Vísir - 20.09.1966, Side 4

Vísir - 20.09.1966, Side 4
a VIS IR. Þriðjudagur 20. september 1906. „y Kertaljós þarf til ljósa og til „galdraiökunar“. * ,íí Komiö úr hellinum á leiö til borgarinnar, — ef til vill í leit aö mat. Á BRETLANDI jþað lætur í eyrum líkt og lé- legt aprílgabb í dagblöðum, að upp sé runnin ný steinöld á Bretlandi. Auövitað er það líka oröum aukið, en hefur samt við viss rök að styðjast. Svo er mál með vexti, aö nokkr ir hópar unglinga úr Derbyshire hafa lagzt út og tekið sér ból- festu í djúpum hellum í Lin- tockfjöllum þar í skírinu. Og þar sem fundizt hafa merki um dvöl steinaldarmanna, sem lærð ir menn kalla „troglodytes“, einmitt í þessum sömu hellum, kenna útileguunglingarnir sig við þá og kalla sig einu nafni „trogga." Og undir því nafni ganga þeir meðal þeirra sam- borgara sinna, sem þeir vilja ekki lengur teljast til. Öll könnumst við sögur af Hólasveinum þeim, sem gerðu uppreisn gegn aganum í skólan um og samtíð sinni og lögðust út í Surtshelli, og rændu sauð fé borgfizkra bænda sér til mat ar og klæða. Tömdu þeir sér alls konar íþróttir og garpskap og uröu ekki sigraðir nema meö svikum, og hefur löngum staö ið mikill ljómi af dáðum þeirra í sögum og sögnum. Varla er hugsanlegt að mikill ljómi standi í sögunni af dáðum þess ara brezku „trogga“, sem virö ast heldur ógæfuleg útgáfa af útilegumönnum á okkar mæli- kvarða, og helzt eiga sér hlið- stæðu í þeim útigangslýð ungl- inga, sem sett hefur svip sinn á Þórsmörkina um verzlunar- mannahelgina, ef marka má lýs ingu hins brezka blaöamanns, George Lindsey, á því þjóðfé- lagsfyrirbæri. En hann hefur heimsótt „troggana" í hellum sínum, og er eftirfarandi úr- dráttur úr grein hans. Hellamir, þar sem „troggarn ir“ hafa tekið sér bólfestu. eru allt að mílufjórðungur á lengd og liggja yfir hundrað metra undir yfirborði jarðar. Hellis- hvelfingin sjálf er ekki breiðari en meðalstór húsagarður. Niöa myrkur er þar inni, og hafa „troggarnir“ ekki annað til lýs ingar en vaxkerti, sem megna ekki að dreifa myrkrinu nema á smábletti kringum sig. Þungt loft er þar inni og svo kyrrt að ekkert bergmál vaknar í granítveggjunum við tal þar inni, jafnvel ekki þótt kallað sé. Þarna hafði um þrjátíu ungl- inga hópur fast aösetur, þeir elztu rúmlega tvítugir, en þeir yngstu ekki nema 13 til 14 ára — og stúlkur i meirihluta. Allir bera piltamir hár niður á heröar, og stúlkur og piltar klæðast þröngum ■ „gallabux- um.“ Allir taka þessir ungling- ar sér ný nöfn þegar í útlegðina kemur, flest meiningarlaus og fáránleg — og telja sig margir hafa gleymt upprunalega nafni 1 sínu. Fullyrt er að alls séu „troggamir" 1 þessum hellum um eða yfir eitt þúsund talsins. Ekkert samband hafa þeir við heimili sín eða fjölskyldur, enda hafa þeir flestir lagzt út vegna einhvers konar ósamkomulags við aðstandendur sína. Mat sníkja þeir sér, yfirl. alls konar úrganga, er til fellur á matsölu- stöðum í borgunum, eða þeir stela honum. Þeir skiptast i smá hópa tuttugu til þrjátíu saman, lifa við algert sameignaskipu- lag, og allar stúlkumar eru kyn kynmakanautar allra piltanria í hópnum, en frjáls kynmök virð ist eitt af helztu grudvallaratrið unum 1 þessu nýja steinaldar- samfélagi. Annaö er það sem mjög setur svip sinn á samlíf þessara ungl- ingahópa — og jafnvel enn ótrú legra — þeir leggja mikla stund á alls konar furðulegt kukl og galdra eins konar „dulsiðu", sem beinast einkum að því að stæla þrek þeirra til kynmaka annars vegar og hins vegar aö því, aö þeir öðlist einhvers kon- ar „algleymi", ellegar aö þeir geti leyst hugann úr viðjum lík amans að einhverju leyti og far- iö þannig ferða sinna um tíma og rúm — svipað og sagt er um „Finnana“ í fornsögum okk ar. Eitt er það í dulsiðum þeirra, að drekka eins og við- komandi getur torgað úr vatns- pollum, sem safnast í hellna- göngin — og telja „troggamir" vatn það búa yfir kynngimætti sem meðal annars geri þá meiri til kynmaka, og jafnvel hugar- flakks: Dagsbirtuna forðast þeir halda sig í myrkri hellanna á daginn, en fara í mataröflun- arleiðangra sína um nætúr. Kristinni trú hafna „troggam- ir“ eindregið, enda samrýmast lifnaöarhættir þeirra illa boð- oröum hennar — og kvað svo ramt að þvi aö trúboði nokk- ur frá Suður-Afríku, Kenneth Terhoven, hefur fundið hjá sér köllun til að snúa þeim aftur til réttrar trúar og hafiö kristni- boð í hellunum — og er sagt að honum verði lítiö ágengt. „Heimspeki" þeirra „trogg- anna“ er ekki margbrotin. Sam- kvæmt því sem einn af for- sprökkunum sagöi Lindsey, er hún fyrst og fremst í því fólg- in, aö þeir vilja útiloka sig frá umheiminum, og í þeim tilgangi láta þeir myrkriö og hellana skýla sér. „Menn eru til þess skapaðir að lifa í hellum. Hús eru þeim ekki eðlilegir dvalar- staðir, hjónaband og aðrar venj- ur, sem þeir hafa upp tekið, samrýmast ekki heldur mann- legu eöli“. Og forsprakkinn bætti við: „f myrkri hellanna get um við hagað okkur eins og eðlið býður, þar er það okkur hið eina lögmál, sem við tökum tillit til“. Eins og „troggarnir“ afneita samfélaginu, afneitar samfélag- ið þeim. Hvarvetna á dyrum veitingastaða má sjá tilkynning ar um að „troggum“ sé þar meinaöur aðgangur — sem er reyndar alger óþarfi, því að „troggamir“ nálgast ekki götu- dyr slíkra staða, þeir koma ein- ungis að bakdyrunum, þegar myrkt er oröið til þess að sníkja sér þann matarúrgang, sem til fellur. Blaðburðarbörn vantar í vetur í Kópavogi. Uppl. í síma 41168. Dagblaðið VÍSIR Prentnemi óskast í handsetningu. DAGBL. VfSIR Laugavegi 178 DAGBLAÐIÐ VÍSI vantar Röska sendisveina í vetur, hálfan eða allan daginn. DAGBLAÐIÐ VÍSIR Sími 11660

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.