Vísir - 26.08.1966, Síða 8
8
VÍSIR. Föstudagur 26. ágúst 1866.
VÍSIR
Dtgefandi: BlaOaOtgáfan VISIR
Ritstjöri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarrltstjðrl: Axel Thorsteinson
Fréttastjðri: Jðnas Kristjánsson
Auglýsingastj.: Halldðr Jðnsson
Auglýsingar: Þinghoitsstræti 1
Afgreiðsla: Töngötu 7
Rltstjðrn: Laugavegi 178. Siml 11660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
SAS og nortæn samvinna
Einn þátturinn í hinni miklu atvinnuuppbyggingu á
þeim árum sem viðreisnarstjómin hefur verið við völd
er endurnýjun millilandaflugflotans. í gær hófst fund
ur íslenzku og skandinavisku loftferðayfirvaldanna
um það hvort Loftleiðum verður leyft að nota hinar
nýju og glæsilegu vélar sínar á leiðinni til Norður
landa. Er það vissulega nokkur kaldhæðni í ljósi nor
rænnar samvinnu, að félaginu skuli hingað til hafa
verið meinað að nota þessa farkosti á sama tíma sem
norræn þing gera sífellt samþykktir um nauðsyn
meiri samgangna og kynna milli Norðurlandaþjóð-
anna. Afstaða ríkissamsteypunnar SAS í þessu máli
er vel kunn. Hún leitast við að beita Loftleiðir sömu
tökum og önnur flugfélög Norðurlanda, hindra þá í
að fá lendingarleyfi og frysta félagið þannig út af nor
ræna markaðinum að svo miklu leyti sem unnt er.
Hins vegar bjóða Loftleiðir Norðurlandabúum upp á
flugkjör sem eru miklum mun hagstæðari en SAS
býður, verulega lægri fargjöld til Bandaríkjanna. Þar
sannast kostir frjálsrar samkeppni og einstaklings-
framtaksins á eftirminnilegan hátt, þeir kostir sem
forystumenn SAS reyna nú að rýra eftir megni og
hindra þegna Norðurlandanna í að njóta. Dönsk blöð
hafa skýrt frá því að ekki verði staðið í vegi fyrir því
að Loftleiðir fái lendingarleyfið ef fargjaldamunur-
inn verði lækkaður niður í 4%, en hann er nú allt að
15%. Hér hlýtur afstaða Loftleiða að vera sú að ekk-
ert sé eðlilegra en SAS lækki fargjöld sín yfir Atlants
hafið í fótspor Loftleiða. Hins vegar hljóta Loftleiðir
þá að áskilja sér rétt til þess að lækka sín fargjöld
sömuleiðis, og koma enn meir til móts við óskir þeirra
Norðurlandabúa sem yfir hafið fljúga. Allir þeir
sem til málanna þekkja telja að fjarri fari því að fram
tíðarhagsmunum SAS sé ógnað þótt lendingarleyfi
fyrir hinar nýju íslenzku vélar fáist á Norðurlöndum.
Hér er fyrst og fremst um harða hagsmunabaráttu
risafyrirtækis gegn smáfélagi að ræða. En í lengstu
lög verður að vona að norræn samvinna reynist það
endingargóð og traust að ríkisstjórnir Norðurland-
anna komi til móts við eðlilegar óskir íslendinga
í þessu efni.
Blaðamannaskóli
Qft heyrist um það talað að íslenzku dagblöðunum
sé í mörgu áfátt. Situr sízt á dagblöðunum sjálfum að
bera á móti því. Ein ráðstöfun gæti hér mjög bætt úr
skák. Það er stofnun íslenzks blaðamannaskóla, þar
sem ekki sízt væri áherzla lögð á kennslu móðurmáls
ins. Alþingi samþykkti fyrir nokkrum árum þingsá-
lyktun um stofnun slíks skóla, en síðan hefur málið
iegið í þagnargildi. Það er þó brýnt nauðsynjamál og
augljóst menningarmál. Vísir skorar því á Blaða-
mannafélagið og blaðaútgefendur að hefjast handa
og leggja grundvöll slíkrar menntastofnunar íslenzkra
blaðamanna.
Bjarni Jónsson forstjóri
frá Galtafelli
Fæddur: 3. okt. 1880, dáinn: 20. ágúst 1966
) Bjami Jónsson á Galtafelli
( lézt sl. laugardag, hálf níræöur
) að aldri. Meö honum er genginn
V kunnur og mikilsvirtur borgari
) þessa bæjar, drengskapar- og
\ sæmdarmaöur. Hann var Ár-
/ nesingur að ætt og uppruna,
\ fæddur og uppalinn á
/ Galtafelli í Hreppum. Eru ættir
) hans alkunnar. Heimilið aö
ÍGaltafelli var menningarheimili
« f gömlum stíl, þar sem rækt
var lögð viö fomar dyggöir,
vinnusemi, orðheldni, grand-
varleik og þegnskap. Slík merk
) isheimili voru vissulega hinar
( traustustu uppeldisstöðvar og
) getur enginn skóli jafnazt á
\ viö þau. Foreldrar Bjama
I studdu böm sín með ráðum og
\ dáð til mennta, og hlutu þau
þaöan hiö bezta brautargengi.
I Vom þau og öll óvenju tengd
) bemskuheimili sfnu. Hafa tvö
(( systkinin frá Galtafelli, Einar
) Jónsson myndhöggvari og frú
( Guöný Jónsdóttir, lýst í prent-
/ uöu máli heimilinu og foreldrum
\ sínum af mikilli nærfærni og
/, ræktarsemi. Eru ritsmíðar þeirra
\ merkar heimildir um heimilis-
/ háttu á góöum heimilum á ofan
\ veröri 19. öld.
/ Bjami Jónsson átti langan
\ og merkan starfsferil aö baki, er
II hann lézt. Hér er ekki kostur
\ að rekja hann né æviferil hans
( til neinnar hlítar. Hugur hans
) stóö í æsku til ýmiskonar lista
( smíöi og listrænnar sköpunar.
) Honum auðnaöist aö veröa á
\ sínum tíma einn bezt menntaöi
/ húsgagnasmíöameistari þessa
\ lands. Menntaðist hann í þeirri
/ grein m.a. um þriggja ára skeið
\ í Kaupmannahöfn. StarfaÖi hann
// að þeirri iön um nokkurt ára-
\ bil og gat sér mikinn orðstír.
/ Atvik ollu því, aö hann hlaut
) að skrpta um ævistarf. Tók
( hann árið 1914 að kynna sér
) rekstur kvikmyndahúsa , sem
(í mátti telja nýjung hér á landi.
) Keypti hann Nýja Bíó áriö 1916,
fyrir réttri hálfri öld. Rak hann
, þaö einn fáein ás, en síðar i
, félagi viö Guðmund Jensson.
' Vissulega var það Bjarna ærið
áfall aö þurfa aö skipta um lífs
starf, en hann æðraðist ekki og
I tókst á við hiö nýja verkefni af
einstakri atorku og hlífði sér
hvergi. Hefir Nýja Bíó ávallt
/ verið rekið meö myndarbrag,
( svo sem alkunna er, og hefir
) það gegnt mikilsverðu hlutverki
\ í skemmtanalífi bæjarbúa. í
/ þessu efni ruddi Bjami nýjar
\ brautir og sýndi í því áræöi og
/ framkvæmdahug svo sem marg
\ oft sfðar.
I Á hinum ianga starfsferli
\ Bjama vann mikill fjöldi manna
(/ á vegum hans, og var hann á-
\ vailt vinsæll af starfsmönnum
( sínum, og þeir vora honum eink
) ar tryggir og kærir.
( Bjami Jónsson var félagsiynd
) ur maöur og vann mikiö starf í
l ýmsum félögum. Nefni ég þar
/ tii dæmis iðnaöarsamtök á árum
\ fyrr og síðar félag kvikmynda-
/| húsaeigenda og Rótaryklúbb
\ Reykjavíkur, þar sem hann var
/ mikilsvirtur og ágætur félagi í
\ um 30 ár.
/ Ævi Bjarna Jónssonar er sag-
\ an um ungan, vel gefinn og öt-
( ulan sveitapilt, sem braUzt á-
/ fram af einstakri elju og dugn-
( aði úr litlum efnum til rúmra
) fjárráða. Hann var alla ævi fá-
( gætlega vinnusamur maður, er
/ ekki féll verk úr hendi, stór-
huga og fljóthuga, hagur svo að
af bar og jafnframt listfengur,
svo sem ráða má af ýmsum
smíðagripum hans, sem eru ger
semi. Fáum mönnum hefi ég
kynnzt, sem hafði jafn næmt
auga fyrir réttum vinnubrögðum
sem hann, og hafði hann ágaSta
forsögn á verki. Listfengi Bjarna
lýsti sér ekki eingöngu í hegurð
hans og hæfileika til listrænnar
smíöi. Hann hafði og yndi af
öllu því, sem fagurt var. Þau
hjón frú Sesselja og Bjarni Jóns
son hófu snemma á búskapar-
áram sfnum að afla sér lista-
verka, og eiga þau mikið safn
af öndvegismálverkum, einkum
eftir hina eldri málara íslenzka
og raunar ýmis önnur merk
listaverk. Heimili þeirra að Lauf
ásvegi 46, sem heitið er eftir föð
urleifð Bjama, Galtafelli .er frá-
bærlega listrænt og fagurt og
ber listfengi þeirra hjóna beggja
og næmum smekk gott vitni.
Bjami Jónsson er ógleyman
legur persónuleiki öllum þeim,
er af honum höfðu kynni.
Hann var einstaklega hlýr
maöur, glaður og reifur, svo
sem Hávamál bjóöa, glettinn og
gamansamur. Áf honum geisl-
aði lífsorka og lífsgleði og fékk
elli lítt fang á honum, fyrr en síð
ustu mánuðina, er hann lifði.
Hann var öðram þræði alvöru-
maður með fastmótaða kristna
lífsskoðun og alla stund var
hann einlægur stuðningsmaður
kristni og kirkju. í honum bjó
hin milcla bjartsýni og góðgirni
margra þeirra, sem mótuðust
um aldamótin síðustu, og heið-
ríkja í viðhorfum til manna og
málefna, framfarahugur og fram
faraþor. Honum var tamt að
bregða hinu betra, en ekki hinu
verra. Lífsskoðun hans og lífs-
viðhorf voru reist á þeirri kjöl-
festu, sem lögð «'ar á bemsku-
heimili hans, og dugöi honum
vel ævilangt. Hann var sonur gró
innar sveitamenningar og sveit-
in átti ávallt í honum mikil í-
tök, þótt hann samlagaöist vel
bæjarlífi. Hann var mikill vin-
ur vina sinna, tryggur og um-
hyggjusamur vandamönnum og
vinum, frábær heimilisfaðir,
veitull og gestrisinn svo að af
bar. Minnumst við hinir
mörgu heimilisvinir þeirra frú
Sesselju og Bjama margra
góðra stunda á heimili þeirra,
þar sem húsbændur voru hrók
ar alls fagnaöar, en þau hjón
veit ég eina hina ágætustu gest-
gjafa, sem ég hef kynnzt. Minn-
ingamar eru allar bjartar og
kærar og mun ekki á þær falia.
Margir ungir menn hafa í.tt t-
hvarf hjá þeim Galtafellshjónum
lengri eða skemmri tíma, eink
um er þeir sátu á skólabekk. Um
langt árabii var a.m.k. eitt her
bergi í húsi þeirra, hinn svo-
nefndi turn, setið námsmanni, er
oftast boröaði einnig hjá þeim.
Þetta mikilsvirta liðsinni svo og
aðstoð þeirra hjóna við fjö,]-
marga aðra er geýmt f þakklát-
um hugum.
Bjarni Jónsson hvarf af leik
vangi lífsins á einum hinum
fegursta degi sumarsins, þegar
sól skein í hádegisstað. Þetta
var næsta táknrænt fyrir Bjarna
og ævi hans. Hinn varmi per-
sónuleiki hans, brosið bjarta,
handtakið hlýja, nærfærin um-
hyggja hans og órofa tryggð
var allt í ætt við heiðríkan him
in og bjarta sumarsól.
Ég átti því láni að fagna aö
kynnast Bjarna Jónssyni náið
um áratuga skeið og eignast vin
áttu hans. Hans mun ég minn-
ast, er ég heyri góðra manna
getið. Ég sendi frú Sesselju og
börnum þeirra, frú Guönýju
Framh. á bls. 6