Vísir - 12.09.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 12.09.1966, Blaðsíða 9
V1SI R . Mánudagur 12. september 1966. 9 Heita vatnið er regnvatn frá miðhálendinu — samkvæmf rannsóknum Eðlisfræðistofnunar Hóskólans Vlða erlendis er vatnsskortur að verða höfuðvanda- mál þéttbýlissvæða. Hefur því verið spáð, að um aldamótin 2000 muni mannkynið líða af stöðugum vatnsskorti. Er því eðlilegt, að áhugi vísindamanna hafi vaknað á því, að rannsaka grunnvatn jarðar með tilliti til þess að fá úr því skorið, hvernig bezt megi nýta það. 5 :'m :r;: Uér á landi er almennt ekki hætta á vatnsskorti m. a. vegna tiltölulega mikillar úr- komu og vegna strjálbýlis. Hins vegar bætist einn liður við vatnsnotkun hérlendis, sem ekki er fyrir hendi i flestum löndum öðrum, — heita vatnið. Heitt vatn á íslandi hefur verið mikill styrkur fyrir efna- hagslíf landsmanna og senni- legt er, að það muni hafa áhrif i siauknum mæli á iífsafkomu þjóðarinnar. Heita vatnið hefur hingað til næstum eingöngu verið notað til að hita upp hús og gróðurreiti, en auk þess hafa á undanfömum áratugum fariö fram umfangsmiklar athuganir með það fyrir augum að nýta heitt vatn til annarra hluta, eins og I alls kyns iðnaði og jafnvel til raforkuvinnslu. Er ekki ó- sennilegt, að af þessu geti orð- ið í náinni framtíð. Það er því ekki að undra, þótt íslendingar hafi fyrst og fremst beint áhuga sínum að rannsóknum á eðli og háttum heita vatnsins. Skiptir höfuð- máli að fá vitneskju um, hvort heita vatnið sé stundarfyrir- brigði, sem getur gengið til þurrðar í náinni framtíð, eða hvort byggja megi á því sem traustri orkuuppsprettu. ¥ tíð Þorvaldar Thoroddsen héldu menn, að heita vatn- íð væri bergkvikuvatn, er eydd- ist með tímanum. Var þessi skoðun lengi við lýði, en síðan fóru menn að hallast fremur að því, að heita vatnið væri regnvatn, sem hitnaði við það að renna i gegnum heit jarðlög. I ritgerð, sem Trausti Einars- son ritaði 1948, setur hann þá kenningu fram, að uppruna vatnsins í Borgarfirði og Bisk- upstungum megi rekja til úr- komu á miðhálendinu. Þessi kenning var lengi vel umdeild, en með rannsóknum, sem fram- kvæmdar hafa verið við Eðlis- fræðistofnun Háskólans, má telja þessa kenningu staðfesta. Þessar mælingar, sem eru liður í umfangsmeiri isótópa- mælingum á grunnvatni lands- ins, byggjast á mælingum þungs vatns. Tjað var Gunnar Böðvarsson, sem fyrstur lagði til að gerðar yrðu mælingar af þessu tagi hér á landi og taldi hann, að þær gætu gefið mikilvægar upplýsingar um heita vatnið. Lagði hann, ásamt Þorbimi Sig- urgeirssyni, drög að því, að tæki til þessara mælinga (massaspektrometer) fengist til landsins. Alþjóðlega Kjarnorku- málastofnunin fékk áhuga á þessum rannsóknum og í fram- haldi af því, kom „massa- spektrometer" til landsins árið 1963. Var hann liður í styrk, sem stofnunin veitti. Tækið, sem er eitt af fáum sinnar teg- undar f heiminum, mælir með mikilli nákvæmni ísótópa vetn- is. Hefur Bragi Árnason frá upphafi haft yfirumsjón með þessum mælingum. Það, sem liggur til grund- vallar þessum mælingum, er sú staðreynd, að regnvatn, sem fellur til jarðar inniheldur mis- mikið áf þungu vatni eftir því hvar á landinu það fellur. Er innihald af þungu vatni mest næst ströndinni, en minnkar eftir því, sem lengra dregur inn í landið. Tnn á uppdráttinn, sem fylgir greininni, hafa verið dregn- ar jafngildislínur, sem grund- vallast á miklum fjölda mælinga og sýna hvemig innihald þungs vatns f úrkomu er á suðvestur hluta landsins. Tölumar á upp- drættinum eru mælikvarði á innihald af þu gu vatni, en vatnið er þeim mun léttara sem tölumar eru hærri. Auk þeirrar almennu tilhneigingar, aö vatnið léttist eftir því, sem lengra kemur inn í landið, sést einnig vel á uppdrættinum, hver áhrif landslagið hefur. Upp yfir háum fjöllum, lækkar innihald þungs vatns miklu örar, en á láglendinu. Inn á uppdráttinn er einnig skráður þungi vatns í nokkrum heitum og köldum uppsrettum af óþekktum upp- runa. Eru punktamir heitar Bragi Ámason eðlisfræöingur við mælitækið (massaspekto meter), mæla innihald þungs vatns i vatni. uppsprettur, en þríhyringarnir kaldar. 'C’f tölugildi þessara upp- sprettna er borið saman við jafngildislínur, sést að flestar uppsprettumar inni- halda minna þungt vatn, en úr- koma svæðisins umhverfis þær, en svará hins vegar til svæða lengra inni í landinu. Þetta get- ur ekki þýtt annað, en að vatnið hafi runnið tilsvarandi vegalengd. Ef litið ér nánar á heita vathið sést að vísu, að um ein- staka undantekningar er að ræða, t.d. er vatnið f Krýsuvík staðbundið og heit uppspretta undir Eyjafjöllum virðist kom- in úr Eyjafjallajökli. Álmennt virðist heita vatnið lengra komið að. Þannig má fullyrða, að heitt vatn f Borgarfirði er komið af Langjökulssvæðinu. Vatn í borholum í Reykjavík getur ekki verið komið skemmra að en frá svæðinu Inn á þennan uppdrátt af suðvestanverðu landinu eru dregnar jafngildislinur. Má sjá af því hvemig vatn ið léttist eftir því sem dregur inn f landið og að það léttist þeim mun hraðar sem landið er fjöllóttara. sem hefur verið notað til aö umhverfis Botnssúlur. Vatnið í borholu í Kollafirði ^ú^jst þó komið alla leið frá Langjökli. Cé Hengilssvæðið athugað ° kemur í Ijós, að þar er um tvenns konar vatn að ræða. Á láglendinu í Hveragerði og á Nesjavöllum kemur vatn, sem svarar til úrkomu lengra inni f landi, en hærra uppi f Henglin- um er hins vegar vatn, sem svarar til úrkomu Hengilssvæð- isins. Þama virðist sem sagt um tvö ólík vatnskerfi að ræða. Hið dýpra komið innan úr landi og gæti hæglega verið tengt sama kerfi og Reykjavík eða Þingvallavatni og hið efra, sem er staðbundin úrkoma og væntanlega hituð upp af dýpra kerfinu og miklu minna að vatnsmagni. Hér virðist því miklu vænlegra til árangurs að bora eftir heitu vatni á láglend- inu, en upp f Henglinum sjálf- um. ^lmennar niðurstöður þess- ara rannsókna virðast þvf vera: í fyrsta lagi, að þar sem innihald þungs vatns f heita vatninu er svipað og í úrkomu, þá virðist það vera regn að uppruna, sem fellur til jarðar að mestu leyti á miðhálendi landsins. Fer niður á nægjan- lega mikið dýpi til að hitna neðanjarðar og kemur síðan aft- ur fram á láglendinu. 1 öðru lagi, að ekki er ástæða til að óttast, að þetta vatn gangi til þurrðar. Það fær stöðugt viðbót frá úrkomu, sem sígur f jörð niður. Heita vatnið virðist því ekki vera stundarfyrirbrigði, heldur er um stöðuga orkulind að ræða, ef þess er gætt að taka ekki meira en sem svarar eðlilegri viðbót. Mun með áframhaldandi rannsóknum ef til vill takast, ekki aðeins að upplýsa hversu mikla orku má fá úr heitu vatni hérlendis, heldur einnig að fyrirbyggja að rányrkja verði stunduð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.