Vísir - 03.08.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 03.08.1966, Blaðsíða 7
I V í SIR . Miðvikudagur 3. águst 1966. Brynjólfur Jóhannesson sjötugur Ð.rynjólfur Jóhannesson, okkar ástsæli listamaður, er sjö- tugur í dag. Hann er fæddur í Reykjavík, var um skeið á Isafirði og víðar, þekkir fólk- ið úti á landsbyggöinni og það hann, en hér hefur hann starfað í höfuöborginni feril sinn sem fullmótaður listamaður. í fyrra var þess minnzt, að hann hefði þá starfað í Leikfélagi Reykja- víkur á sviðinu í Iðnó í fjöru- tíu ár samfleytt, enginn ann- ar íslenzkur leikari getur stát- að af slíkri þjónustu við leikhús sitt nema helzt Frjðfinnur Guð- jónsson, ferill hans hjá Leikfé- laginu er nálega óslitinn í jafn- langan tíma. Og í vetur átti Brynjólfur annað merkisafmæli, þá voru liðin 50 ár, síðan hann steig fyrst á leiksvið; er hann fjóröi íslendingur, er nær þeim áfanga, fyrst kom Friöfinnur, þá Gunnþórunn og í fyrra Har- aldur. Reyndar var erfitt um vik að hylla Brynjólf á þeim afmælisdegi, því aö hann var þá í öðrum heimsálfum að heilla nýja áhorfendur. Áhorfendur eru með ýmsu móti, það eru þeir, sem stöku sinnum koma í leikhús og velja sér eitt eða tvö leikrit á vetri, svo enii aðrir, sem sjá allar sýn ingar, því að þeir vilja vita, hvað er að gerast á fjölunum, loks eru þeir, sem sjá sömu sýninguna oftar en einu sinni, og bera saman, um þennan hóp, þykir leikhúsmönnum vænst. Brynjólfur Jóhannesson hefur átt öðrum fremur þátt í því hér á landi aö stækka alla þessa hópa. Einfaidlega vegna þess, a® 'jiann sem hefur séð hann einu sinni á sviði, langar til að sjá hana þar aftur. Enginn áíykii þó ætla að meðal starfs- bræðra sinna ofmetnist hann af vinsældum sínum. Ég minntist á þjónustu við leikhús: Þeg- ar Brynjólfur er beðinn fyrir hlutverk, spyr hann ekki fyrst: „Er það stórt? Ætli það henti mér?“, heldur er svarið: „Hve- nær á ég að koma á æfingu?“ Kannski þarf hann nú líka síður en flestir aðrir að hafa áhyggjur af því, hvort hlutverk . henti honum eöa ekki. Frakkar skipta leikurum í tvær fylk- ingar, þá sem erú comédiens og þá sem eru acteurs. Þeir, sem heyra til seinni flokknum, laga leikpersónuna eftir sínum eig- in persónuleika, sem getur ver- ,iö mjög svo heillandi; hinir skipta um ham. Brynjólfur er comédien par excellence, fjöl- hæfur skapgerðarleikari, jafnvíg ur á djöfla og engla og þó fyrst og fremst á fjölbreytilegan ara- grúa venjulegs fólks, sem er hvorugt eða tvort tveggja í senn. Hlutverkin eru mýmörg, furðu lega ólík, stór og smá, en ótrú- lega mörg hafa greypzt í minni manns. Margfrægastar og marg- lofaðastar eru lýsingar Brynj- ólfs á íslenzku fólki, en sú vísa verður ekki of oft kveöin, að undirstaða sjálfstæörar leiklist- ar er að kunna að leika sitt eigið þjóðlíf. Allar heimsins mæ ferleidíar, hanastélslávaröar eða byssufimustu bófahetjur gera enga stoð, ef við heyrum ekki lengur hnusa í séra Sigvalda, skiljum ekki bölviö f Jóni bónda, sjáum ekki lengur grilla í netið, sem Jónatan skipstjóri er aö ríða. Persónusköpun Brynjólfs Jó- hannessonar er borin uppi af hugmyndaríku innsæi, frjórri at hugagáfu. fersku skopskyni og mannlegri hlýju, sem eykst og verður dýpri með ári hverju. í dagfari er Brynjólfur vandvirk- ur og nákvæmur með afbrigð- um, kappsamur en kátur og neifur og má ekki vamm sitt vita. Þessir eiginleikar og marg ir aðrir hafa skipað honum til forystu í Leikfélagi Reykjavík- ur og í samtökum listamanna; ,þpnn er nú formaður Félags ís- •lpnzkra leikara, Á þessum tímamótum óska ég Brynjólfi Jóhannessyni allra heilla um leið og ég bið for- láts á þessari lítilfjörlegu til- raun til að segja kennileiti í listsköpun afmælisbamsins, hún er svo frjó og það svo síungt, að kemur okkur stöðugt á óvart og gerir allar fyrri lýsingar úr- eltar. En þetta er nú aðall þeirra stóru í kúnstinni að færa okkur stöðugt heim ný sannindi um manneskjuna og athöfn hennar. Megi Brynjólfur Jóhannesson færa okkur mörg fleiri slík sann indi í framtíðinni og halda á- fram að koma okkur á óvart. Sveinn Einarsson. Orynjólfur er vestfirzkrar ætt ar, fæddur á ísafirði 1896, sonur Jóhannesar Jenssonar skó smiðs á ísafirði og konu hans, Pálínu Brynjólfsdóttur. Hann fór utan til Kaupmannahafnar til verzlunarnáms og kom að því loknu aftur til Isafjarðar og vann þar verzlunar- og skrif- stofustörf. Á ísafirði var í þann tíð, sem og jafnan, gróska í menn- ingarlífi, og að því hlaut upp- runaleg listgáfa Brynjólfs að lúta. Hann lék sínar fyrstu rull- ur ungur að árum á ýmsum leiksýningum þar vestra,, þá fyrstu 1916, en alls urðu þær ekki færri en 16 áður en hann byrjaði aö leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur áriö 1924. Það var í Stormum eftir Stein Sigurðs- son. Upp frá því hefur hann leikið hvert hlutverkið af öðru hjá Leikfélaginu, alvarleg eða gamansöm, en öll eftirminnileg. Auk þess hefur hann nokkrum sinnum leikið í Þjóðleikhúsinu, þar á meðal eina af eftirminiif- legustu persónum fslenzkra leik bókmennta, Jón Hreggviösson í íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness, sem sýnd var við opn unina 1950. Meðal annarra frá- bærra afreka Brynjólfs mætti kannski nefna Ógautan í Dans- inum í Hruna, eftir Indriöa Ein- arsson, séra Sigvalda í Manni og konu Jóns Thoroddsens, Jón bónda í Gullna hliðinu eftir Da- víð Stefánsson, og allir muna gamla skipstjórann, Jónatan f Hart í bak eftir Jökul Jakobsson rammíslenzkar persónur sem urðu listaverk á leiksviðinu í meðförum Brynjólfs. Hér skal ekki frekar farið út á þá vand- fömu braut að lýsa leikferli þessa fjölgáfaða listamanns, enda engan veginn til þess ætl- azt. Leikhúsgestum stendur enn til boöa aö kynna sér brot af þessum ferli. Leikferill Brynj- ólfs er merkur þáttur í sögu Leikfélags Reykjavíkur, upp- gangur félagsins og vinsældir verkefna þess, eru ekki hvað sízt að þakka þessum langa starfsferli. Brynjölfur var for- maöur félagsins á árunum 1944- 47. Þegar Leikfélagið réði sína fyrstu fastlaunuðu leikara fyrir tveimur árum var Brynjólfur að sjálfsögöu valinn í þann hóp. Leiklistina hafði hann þá orð- ið að stunda í hjáverkum í full 40 ár, en öll þau ár var hann starfsmaður Útvegsbankans í Reykjavík og á Isafirði. Ennþá er Brynjólfur fullur af fjöri, dansar yfir sviðið í Iðnó eins og léttstígur ballettmeist- ari, ef það á við, eða lötrar hokinn í gamals gervi. Ennþá viröist hann varðveita allar hlið ar sinnar alhliða leikgáfu, og leikhúsgestum verður ekki ósk- að annars betra en njóta hæfi- leika hans sem allra lengst. Lesendur Vísis og allir sem leikmennt unna óska Brynjólfi Jóhannessyni allra heilla í fram tíðinni og langra lífdaga á ís- lenzku leiksviði. J. H. Akkilesarhællinn Það verður ekki litið svo í íslenzkt dagblað að ekki séu þar fleiri eða færri hugleiðing- ar um verðbólguvandamálið, á- hrif verðbólgunnar í atvinnulíf- inu, og á þjóðarhag almennt. Ég mun í þeim hugleiðingum mínum, sem hér fara á eftir, aðallega gera að' umræðuefni það sem ég tel höfuðorsök þessa vandamáls og hver ráð eru til úrbóta. • \ Jarðarmenið Ekki er hægt um það að vill- ast að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem eru, gera sér fulla grein fyrir því hver er höfuð- orsök verðbólgunnar. Árið 1941 voru sett lög á Alþingi um gerðardóm I kjaramálum, í því skyni að takmarka verðbólgu- vöxtinn við það, sem heims- styrjöldin hlaut að hafa í för með sér. Þessi lög komú aldrei til framkvæmda, illu heilli og voru fljótlega numin úr gildi. Árið 1956 þegar Hannibal Valdimarsson stórriddari „kjara baráttunnar", var félagsmála- ráðherra, var það eitt af hans fyrstu embættisverkum að gefa út bráðabirgðalög, sem sviptu launamenn 6 vísitölustiga upp- böt á laun og stöðvuðu kaup- hækkanir um stundarsakir, að eigin sögn vegna hagsmuna launamanna. Þegar þessa er minnzt rifjast það upp, að ekki hafði þessi sami Hannibal fyrr rétt úr sér eftir fallið úr ráð- herrastólnum, en hann krafðist 40% kauphækkunar fyrir launa menn. Þetta má kallast að hafa tungur tvær. Síðasta tilraun Hermanns Jónassonar forsætisráðherra vinstri stjörnarinnar 1958, þegar óðaverðbólga var framundan, var að ganga undir jaröarmen Alþýðusambandsþingsins og biðja um stundarfrest, til að leita úrræða um lausn vanda- málsins. Þeirri beiðni var synj- að og endadægur vinstri stjórn- arinnar þar með ráðiö. Minni- hlutastjórn Emils Jónssonar festi svo kaupgjaldið árið 1959, Sam segt það var Alþýðusam- bandsþingið sem felldi ríkis- stjórnina. Og þetta var ekki í fyrsta sinn sem íslenzk ríkisstjórn gengur undir jarðarmen stéttar- félaganna til að biðja sér friðar. Það má því spyrja: Hver fer 1 leð húsbðndavaldið á þjóðarbii- inu? Er það rikisstjórnin, eða er það kannski Alþýöusam- bandið. höfuðvígi byltingar- Eftir Þorstein Stefánsson flokksins? Áróðurstækni byltingarinnar Alls staðar þar sem kommún- istar hafa komizt til áhrifa í lýðræðisríkjunum, hafa þeir lagt höfuðáherzlu á að koma sér innundir hjá láglaunastétt- unum og þótzt vera eini flokk- urinn sem af einlægni berðist fyrir hagsmunum þeirra, til bess að undirstrika þennan á- róður sinn, hafa þeir gert æv- intýralega háar kröfur um kaup hækkanir, styttingu vinnutíma og fleiri hagsbætur launamönn- um til handa,' án nokkurs tillits til þjóðarhags, og greiðslugetu atvinnuveganna. Hvað varðar þá um þjóðarhag? Ekki er það að efa að þessi samstillti áróður er skipulagður frá einni og sömu miðstöð. Hver skyldi hún vera? . Víða á vesturlöndum varð kommúnistum fyrst eftir stríðs- lok talsvert ágengt með þessum áróðri, en tiltölulega fljótt átt- uðu þó launþegar sig á því, að þetta var einungis gert í þágu byltingarinnar en ekki launa- manna, svo áhrif þeirra í verka- lýðshreyfingunni og stjómmál- um fjöruðu víðast hvar út og urðu lítil sem engin. Hér varð þróunin með öðrum hætti. Kommúnistaflokkurinn varð tiltölulega fljótt allfjölmennur og tókst að ná stjórnarforystu í Alþýðusambandinu, og þar með lykilaðstöðu á verkalýðssam tökunum. Þá aðstöðu hafa þeir notað sér til þess að halda uppi látlausum kröfum um óraun- hæfar kauphækkanir í engu samræmi við vöxt þjóðartekn- anna og því eing'öngu þjónað verðbólgunni. Löng og víðtæk verkföll sem eru hin versta fjársóun, hafa verið þeim eftir- sótt. Við þessa starfsemi fylgdi Alþýðuflokkurinn kommúnist- um fast eftir, það er að segja þegar hann var ekki í stjóm. En þegar hann var í stjóm var- aði hann við þessari „kjarabar- áttu“. Með þessum áróðri sínum og „kjarabaráttu“ hafa kommún- istar komið af stað fyrirhyggju- lausu kapphlaupi milli launa- stéttanna, þar sem hver aðili reynir að taka sem mest í sinn Frh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.