vöminni í mikinn vanda. Eina mark ið fyrir hlé skoruðu Sovétmenn, og gerði það Chislenko eftir að Gelei í ungverska markinu hafði hálfvar- iö skot frá Sabo. Að loknu hléi komu Ungverjar tvíefldir til leiks og voru nú mun betri en í fyrri hálfleik, einkum var Mezsoly at- kvæðamikill á miðjunni. Samt voru það Sovétmenn, sem voru fyrri til að skora £ síðari hálfleik og kom markið þegar á annarri mín. síðari hálfleiks. En loks á 30. mín. löguðu Ungverjar stöðuna nokkuð og skoruðu 2-1 og enn einu sinni var hin hættulegi framherji þeirra Bene á ferðinni. Bene hefur vakið mikla athygli á HM og verið kallaður „hin nýi Puskas". Bezti maður Sovétmanna var miðherjinn Bann- ischevsky, og átti hann sérlega góð- an leik i þetta sinn. Næstu leik- ir á Nú eru aðeins 4 leikir eftir á HM í knattspyrnu, þ.e. tveir leik ir í undanúrslitum, og leikurinn um 1. sætið og svo annar leikur sem háður er um 3. sætið. í dag verður leikinn fyrri leikurinn í undanúrslitunum og sá síðari verður Ieikinn á morgun. Nú hefur verið ákveðið, hvor leik- urinn í undanúrslitunum það verður sem háður verður í kvöld og er það leikurinn milli Sovét- ríkjanna og V-Þýzkalands og spáir íþróttasíðan V-Þýzkalandi sigri. Á morgun leika svo Eng- land og Portúgal og spáir íþrótta siðan Portúgal sigri. Portúgal spóð sigri a Eins og sagt er frá á öðrum stað á íþróttasíðunni í dag, eru tveir leikir eftir á HM, áður en úrslitaleikirnir um 1. og 3. sæt- ið eru leiknir. I dag leika Sovét og V-Þýzkaland á Wembley, en á morgun leika Portúgal og Eng land einnig á Wembley. Portúgal er nú almennt spáð sigri í keppninni. Tvö veðmang- arafyrirtæki i Englandi hafa nú sent út síðustu spár fyrir keppn ina á morgun og lítur listi þeirra hvors um sig þannig út: Portúgal og England 5-2 V-Þýzkaland 11-4 og Sovétríkin 7-2. Hjá hinu firmanu er staðan þannig: Portúgal 2-1 V..-Þýzkal. og Sovétríkin með 11-4, England 3-1. Amerískt körfuknatt- leikslið leikur á ís- landi um næstu helgi — leikur við Reykjavikurúrval Um næstu helgi er væntanlegt til íslands amerískt körfuknattleiks lið, og er Iiðið frá háskólanum MIT (Massachusetts Institut of Techno- logy), og er hér um að ræða sterkt lið. Er landslið íslands f körfuknatt leik var á ferð um Bandaríkln fyr- ir um það bil einu og hálfu ári lék ísl. landsliðið við liðið frá þessum háskóla og lauk þeim leik með sigri améríska liðsins og var mun- urinn um það bil 15 - 20 stig. Ákveðið hefur verið, að MIT-lið- ið leiki við úrvalslið KKRR (eða Reykjavíkurúrval) og að líkindum verður leikurinn háður í íþróttahús inu á Keflavíkurflugvelli, en ver- ið er að undirbúa íþróttahöllina • nýju í Laugardalnum fyrir iðnsýn- ingu, sem þar á að veröa í haust og er ekki hægt að fá íþróttahúsið þess vegna. Ekki var búið að velja Reykjavíkurúrvalið, er íþróttasíðan vissi síðast til, en það verður að líkindum gert fljótlega eftir helgina Að lokum er svo þess að geta, að flestir reykvísku körfuknattleiks- mannanna hafa æft vel að undan- fömu og reyndar í mest allt sum- ar. Þorsteinn Hallgrímsson, hinn góðkunni körfuknattleiksmaður, hefur æft vel að undanförnu og verður að líkindum meö í Keflavík, er Reykjavíkurúrvalið leikur gegn hinu ameríska liði, en leikdagur hefur ekki verið valinn endanlega. /

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.