Vísir - 26.08.1966, Blaðsíða 2
Oft er barizt hart í 1. deild og hér sést Guðjón Guðmundsson frá Akranesi í leik gegn Bergsvelni Al-
fonssyni, Val, en milli þeirra er Sigurjðn Gíslason, Val.
Hver sigrar í 1. deiU?
Fimm lið eiga enn möguleika, þegar aðeins 4 leikir af 30 eru eftir
Senn lýkur leikjunum t 1.
deild, Enn eitt árið hefur spenn-
ingur verið mikill um hver yrði
sigurvegarinn. 1 dag geta 5 af
6 liðum í 1. deild gert sér vonir
um að hreppa fslandsbikarinn,
aðeins Þróttur getur ekki alið
neinar slikar vonir. Eftir að
vinna Reykjavíkurbikarinn hafa
liðsmenn ekki getað sýnt það
sem af þeim var vænzt, en þeir
eiga þó von um að halda áfram
1. deildar veru sinni en hún er
undir þvl komin að þeir vinni
báða sína leiki í 1. deild gegn
Val og KR, en Akranes tapi
gegn Keflavík og Akureyri.
En snúum okkur að þessum
„flata“ toppi í 1. deild. Þar eru
Valsmenn efstir með II stig,
Keflv. næstir með 10 stig og
Akureyringar með 9 stig. Þessi
þrjú verða að teljast með mesta
möguleikana eins og er, ekki
sízt Akureyri með heimaleik
gegn Val um næstu helgi og leik
á Akranesi, gegn heldur slöppu
liði Skagamanna.
Akurnesingar hafa brugðizt í
sumar og virðast ekki til stór-
ræða líklegir, — og þó, það lif-
ir lengi í gömlum glæðum, og
vinni Akranes Keflavík á sunnu
daginn á Njarðvíkurvellinum
aukast möguleikamir að mun, en
vart verður hægt að vera svo
bjartsýnn að Akranes né heldur
KR, blandi sér inn í „topp“-
stríðið að þessu sinni.
Akureyringar eiga um næstu
helgi möguleika á að ná toppn-
um með 11 stig ásamt Val, en
þessi lið leika á Akureyri og i
Keflavík leikur heimaliðið við
Akumesinga. Vinni Keflavík
þennan leik og Akureyringar
sinn leik, hafa Keflvíkingar náð
forystunni í deildinni með 12
stig gegn 11 stigum Vals og
Akureyringa.
Eftir verða þá þessir leikir:
KR—Þróttur sunnudag eða
mánudag.
Valur—Þróttur óákveðið.
Akranes—Akureyri 4. sept.
KR—Keflavík 11. sept.
í ár er 1. deildin jafnvel enn
meiri heilabrot en nokkru sinni
fyrr, — gjörið þið svo vel,
reynið að finna sigurvegarann,
og munið að öll 1. deildarliðin,
utan eitt, geta orðið sigurvegari.
Frá golfmónnum i ReykjavTk:
Vann olíubikarinn í
2. sinn á 3 árum
Fyrir skömmu var háð á Graf-
arholtsvelli „unglingakeppni“, að
vísu afar fámenn, en mjög sæmi-
legur árangur náðist. Leiknar voru
18 holur með forgjöf. Unglingamir
6, sem tóku þátt í þessari keppni
eru allir synir kylfinga í G.R. nema
einn, Ólafur J. Skúlason frá Laxa-
lóni, sem starfað hefur hjá klúbbn-
um nú í sumar og sýnt lofsverðar
framfarir í golfleik sínum. Hinir
voru Elías Kárason, Eyjólfur Jó-
hannsson, Hans ísebarn, hinn ný-
bakaði unglingameistari íslands,
Jónatan Ólafsson og Markús Jó-
hannsson. Ágætis veður var þenn-
an laugardag, þ. 6. ágúst, enda léku
strákarnir næstum allir í sam-
i ræmi við forgjöf sína. G. R. vill
brýna fyrir unglingum, sem hug
hafa á að hefja golfleik, að i félag-
inu er starfandi sérstök unglinga-
deild undir ötulli fomstu Vil-
hjálms Hjálmarssonar, arkitekts.
Úrslit í þessari keppni urðu þau
að Markús Jóhannsson sigraði
glæsilega á 59 höggum nettó (að
I frádreginni forgjöf). Heildarárang-
ur var, sem hér segir:
Með forgjöf:
í 1. Márkús Jóhannsson 88—29=
59 högg.
2. Ólafur J. Skúlason 102—36 =
66 högg.
3. Jónatan Ólafsson 92—26=66
högg.
Án forgjafar:
1 Hans ísebarn 84 högg.
2. Markús Jóhannsson 88 högg.
; 3. Eyjólfur Jóhannsson 89 högg.
Sigur Markúsar i keppninni nú
var annar sigur hans á tæpum
mánuði. Er slíkt vel af sér vikiö
af svo ungum manni.
OLÍUBIKARINN
30. júlí til 6. ágúst.
Keppnin hófst með „undirbún-
ingskeppni", þ. 30. júlf, sem er
úrtökumót fyrir sjálfa aðalkeppn-1
ina, sem er útsláttar-holukeppni.
Þátttakendur voru 35. Ágætis
veður og góð leikskilyrði stuðluðu
mjög að þeim góða árangri, sem
náðist þennan dag. Fjölmargir
léku undir forgjöf sinni og sýndu
lofsverða framför. Undirbúnings-
keppnin er með forgjöf og vakti
það athygii að nokkrir hinna
sterkustu kylfinga klúbbsins
skyldu ekki verða meðal þeirra
16, sem komust áfram í aðalkeppn
ina. Orslit urðu:
Með forgjöf (18 holur):
1. Vilhjálmur Ólafsson 94—36 =
58 högg.
2. Hilmar Pietsch 88—29=59
högg.
3. Helgi Eiríksson 92—22 = 60
högg.
4. Kári Elíasson 80—19 = 61 högg.
5. Ólafur Hafberg 83—18=65 högg
Án forgjafar:
1. Kári Elíasson 80 högg.
2. Óttar Yngvason 82 högg.
3. Helgi Eiríksson 82 högg.
4. Ólafur Hafberg 83 högg.
5. Jóhann Eyjólfsson 84 högg.
Holukeppnin stóð svo alla næstu
viku, unz tveir stóðu eftir, þeir
Viðar Þorsteinsson og Kári Elías-
son. Kepptu þeir síðan til úrslita
laugard. 6. ágúst. Lauk þeirri við-
ureign með öruggum sigri Viðars,
sem er sterkur „holukeppnismað-
ur“, og vann hann bikarinn nú í
annað sinn á síðastliðnum 3 árum.
FELAGSUF
Ferðafélag íslands ráðgerir eftir-
taldar ferðir um næstu helgi:
1. Hvítámes - Kerlingarfjöll -
Hveravellir. Farið kl. 20 á
föstudagskvöld.
2. Þórsmörk.
3. Hlöðuvellir. Farið kl. 14 á
laugardag.
4. Skorradalur.
5. Gönguferð á Laugardalsfjöll.
Þessar 2 feröir hefjast kl. 9 V2
á sunnudagsmorgun, frá Aust
urvelli.
Allar nánari upplýsingar svo og
j farmiðasala á skrifstofu félagsins.
I Öldugötu 3, símar 19533—11798.
Flugfélags-
menn í
knottspyrnu
Það hefur verið sagt aö fþrótt
ir séu fyrst og fremst eign al-
mennings, ekki afreksmannsins,
eins og menn kynnu að ætla,
því venjulega em iþróttafregnir
blaðanna einungis um þessa
svokölluðu afreksmenn. 1 gær
skýrðum við frá harðsnúnum
hópi knattspymumanna frá
Flugfélagi Islands og f dag birt-
um við mynd af hópnum, sem
eiginlega átti að birtast f gær.
Lengst til hægri á myndinni
er Gunnar Pétursson, þjálfari
piltanna, og hefur hamv í noKS.
ur ár starfað með þeim og náð
góðum árangri. (Ljósmynd:
Bjamleifur Bjamleifsson).