Vísir - 09.08.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 09.08.1966, Blaðsíða 15
VÍSIR . Þriðjudagur 9. ágúst 1966. 15 sína, þvert ofan í skipun læknis- ins, stakk Venetia upp á því, aö hún yröi hjá str þangað til læknir- inn skæri í fótinn. — Ég held ég muni það rétt að símasjálfsali sé einhvers staðar héma nærri, sagði Leonie. — Já, einmitt — þarna er hann! Philip ók út á vegarbrúnina og stöðvaöi bílinn. Augnablik sat hann kyrr, með höndina á lásnum og starði beint fram og sagði svo: — Eftir fjóra mánuði eru þau skil- in, Claire og Johnnie. Við erum að hugsa um aö giftast. í HÚSI MARCUSAR. Leonie hreyfði hvorki hönd né fót, hún leit ekki einu sinni við begar Philip gekk að símakiefan- um. Henni var það efst í huga, að ef þetta hefði verið leikrit, mundi tjaldið falla eftir þessi orð. En þetta var aðeins veruleiki, og þama var ekkert tjald, aðeins götuljós, sem iýstu veginn og bílana, sem óku hjá ... Philip ætlar að giftast Claire Lavell... Var það af ásettu ráði, sem hann hafði valið einmitt þetta augnablik til að segja henni þetta, svo að hún gæti kyngt því meðan hann sat ekki í bílnum? Og hvers vegna? Var það ástæðan? Vegna þess að hann fann, að hún varð að fá að vita þetta áður en þau kæmu heim í húsið á Rich- mond Hill, og að hann fann að hann hafði ekki siðferðisþrek til að sitja hjá henni eftir aö hann segði henni það. Var það ástæð- an? En hvers vegna? Hafði hann enn þá samvizkubit út af því að hafa svikið hana? Ef svo væri, varð hún að láta hann finna, að hún hefði ekki tekið sér þessa nýju frétt sérstaklega nærri, — að for- tíðin væri visnað blóm, frá henn- ar sjónarmiði... Þegar alis var gætt var hún leikkona, og hún átti manna bezt að vita, hvernig hægt væri að leyna tilfinningum sínum. En svo skiidist henni allt í einu hvernig f öilu þessu lá. Claire átti að vera í Heron Housé, og þangað mundi Philip koma til að heimsækja hana! Hún átti að berjast við bæði nútíð og fortíð, Philip og Claire — og afturgöngu Marcusar. Hún sá að Philip var aö koma. Hann opnaði bíldyrnar og sagði: — Claire var ekki komin heim. Við skulum halda áfram. Nú var skammt til Richmond Hill. Bíllinn sveigði af þjóðveginum inn á fallega hliðarstíginn, sem hún kannaðist svo vel viö. Leonie gat grillt í steingerðið fyrir neöan garð inn. Philip ók inn á bogamyndaö hlaðið og stöðvaði bílinn við dyrn ar. Um leið og Leonie ætlaði að fara út studdi hann hendinni á handlegginn á henni. — Vertu ekki hrædd! Gakktu hiklaust inn. Ég skal bera farangurinn þinn inn. Á efsta þrepinu við dymar stóð stór og brosandi negrastúlka og bauð henni inn. — Frú Venetia situr inni í stof- unni og bfður eftir yður, miss. Leonie svaraði: — —Þakka yöur fyrir, og hélt áfram inn í ársal- inn. Hann var stór. Silkidúkarnir héngu enn á þiljunum, en að þeim undanteknum var ekkert eins og það hafði verið áöur, þama. Meiri birta f húsinu — og fjölbreyttari litir en verið höfðu f Marcusar tíð. — Leonie! Hún hrökk við og leit upp. — Ert það þú, Leonie? kallaði einhver rödd ofan við. Við erum héma uppi, öll saman. Hún Bertha skal hugsa um dótið þitt. Komdu strax! Er hann Philip þama með þér? ársalinn og setti allar töskurnar á gólfið. Þegar Leonie kom inn í stóru risháu stofuna á efri hæöinni, rak hún undir eins aúgu f kvenmann- inn, sem sat við arininn. Flest gamalt fólk er vant að taka á móti gestum sitjandi. En þarna stóð Venetia Sarat teinrétt. Ósjálfrátt hlaut manni að finnast, að þetta væri störmenni, þótt hún væri lítill vexti. Hún var bein í baki, eins' og lcerti. Hárið mjall- hvítt, og í hnút, ofarlega á hnakk- anum. Augun brún og gullin — og athugul. Svona voru augun í Marcusi, datt Leonie í hug. — Jæja, þú ert þá Leonie? Amman lyfti hrukkóttu andlitinu og kyssti burrum vörum kinnarn- ar á Leonie, Tvennt var inni í stofunni, auk þeirra, —, maður og kona, og Le- onie þekkti hvorugt þeirra. — Þú þekkir hann Philip Drew svo vel, sagði amma hennar. — En þú hefur ekki kynnzt honum Julian. Leonie rámaði í að hún hefði | heyrt, að Venetia hefði tekið sér að kjörsyni ungan mann, sem hét I Julian. Nú kom hann á móti henni, grannur ljóshæröur og fallegur, 1 veimiltítulegur í andiiti en brosti ! | alúðlega. jl — Venetia hefur'sagt okkur frá ; yður, sagði hann og tók í hönd- ; ina á henni. — Þér fetið í fót- j! spor hennar, er það ekki, -og eruð j i að verða fræg? — Ekki nema lítið fræg, sagði Leonie hlæjandi. — En leikdóm- endurnir hafa veriö mér góðir . . — Góðir? hváði Venetia byrst. — Leikdómararnir eru aldrei góð- ir! En þeir uppgötva leikgáfur, það er allt og sumt! Svo leit hún viö og sagði: — Þetta er hún Hilda, kona Julians. Hún átti þá hæfni leikarans að gefa eitthvað í skyn án þess að segja það. Hún hefði eins vel get- að sagt: „Þetta er núll sem enginn nennir að skipta sér af“. Leonie brosti til Hildu. Hún lltil vexti hárið dökkt en fallegt, munnurinn viðkvæmur. Hreyfingar hennar voru eiröarlitlar. Handtak hennar var eins og kippur, og aug- un voru grátþrungin. Venetia bauð kampavln. Um leið og Bertha vinnukona kom másandi inn meö glös á bakka, sagði Ven- etia: — Ég hef ætlað þér horn- herbergið, meö útsýninu niður á ána, Leonie. — Þakka þér fyrir, sagði Leonie Henni fannst huggun aö því að fá gamla herbergið sitt — með öll- um gömlu endurminningunum. Philip tók tappann úr kampa- vínsflöskunni. — Claire kemur ekki fyrr en seint — ef hún þá kemur hingað I kvöiid, á annað borð, sagði Philip, um leið og hann hellti I glösin. — Þessi De Crispin er ágætur hús- bóndi, og Claire er með allan hug- ann við vinnuna. — Hér er ég! Philip kom inn I Passamyndir Teknar í dag — Tilbúnar á morgun. Sér tímar eftir samkomulagi. Ljósmyndast. Péturs Thomsens Ingólfsstræti 4. Sími 10297, eftir kl. 7 sími 24410. Augiýsingarsðmar Vísis T A R Z A N Eg fylgdi óvini mínum brátt eftir og ég fann í myndabók hafði ég séð bogmann — en Ég horföi á hann drepa dýrið, kveikja eld og hann, þegar hann skaut ör að Horta, bjam- það var annað að sjá fyrstu mannveruna og sjóða kjötið. Ég var svo æstur aö ég kom dýrinu. hið einkennilega vopn hans. nærri upp um mig. — Philip og Claire ætla að gift- ast undireins og hún losnar viö manninn sinn, sagði Venetia. — Já, ég veit það. Leonie kink- aði kolli . j leit I kringum sig I stofunni, sem var orðin gjö'rbreytt frá því sem áöur var. Rauð glugga- tjöld og allt önnur húsgögn. — Julian hefur svo mikinn áhuga á leiklist, sagði Venetia. — For- eidrar hans bæði tvö voru I leik- iistinni. — Það er meira en sagt verður um mig, sagði Julian hlæjandi. — Ég hef sýnt I verki að ég er ger- ónýtur leikari. Ég gerði að engu hvert einasta hlutverk sem ég lék. Venetia var fokvond. Ég gruna hana hálfpartinn um að hafa gert mig að kjörsyni sínum til þess að hún gæti látið sig sjálfa endur- speglast I skini sinnar eigin frægð- ar! Nú tók við léttara hjal, góðlát- legar orðahnippingar. En Leonie hugsaði með sér: „Svo að þetta var bá drengurinn, sem hún tók að sér, fjórtán ára gamlan! Og þessi sem sat við hliðina á henni, var þá konan hans“. Hilda sat álút og hlustaði á hvað þau voru að segja. Hún hafði ekki augun af Venetiu. Leonie hugs- aði með sér: Hún er hrædd við hana. FRAMKÖLLUM FILMURNAR FLJÓTT OG VEL GEVAFOTO AUSTURSTRÆTI 6 •Árni6Ii 7 simi 30501 ALMENNA METmER umtioSíS VERZLUNARFÉUGffiE SKIPHOLT 15 SÍÐUMÚÍI 19 SIMI 10199 slMÍ 35553 /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.