Vísir - 12.09.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 12.09.1966, Blaðsíða 15
/ VISIR . Mánudagur 12. september 1966. I* ELDHUSIÐ VANDAQASTA 06 FJÖLBREYTTASTA Á MARKAÐNUM. 5 ARA ÁBYRGÐ. Vib bjóðum yóur aö skoöa stærstu sýningu á eldhusum her á landi.Tvö eldhús asamt þvotta-og vinnuherbergi til sýnis isýningarsal okkar SíÐUMÖLA 11 Sibumula 11.20885 POGGENPOHL ELDHÚS wdk Auglýsingasínusrmr eru 15610 & 15099 ' Vísir METZELER hjólbarðarnir eru sterkir og mjúkir, enda vestur-þýzk gæða- vara. Hjólbarða- og benzinsalan við Vitatorg. Sími 23900 Barðinn h.f. Ármúla 7. Sími 30501 Al.nenna Verzlunarfélagið h.f. Skipholti 15. Sími 10199 — Komið þá með mér, sagöi Rebekka Femm og sneri sér við og gekk áfram. Margaret fór á eft- ir henni og bjóst við, að hún mundi fara upp stigann, en henni til undr- unar gekk hún að dyrum til vinstri. Þær fóru um þessar dyr og niöu»- göng með steyptu gólfi, sem eng- inn dregill var á. Það fór eins og kuldahrollur um Margaret, því að þetta var eins og í kjallara. Vinstra megin var stór gluggi, sem engm gluggatjöld voru fyrir. Regndrooar voru á rúðunum og kolamyrkur, er dt var litið. Margaret ályktaöi, að þetta myndi vera hinum megin í húsinu, en brátt komu þær að dyr- um, sem voru sömu megin og glugg inn. Rebekka Femm nam staö- ar viö dymar og lagði hönd sína á snerilinn. Andartak fannst Marg- aret ,að þegar konan opnaði þess- ar dyr myndu þær umvafðar myrkri og vindur næða um þær, en hún stappaði í sig stálinu, ákvað að mæta hvérju sem að höndum bæri af hugrekki, — þetta væri sennilega álma á húsinu. — Þér vilduð þetta sjálfar, sagði Rebekka skrækum rómi. Hún stóð þama enn í sömu sporum.. Þér hélduð að hér væri betra að vera en úti, en hér fer allt á versta veg fyrir okkur öllum. Einhvem tíma Mikið regn hefur dunið á þökum okk- ar frá því er maður stóra heimsins kom til aö biðja okkur bónar í staöinn fyrir að ganga að greiðásemi okkar sem gefinni. Þú talar okkar mál og bjargaöir lífi stríös- mannsins okkar N’Dolo. Öldungaráöið lætur þér ekki í té einn far- arstjóra heldur heilan varöflokk. Við treyst- | um hugrekki þínu. Ég mun ekki svíkja þann trúnað. hefðuð þér verið stoltar af að vera hér gestur bróöur míns. Þér mund uö hafa litið upp til Sir Rodericks og talið hann mikinn mann og það var hann líka — að vissu leyti, en ekki eftir mælikvarða guðs vors á himnum. Og enginn var. Hér er allt rykfallið og við líka. Hér er- um við búin að kveðja lífið, þetta, sem þér kallið lff. Hún var jafn skrækróma og fyrr og Margaret fannst ástæðulaust aö segja neitt. Það var engu hægt aö svara svona rausi. Ef þetta hefði verið einhver önnur kona, sem lét sér þetta um munn fara mundi hún hafa reynt að segja eitthvað /\ J. B. Prisffey: Næturgestir sefandi, hughreystandi — en hún hefði orðið að æpa í eyru Rebekku, og var í engu skapi til þess. Konan var vafalaust rugluð, að minnsta kosti á valdi einhvers trúarvingls, og ef hún hefði átt þarna heima allt sitt líf var engin furða, aö hún væri orðin svona. Hún kinkaði þvi bara kolli og hugsaði sem svo, að þetta væri kannski máti þessarar hálfsturluðu konu að. reyna að vera vinsamleg, en einhvem veginn fannst henni öryggi í því að halda á einhverju, og grejp þéttar utan um snyrtitöskuna. Rebekka Femm opnaði dyrnar. — Ég hef ekki neitt rafmagns- ljós héma, — ég þoli þau ekki, — þér veröið að bíða þar til ég hef kveikt á kertunum. Hún gekk inn og Margaret beið á þröskuldinum. Það var ekki kol- dimmt í herberginu, því að dálít- inn bjarma bar á gólfið fyrir fram- an arinninn, sem eldur var í. Það lifnaði heldur yfir Margaret, þegar hún sá og fann, að þarna iogaöi eldur á arni. Þetta yrði brátt allt í bezta lagi. Og brátt hafði Rebekka kveikt á kerti f stjaka á arinhill- unni og öðru i stjaka á litlu snyrti- borði. — Komið inn, sagði Rebekka, og lokið dyrunum. Herbergið var ekki stórt og hús- gögn luraleg og fyrirferðarmikil. Hlerar virtust vera fyrir gluggum. Saggaþefur var f herberginu, eins og frá rökum rúmfatnaöi. Stærðar rúm var í herberginu fullt af rúm- fatnaði og gríðarstór klæðaskápur var þar og_leit út eins og hann mundi detta fram á gólfið þá og þegar. Kommóða var þarna og yf- ir snyrtiborðinu brotinn spegill. — Myndir voru á veggjunum af Frels- aranum og postulunum og með á- letrunum eins og „Fursti kærleik- ans“ og „Blóð lambsins". — Loftið var þungt,- kæfandi. — Margaret huggaöi sig við það, aö vonandi þyrftu þau ekki að vera f þessu húsi nema þessa einu nótt. Stóll var við eldstóna og Marg- aret tók hann strax til sinna nota, en henni leið ónotalega, þvf að Re- bekka virtist ekki ætla að fara, stóð þama og starði á hana. Margaret opnaði snyrtitöskuna og allt í einu rauf Rebekka þögnina. — Ég hef þetta herbergi, því að hér er rólegt ,sagði hún. Rakel syst ir mfn hafði einu sinni þetta her- bergi, eftir að hún lamaðist f hryggnum. Hún dó hérna. Ég var ung þá, en hún var yngri en ég, aðeins tuttugu og tveggja, þegar hún dó. Þá hafið þér víst ekki verið fæddar. Það var 1893. Margaret kinkaði kolli um leiö og hún sparkaði af sér skónum. Hún var hrædd um að Rebekka aál- aöi að fara að segja henni langa sögu, og að þetta væri upphafið á fyrsta kapítula. Ef aöeins kerling- in vildi fara svo að hún gæti haft fataskipti í einrúmi og farið svo til Philips og þeirra niðri. Nú fannst henni að þar hlyti að vera gott og notalegt að vera. — Rakel var falleg, en villt, hlö og söng þegar hún var úti að ríða uppi um allar hlíðar. Hún var auga- steinn föður okkar og Rodericks og hún fékk alltaf vilja sínum fram gengt. Þeir létu allt eftir henni og hún var mikið piltagull, Rakel með brúnu augun, rjóðu kinnamar og mjallhvíta hálsinn. Og svo hitti hún ungan mann, sem henni féll í geð, en svo datt hún af baki dag nokk- um er hún var úti að ríöa og var borin hingað inn. Hún lá hér í miss eri og kvaldist og ég varð að hlusta á kvalaóp hennar. Ég sat tímunum saman við rúmið hennar, og hún bað mig um aö drepa sig, en ég bað hana að trúa á Jesú, en það gerði hún aldrei, ekki einu jwnni á dauðastundinni. Margaret stóð þarna á sokka- leistunum og beið þess, aö Rebekka færi, því að hún hafðl enga löng- un til þess að heyra meira, og vildi helzt geta gleymt þegar þeirri mynd af Rakel, sem hún var að ðsfi ÞVOTTASTÖÐIN SUÐURLANDSBRAUT SIMI 38123 OPIÐ 8 -22,30 SUNNUD. 9 -22,30 Auglýsing í Vísi eykur viðskiptin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.