Vísir - 12.09.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 12.09.1966, Blaðsíða 11
 Éinn ríthöfundur og 5 Maigret. Fyrir framan styttu Pieter d’Honks af Maigret I Delfzijl er Maigret Englands Rupert Davies, höfundur- Sceá/aeZLfffe/’Zin j Kári skrifar: • ..—.. " - ---- ■ • Auglýsingar ; og verðlag • • Einn af lesendum blaðsins • hefur mælzt til þess, að hér i • dálkinum veröi mælt með því, S er nýju bækurnar fara að kóma • á markaöinn f haust, aö sá „hátt • ur verði almennt tekinn upp af J bókaútgefendum, að geta verðs • bókanna i auglýsingum, því að ; það væri til mikils hagræðis • fyrir þá, sem hyggja til bóka • kaupa.“ • Við viljum gjarnan mæla með að þessi háttur verði almennt hafður á framvegis, og viljum minna á, að þó nokkrum sinn um hafi verið birt bréf um þetta mál hér f dálkinum. Sann ast að segja væri það almenn- ingi til hagræðis, að þegar eitt- hvað er auglýst til sölu. hvort sem það er bók eöa bíll eða eitt hvað annað, að verðs sé getið. Teljum við að það myndi auka vinsældir þeirra fyrirtækja, sem gera þetta að venju, og teljum við fráleitt, að auglýsanda geti verið nokkur óhagur f því að geta verðs f auglýsingum. Fleira mætti taka fram Og við vildum einnig mæla með því, þegar um bækur er að ræða, að tekiö sé jafnan fram stærð bókar og tegund bands, að minnsta kosti 1 fyrstu kynn ingar-auglýsingu um nýja bók. Ef bókaútgefandi gerir þetta hef ur hann, að okkar áliti, gert það sem honum ber i þessu efni. Þess ber að geta. að stöku bókaútgáfufyrirtæki hafa jafn- an auglýst verð útgáfubóka sinna, og ættu aðrir að taka þau sér til fyrirmyndar. »7 Meö þriggja daga hátíöahöld- um í hollenzka bænum Delfzijl var haldiö upp á það„ að afhjúpuð var stytta af leyni- lögreglumanninum fræga Maigret Auðvitað var Georges Simenon viðstaddur sem heið- ursgestur. Þeim til skýringar, sem eru ekki „neytendur“ leyni lögreglusagna þá er Maigret yf irrannsóknarlögreglumaður í París yfirmáta vinsæl söguper- sóna og aðalhetja í einum 30 leynilögreglusögum Georges Simenons, franska rithöfundar- ins. Þetta er ekki í fyrsta sinnið sem hátfð er haldin tll heiðura Maigret. Árið 1931 ákvað hinn ungi rithöfundur að nota alla peningana, sem auglýsa átti Mai gret meö til geysimikilla há- tíðarhalda f París. Boð gengu til 400—700 gesta. Þessi hátíð höld stóðu einnig yfir í nokkra daga. Að þau launuðu sig er víst enginn í vafa um núna. 35 árum eftir er Maigret svo frægur að reist hefur verið stytta af honum. Listamaður- inn Georges Slmenon, þýzki sjónvarps Maigret, Heinz Ruehmann, hinn ftalski Gino Servi og hinn hollenzki Jan Teuling. Bronzstytta af MAIGRET líkamsstærð afhjúpuð * 1 — Tilvist hans sönnuð, faðir Georges Simenon, en móðir óþekkt inn heitir Pieter Honks. Stytt an var afhjúpuö að viðstöddum bókaútgefendum frá Bandaríkj- unum og allri Evrópu. Einnig voru þama staddir fjórir leikar- ar, sem m.a. leika allir Maigret SIMI 18955 SNYRTISTOFA GUÐRÚNAR VILHJÁLMSDÓTTUR HÁTONI 4A. Nóatúnshúsinu. í föstum sjónvarpsþáttum. Auð vitað reyktu þeir allir saman pípu, en eftir frásögn sjónar- votts líktust þeir hverjum öðr- um ekki hið minnsta. En allir saman líktust þeir Maigret. Fyrir utan þaö að afhjúpaður var Maigret i líkamsstærð úr bronzi á hátíðinni, þá var inni falið í þeim endanleg sönnun á tilvist lögreglumannsins frá París. Samtímis varö ljóst, aö Georges Simenon fékk Maigret hugmynd sína einmitt í þessum hollenzka bæ við Ems. Borgar- stjórinn afhenti honum við þetta tækifæri fæðingarvottorðið. Hinn 35 ára Maigret er nú lög um samkvæmt fæddur í bænum Delfijl og skrifaður með Georg- es Simenon sem föður. Móðir óþekkt. Eftir eina eöa tvær ald ir, þegar allt þetta er gleymt og grafið og aödáendur leyni lögreglusagna fara í pílagríms- ferð til Delfzijl til þess að sjá styttuna af Maigret og fæðing- arborg hans, þá verður þar á- reiðanlega hálærður visindamað ur á sviði glæpamálanna, sem getur fært sönnur á tilvist og fundið móðurina. í tilefni hátíðarhaldanna gaf hinn hollenzki útgefandi Si- menons út bók nr. 1000 f vasa brotsbókarflokknum. Höfundar nafnið Georges Sim. Sim var fyrsta dulnefnið, sem faðir Maigrets notaði. Fjögurra herb. 'ibúð óskast á leigu Norskt fyrirtæki ósk'ðr eftir að taka á leigu fjögurra herbergja íbúð með þrem svefnherbergj- um. Fyrirframgreiðsla. Viljum helzt leigja til langs tíma. INDUSTRIKONSUI ENT A.S Sími 210 60 . Útibú á íslandi Skúlagötu 63 . Reykjavík ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harðplasti: Format innréttingar bjóða upp ó annað hundrað tegundir skópa og litaúr- val. Allir skópar me3 baki og borðplata sér- smíðuð. Eldhúsið fæst með hljóðcinangruð- um stólvaski og raftækjum of vönduðustu gerð. - Sendið eða komið með mól af eldhús- inu og við skipuleggjum eldhúsið samstundis og gcrum yður fast verðtilboð. Ótrúlcga hag- stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðro greiðsluskilmóla og /TN _ _ _ lækkið byggingakostnaðinn, HÚS & SKIP hf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.