Vísir - 25.07.1966, Side 9

Vísir - 25.07.1966, Side 9
VÍSIR . Mánudagur 25. juli 1966. ÞAR BLAKTA ALLIR ÍSLENZKU FÁNARN- IR ALLT FRÁ JÖRUNDARFÁNANUM Svanlaug Baldursdóttir, blabakona Visis, segir frá heimsókn á landsmót skáta ab Hrebavatni í staðinn fyrir mýrlendi eru komrtar ræktaðar flatir sem ná allt að fossinum Glanna í Hreða vatnslandi, þar sem Landsmót skáta er nú haldið. Pessi breyt- ing hefur orðið síðan síðast var haldið skátamót á staðnum, ár- ið 1943, með um 240 skátum. Skartaði staöurinn sínu feg- mótsins með Siglfirðinga á hæl- unum. Reykjavikurskátar, sem verða um 500 talsins á mótinu, lögðu ekki í tvísýnu, og var för þeirra frestað til sunnudags- ■.....................—------— ....... m ..... A Spáni í Miðjarðarhafssvæölnu komu þeir saman Guðmundur Ástráðsson dagskrárstjóri, Amfinnur Jónsson dagskrárstjóri, Jón Bergsson, tjaidbúðarstjóri og Ingólfur Ármannsson mótsstjóri. Þetta á að vera gjósandi eldfjall sögðu hafnfirzku skátarnir og urðu dularfulfir á svipinn. ursta er tíðindamaöur blaösins var þar á ferðinni í gær £ sólskin inu. Tjaldborg var risin, megin- hluti hins tvö þúsund manna bæjar, sem verður þar næstu viku, og skáru litrík tjöldin sig vel frá hrauninu og gróðrinum. Alls staðar voru skátar á þön- um, sumir að ná £ vatn, aðrir aö tjalda, skátar að koma á mót- ið klyfjaðir farangri, skátar að malla hádegisverðinn sinn, skát- ar að koma upp skreytingum á tjaldbúðasvæðum sinum. Bærinn reis að meginhluta upp núna um helgina og sim- stöðin staðsett á Sikiley var þeg ar tekin til starfa, en þaðan er hægt að ná sambandi um allt tjaldbúðasvæðið og allt til höf- uðborgarinnar. Á Miðjarðarhafs svæðinu, miðdepli tjaldbúða svæðisins, var Forum Romanum hátiðarsvæðið komið upp með pöllum, þar sem fer fram setn- ing mótsins síðdegis í dag, en þögn ríkti enn í herbúðum dag- blaðsins, sem hefur aðsetur á Krít. Hafmeyja markaði inngang- inn að Kyrrahafssvæðinu, tjald- búðasvæði kvenskáta og á Ind- landshafssvæðinu, drengjaskáta búðunum var líf og fjör. Þang- hafsbúðirnar, aðsetur fjöl- skyldna, verða fjölmennar, því þegar er búið að panta þar að- stöðu fyrir hundrað tjöld. Skátamir byrjuðu að streyma til Hreðavatns á föstudagskvöld en á laugardag syrti £ álinn því að á skall hagl, rok og rigning með þeim afleiðingum, að tjöld fuku, og var það rétt i þann mund er Akureyringar komu til finnur Jónsson sér niður og gáfu upplýsingar um mótið. — Þetta er fjölmennasta skátamót, sem haldið hefur ver- ið á landinu, segir Arnfinnur og talsvert stórt mót, miöað við útlönd, segir Guðmundur. Um 50% allra starfandi skáta á landinu taka þátt í því. Gífur- legur fjöldi skáta utan af landi sækir mótið alls um 1200 manns. Rammi mótsins er hafið, en siðan kemur kynning, sem er aðalatriðið og er t.d. eitt keppn- isatriði mótsins að hafa þegið heimboð eða staðið fyrir heim- boði innlendra og erlendra skáta flokka. Og svo vonum við að sem flestir skrifi bréf heim til sín, sem er eitt keppnisatriðið. Um dagskrána er annað það að segja, að mótið verðUr sett af skátahöfðingja Jónasi B. Jóns syni kl. 4 í dag og um kvöldið er stór varðeldur. Varðeldar verða á hverju kvöldi nema eitt kvöld, en þá fer fram mikill víðavangsleikur. Annars verður mikið um margs- konar keppni, bæði í venjuleg- um íþróttum og skátaiþróttum. Efnt verður til fjallgöngu á Baulu fyrir þá elztu en á Grá- brók og Rauðbrók fyrir þá yngstu. Einnig verða stundaðar markferðir, sem er léleg þýðing á „hike”. og taka þær ferðir 8, 12 og 24 klst. Á laugardag er opinber mót- taka fyrir boðsgesti en á sunnu- dag er heimsóknadagur og vilj- um við eindregið hvetja fólk til þess að notfæra sér heimsókn- ardaginn fremur en annan dag ins og þjóðfánans. Blakta allir fánarnir á stöng, meðan mótið stendur yfir, ásamt alþjóðafán- um skáta. Allar framkvæmdir á mótinu eru unnar af skátunum sjálfum. Sérstaklega skemmtilegt er það £ sambandi við erlendu skátana á mótinu að hægt var að fá færeyska og grænlenza skáta á mótið, en þeir sjást ekki oft á erlendum mótum, sérstaklega ekki þeir grænlenzku. En sá sem lengst er að kominn af erlendu skátunum er piltur frá Nýja Sjá landi. Hann kom þó ekki alla leið, þaðan beina leið, held- ur með hópi brezku skátanna. Nú tylla sér niður á Spáni, Ingólfur Ármannsson móts- stjóri og Jón Bergsson tjaldbúða stjóri. — Landsmótin hafa verið haldin óreglulega, segir Ingólfur en reiknað er með því, að þau séu haldin f jórða hvert ár. Mark miðið er, að hver skáti geti einu sinni á starfsaldri, miðað við 11-15 ára aldurinn, sótt lands- mót. Tilgangurinn með mótunum er sá, að gefa skátunum tæki- færi til að njóta lífsins með þátt töku sinni í þeim og að þeir vikki út sinn sjóndeildarhring með því að kynnast skátum inn- anlands og ekki síður þeim er- lendu. Heimsókninni á landsótið lýk- ur með þvi að komið er við í mötuneytinu fyrir starfsfólk mótsins, alls 80 manns. Á leiðinni í bæinn rennur fram hjá enn einn langferðabill- inn, þéttsetinn skátastúlkum og skátadrengjum á leið á lands- mótið. Hafmeyja er við inngang Kyrrahafsbúða, þar sem kvenskátum var úthlutað tjaldstæðum. Bak við hliðlð sést í hluta búða Akureyrarskátanna.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.