Vísir - 20.09.1966, Page 7
VÍSIR. Þriðjudagur 20. september 1966.
7
Háskóii íslands hefur mjög verið til umræðu síð-
ustu misseri. Menn eru famir að gera sér grein fyrir
því, að háskólahald hér á landi hefur dregizt veru-
lega aftur úr, miðað við nágrannalöndin, bæði hvað
snertir kennslugæði og námsgreinafjölda. Þessari
þróun þarf að snúa við. Ýmislegt hefur verið gert á
síðustu árum til að auka veg háskólans á ný, en
stærri átaka er þörf, ef á að reyna að brúa það bil,
sem er á miili Háskóla íslands og góðra háskóla
erlendis.
Tvær deildir háskólans,
Læknadeild og Verkfræöideild
hafa nýlega látiö rannsaka nám
skipan deildanna til þess að fá
tillögnr um breytta tilhögun á
heimi. Liggja nú fyrir báöum
deildum ýtarlegar tiilögur um
nýskipan náms og prófa.
Greinargerð Martinsens
Læknadeil'din fékk hingað
nocskan sérfræðing, dr. Arne
Martinsen, kennara í félagslegri
læknisfræði við Osióarháskóla.
Hann hafði einmitt starfað mik-
ið við“breyfhJgaf á kennsluhátt-
sögðu er alltof nákvæmur skali,
miðað við nákvæmni prófanna.
Þá leggur hann til, að til loka-
prófs verði skylda að hafa feng
ið vissan fjölda A-einkunna og
ekki meira en vissan fjölda C-
einkunna. Álítur hann slíkt
einkunnakerfi miklu einfaldara
og réttlátara. Þá vill hann ekki
takmarka inngöngu £ deildina
við stæröfræðistúdenta.
B.A. próf eftir þrjú ár
Hvað snertir einstaka hluta
námsins, vill dr. Arne Martin-
sen setja það nýmæli, að á
Nýskipan í lækna-
og verkfræðideild?
Læknanám verði sex ár i tveim hlutum. Verkfræðipróf héðan verði viðar tekið gilt
um við læknadeildina í Osló.
Martinsen kom hingað ti! lands
í vetur er leið og áttí 40 samtöl
við ýmsa menn og hópa, svo
sem atta kennara deildarinnar
fulltrúa stúdenta, landlækni
menntamálaráöherra, heilbrigð-
ismálaráðherra og fleiri aöila.
Síðan sendf^hann hingað tiílög
ur að endurbótum á Læknadeild
og hafa þær um nokkurt skeiö
verið i athugun deildarinnar.
Jónasi Hallgrímssyni lækni var
falið aö kanna tillögumar og
honum til hjálpar hefur veriö
skipoð nefnd þriggja kennara
og tveggja stúdenta viS deildina
í nefndinni eiga sæti Theódór
Skúlason, Haukur Kristjánsson
og Steingrímur Baldursson af
hálfu kennara og Auðölfur Gunn
arsson og Guömundur Sigurös
son af hálfu stúdenta. Er nú
störfum nefndarinnar að ljúka.
2 hiutar í 6 ár ails
Dr. Arne Martinsen lagði til
að kennsluháttum deildarinnar
yrði breytt verulega. Námstím-
inn yrði styttur í 6 ár og námið
vrði aðeins tveir hlutar í stað
þriggja, sem nú er. Jafnframt
vill hann láta lengja skólaárið
þannig að það nái frá 1. sept. til
15. júní, sem jafngildir leng-
ingu námsársins úr sex mánuð-
um í níu. Leggur hann til að
hverju námsári verði skipt í
þrjú tímabil, hið fyrsta frá 1.
sept. til 1. des, annað frá 1.
des. til 15. marz og þriðja frá
15 marz til 15. júní. Dr Martin-
sen vill láta raða greinunum
þannig niður, að ein ákveðin
grein eða greinaflokkur sé aðal-
námsefnið á hverju árstímabili.
Hann gerir ráö fyrir töluverð-
um afföllum á nemendum í
byrjun námsins eins og nú er.
Reiknar hann með að um helm-
ingur nemendanna heltist úr lest
inni eftir fyrsta árið. Hann legg
ur trl, að reynt verði að hafa
samstæða nemendahópa 12
læknanema, þannig aö samband
þeirra og prófessora geti verið
nokkuð náiö.
Aðeins þrjár einkunnir
Þá vill hann, að álit kennar-
anna á Iæknanemum komi fram
£ einkunnum, en prófin ein ráði
þeim ekki. Hann vill auka
verkleg próf á\ kostnað munn-
legra og skriflegra prófa. Þá
vill hann breyta einkunnagjöf
verulega og gefa aðeins þrjár
einkunnir, eina ágætiseinkunn,
aöra meðaleinkunn og þriðju
lélega einkunn, og veröi þess-
ar einkunnir nefndar A, B, og C.
Er þetta mjög róttæk tillaga, því
nú eru gefnar einkunnir frá -e 23
og upp £ +16, sem að sjálf-
fyrsta misseri verði sérstök
námskynning. Auk námskynn-
ingarinnar á fyrsta ári vill dr.
Martinsen láta kenna á fyrsta
misseri eölis- og efnafræði fyr
ir máladeildarstúdenta og náms-
efni til cand. phil. prófs. Á öðru
misseri vill hann láta . kenna
efnafræði, eðlisfræði og líffræði
og sömu greinar á þriðja misseri
en þá bætist við hugtakafræði
læknisfræðinnar.
Á ööru ári vill hann láta
kenna líffærafræði, lífeðlis-
fræöi og líkamsfræði og leggja
á fyrsta misseri áherzlu á Iff-
færafræði, á ööru misseri Iff-
efnafræði og þriðja misseri lik
amsfræöi. Á þriðja og síðasta
ári fyrri hluta vill hann láta
kenna ýmsar fleiri undirstöðu
greinar læknisfræðinnar, svo
sem almenna meinafræði, al-
menna smádýralíffræöi o.s.frv.
í sambandi við þessar tillög
ur dr. Ame Martinsen hefur
komið fram sú hugmynd, að
þessi þrjú fyrstu ár, sem eru
fyrri hluti námsins, jafngildi BA
eða BSc-prófi f líkamsfræöi eða
lífefnafræði, þannig að þeir sem
treysta sér ekki til að halda
áfram í sjúkrahúsum, geti látið
hér staðar numið og haft samt
töluvert gagn og fullan sóma
af námi sínu.
Seinni þrjú árin vill hann láta
kenna hinar ýmsu sérgreinar
læknisfræðinnar og hina hag-
nýtu hluta hennar eins og þeir
birtast læknastúdentum á sjúkra
húsum. Vill hann láta kenna
hverja þá grein samtímis á hag-
nýtan og fræðilegan hátt.
- Þessum tillögum dr. Arne
Martinsen hefur verið fagnaö,
bæöi af prófessorum og lækna-
nemum og má reikna með, að'
þær verði framkvæmdar í meg-
indráttum á næstu árum.
Tvær tillögur í
verkfræðideild
í verkfræðideild voru það full
trúar kennara deildarinnar sjálfr
ar, sem hafa gert tillögur aö
endurbótum á kennslunni. Deild
in skipaöi þrjá menn f nefnd
til þess að gera þessar tillögur.
Skipuðu nefndina Björn Bjarna
son, Loftur Þorsteinsson og Þor
björn Sigurgeirsson. Skilaöi
nefndin áliti snemma á þessu
ári, og byggðist álitið á saman
buröi verkfræðideildar Háskóla
Islands við danska verkfræöihá-
skólann, norska verkfræöihá-
skólann og háskólann í Aachen
í Þýzkalandi.
Tillögur nefndarinnar eru í
tveimur hlutum, f fyrsta lagi
nýtt próffyrirkomulag miðað
viö óbreytta námsskrá, og í öðru
lagi um alveg nýja námsskrá.
í fyrra tilfellinu eru grund-
vallaratriði breytinganna þau;
að prófað verði aö iafnaöi ár
lega í þeim greinum eöa greina-
hlutum, sem kenndir voru á und
anfarandi námsári. Og f öðru
lagi að fjöldi prófa í hinum
ýmsu námsgreinum veröi í aö-
alatriðum í samræmi við bann
tímafjölda sem varið er til
kennslu í greininni. Leiðir þetta
til þess, að prófum fækkar að
jafnaöi um tvö á ári.
í byggingaverkfræöi leggia
þeir til að fellt verði niður próf
á fyrsta ári f rúmfræði og eðl-
isfræði, á öðru ári í aflfræöi og
eðlisfræði og á þriðja ári f stærð
fræði, aflfræði, rúmfræði og eðl
isfræði. En þar bætist við
próf í eölisfræði og hagnýtri
stæröfræöi. í vélaverkfræöi
leggja þeir til aö á fyrsta ári
falli niður próf í rúmfræði op
eölisfræöi á öðru ári í aflfræöi
og eðlisfræði og á þriöja ári falli
niður próf í $tærðfræði, afl-
fræði og rúmfræöi, en viö bætist
próf f hagnýtri stærðfræði og vél
fræði. í rafmagnsverkfræöi
leggja þeir til, að á fyrsta ári
fa^li niður próf f rúmfræði og
eðlisfræði, á öðru ári f aflfræði
og eðlisfræði og á þriðja ári í
stærðfræði, aflfræöi og rúm-
fræði, en við bætist próf í hag-
nýtri stæröfræði. Þetta leggja
þeir til að verði gert til bráða-
birgða.
Verkfræðiprófið verði
víðar tekið gilt
f forsendunum að tillögum
sínum að breyttri námsskrá
segja nefndarmennirnir, að vænt
anlega muni líða nokkur ár enn
þar til síðari hluta kennsla f
verkfræöi verði hafin hér á landi
og því sé nauðsynlegt að ná sam
komulagi við fleiri erlenda há-
skóla um viðtöku nemenda héð-
an f síöari hluta nám. Segja þeir,
að vel sé fært á þremur árun
að undirbúa nemendur hér
þannig að þeir verði hlutgengir
til síðari hluta náms, hvort sem
er f Noregi, Danmörku eða
Þýzkalandi. Hafa þeir því gert
breytingartillögur sínar meö
hliðsjón af kennslu í skólum f
þessum löndum.
Helztu breytingar frá núver-
andi tilhögun eru, auk meiri
kennslu f tæknilegum greinum,
einkum f véla- og rafmagnsverk
fræði. Gert er ráö fyrir, að stærö
fræði og rúmfræði séu kennda-
sem ein grein með heitinu stærð
fræöi. Gert er ráð fyrir að fella
stöðufræðilega hlutann úr afl-
fræði sem öll yröi kennd á 3.
námsári, en taka á móti upp
kennslu í vökvafræði og stærð-
fræðilegri þolfræði, sem nú er
kennd í öllum þremur greinum
verkfræðinnar viö fyrri hluta í
danska verkfræðiháskólanum.
Sameiginleg kennsla i grundvall
aratriðum stöðu- og þolfræði
yrði hins vegar á öðru ári, í
burðarþolsfræöi. Sameiginleg
kennsla í eðlisfræöi yrði fvrstu
tvö árin með svipaöri tilhöigun
og verið hefur, en jafnframt
yrði aukin kennsla fyrir véla-
og rafmagnsverkfræðinga á'
hriðia ári innan eðlisfræöi, hita-
fræði og raftækni. Ráðgerð er
aukning á kennslu f hagnýtri
stærðfræði. Ný grein er efnis-
fræði, sem kennd er f fyrri
hluta, bæði í Noregi og í Aachen
f Þýzkalandi. F.fnisfræði vrði að
hluta sameiginleg, en aö nokkru
leyti yrði að kenna sérstaklega
fyrir byggineaverkfræöinga ann
ars vegar og véla- og rafmagns-
verkfræðinga hins vegar.
Einstakar greinar
Leggur nefndin til, að stúd-
entar í byggingaverkfræði taki
á fyrsta ári próf í stæröfræði,
eðlisfræði, efnafræði og teikni-
fræði, á öðru ári próf í stærð-
fræði, eðlisfræði, hagfræöi,
burðarþolsfræði og yélfræði og
á þriðja ári í aflfræði, hagnýtri
stærðfræöi, jaröfræði, burðar-
þolsfræði, efnisfræði, húsagerö
og í landmælingum.
Stúdentar í vélaverkfræði taki
á fyrsta ári próf í stærðfræði,
eðlisfræði efnafræði og teikni-
fræði, á öðru ári f stærðfræði,
eölisfræði, hagfræði, burðarþols-
fræði og vélfræði og á þriðja
ári í aflfræöi, hagnýtri stærð-
fræöi, vélfræöi, efnisfræði og
hitafræði.
Stúdentar f rafmagnsverk-
fræöi mundu á fyrsta ári taka
próf í stærðfræði, eðlisfræöi,
efnafræði og teiknifræði, á öðru
ári í stærðfræði, eðlisfræði, hag-
fræði, buröarþolsfræöi, og vél-
fræði, og á þriðja ári í afl-
fræði, eðlisfræði. hagnýtri stærð
fræði, efnisfræði og raftækni.
Mundi prófum fækka í öllum
deildum um 11 eða úr 27 í 16.
Að lokum segja nefndarmenn,
að þeir vilji 'gera einkunnakerf-
ið einfaldara, þannig að Örsteds-
kerfið, sem nú er notað, verði
lagt niður, en teknar upp 11
heilar tölur, frá 10 niður f 0,
og enginn aukastafur sé notað-
ur, nema í aöaleinkunn.
Má búast viö þvf, að þessar
tillögur hinna þriggja kennara
deildarinnar komi til fram-
kvæmda mjög bráðlega.
Þannig hafa tvær deildir Há-
skóla íslands byrjaö endurbæt-
ur á námstilhögun sinni. Verð-
ur þess væntanlega skammt að
bíða, að aðrar deildir fylgi á
eftir, — og hliöstæðar ráðstaf-
anir verði einnig gerðar fyrir
greinar, sem enn eru Iftið eða
ekki kenndar við Háskóla Is-
lands.