Vísir - 26.08.1966, Page 15

Vísir - 26.08.1966, Page 15
f V-i R. Fðstnðagur 26. ágúst 1966. I —— ................................II IIIIIIMII Þegar þau komu inn í veitinga- salinn stóð glas meö orkídeum á borðinu, sem hafði verið tekið frá handa þeim. Blómunum fylgdi spjald frá Philip, — til Venetiu. Venetia laut fram og snerti við blómunum. — Hann hefur líklega heyrt föður sinn segja, að ég vildi alltaf hafa orkídeur á borðinu, þeg- ar ég át miödegisverð héma. Og það mundi hann! Hún sneri sér að Leonie. — Hann getur því miður ekki komið í kvöld. Claire er lasin, en hann hringdi til mín rétt áður en við fórum, og sagð ist ætla að koma með hana í Heron House f kvöld. Leonie svaraði ekki. Við og við, þegar vonin gat ekki hrapað lægra, var henni ómögulegt að koma upp orði. — Vesalings Claire, sagði Hilda. — Það er líklega vondi fóturinn, sem er að kvelja hana. — Nei, nei, sagði Venetia. — Hún heldur að það hafi slegið að sér. Hvar er þjónninn? Hvar er matseðilinn? Hún leit vig og sá að þjónninn stóð við hliðina á henni og beið. — Ó! Hún leit á unga manninn, sem lagði matseðilinn á borðið fyr- ir framan hana. — Þér eruð svo ungur aö þér munið ekki eftir mér! Ég kom hingað oft fyrir mörgum ámm. Við héldum stórveizlur f þá daga og vorum samkvæmisklædd — galla-klædd. Maður sér lítið af slfku núna. Það er horfið fyrir löngu. Ungi þjónninn svaraði þessu hæ- versklega og Venetia ákvað matinn. Hún lék á alls oddi og vildi að gest imir væru í góðu skapi. Julian reyndi það eftir megni en Hilda var auðsjáanlega hálf súr. Hún vildi ekki horfa beint á Leonie, og þeg- ar hinir gestimir skáluðu fyrir henni og óskuðu henni til hamingju góndi hún ofan í glasið sitt og sagði ekki neitt. Meðan þau vom að drekka kaff- ið fór hljómsveitin að spila lag eftir Schubert. Venetia leit upp og augun ljóm- uðu. — Þetta lag leika þeir sér- staklega fyrir mig. Sjáið þið — þeir horfa hingað og brosa! Sumir muna þó eftir mér ennþá. Ein- hverjir muna uppáhaldslagið mitt. Ég elska Schubert! Hún rétti úr sér i stólnum og raulaði með hljómsveitinni. Þegar hljómsveitin þagnaði komu maður og kona að borðinu til hennar. — Þú sérð að ég hef ekki gleymt uppáhaldslögunum þfnum, sagði karlmannsrödd. Venetia leit upp. — Brad Lewis! hrópaði hún. — Alveg rétt. Ég kem beina leið frá Virginia. — Og Mamie! hrópaöi Venetia. Hún brostl til litlu ljóshærðu kon- unnar með minka-herðaskjólið, sem ?tóð við hliðina á manninum. — Ég hef hvomgt ykkar séð í mörg herrans ár. — í tvö ár, sagði Brad Lewis. Hann var hár og herðabreiöur, grá- hæröur og með gleraugu, stór eins og ugluglymur. Venetia hugsaði sig um. — Já, nú man ég það. Við hittumst í móttökuveizlunni, sem Julier Pope var haldin í New York. Við vorum að sjá hana í kvöld f nýja leik- ritinu, sem var verið að fmmsýna í Skeltonleikhúsinu. Bamabamið mitt — Venetia benti á Leonie — Ieikur líka í þessu leikriti. Venetia kynnti gestina. Brad hafði einu sinni verið kunnur leik- ari á Broadway. — Við Mamie höfum verið á ferðalagi um Evrópu, sagði hann. — Viö fömm á hverju ári og verð- um aldrei leið á gömlu stöðunum — París, Róm, Venezia og Lond- on. Annars sá ég þig í fyrra, bætti hann við. — Þú sást mig ekki en ég sá þig, á bryggjunni við bílferjuna. Við vomm að koma frá Riveranum, og bínum þínum var ekið um borð rétt á undan okkar bíl. Þetta virtist koma flatí upp á j Venetiu. — Jæja, ég á þá ein- j hvem tvífara! sagði hún. — Ég | veit ekki hvort ég á að vera upp j með mér af þvf eða ekki. — Ég er viss um að þetta varst j I hú, sagði Brad. — Ég þekkti Jul- j i ian líka. Þetta var f april í fyrra ... j • — Þér skjátlast algjörlega. sagði j j Venetia. — Við komum ekki hing- að fyrr en fyrir þremur mánuðum. Maðurinn minn dó skömmu eftir að ég sá þig síðast, og þá fór mig að langa til Engiands. — Ó, en... Brad þagnaði og virtist hissa. — Jæja, ég er farinn að tapa sjón. Þið eigið kannski tvífara, bæði tvö. Hann leit á Hildu. — ÖIl þrjú, meina ég. Leonie heyrðj að Hilda andaöi djúpt, og sá að hún rétti úr»sér í sætinu og stokkroðnaði. Hún horfði á Brad Lewis eins og hann væri sjálfur djöfullinn. Hún var lafhrædd ... Julian kveikti í vindlingi. Hann var ekki skjálfhentur, en það sást á kippunum í munnvikunum að honum var órótt. Þegar amerísku hjónin voru far- in, komst Venetia í essið sitt aft- ur, og þaö var helzt á henni að sjá, að hún hefði haft gaman af þessu atviki. — Ég hefði eiginlega átt að bjóða þeim heim í Heron House, sagði hún. — Mikill klaufi var ég að hugsa ekki út í það. Jæja, ég get gert það síðar, ef við hittumst aftur. Julian reykti í ákafa án þess að segja orð. Hilda sat og neri hendumar í keltunni og horfði á Venetiu. — Julian! sagði Venetia allt í einu. — Mig langar í koníak. — Já. Hann benti á þjóninn. Hilda sagðist vilja glas líka. Leonie afþakkaði. Meðan Leonie sat þama og horfði á þau datt henni allt í einu í hug: Fyrir einu ári — kvöld í aprfl — hafði Marcus ver- ið myrtur ... JULIAN ER KLAUFI. Þau fóru úr gildaskálanum skömmu síðar. Julian stýrði bíl Venetiu og hélt áleiðis heim til Leonie, því aö þar átti að skilja hana eftir í leiðinni. Venetia hafði verið þögul um stund. Þau sveigðu inn á torgið sem Leonie átti heima við, en um leið varp Venetia öndinni. Höfuð- ið hneig niður á bringu og hún þrýsti annarri hendinni að hjarta- stað. Leonie, sem sat hjá henni i aft- ursætinu, tók fyrst eftir þessu — Julian! Hún amma er veik. Julian renndi bílnum upp að j gangstéttinni, stöðvaöi hann og j fór út og opnaöi aftari dyrnar. - I Hvar er taskan hennar? Hann fálm | aði eftir henni, hún hafði dottið ! á gólfið, tók úr henni glas með j töflum, skrúfaði lokið af og hristi fram tvær töflur. — Hérna, Ven- etia. Taktu þetta! Leonie hélt utan um ömmu sína og reyndi að lyfta höfðinu á henni. Hilda hafði snúið sér og lá á hnjánum f framsætinu. — Julian flýttu þér! sagöi hún eins og hræddur krakki. En hann var skiálfhentur þeg- ar hann var að koma töflunni ofan í Venetiu, og önnur þeirra datt á gólfið. — Láttu mig gera þetta! Leonie tók hina töfluna og gaf Venetiu. Julian hristi aðra töflu úr glas- inu og Venetia átti verra með að koma henni niður, vatnslaust, en það tókst þó aö lokum. Hún lá út af og dæsti svolitla stund, en and- þrengslin voru horfin. Loks varp hún öndinni og sagði: — Nú er ég búin að jafna mig ... Leonie leit á Julian og hann kinkaði kolli. — Hún hefur fengið þessi köst áður. Það er væg teg- und af andateppu. Hún er farin að eldast... — Þið megið ekki tala um mig eins og ég væri fjarverandi, sagöi Venetia snefsin. Það var auðheyrt aö hún var komin í samt lag. Julian lagði glasiö meö töflun- um á sinn stað og settist við stýrið aftur. — Við skulum staldra nokkrar minútur hérna, sagði hann. Þau sátu þegjandi. Hilda var alltaf að Ifta um öxl sér á Venetiu, sem hafði lagt augun aftur. Le- onie hélt utan um ömmu sína og horfði á Ijósa kollinn á Julian. Hún var hissa. Hún hafði séð hann þeg- ar hann var að smíða brúðuleik- sviðið sitt og tekið eftir hve fingra fimur hann var þá — en samt gat hann ekki gefið veikri konu töflu án þess að láta sér fipast Þvottahúsið LIN auglýsir Viljum taka að okkur þvott á alls konar stærri þvotti, svo sem dúkum, handklæðum, þurrkum, sloppum o.fl. Erum í nýju húsnæði með mjög góðum vélum í Ár- múla 20. Sækjum og sendum þriðjudaga og föstudaga. Reynið viðskiptin og hringið í síma 34442. ÞVOTTAHÚSIÐ LÍN H.F. Ármúla 20. Handsetjari óskast nú þegar. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN, Spítalastíg 10. T A R Z A II Heyrið þiö ... Hvað er þetta? Innrás frá Mars? Komdu Peter, þaö er þyrla frá Mom- buzzi. . .þeir fengu skilaboöin mfn um Ito. Yeats hershöfðingi, þaö er gaman að sjá þig aftur ... ég vona aö Naomi líði vel. Hún hefur það svo sannarlega ágætt, Tarzan, sér staklega eftir aö Ito fannst. Það lítur út fyrir að þeir hafi komið eftir mér krakkar. Jæja við látum þá ekki taka þig. og tapa niður dýrmætum mfn- útum, sem gátu kostaö manneskju lífið. Venetia bærði á sér og settist nú upp. — Ég er orðin góð aftur, sagði hún. — Það hlýtur að hafa verið stemningin, sem ég var í — börn og gamalt fólk er svona. Bömin verða veik og gamla fólkið bilar fyrir hjartanu. Hún studdi hendinni á handlegg Leonie. — Komdu með okkur til Richmond í kvöld, góða! Þú mátt ekki flýja okkur... — En amma ... — Nú er tveim fyrstu sýning- unum lokiö hjá þér í leikhúsinu. Þú ert orðin örugg í hlutverkinu, svo að þú hefur ehga afsökun fyr- ir að halda þig heima. — Ég vildi helzt vera út af fyrir mig í nokkra daga enn ... — Og ég vil helzt sjá þig sem oftast — svo lengi sem ég get... Ég er komin rétt yfir áttrætt, og sá dagur kemur að engar töflur geta bjargað mér. IFRAMKÖLLUN KOPIERING STÆKKUN CEVAFOTO LÆKJARTORCl .A METZELER hjóibarðamir, eru sterkir og mjúkir, enda vestur-þýzk gæðavara. Barðinn hf., Ármúla 7 — Sími 30501 Hjólbarða- og bcnzínsals« v/Vitatorg — Sími 23900 Almenna verzlunarfélagið h.f. Skipholti 15 — Sfmi 10199 it

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.