Vísir - 03.09.1966, Síða 7

Vísir - 03.09.1966, Síða 7
V Í S’I'R Laugardagur 3. septemDcr 7 ENDASKIPTI KIRKJAN ÞJÓÐIN Texti: Drottinn hefir sent orð gegn Jakob, og því lýstur niður í ísrael. I Ótæpilega kveður spámaður- inn Jesaja að framangreindum ummælum. Sennilega ^eitist mörgum næsta torvelt að skilja líkingu hans. Orði Guðs lýstur niðúf, segir spámaðurinn. Við höfum ekki vanizt þess konar hugsun. I okkar vitund hafa orö gildi vegna merkingar sinnar. Og vissulega getur rétt orð á rétt- um stað og stundu haft þau áhrif á tilheyrendur, að helzt megi líkja við sprengingu. En eigi að síöur fáum viö trauöla numiö þaö, sem fyrir Jesaja vakir. Að baki umsögn hans stendur he- breskur skilningur á innihaldi og áhrifum hins talaða orðs. Samkvæmt þeim hugmyndum býr orðið í sjálfu sér yfir virk- um mætti, sem leitar sér staöar og hefur áhrif, er ekki takmark- ast af merkingu orösins, né held- ur miðast við undirtektir tilheyr- enda eða skilning einvörðungu. í frumstæðustu mynd má finna þetta viðhorf í áhrínsorðum ýms- um, bæði blessunaróskum og böl- bænum, en það fyrirbæri getur einnig að Iíta í athæfi íslenzkra kraftaskálda fyrr á tímum. Trú ísraels lyftir þessum hug- myndum í æðra veldi. Hér er það Guö sjálfur, sem talar. Ef við flettum upp í sköpunarsögunni á fyrstu síðu Heilagrar ritningar, sjáum viö, hvernig sama stefið er sífelldlega endurtekiö: „Og Guð sagöi,“ —• „og þaö varð svo“ Meö oröl sínu einu saman skapar Guö heiminn, landið, vötnin, him- inljósin, kykvendi láðs og lagar, en loks manninn. Orð Guðs er starfrænt, virkt, hrindir í fram- kvæmd tilteknum verkefnum. Hið sama vakir fyrir Jesaja. Drottinn sendir út orð sitt, og oröið vinnur sitt verk, leiðir þjóð- ina, átelur hana, refsar henni, reisir hana við að nýju. Oröið er sent gegn lýðnum, þegar hann hefur lent á glapstigum, og orð- inu lýstur niöur. Hugmyndin er hrikalega stór. Guð er ekki heimspekilegt hug- tak, sem unnt er að telgja og fægja, unz það hentar viðkom- andi hugsuði. Hér er þaö Guð sjálfur, sem hefur frumkvæðið. Manninum er ekki ætlaö að fjalla í makindum um heimatilbúna guðsmynd. Maöurinn hefur það hlutverk eitt aö bíða eftir orði Gúðs, bíða eftir því, aö Guð láti til sín taka bíöa skjálfandi og ó- styrkur í hnjáliðunum. — Og Guð lætur til sín taka. Orði hans lýstur niður, — eins og spjóti, — eins og kjarnorkusprengju. Jörð- in gengur skykkjum undir fót- um mannsins. Fyrri grundvöllur tilveru hans hrekkur sundur og hrynur. Guö sprengir grundvöll- inn í loft upp. Guð snýr öllu viö hefur endaskipti á manninum. Síð an leggur Guö nýjan ^rundvöll, velur manninum annan stað. Og þar skal maöurinn standa. H Þessa boðun þurfum við að hafa í huga, þegar leitað skal skilnings á fyrsta kapítula Jó- hannesar guöspjalls: „í upphafi var orðið,“ stendur þar, — „og oröið var hjá Guði, og orðiö var Guö“... „Allir hlutir eru gjörðir fyrir það, og án þess varð ekkert til, sem til er orðið“ ... „Og orð- ið varð hold, og hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika". Með þessum hætti greinir Jó- hannes frá komu Krists í heim- inn. „Orðið var Guð.“ Orðið, hinn skapandi máttur, var eitt með Guði, höfuðeinkenni Guðs, skaparans. Og Guð sendi heimin- um orðiö, orðinu laust niður, og þaö endurskapaöi heiminn. I orö- inu steig Guö sjálfur ofan til jarð- arinnar og gjörðist maður. Jesús Kristur var oröið, fæddur af föð- urnum fyrir allar veraldir, hafði ætíð hallazt að brjósti föðurins ævinlega verið eitt með Guði, verið Guð, en var nú niður farinn til mannanna til að veita þeim náðina og sannleikann, þekking- una á föðurnum, til að slíta fjötra Satans, endurleysa heiminn og helga böm hans að nýju. í Hugvekja kirkjusíðunnar í dag er eftir yngsta prest lands- ins, sr. Heimi Steinsson á Seyð- isfirði. Hann er sonur Steins Stefánssonar skólastjóra og i konu hans Amþrúðar Ingólfs- * 1 dóttur. Sr. Heimir varð stúdent M.A. 1957, stundaði fornleifa- fræði við háskólann í Kmh. og síðan norrænu við Háskóla Isl. í tvö ár. Síðan hóf hann guð- fræðinám og lauk því á venju fremur skömmum tíma með þeim ágætum, að hann hlaut hæstu einkunn, sem gefin hefur verið í guðfræðideild. Sr. Heimir j var settur prestur á Seyðisfirði s.l. vor og vígður 12. júní. Kona hans er Dóra Þórhallsdóttir úr Reykjavík. Kristi hafði orði Guðs lostiö niö- ur í mannheimi. Þessi er og verður kjami krist innar trúar, — aö Guð Faöir, skapari himins og jaröar hafi sjálfur, persónulega og að eigin frumkvæði hlutazt til um málefni mannanna, opinberað þeim vilja sinn, frelsað þá frá glötun. Hold- tekja Guös er miödepiíl opinber- unarinnar, ef kristinn dómur gleymir þessum hymingarsteini eða dregur úr áherzlunni á hann, hefur trúin glatað megininnihaldi sínu og um leið úrslita áhrifa- mætti. Hitt er jafnvíst, að viðtaka þess ara sanninda er engan veginn auöveld, vilji menn framkvæma hana afdráttarlaust og í fullri ein lægni. Hún felur það í fyrsta lagi í sér, aö hinn trúaöi viti sér ekk- ert til hjálpræöis, nema Jesúm Krist og hann krossfestan. ÖIl von kristins manns og gleði þessa heims og annars, byggist einvörð ungu á vissunni um það, aö svo elskaðj Gnð heiminn, að hann gaf son sinn emgetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glat- ist ekki, heldur hafi eilíft líf. Kristinn maður treystir ekki heimspekikerfum eða þjóöfélags- formum, hann varpar sér út á sjötíu þús. faðma dýpi trúarinnar, krýpur fyrir krossinum og hneyksli hans, lifir á sannindum, sem hinum vantrúaöa eru heimsk an tóm. Kristinn maöur hefur öðlazt nýja tilveru, hann er ný skepna. Orði Guðs, Jesú Kristi, laust niöur í sál hans, fyrri fót- festa hans er molnuð í sundur, hann hefur nýtt land undir fótum og lifir í öörum heimi en hinn, sem ekki hlaut náðargjöf trúar- innar. Orslitaviðburöurinn, hold- tekjan, hefur endaskipti á hinum trúaða. En þessi umhverfing er síður en svo einföld eða auö- fengin, jafnvel baráttan fyrir að halda hinni nýju fótfestu verður tíðast æviraun. 1 annan stað býr sönn játning trúarinnar á holdtekju Guðs í Kristi yfir afdrifaríkum skuld- bindingum varðandi breytni alla og framferöi. Kristinn maður lifir ekki aöeins í nýjum heimi híð innra. Trúin er dauð án verka. Orði Guðs lýstur niöur, og örð- ið molar allt smáskoriö hvers- dagssiögæði mélinu smærra,. en sníður manninum nýjan stakk. Jesús Kristur orð Guös, hefur sjálfur gefiö hinum trúaða fyrir- mæli og lýsandi fyrirmynd. Fjallræðan og hliðstæð ummæli Drottins eru umgjörðin um hið nýja líf kristins manns. Breytni frelsarans er leiðarstjarnan. Þessi hlið endurfæöingarinnar er jafnvel enn öröugri en hin fyrri. Samfélag fallinna manna setur sér tilteknar reglur. Þær reglur brjóta þrásinnis algjörlega í bága við fyrirmæli Jesú Krists. Svo að nefnt sé dæmi, sem ávallt er ofarlega á baugi, má benda á, að þjóðfélagið skyldar meðlimi sína tíðum til mannvíga, en sú iðja er í fullkomnu ósamræmi við ótvíræð ummæli Drottins varð- andi elskuna til óvinanna og það, að ekki skuli risið gegn mein- gjörðamanninum, svo og við hátt- erni Krists, er hann var negldur á krossinn. Hér 'á kristinn mað- ur einskis annars úrkosta en að hlýöa Drottni sínum og óhlýön- ast valdboði manna. Að öðrum kosti er trúarjátning hans aumk- unarverð sjálfsblekking eða vís- vitandi hræsni. Þar með hefur hann í verki afneitað holdtekj- unni, hafnaö afsláttarlausri opin berun Guðs vilja. Þetta leyfi ég mér að fullyrða, þó að mér sé sæmilega kunn saga kristinna þjóða á ýmsum tímum og tiltektir þeirra í þessu efni. Oröi Guös lýstur niöur. Við sem skirð erum til nafns hins þri- eina Guös og viljum halda fast við skírnarsáttmálann, verðum að lúta skilyrðislaust algjörlega ein- stæðu undri holdtekjunnar, lúta því í senn á trúarlegum vettvangi og siðgæðilegum. Við erum eng- um skuldbundin nema Drottni himnanna, honum sem gerðist maöur. Við treystum honum og alls engum öðrum. Við hlýðum heldur engum nema honum. Og séu fyrirmæli mannlegs samfé- lags í ósamræmi við vilja hans, gott og vel, þá neitum viö aö beygja okknr fyrir þeim, minnug þess, aö þegar öíl kurl koma tíl grafar, er fööurland okkar á himni, en ekki á jöröu. Kristinn maður verður aö hafa kjark til aö meta stööu síha af fullri sjálfssamkvæmni, — allt til enda. III Jesús Kristur, orð Guðs, leiö dauöa á krossi og reis upp á þriðja degi. Sem Heilagur andi kom Drottinn til lærisveina sinna og kirkjan varð til. Kirkjan er ekki félag áhugamanna um kristna trú. Heilög sakramenti kirkjunnar eru stofnuö af Kristi sjálfum, sömuleiöis embætti hennar, sem varðveitzt hefur í ó- slitinni vígsluröð allt til þessa dags. Guðs heilaga orð er á vör- um kirkjunnar, óumbreytanlegt og ævarandi. Heilagur andi er í verki meö kirkju Guðs á jörðu. Kirkjan er að ofan, hún er full- trúi Krists í heimi hér, likami Krists, orð Guðs til mannanna, það orð, er niöur lýstur. Af þessum sökum getur heilög kirkja aldrei látið undan þeim kröfum mannlegs samfélags, er stangast á viö opinberun Guðs, án þess að glata innihaldi sínu í mismunandi ríkum mæli. Heilög kirkja getur aldrei viöurkennt neinn annan hjálpræöisgrundvöll en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur, krossdauði hans og upprisa. Hún fær aldrei játazt undir neins konar heimspeki, er setur manninn sjálfan í öijdvegi, en hylur móðu verk hins Iifanda Framh. á bls. 5. Biskupsvigsla í Skálholti Á morgun fer fram biskups- vígsla í Skálholti. Ekki mun nema einu sinni hafa verið bisk- up vígður þar áður, þvi að eftir að farið var að vígja biskupa Islands hér á landi hafa þeir vígzt í Reykjavíkur-dómkirkju (nema Geir Vídalín, sem vígður var á Hólum) og vígslubiskupar Hólastiftis, sem einnig hafa ver- ið vígðir þar. Sá eini biskup sem hingað til hefur hlotið vígslu í Skálholti var Jón Vig- fússon (Bauka-Jón), sem útveg- aði sér vonarbréf fyrir Hólastól hjá Griffenfeld. Ekki var sú emb ættisskipan að vilja Skálholts- biskups, sem þá var meistari Brynjólfur. En hann hlaut að hlýða skipan. konungs og kansl- ara og vígja Jón. Fór sú vígsla fram 23. ágúst 1674. En um hug Brynjólfs biskups til þessa verks og álit hans á tilvonandi emb- ættisbróður sinum ber vott texti sá er hann lagði út af í vígsluræðunni: „Sá, sem geng- ur ekki um dyrnar inn í sauða- byrgið, heldur stígur yfir annars staðar, sá er þjófur og ræningi". (Jóh. 10.1). r."5s

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.