Vísir - 29.08.1966, Blaðsíða 16
IK
Mánudagur 29. ágúst 1966.
59
togara
liátcs í júlímón.
Þrír íslenzkir togarar seldu ísfisk
erlendis í júlímánuði s.l. Það voru
Júpiter og Rööull, sem hvor um
sig seldi einu sinni, og Karlsefni,
sem seldi tvisvar sinnum. Allar
voru sölurnar í Bretlandi. Nam
heildarsalan kr. 4.918.760,— og
voru seld samtals tæp 518 tonn.
Meöalverð aflans pr. kg. var frá
7,88 kr. til kr. 11,22, en það með-
alverð pr. kg. fékk togarinn Karls-
efni í síðustu söluferð mánaðarins,
en þá seldi togarinn f Huli. Seldi
hann þá 155,7 tonn fyrir 1.635.039
kr. Heildarmeðalverð á öllum afl-
anum pr. kg. nam 9.47 kr.
Sjö íslenzkir fiskibátar iönduðu
afla sínum erlendis, samtals 169,7
iestum og fengu fyrir þann afla
samtals 2.7 milljónir króna. Meðal-
verö pr. kg. á bátafiskinum reynd-
ist mun hærra en hjá togurunum,
eða kr. 15.32 pr. kg.
■ Iðnsýningamefnd fyrir framan íþrótta- og sýningarhöllina í Lauga rdal i morgun. — Talið frá vinstri: Arinbjöm Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri sýningarinnar, Þórir Jónsson, Hafsteinn Guðmundsson, Bjarni Bjömsson, form, nefndarinnar, Davíð Sch. Thorsteinsson.
Iðnsýningm '66 opnar á morgun
Iðnsýningin 1966 opnar á
morgun í Sýningar- og íþrótta
húsinu í Laugardal. Verður sýn
ingin opnuð kl. 10 í fyrramálið
og flytur iðnaðarmálaráðherra
Jóhann Hafstein ávarp í tilefni
af opnuninni, en síðan talar
Bjami Bjömsson form. sýning-
arnefndar. Um 140 aðiiar munu
sýna vörur sínar á sýningunni
og verður sýningunni skipt niö
ur í 12 sýningardeildir.
Er blaðamaður og ijósm. Vís
is komu inn í Laugardal í morg
un var þar mikið um að vera.
Verið var aö leggja síðustu
hönd á svæöið í kringum sýning
arhöilina, verið að laga að-
keyrslubrautir að sýningarhöli-
Framh. á bls. 6.
um
og skólabyggingar
— á vegum Sambands isl. sveitarfélaga
Samband íslenzkra sveitarfélaga
efnir til þriggja daga ráðstefnu um
verklegar framkvæmdir sveitarfé-
laga dagana 31. ágúst til 2. septem
ber n.k. Ráðstefnan er undirbúin
í samráöi við menntamálaráðuneyt
ið og samgöngumáiaráðuneytið og
verður sérstök áherzla lögð á
gatnagerð og skólabyggingar.
Ráðstefnan verður sett í Tjarnar
búð í Reykjavík n.k. miðvikudag
kl. 9.30 árdegis og verður fyrsta
daginn fjailað um gatnagerð úr
varaniegu efni í kaupstöðum og
kauptúnum. Ávarp flytur Ingólfur
Jónsson, samgöngumáiaráðherra
en framsöguerindi flytja Sigfús
Öm Sigfússon, deildarverkfræðing-
ur, Vegagerö ríkisins, Ingi Ú.
Magnússon, gatnamáiastj. Reykja-
víkurborgar og Stefán Hermanns-
son, verkfræðingur hjá borgarverk
fræðingi, Reykjavíkurborg. Síödeg
is verður skoðuð malbikunarstöð
og pípugerð Reykjavíkurborgar og
Framl. ils <
íslenzkir læknar ræða
krabbameinsmái
Hið árlega þing samtaka
krabbameinsfélaga á Norður-
löndum „Nordisk Cancerunion“,
var haldið í Imatra í Finnlandi
13.—18. ágúst s.l.
Þessi þing eru haidin árlega,
þ. e. fimmta hvert ár í hverju
landi, þar sem formenn og rit
arar krabbameinsféiaganna,
leggja fram ársskýrslur sínar
og réikninga og bera saman
bækur sínar um hvað er efst á
baugi í hverju landi.
Formaður Krabbameinsfélags
íslands, Bjarni Bjarnason lækn
ir, og Halldóra Thoroddsen rit
ari, sátu þingið.
í sambandi við þetta þing
var haldinn fundur formanna
krabbameinsskráninganna á
Norðurlöndum. Form. krabba-
meinsskráningarinnar hér, próf.
Ólafur Bjarnason, mætti þar
fyrir íslands hönd. Einnig var
haldinn sameiginlegur fundur
Framh. á bls. 6
Amerísk hjón halda hljómleika
— á vegum Tónlistarfélagsins
Oddur Jónsson eftirlitsmaður frá Rafmagnseftirliti ríkisins að at-
huga rafmagnslínur að Laugavegi 2 í morgun.
Tónlistarfélagið byrjar starfsemi
sína á þessu hausti með þvi, að
hjón frá Bandaríkjunum halda hér
tvenna tónleika í byrjun næsta
mánaðar. Eru það sópransöngkon-
an Leona Gordon, sem er íslenzk
í báðar ættir en fædd í Bandaríkj-
unum, og maður hennar, pianóleik-
arinn Marcus Gordon.
I San Francisco hafa nokkrar ís-
lenzkar fjölskyldur valið sér bú-
setu, og gert garðinn frægan, sem
á mörgum öðrum stöðum vestan-
hafs. Má þar til nefna tvo bræður,
Ellis og Henfy Stoneson, er stóðu
fyrir miklum byggingaframkvæmd-
um, og systur þeirra, Stefaníu,
en foreldrar þeirra voru Þorsteinn
Þorsteinsson og Ingibjörg Einars-
dóttir frá Stafholti í Stafholts-
Sldur ai Laugavegi 2
—manni bjargað meðvitundarlausum úr næsta
herbergi við Jboð sem eldurinn kom upp /
Eldur kom upp í húsinu
Laugavegi 2 síðdegis á laugar-
dag. Var tilkynnt um brunann
kl. 16.16 og þegar slökkviliðið
kor.i á vettvang stóð eldurinn
upp úr þakglugga á efstu hæð-
inni;fÁ efstu hæðinni svaf mað-
ur í næsta herbergi við það þar
sem eldsupptökin eru talin hafa
verið. Náðist hann út meðvit-
undarlaus og var gefið súrefni á
leiðinni í sjúkrabílnum að Slysa-
varðstofunni. Fékk hann rænu
þegar þangað var komiö og var
síðan fluttur á Landakot.
Búið var að siökkva eld-
inn kl. 17 og höfðu þá orðið
miklar skemmdir á efstu hæð-
inni aðallega í miðju húsinu og
var eitt herbergi m. a. kolbrunn-
ið.
Reykinn lagði um allt húsið
og vatn komst alla leið niður
í kjallara og olli tjóni. Eldsupp-
tök eru ókunn.
Næsta hæð fyrir neöan þá,
sém eldurinn kom upp í stóð
auð en þar fyrir neðan var
Dömubúðin Laufið og Kjötbúð
Tómasar í kjallaranum.
Framh á bls 6
tungum. Stefanía giftist dr. Andr-
ési Oddstad, en hann var sonur
Jóns Sveinbjarnarsonar frá Odds-
stöðum í Lundarreykjadal og Guð-
nýjar Fjeldsted frá Narfeyri, en
bróðir hennar var Andrés Fjeldsted
á Hvítárvölium. Einn son áttu þau,
Andrés verkfræðing, sem varð stór
tækur í byggingariðnaði, og fjórar
dætur, sem allar voru vel mennt-
aðar og söngelskar, en hin yngsta
þeirra, Leona, iagði þó mest kapp
á að nema tónlist og söng, enda
hefur hún náð langt á þeirri braut.
Og nú heimsækir hún ættland
sitt í fyrsta sinn og máske borg-
firzkar byggðir forfeðra sinna, því
alíslenzk er hún, eins og áður er
sagt.
Hún er gift Marcus Gordon, sem
talinn er í röð fremstu pianóleik-
ara í Ameríku og hefur t. d. hlotið
mikið lof fyrir túikun sína á
franskri tónlist síðari tíma.
Frú Leona Gordon hefur vakið
aðdáun með söng sínum og túlk-
un á hinum ólíkustu viðfangsefn-
um. Hér skal þó ekki annað nefnt
úr skrifum gagnrýnenda en þessi
fáu orð úr blaðinu Daily Redlands
Facts: „Ný stjama hefur máske
fæðzt í gærkvöldi, þegar hin yndis-
lega Leona Gordon frá söngleika-
húsinu í San Francisco fór með hlut
vefk Giidu í fyrsta sinn hér“. Má
af þessu nokkuð ráða um söng
hennar.
Tónlistarfélaginu þótti vel við
eiga, að kynna hér þessa ágætu
Framh. á bls. 6.
Ásgrímssýnirtg í Kaup-
mannahöfn í haust
Snemma á þessu ári barst Ás-
grímssafni boð frá Kunstforeningen
í Kaupmannahöfn um það, að félag
ið héldi sýningu á verkum Ásgríms
Jónssonar á komandi hausti. Þótti
s.iálfsagt að þiggia þetta boð hins
mikilsvirta listafélags.
Skipuð var sýningarnefnd, og eiga
sæti í henni málararnir Jón Eng-
iiberts og Hjörleifur Sigurðsson, á-
samt forstöðukonu Ásgrímssafns,
frú Bjamveigu Bjarnadóttur.
Hefur nefndin lokiö störfupi, og
verða send úr Ásgrímssáfni til
! Danmerkur 25 olíumálverk, 40
vatnslitamyndir og 20 þjóðsagna-
teikningar. Er þetta í fyrsta sinni,
sem Ásgrímur Jónsson er kynntur
erlendis að ráði sem vatnslitamál-
ari.
Formálsorö í sýningarskrá skrif
ar prófessor Sigurður Nordal. Ljós
myndir tók Skarphéðinn Haralds-
son teiknikennari. Um þýðingu á
myndatexta sá frú Grethe Bene-
diktsson.
Mun sýningin verða opnuö í söl
um Kunstforeningen laugardaginn
15. október af sendiherra Islands í
Kaupmannahöfn, Gunnari Thor-
oddsen.