Vísir - 25.07.1966, Side 3

Vísir - 25.07.1966, Side 3
VlSIR . Mánudagur 25. júlí 1966. DANIR SICRIIDU ÍSLfNDINCA 46-34 6 ísl. met á fyrsta mótinu í Laugardalslauginni t,„ ■.'SW'1 x’ . . „í. .- ■„ Á „ . Hurst skallar knöttinn fram hjá Roma í argentínska markinu og tryggir Englandi þar meö sæti í undanúrslitum. U Dong Woon skorar eitt af þremur mörkum N-Kóreu móti Portúgal fram hjá Prereira f marki Portúgals. Danir slgruðu Islcndinga með nokkrum yfirburðum i landskeppn- inni í sundi, sem háð var f nýju sundlauginni í Laugardal um helg- ina. Eftir fyrri dag keppninnar höfðu Danir fjögur stig yfir 18— 14, en síðari daginn juku þeir enn við forskot sitt og sigruðu I keppninni með 12 stiga mun, eða 46—34. Þrátt fyrir þetta mega ís- lendingar nokkuð vel við una, hvað árangri viðvíkur. Sett voru 6 ís- Iandsmet í keppninni, en segja verður, að það var enn sem fyrr Guðmundur Gíslason, sem bar höf- uð og herðar yfir íslenzku kepp- endurna á mótinu. Hann sigraði í þeim 2 greinum, sem íslendingar Staðan " 1. DEILD Staðan f 1. deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu: Akranes—Þróttur 3:1 (2:0). Valur 5 3 1 1 12:6 7 Akranes 5 2 2 1 8:6 6 Keflavík 5 2 1 2 12:8 5 KR 4 1 2 1 5:5 4 Akureyri 5 1 2 2 5:12 4 Þróttur 4 0 2 2 4:9 2 Akranes sigraði Þrótt 3-1 Akumesingar sigruðu Þrótt, 3—1 > 1 frekar daufum leik á Skipaskaga í gær. Segja má, að úrslit leiksins i hafi verið nokkuð sanngjörn eftir gangi leiksins, sérstaklega ef tekið j er tillit til þess, að Akurnesingar i gerðu sjálfsmark er um 15 min. voru eftir til leiksloka. Með þess- um sigri fá Akumesingar tvö þýð- ingarmikil stig, sem eiga eftir að koma þeirn að góðurn notum í keppninni um íslandsmeistaratitil- inn, cn ef að líkum lætur verða það Valur, Keflavík, KR og Akra- nes, sem eiga eftir að berjast um titilinn í ár. Nú mega Þróttararnir fara að herða sig, ef þeir ætla ekki að falla niður í aðra deild, en það verður að segja að framundan hjá þeim í augnablikinu er fall, nema eins og fyrr segir, að þeir fari að taka enn betur á. Fyrri hálfleikurinn var sánnar- lega betri helmingur leiksins, knattspyrnulega séð. Bæði liðin sóttu nokkuð jafnt, en Akurnesing- ar voru öllu ákveðnari uppi við markið, eins og úrslit leiksins gefa til kynna. En Þróttararnir léku oft á tíðum vel, en uppskáru ekkert. Leikurinn var aðeins 8 mín. gam all, er fyrsta markið kom. Benedikt gaf vel út á hægri kantinn til Matthíasar Hallgrímssonar, sem lék á nokkra varnarmenn Þróttar og skoraði síðan með öruggri spyrnu mjög glæsilega í stöng og inn, algerlega óverjandi fyrir markvörö Þróttar, sem stóð sig vel i leiknum. Þróttarar áttu hættulegt tækifæri á 16. mín. Axel Axelsson tók óbeina aukaspymu, og upp úr henni myndaðist þvaga uppi við markið, en Akranesvömin bægði hættunni frá á síðustu stundu. Akurnesingar skoruðu annað mark sitt í leiknum á síðustu mín. fýrri hálfleiks og var þaö mjög líkt hinu fyrra. Matthías fékk knöttinn út á Hsegri kant, lék á vamarmenn Þröttar og skoraði mjög vel, alveg óverjandi í bláhornið, 2—0, og þannig var staðan f hálfleik. Síðari hálfleikur. Síðari hálfleikur var mun slak- ari en sá fyrri. Bæði liðin sýndu mun lakari leik, og var leikurinn fremur þófkenndur. Á 22. mín. fékk Guðjón Guömundsson háa sendingu inn fyrir Þróttarvörnina, og var hann _kki seinn á sér að notfæra tækifærið, sem bauðst bmnaði upp völlinn og beinlfnis hljóp með knöttinn inn í markið, án þess að markvöröur Þróttar gæti nokkuð að gert. Á 29. mín. skoruðu Akurnesing- ar sjálfsmark. Þróttarar sóttu að marki, og Guðm. Hannesson bak- vörður Akranesliðsins vippaöi knettinum í markið, 3—1, og þannig lauk leiknum með öruggum og réttlátum sigri Akraness. Liðin. Um Akranesliðið er það aö segja, að beztir þar voru þeir Björn Lárusson og Matthías, sér- staklega voru mörk Matthíasar mjög slæsilega skoruð. Ríkharður var allgóður, þá átti Rúnar Hjálm- I KR - Akur- eyri frestoð I gær átti að fara fram leikur i j- 1. deild Islandsmótsins f knatt- spyrnu á Akureyri milli K.R. og Akureyrar. Var leiknum frestað, vegna þess, að ekki var lendandi á Akureyrarfl.velli, vegna slæms skyggnis á Akureyri, en í gær- morgun, er gera átti tilraun til lendingar þar, var þar úrhellis- rigning og slæmt skyggni, eins og fyrr segir. K.R.-ingarnir voru lagðir af stað norður, og vélin sveimaði yfir Akureyri, en eins og fyrr segir var ekki lendandi þar, Verður leikurinn því háður einhverntíma síðar/f sumar. báru sigur úr býtum í, og setti tvö íslenzk met og jafnaði metið í þriðju greininni. Sannaðist það enn, sem fyrr var vitað, að Guðm. er ókrýndur konungur íslenzkra sundmanna, enn sem komið er. Úrslit keppninnar í einstökum greinum: Fyrri dagur: 200 m flugsund karla: Guðm. Gíslason, Isl. 2:28,2 mín. Jörgen Juul Andersen D. 2:48,6 m. 200 m. bringusund kvenna: Britta Petersen, D. 3:02,0 mín. Eygló Hai'ksdóttir í. 3:19,0 mín. 200 m bvingusund karla: Finn Rönnov D. 2:47,7 mín. Fylkir Ágústsson, I. 2:50,5 mín. 100 m baksund kvenna: Lone Mortensen D. 1.21,1 mín. Matth. Guðmundsd. 1. 1:21,4 mín. (Isl. met). Síðari dagur: 100 m skriðsund karla: Guðmundur Gíslason, f. 58,3 sek. (metjöfnun). John Bertelsen, D. 59,7 sek. 100 m flugsund kvenna: Bente Dunker D. 1:19,4 mín. Hrafnh. Guðmundsd. í. 1:22,5 mín. (ísl. met). 200 m baksund karla: Ejvind Petersen D. 2:32,0 mín. Davfð Valgarðsson I. 2:41,1 mín. 100 m skriðsund kvenna: Vibeke Slott D. 1:06,4 mín. Hrafnhildur Kristjánsd. 1. 1:09,3 mín. 4x100 m fjórsund kvenna: Danmörk 5:14,5 mín. ísland 5:22,3 mín. 4x100 m fjórsund karla: Danmörk 4:28,8 mín. I’sland 4:36,2 mín. I þessu sundi synti Guðmunffur Gíslason fyrsta sprettinn í ísl. sveitinni, 100 m baksundið og setti nýtt ísl. met: 1:07,6 mín, sem er 7/10 úr sek. betri tími en fyrra metið, sem hann átti sjálfur. 40. meistaramótið í frjálsum íþróttum hefst í kvöld á Laugar dalsvellinum með þátttöku tveggia tyrkneskra íþróttamanna. Þátttak endur f mótinu eru frá 11 félögum víðs vegar um landið og eru á annað hundrað. I kvöld kl. 20.30 leika á Njarðvíkurvelli KR og þýzka liðið Sportclub 07 og er þetta síðasti leikur Þjóðverjanna á landinu. Útihandknatfleiksmöfið arsson ágætan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Einar Guöleifsson í markinu stóð einnig vel fyrir sfnu, sem endranær. — I Þróttarliðinu var Axel Axelsson áberandi beztur og Guttormur í markinu var einnig ! góður og verður ekki sakaður um mörkin, þau voru öll óverjandi. Annars er Þróttarliðið frekar jafnt og átti oft skínandi leik í fyrri hálfleik. Um helgina voru leiknir nokkr- ir leikir í útihandknattleiksmótinu og urðu úrslit þeirra þessi: Laugardagur: Mfl. karla: Vfking- ur—Fram 19—26. FH—Haukar 15—9, Ármann—KR 19—9. — Á sunnudag voru leiknir eftirtaldir leikir: Mfl. karla: Ármann—Hauk- ar 18—18, Víkingur—FH 13—24. KR—Fram 15—27. — Mfl. kv. KR—Þróttur (Neskaupstað) 5—1, Ármann—Fram 2—3, Valur—FH 5—3, Breiðablik—ÍBK 7—3. I mfl. kvenna var liðunum skipt í tvo riðla og komast f úrslit keppn- innar tvö efstu liðin úr hvorum riðli og eru það Valur og Fram. Mótinu verður haldið áfram á fimmtudagskvöldið kl. 20 um kvöld ið og leika þá fvrsta leikinn sam- tímis: FH—Ármann, og Víkingur— KR. Á eftir þessum leikjum leika: Fram—Haukar. Mótið fer fram á svæði Glímufélagsins Ármanns við Sigtún í Reykjavík. Myndin er frá Útihandknattleiksmóti íslands úr leik Fram og Víkings, sem lauk með sigri Fram, 26:19. Jón FriösteSnsson skorar af línu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.