Vísir - 26.08.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 26.08.1966, Blaðsíða 3
V í S IR . Föstudagur 26. ágúst 1966. „Gorch Fock" í heimsókn Þýzka skólaskipið „Gorch Fock“ kom í heimsókn hingað til Reykjavíkur í gær. Þetta mvndaði skipið, hátt og lágt, náði blaðamaður snöggvast tali af einum skipsmanna Ob- glæsilcga þýzka seglskip hefur komið hingað í heimsókn áður. Kom það fyrst til Reykjavík- ur 1962, síðan til Akureyrar og Hafnarfjarðar á næstu tveimur árum, en kemur nú hingað til Reykjavíkur í annað sinn. Þá er einnig á áætlun skipsins í þetta sinn, að heimsækja ísa- fjörð, og stendur sú heimsókn í sambandi við 100 ára afmæli kaupstáðarins. Blaðamaður og Ijósmyndari Vísis fengu í gær leyfi til að fara um borð í þetta fallega skip, þar sem það liggur við Ægis- garð. Á meðan ljósmyndarinn ermaal (Iiðþjálfi) Wolfgang Paul, en hann var á vakt á þilfari skipsins. Hann tjáði blaðamanni að flestir eða allir skipsmenn- imir á „Gorch Fock“ væru frá Kiel, en Kiel er heimahöfn skipsins. Eins og í öörum lönd- um, þar sem herskylda er, verða allir karlmenn að fara í herinn, er þeir hafa náð 18 ára aldri, og vera í honum minnst 18 mánuði. Þó mun vera einhver undantekning frá þessu, svo sem veikindi og s^rstakar aðrar á- stæður. Er herskyldunni er lok- ið, er þeim að sjálfsögðu í sjálfs vald sett hvort þeir vilja vera áfram í hernum. I stefni skipsins er laglega útskorinn fugl. Möstur seglskipsins ber við himin. Framlag ísiendinga til siglinga- listarinnar er í forgrunni. Obermaal Wolfgang Paul við skipsbjölluna Obermaal Wolfgang Paul sagði einnig, að skipið væri að koma frá Hollandi, og er það hefði lokið við heimsókn sína tii ísa- fjarðar, myndi það sigla norður fyrir iand, síðan til Stafangurs í Noregi, en þangað kæmi skip- ið í heimsókn, eins og það væri í hér í Reykjavík. Hann sagði, að þeir hefðu siglt fram hjá Surtsey, og séð gosið í henni, og hefði það vakið mikla at- hygli, og myndavélar hefðu hvar vetna verið á lofti á skipinu. Hann sagði, að hann hefði kom- ið einu sinni áður til íslands, honum fyndist gaman aö koma hingað, fólkið væri vingjarniegt en þeir hefðu þó .getað verið heppnari með veður hér í höf- uðborginni. „Gorch Fock“ er skólaskip, þar sem liðsforingjaefni í þýzka sjóhernum fá þjálfun. Skipið fer víða um heim, og er nokkurs konar fulltrúi Þýzkalands við ýmiss konar tækifæri. Er skipið hefur lokið við heimsóknina til Stafangurs, fer það til Kiel, en síðan er á áætluninni að fara til N-Afríku eða Brasilíu, eftir mán aðardvöl í heimahöfn. Sagði Wolfgang Paul að lokum, að það væri mjög ánægjulegt að vera í sjóhernum, hann hefði verið þar í sex ár, þar af rúm 3 ár á „Gorch Fock“. „Gorch Fock“ er 1870 brúttó lestir að stærð og mjög renni- legt, enda gengur skipið allt að 16 sjómílur á klukkustund. Það heitir eftir hinum fræga þýzka rithöfundi Rudolf Kinau, en hann skrifaði ávallt undir rit- höfundamafninu „Gorch Fock“. Ljósmyndarinn brá sér upp í eitt mastrið og tók þes sa sérkennilegu mynd þaðan. (Allar myndimar á síðunni tók Ijósm. Vísis Bragi Guðmundsson). 3 s

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.