Vísir - 20.09.1966, Síða 3

Vísir - 20.09.1966, Síða 3
V1SIR. Þriðjudagur 20. september 1066, 3 Stálskipasmíðar eru nú ört vaxandi iönaðargrein á íslandi og eru miklar vonir bundnar við hana. — Hefur góð reynsla hlotizt af þeim stálskipum sem þegar hafa veriö smíðuð hérlendis og hafa skipin ekki reynzt síðri en erlend skip f sama flokki. — Dráttarbraut Akraness er nú að bætast í hóp þeirra skipasmíðastöðva, sem smíða stálskip og hefur fyrir- tækið þegar gert samning um 1 þessu nýja húsi verður aðstaða til að smíða allt að 500 t. stálskip. Á planinu fyrir framan húsið verður pláss fyrir 5 stór stálskip i einu. Dráttarbraut Akraness hefur stálskipasmíði smíði 100 tonna fiskiskips. Verður byrjað á því á næstunni Einnig hefur fyrirtækið átt f samningaumræðum við fleiri aðila um smíði stálskipa. Undanfarið hefur fyrirtækið haft nýja dráttarbraut og hús fyrir stálskipasmíðar í smíðum Verður hægt að smíða allt að 500 tonna skip i húsinu, en auk þess verður hægt að hafa 5 skip allt aö 500 tonn að stærð uppi í einu f nýju dráttarbrautinni. Skapast þar aðstaða til að gera við stóru stálfiskiskipin, en hing að til hefur Dráttarbrautin h.f. aöeins haft aðstöðu til að taka upp rúml. 100 tn. skip. Hefur ver ið aðstaöa fyrir 8-10 skip í slippnum í einu. Dráttarbraut Akraness var stofnuð sem hluti af „Vélsmiðj unni Þorgeir og Ellert," sem var stofnuð 1928. Eru fyrirtæk- in ennþá tvö en fyrir dyrum stendur að sameina þau. Var dráttarbrautin reist áriö 1938 og var upphaflega hægt að taka upp mest 40 tonna skip. Seinna var gamla dráttarbrautin stækkuð og endurbætt og er nú hægt að taka upp 8-10 100 tonna skip. Nýja dráttarbrautin er að mestu smíðuð á Akranesi. Til nýjungar í henni má telja skipa lvftu, sem getur lyft 500 tonna skipum. Er settur sleði út á pall lyftunnar sem skipið er látiö hvíla á og er rennt á inn í slipp- inn. Fyrsta stálskipiö, sem stál- skipasmíðastöðin smíðar er fyrir Jón Þórarinsson útgeröar- mann í Reykjavík. Kemur skip ið í stað Mjallar RE-10 sem drukkinn maður stal úr Reykja víkurhöfn og sigldi í strand. Verða vélar og tæki, sem tekin voru úr strandaða skipinu not uð í nýja skipið. Samkvæmt því sem forsvars- menn Dráttarbrautarinnar h.f. tjáðu Vísi, er ráð fyrir því gert að hægt verði að smíða u.þ.b. tvö stór stálfiskiskip á ári. Hvað mikið verður unnið við nýbygg- ingar fer mikið eftir öðrum verk efnum. Fyrirtækið hefur um 80 manns í vinnu og verður sá vinnukraftur nýttur við nýbygg- ingar þegar lítiö annað er að gera. Það er Stofnlánadeild sjávar- útvegsins, sem aðallega hefur lánaö til nýju dráttarbrautarinn ar og hússins, en Export-Import bankinn hefur lánað öll spil og stjórntæki í skipalyftuna til 5 ára. Moskwitch bifreiða- eigendur athugið Geri við Moskvitch-bifreiðir — Fljót og góð afgreiðsla. — Uppl. í síma 14113. Innl f nýju stálskipasmíðastöðinni. Fremst á myndinni er veriö að reisa nýja dráttarbraut og skipalyftu. í baksýn sést gamli slippur Dráttarbrautar Akraness. Léttur iðnaður Minnst 10 metra langt og 3—4 metra breitt húsnæði óskast undir léttan, hávaðalausan iðnað Nánari upplýsingar í síma 30250 milli kl. 16 og 19. Atvinna Röskur maður óskast til starfa í góðri fiskbúð. Góð vinnuskilyrði. Upplýsingar gefur Valgarð J. Ólafsson í síma 12175. I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.