Vísir - 20.09.1966, Blaðsíða 1
1
56. árg. - Þriðjudagur 20. september 1966. - 214. tbl.
Mikið um uð nætur rifni
EINN BÁ TUR
MISSTI NÓT
tmnum
í fyrra
þannig eftir verkunaraðferöum:
í salt 49.140 Iestir (336.573
uppsaltaðar tn.). í frystingu 1.
739 1.. 1 bræðslu 328.894 lestir.
Auk þessa hafa erlend skip
landað 1.030 tunnum í salt og
4.307 lestum í bræðslu. Á sama
tíma í fyrra var heildaraflinn
þessi:
1 salt 203.701 upps. tn. (29740
1.). 1 frystingu 10.189 uppm. tn.
1100 1.) í bræðslu 1.653,703 mál
(223.250 lestir).
Samtals nemur þetta 254.090
lestum.
Helztu löndunarstaðir eru
þessir:
Framh. á bls. 6.
-------------------------
Strákar
opnast
• Jarðgöngin í gegnum f jallið
Stráka opnuðust á föstudag eins
og frá var skýrt f blaðinu í gær.
Fer þá að styttast í að göngin
verði fullgerð og hægt verði að
opna hinn nýja veg úr Fljðtum
til Siglufjaröar, en hann vérður
mikil samgöngubót fyrir Siglfirð
inga, þvf að reikna má með að
hann verði mun lengur opinn á
ári hverju en Siglufjarðarskarð,
sem ávallt lokast f fyrstu snjð-
um.
• Þessa mynd tók Ragnar
Tómasson fréttaritari Vfsis á
föstudag við norðurenda gangn-
anna skömmu eftir að þau opn-
uðust og á miðri myndinni má
sjá gatiö sem kom f síðustu
sprengingunni.
Kynþáttaóeirðir urðu í Atlanta,
Georgia um helgina. 16 ára blökku-
piltur var skotinn til bana. Var
skotið á hann úr bfL Lögreglustjór-
inn hefur heitið 10.000 dollara verð
launum hverjum þeim sem lætur
f té upplýsingar sem leiða til hand
töku morðingjans.
Síldaraflinn er nú orðinn um 125
þús. 1. meiri en á sama tfma í fyrra
og var orðinn 379.773 á miðnætti
s.l. sólarhring. Búið er að salta í
336.573 uppsaltaðar tunnur og er
þaö 132.772 tunnum meira en í
fyrra. Er nú nær þvf saltað upp f
gerða samninga og verður ekki um
frekari söltun að ræða í bili. —
Sildveiðamar hafa gengið nokkuð
erfiðlega síðustu viku sökum ó-
gæfta, sildin veiðist einungis í ljósa-
skiptunum fyrri hluta og svo aftur
seinni hluta nætur. — Hér fer á
eftir skýrsla Fiskifélagsins um veið-
amar fram til laugardags s.I.:
Samkvæmt þeim upplýsingum
er borizt höfðu er skýrslan fór
í prentun nam aflinn sem barst
á Iand í vikunni 26.400 lestum
Saltað var í 56344 tunnur, 473
lestir voru frystar og 17.701
lest fór í bræðslu. Frysting
og bræösla mun þó nokkuð
meiri en þessar tölur gefa til
kynna. Heildarmagn komið á
land er 379.773 lestir og skiptist
DUX ENN í
HRAKNINGUM
Sfldveiðamar hafa verið miklum
erfiðleikum háðar undanfarna daga
Skipin hafa reynt að halda sig að
veiðum í misjöfnum veðrum og
úfnum sjó. Af þessum sökum hafa
nætur bátanna rifnað meira og
minna. 1 fyrrinótt lenti Ólafur
Tryggvason f erfiðleikum á miðun-
um undan Austurlandi og mi'ssti
aMa nótina sem er V2-l millj. kr.
virði.
Netaverkstæðin á Austfjörðum
hafa varla undan að gera viö næt-
umar sem rifna. Fimm bátar voru
væntanlegir til Netaverkstæðisins
í Neskaupstað með nætur í viðgerð
Sögðu netagerðarmenn þar eystra
í samtali við Vísi í morgun að rif
umar væru sumar nokkur hundruð
faðmar á lengd.
Veiðin síðasta sólarhring var
heldur treg miðað við það sem
hún hefur verið í sumar, 60-70 lest-
ir á bát. En 52 skip tilkynntu um
afla samtals 3315 lestir.
Yfír 130 þúsund
ttieiri söltuu en
VÍSIR
Meira en milljarSur lán-
Búrfellsvirkjun
Norska flutningaskipið Dux, sem
nýlega var í fréttum vegna óvenju
legrar hrakningasögu á leiðinni frá
Póllandi tii íslands meö fyrsta
sementsfarminn, sem hingað hefur
komið síðan Sementsverksmiðjan
tók til starfa, á í svipuðum erfiö-
leikum með að komast frá landinu
eins og aö því. — Óskaði skipstjóri
Dux eftir því í gærdag að varðskip
Landhelgisgæzlunnar fylgdist með
skipinu aftur til Reykjavíkur, en
skipið var komið töluvert suður fyr
ir land þegar öxull í kælivatnsdælu
skipsins bilaði.
Þegar í gærkvöldi hafði farið
fram bráðabirgðaviðgerð á kæli-
vatnsdælunni og sigldi skipið á-
leiðis til lands. Varðskipið Óðinn
kom að skipinu f nótt og mun hafa
samflot með því til Reykjavíkur.
Skipin voru stödd um 50 mílur SA
af Dyrhólaey um 10 leytið í morg
un.
Eins og getið var um f fréttum
lenti Dux í miklum erfiðleikum
á leiðinni frá Póllandi til íslands.
Þurfti skipið tvisvar sinnum að
leita hafnar vegna vélarbilunar.
Þegar skipið var komiö langleiðina
upp undir Island fékk það á sig
hnút og kastaðist sementsfarmur-
inn til í því. Fékk skipið mikla
slagsíðu og bað um aðstoð Land-
helgisgæzlunnar til að komast til
hafnar.
aður í
í gær voru undirritaðir samning
ar í New York vegna lántöku
Landsvirkjunar þar, með skulda-
bréfaútgáfu í þágu Búrfellsvirkj-
unar, að fjárhæð alls 6 milljónir
Bandaríkjadollara eöa 258 milljón-
ir króna. Lánið er með 7% vöxt-
um á ári og endurgreiðist á tíma
bilinu 1974—1884. Lánssamningar
þessir voru gerðir fyrir milligöngu
First Boston Corporation, New
York, og voru þeir undirritaðir
fyrir hönd Landsvirkjunar af dr.
Jóhannesi Nordal, formanni stjórn
ar Landsvirkjunar. Ríkissjóður veit
ir sjálfsskuldarábyrgð fyrir láninu,
og undirritaði Pétur Thorsteinsson,
sendiherra ríkisábyrgðina fyrir
hönd ríkissjóðs. Er lán þetta tekið
til viðbótar Alþjóðabankaláni því,
að fjárhæð 18 milljónir dollara eða
774 milljónir króna, sem tekið var
hinn 14. þ.m. vegna Búrfellsvirkj
unar. Með lántökum þessum hafa
verið tryggð nægileg erlend lán til
langs tíma vegna 105 MW Búrfells
virkjunar, samtals að fjárhæð 24
milljónir dollara eða 1032 milljónir
króna.
: ^ Blaðið í dag
Bls. 3 Skipasmíðastöð á Akranesi
— 4 Steinaldarfólk
— 7 Um nýskipan í læknisfræði
— 8-9 Svipmyndir af sögustööum: Fjallið Hengill
Smálaxinn vantaði
— Laxveiðinni lýkur um land allt i dag
Smálaxinn hefur einnig vantað i árnar i N-Noregi
Laxveiöitímanum um allt land
lýkur í dag. Er Iaxveiði hætt í
flestum ám fyrir nokkru, en
veitt er í flestum ám í Ámes-
sýslu og nokkrum ám öðrum
fram á síðasta dag. — Laxveiði-
tíminn er 3 mánuðir í hverri á,
en þar sem veiði hefst í flestum
ám frá 10. til 20 júní, lýkur
veiði I sömu ám frá 10. til 20.
september. — Heildartölur um
laxveiðina liggja ekki fyrir enn-
í árnar fyrir norðan
þá, en með tölum, sem borizt
hafa úr einstökum ám, er hægt
að fullyrða að laxveiðin sunnan-
og vestanlands hefur. verið all
góð, en lakari fyrir norðan. At-
hyglisvert við laxveiðina fyrir
norðan er, að smálaxinn hefur
vantað að mestu leyti. Hefur lax
af fyrsta ári úr sjó varla sézt í
mörgum ánna þar.
Þór Guöjónsson, veiöimála-
stjóri, sem nýlega kom af Nor-
rænu fiskimálaráðstefnunni,
sagði í viðtali við Vísi, að lax-
veiðisérfræðingur norsku veiði-
málastjómarinnar hefði sagt sér
að smálaxinn hefði einnig vant-
aö að lang mestu leyti í laxaám
í Norður Noregi. — Þegar um er
Frh. á bls. 6.