Vísir - 09.08.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 09.08.1966, Blaðsíða 3
VISIR . Þriðjudagur 9. ágúst 1986. Það hefði þótt tíðindum s'æta fyrir nokkrum árum, ef 50 manna hópur hefði farið héðan frá einu bezta laxveiðilandi álf unnar til Grænlands til að veiða lax, en nú birtast um það aðeins litlar hógværar fréttir í blöðun um. Svo mjög hefur leiga lax ánna hækkað hér á Iandi, að það er ódýrara að fara til Grænlands til aö veiða, og er þá allt innifaliö, gisting, matur og flugferðir. Veiðiferð til Grænlands Nokkrir veiðimenn sóla sig áður en lagt er í velöiferð. Frá vinstri: Þórhallur Arason, Einar Ólafs- son og Gunnar Gunnarsson. Þegar hópurinn var að fara frá Grænlandi, kom annar hópur meö fiugvél F. í. Hér mætast menn úr báðum hópunum. Frá vínstri Þorgils Ingvarsson, Einar Ásmundsson og frú Halidóra Ingvarsson. Þyrluflói (Helikopterbugten) þykir einn bezti veiðistaðurlnn. Yfir- leitt er laxinn veiddur í sjó á þessum tíma, en að þessu sinni var hann genginn meira upp í árnar en venja er. 26. júlí sl. fór 53 manna hóp ur meö flugvél Flugfélags ís- lands til Narssarssuaq á vestur- strönd Grænlands. Dvaldi hóp urinn í 6 daga við veiöar og ann að, sem menn gerðu sér til skemmtunar og kom heim að kvöldi 1. ágúst. Árangur veiðinnar var ekki eins góður og þeir bjartsýnustu höfðu gert sér vonir um, en alls fengust 283 Grænlandslax ar og sjóbleikjur, sem er um einn lax á mann á dag. Fleira er þó hægt aö gera sér til dundurs á Grænlandi, en að veiöa lax. Vestribyggð er skamman spöl frá hótelinu í Narssarssuaq (Hotel Arcticl og skoðuðu flestir rústimar af íbúð arhúsum og kirkju norrænna manna i Eiriksfirði. Veöriö er oft mjög gott við Narssarssuaq á sumrin, enda er staðurinn töluvert sunnar á jörð inni en Reykjavík. Daginn áður en hópurinn fór heim var 27 stiga hiti í forsælu og var því tilvalið fyrir sóldýrkendur aö fá sér sólbaö. Áður en haldlð var heim hafði helmingurinn af hópnum tryggt sér pláss í samskonar ferö, sem verður farin á sama tíma aö ári. Á leiöinni heim í flugvélinni voru afhent veiöiverðlaun. Fékk Kristleifur Jónsson fyrstu verðiaun fyrir stærsta laxlnn, sem var rúmlega 11 pund. önnur verðlaun fékk Jón as Halldórsson (8 pund) og þriðju verölaun Baldur Jónsson (7 pund). Flestir laxanna voru 3-6 pund. Grænlenzki laxinn er af annarri tegund en sá ísienzki. Likist hann mest íslenzkum sjó birtingi, en er melra silfraöur, jafnvel meira silfraður en ís- lenzki laxinn. Grænlenzkar starfsstúlkur á Hotei Arctics. Veiðin sett í flugvélina áður en lagt er af stað heimleiöis. / Fararstjórarnir í ferðinni. Frá vinstri: Haukur Hauksson, Sigurjón Jónsson, Birgir Þorgilsson og Þorsteinn Jónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.