Vísir - 26.08.1966, Blaðsíða 1
!v ' - :
Fumli i Loftleiðamálinu
■
psfgt ' f; . -''í!''
I sýningarhöllinni í Laugardalnum var í morgun verið að koma fyrir framleiðsluvörum Héðins h,f.
Miklar tilfæringar þurfti við að koma vélunum upp á pallinn vegna þyngdar þeirra.
undirbúin §
— Lifið inn í Sýningarhöllina í
Laugardalnum í morgun
Langflestir básanna í sýningar-
höllinni í Laugardalnum voru enn
auðir, þegar tíðindamaður blaðsins
leit þar við í morgun. Liggur samt
í loftinu að mikið muni vera þar
um að vera áður en langt um líður
Iðnsýninguna má vafalítið telja
með merkustu viðburöum í
haust, en þann 30. ágúst fyllast all-
ir gangar af forvitnum áhorfendum
sem komnir eru til að kynna sér
framleiðsluvörur hinna 140 fram-
leiðenda, sem kynna vörur sínar á
sýningunni.
Heyrzt hefur að margir framleið-
endanna muni geyma fram á slð-
ustu stundu að koma sýnishomum
framleiðslunnar fyrir — ekki sizt
vegna keppinautanna, nýjungarnar
eiga að koma á óvart.
Síðustu dagana verður því mikiö
um að vera hjá framleiðendum og
þeim aðilum, auglýsingateiknurum
og útstillingarmönnum, sem sjá um
skreytingu básanna og útstillingu
á vörunum.
Iðnsýningin 1966 verður á þrem
hæðum í sýningarhöllinni. Þegar
komið var inn blasti við bás Vél-
smiðjunnar Héðins h.f. og var verið
að koma fyrir þungavélum, sem eru
m.a. framleiðslúvara fyrirtækisins.
Jón Oddsson verkstjóri var þama
staddur til þess að fylgjast með
framkvæmdum og sagði hann' tíð-
indamanni að á sýningunni yrðu
sýndar frá Héðni ein stimpilfrysti-
vél auk spjaldþjöppu ög.8 tónna.tog
vinda í síldarbáta. Ennfremur ís-
vél, sem öll frystihúsin eru nú kom-
in með og sumir bátar. ,,Við erum
búnir að selja tvær ísvélar til Nor-
egs“ sagði Jón ,og er það eina fram
leiðsluvara okkar sem hefur verið
flutt út. Auk þessara véla verðum
við með smáhluti á sýningunni eins
og lyftara, dælur og ventla. í höf-
uðdráttum veröur sýningarbásinn
okkar tilb. á morgun en auðvitað
verður unnið við hann allt fram á
síðustu stundu,“ sagði Jón að lok-
um.
Á miðvikudaginn var Þjóö-
leikhúsinu lokað með innsigli
Tollstjóraembættisins, vegna
vangreiðslu á söluskatti. Sumar-
leyfl hafa veriö í Þjóðleikhúsinu
að undanförau, þjóðleikhússtjóri
fjarstaddur og skrifstofa leik-
hússins lokuö.
Uppi varð vitaskuld fótur og
fit er fréttist um innsiglun leik-
hússins. í morgun greiddi Þjóð
leikhúsið tilskilinn söluskatt og
hefur því innsiglið verið rofið
af 4ynim þess. Þess má geta hér
aö hluti af tekjum Þjóðleikhúss-
ins er skemmtanaskattur, sem
Tollstjóraembættið innheimtir
fyrir leikhúsið. Taldi Þjóðleikh.
sig ekki hafa fengið full skil á
skemmtanaskattinum frá Toll-
stjóra og grelddi því ekki sölu-
skattinn, svo sem áður cr greint
En nú hefur botn fengizt í málið
á fyrrgreindan hátt og ugglaust
hreppir leikhúsið skemmtana-
skattinn á móti úr hnefa toll-
stjóra.
Stöðumælusektitt
verður nú 50 kr.
Þrír stödumælaverðir ráðnir
I dag taka til starfa 3 eftirlits-
menn með stööumælum í Reykja-
vík og hafa þeir hlotið starfsheit-
ið „stöðumælaverðir". Ef ökumað-
ur lætur bifreið sína standa lengur
við stööumæli, en leyfilegt er, verð
ur honum gefinn kostur á að
greiða aukaleigugjald kr. 50.00 til
stöðumælasjóðs. Gjald þetta kem-
ur í stað 20.00 kr. stöðumælasektar
sem áður var, og þarf ökumaöur-
inn sjálfur ekki að greiða gjaldið
heldur getur hann sent með það.
Ef gjaldið verður ekki greitt inn-
an viku verður kæra send saka-
dómi.
Nýlega hafa verið settir upp ný-
ir stöðumælar á Laugavegi að
Snorrabraut og á næstunni verða
settir upp nýir stöðumælar á Hverf
is götu að Klapparstíg. Á báðum
þessum stöðum hækkar stöðumæla
gjaldið úr 1 kr. í 2 kr. fyrir hverjar
byrjaðar 15. mín. Mælarnir eru
eingöngu gerðir fyrir 2ja krónu
penine.
um. Á fundinum í gær geröu
aðilar grein fyrir skoðunum sín
um og leitað var umsagnar
Kristjáns Guðlaugssonar hrl.,
formanns stjórnar Loftleiða er
situr fundinn sem áheymarfull-
trúi.
SAS krefst þess sem kunn-
ugt er að Loftleiðum verði ekki
veitt betri samkeppnisaðstaða
við félagið á Norðurlöndum.
Mun SAS leggja áherzlu á að
Loftleiðir fái ekki að nota hinar
nýju vélar sínar nema með
ströngum skilyrðum, svo sem
þeim að þeir megi ekki taka
farþega á Norðurlöndunum
nema í 50% af sætarými vél-
anna, að mismunur fargjalds
Loftleiða og jSAS verði ekki
nema 4%, í stað allt að 15%
nú, og að Loftleiðir fækki þá
lendingum sínum á Noröurlönd
um. Öll þessi atriði munu hafa
verið rædd á fundinum í gær
og verða einnig rædd í dag. Er
enn of snemmt að spá hver nið
urstaðan verður.
Annar fundur hugsanlegur
lýkur
/ dug
Fundi flugmálayfirvalda ís-
lands og Norðurlanda í Kaup-
mannahöfn um lendingarleyfi
Loftleiða mun ljúka í kvöld.
Búizt var við því í morgun að
tilkynning yrði þá gefin út til
blaöa um árangur fundarins.
Málsvari íslands á fundinum er
Gunnar Thoroddsen sendiherra
í Kaupinannahöfn, en Norður-
landanna Hans Kiiehne skrif-
stofustjóri í danska stjórnar-
ráðinu.
Ekki er talið víst að endan-
leg niðurstaða fáist á þessum
lundi, og getur veriö að boðaö
verði þá til annars fundar til
þess að fjalla um umsókn Loft-
leiða um lendingarleyfi Rolls
Royce vélanna á Norðurlönd-
56. árg. — Föstudagur 26. ágúst 1966. — 193. tbl.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
OPNAR AFTUR!
BLADID í DAG
FJ0LB YLISHUSALOÐUM UT-
HLUTAÐ / F0SSV0GI
— Lóðum undir 7-800 ibúðir i Fossvogi og
Breiðholti úthlutað i næsta mánuði
Sl. þriöjudag samþykkti borgar-
ráð á fundi sínum tillögur lóða-
nefndar varðandi lóðaúthlutanir i
efsta hluta Fossvogssvæðisins. Er
hér um fjölbýlishús að ræða. Sam-
tals var úthlutað 205 íbúðum til
einstakllnga, en að auki var úthlut-
aö íbúöum til Byggingasamvinnu-
félags verkamanna og sjómanna,
Byggingasamvinnufélags vélstjóra
og Byggingafélags verkamanna,
Stórholti 16. Framkvæmdir við
ræsi o.fl. eru þegar hafnar á þess
um staö.
Að því er Helgi V. Jónsson, skrif
stofustjóri borgarverkfræöings
tjáði Vísi í morgun, er enn eftir
að úthluta nokkrum íbúðum í Foss-
vogshverfinu. Eru það að líkindum
um 100 Ibúðir, sem þar er um að
ræða. Þá sagöi Helgi einnig, að enn
væri eftir að úthluta íbúðum' í öll-
um blokkunum í Breiöholtshverfinu
og taldi líklegt að fjöldi þeirra væri
um 6-700. Sagði Helgi að úthlutan-
ir þessar yrðu gerðar í næsta mán
uði og þá yröi úthlutað þeim lóð-
um, sem eftir er að úthluta, bæði
í Breiðholtshverfinu og Fossvogin-
um.
Á fyrrgreindum fundi borgarráðs
var einnig úthlutað 5 lóðum fyrir
raöhús I Eossvogi og Breiðholts-
hverfi og að auki voru samþykktar
írmcap tilfoprclnr á 1íSAarr<5ttindlini.