Vísir - 03.09.1966, Page 9

Vísir - 03.09.1966, Page 9
V i S I R Laugardagur 3. september 1963 4 ws. Framieiðsluaukning í fata- o. — sýningardeild fata- og leðuriðnadar á Iðnsýningunni 7966 heimsótt Daguriíin á Iðnsýningunni á morgun verður helgað ur leður- og fataiðnaði landsmanna. Leður og fataiðnaðardeild sýningarinnar er stað- sett í kjallara anddyris Sýningarhallarinnar, og þar sýna 22 aðilar framleiðslu sína. Blaðamaður og Ijós- myndari Vísis fóru á stúfana einn daginn og hittu forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja að máli. Al- mennt var gott hljóð í þessum mönnum, þeir voru ánægðir með Iðnsýninguna og kaupstefnuna og þær undirtektir, sem þær hefðu fengið hjá almenn- ingi. Fara viðtöl við nokkra sýnendur í fyrr- greindri deild hér á eftir. Barnafatagerðin: Framleiðsian aukizt á síðustu 2 árum Barnafatageröin s.f. sýnir þarna framleiðslu sína. í sýn- ingarstúkunni hittum við fyrir Elís Adophsson, sölumann hjá fyrirtækinu og fáum hjá honum ýmsar upplýsingar. — Á næsta ári eru liðin 10 ár síðan Barnafatagerðin var stofnuð og hóf framleiðslu á bamafatnaði. Fyrir tveimur ár- 'm y ■ ' Andrés Kristinsson: Hollenzki ræðismaðurinn hafði áhuga á peysunum okkar. um flutti fyrirækið í eigið hús- næði í Bolholti 4, og hefur nú betri aðstöðu en nokkru sinni fyrr, að fullnægja kröfum fólksins. Jafnframt því að fram- leiðsla verksmiðjunnar hefur aukizt, er nú framleitt jöfnum höndum á börn, unglinga og fullorðna. Markmiðið er að sjálfsögðu að vera með vöru á boðstólum, sem er gerð úr sem beztu fáanlegu hráefni. Við framleiðum mikið úr banda- rísku næloni, sem við flytjum inri. Það hefur áður verið reynt á tilraunastofum, sem hið ame- ríska fyrirtæki hefur yfir að ráða. — Fyrirtækið byrjaði í upp- hafi að framleiða eingöngu bamafatnað, en jók síðan við framleiðsluna og hóf að fram- leiða jöfnum höncjum karlmanna og kvenfatnað. Framleiðsla fyrir tækisins hefur aukizt mjög á síðustu 2 árlim. Hjá fyrirtækinu vinna nú um 25 manns. —• Það er enginn efi á að iðn- sýning sem þessi er það sem koma skal • og jafnframt henni Leðuriðjan: Haldiö upp á "30 ára afmæli Leðuriðjan heldur um þessar mundir upp á 30 ára afmæli sitt. Hún sýnir þarna fram- leiðslu sína, og þar ræðum við við Kristján Sigurðsson, sölu- mann hjá Leðuriðjunni. — Það einkennir okkar framleiðslu, að hún er öll unn- in úr skinnum. Það eru geita- skinn, sauöskinn, svínaskinn og fleiri tegundir. Aðalfram- leiðsla okkar eru seðlaveski fyrir alla banka og sparisjóði iandsins. Þá framleiðum við einnig alls konar minjagripi úr skinnefnum, svo sem oddveifur með einkennismerkjum á, bókamerki og fleira. Við fram- leiðum einnig eftir pöntunum, svo sem ýmsa hluti til tækifær- isgjafa. Það mun vera í ráði að auka enn framleiðslu á kven- töskum og innkaupatöskum. leðuriðnaði num kaupstefna. Sýningin getur sannað fyrir gestum sínum, að íslenzk framleiðsla stendur er- lendri framleiðslu sízt að baki, og það mundi ég einmitt telja helzta verkefni hennar. — Það er álit mitt að meira þurfi að gera fyrir íslenzkan iðnað en gert er í dag. Grund- völlurinn er sýnilega fyrir hendi, en ráðamenn þjóðarinnar verða að skilja, að undirstaðan verður að vera traust, og því þarf að styðja iðnaðinn meir en gert hefur verið. Elís Adolphsson: Þarf að gera meira fyrir iðnaðinn. — Hjá Leðuriðjunni vinna að staðaldri 10 manns, eru það 1 karlmaður og 9 kvenmenn. — Fyrirtækið flutti í fyrra í riýtt húsnæði að Brautarholti 4, og viö þaö batnaði mjög öll aö- staða til framleiðslunn,ar, eins og skiljanlégt er. L.H. Múller: Bætum enn viö framleiðslutegundum Fatagerð L. H. Miiller sýnir þarna sína framleiðslu. Við náð- um tali af Leifi MUller, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, og sagði hann okkur m. a.: — Hjá fyrirtæki okkar starfa 10 stúlkur að staðaldri. Fram- leiösla okkar er nokkuð fjöl- breytileg. Við framleiðum t. d. karlmannafrakka, bæði úr léttu terylene og einnig svampfóðr- aða. Þá framleiðum við ullar- frakka, bæði til vor- og haust- notkunar. Við framleiðum vörur fyrir kvenfólkið, svo sem léttar kvenkápur, Ijósar og dökkar. Þá framleíbum við einnig kven- fatnað úr ullarefnum, svo sem „stretch“buxur og fleira. Ráð- gert er að bæta nokkrum fram- Ieiðslutegundum við, er fer að líða á haustið. Þá mun einnig í ráði að auka litaúrval. — Framleiðsla okkar fer öll á innlendan markað. Markað- urinn hér á landi er tiltölulega lítill, en með breyttum aðstæð- um tel ég ekki óhugsandi, að hyggja á útflutning á fslenzk- um fatnaði. — Ég er ánægður með kaup- stefnuna. Hún hefur byrjað mjög vel, og ef áframhald verð- ur á henni eins og hún hefur verið, hefur hún gefið góða raun. Það er von mín, að íslenzk ur almenningur muni eftir inn- lendum iðnaði, ekki bara í dag, heldur einnig i framtíðinni. Ef svo verður mun það efla mjög íslenzkan iðnað. Anna Þórðardóttir, h.f.: Lánsfjárskortur háir iðnaðinum i dag Rúmlega 20 ára gamalt fyrir- tæki sýnir þarna ýmsar prjóna- vörur. Það er fyrirtækið Anna Þórðardóttir h.f. Upplýsingar í þeirri sýningarstúku gefur Andrés Kristinsson, sölumaður hjá fyrirtækinu. — Hjá fyrirtækinu starfa nú 13 stúlkur. Við höfum nýlega bætt við okkur 2 nýjum prjóna- vélum af fullkomnustu gerð. Er það vegna þess, að við höfum nýlega hafið framleiðslu á prjónakjólum og herrapeysum. Annars* er framleiðsla fyrirtæk- isins þessi: Bama- og dömu- peysur, kjólar og herrapeysur. Við framleiðum að sinni ekki neitt úr ullargami, þar sem toll- ar á því em tiltölulega háir. Öll okkar framleiðsla fer á innanlandsmarkaðinn. Við höf- um ekki reynt neitt fyrir okkur með að selja framleiðsluna á erlendan markað, en þess má geta, að ræðismaður Hollands kom hingað og var mjög hrifinn af framleiðslunni. Ég veit ekki, hvort það leiðir af sér tilrauna- útflutning til HoIIands frá okk- ur. — Kaupstefnan hefur gengið mjög vel hjá okkur. Við höfum fengið mikið af pöntunum, og enn meira verið spurt eftir ýms- um vörum. — Verðið á framleiðslu okk- ar er lægra en á sambærilegri vöru innfluttri. Það stafar af háum tollum á innfluttum vör- um, sambærilegum. Verðið á Framh. bls. 5 Leifur Miiller: Útflutningur ekki óhugsandi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.