Vísir - 20.09.1966, Page 9
I
V í SIR. Þriðjudagur 20. september 1966.
mannsöfnuð til að ráða hana af
dögum, en cngu fengu þeir áork-
að að heldur.
Á þessa lund er þjóðsagan um
kvenskassið mikla í Henglinum.
II.
'^7'era má afi-framangreind þjóö
saga hafi fengið byr undir
vængi er ferðamenn týndust eða
uröu úti x vetrarveðrum bæði á
Hellisheiðarleiö og öðrum slóð-
um í námunda viö Hengilinn.
Þarna er villugjarnt, leiðirnar
fjölfarnar, en menn oft af van-
efnum útbúnir, bæði hvað fatn-
að og nesti snertir og urðu því
hríðunum fyrr að bráð en ella.
Á öndverðri 17. öld, eða nán-
ar tiltekið 1621, var norðlenzkur
prestur, Jón Gíslason að nafni,
á leið suður til Bessastaða, en
týndist á leiðinni. Jón þessi
gekk ýmist undir nafninu Jón
Maríulausi eða „gamli Adam“.
Hann var lengi prestur á Mel-
stað I Miðfirði og hafði Jón bisk
up Arason vígt hann sumarið
1550, enda þótt prestlingurinn
hefði þá litla undirbúnings-
menntun hlotið og var aðeins
venjulegur „fatabúrspiltur“ á
Hólum. En biskupi þótti þá i ó-
efni komið með trúarbrögðin á
Suðurlandi og vígði ýmsa til
prests þótt ekki hefðu hlotið
tilskilda menntun, og meðal
þeirra var séra „gamli Adam“.
Þegar séra Jón týndist í Bessa
staðaför sinni 1621 var hann orö
inn farlama gamalmenni, 87 ára
að aldri og í rauninni furðulegt
konulík uppi i Henglafjöllum og
tveir sauðaræflar hjá, sem hún
hafði krækt á hornunum undir
styttuband sitt. Gizkuðu menn á
að það væri lík Höllu, enda
hafði veöur spillzt skömmu eftir
að hún hvarf úr byggð.
IV.
I/'n hvað sem öllum þjóðsögum
um útilegumannabyggð í
Henglafjöllum líður, er það stað
reynd að þar héldust útilegu-
menn við, meira að segja oftar
en einu sinni.
í Fitjaannál er getið um mann
að nafni Eyvindur. Var hann
kvæntur, en hefur sennilega
ekki geðjazt að konu sinni, þvi
austur I Ölfusi tældi hann stúlku
til samlags við sig. Fluttu þau
vestur á land og létust vera
hjón. Þetta tiltæki þeirra þótti
samt af einhverjum ástæðum
ekki gott, voru skötuhjúin því
leituð uppi, handtekin og flutt
til sýslumanns. Þar voru þau
bæði húðstrýkt og að því loknu
stíað sundur og send sitt í hvora
áttina. Árangurinn varð þó ekki
betri en það, að þau náðu sam-
an aftur, og til þess að ekkert
yfirvald stíaði þeim í sundur á
nýjan leik, lögðust þau út í
Hengli og lifðu um stund á
hnupli. Hvort dvöl þeirra þar
varö löng eða skömm er ekki
vitað ,en 1678 náðust þau, og
voru flutt til Alþingis og réttuð
á þinginu. Þannig sameinuðust
þau í dauðanum.
Voru 2 þeirra settir án frekari
umsvifa í snöruna á Þingvöllum
enda stutt að fara. Sá þriðji var
kagstrýktur, en látið þar við
sitja vegna þess hve ungur hann
var.
í Píslarsögu sinni kemst séra
Jón þumlungur þannig að orði,
að sá sem fóstrast í Hengla-
fjöllum mun ekki haldinn vitn-
isbær, þvi þar er þjófabæli.
Þetta skrifar maður lengst norð
ur á Vestfjörðum og bendir það
því ótvírætt til að það orð hafi
legiö á Henglafjöllum að þar
héldu sig þjófar og illþýði.
V.
A seinni hluta 18. aldar voru
hreindýr flutt frá Finnmörk
og sleppt á Reykjanesi. Þar
tímguðust þau vel og rásuöu vftt
og breitt um Revkjanesskagann,
Hellisheiði og Mosfellsheiði og
m.a. í Henglafjöll.
í 2. árgangi „Náttúrufræðings
ins“ lýsir Guðmundur G. Bárð
arson náttúrufræðingur hrein-
dýraveiðum í Marardal nokkru
fyrir miðja 19. öld. Marardalur
liggur norðan Hengillins, hann
er klettum girtur á allar hliöar
en graslendi í botninum og þar
er oft hin ákjósanlegasta beit.
Einstigi er inn í dalinn gegnum
gildrag sem úr dalnum fellur.
Á árunuum 1830-40 bjó bóndi
sá á Elliðavatni sem Guðmund-
ur hét Jakobsson afkomandi
snorra prests Bjömssonar á
.Húsafelli. Guðmundur var ramm
ur að afli og skytta með ágætum
Skeggi, einn svipmesti hnúkurinn á Hengli.
— fjallbáknið við Hellisheiði
að hann skyldi takast svo langa
ferö á hendur án fylgdar. Séra
Jón þurfti að reka einhver erindi
á alþingi, en að þvi búnu hélt
hann frá Þingvöllum suður til
Bessastaöa. Þangað komst hann
þó aldrei, en nokkru siðar
fannst reiðhestur hans mann-
laus í Dyrfjöllum. Leit var gerð
að presti, en gjörsamlega árang-
urslaust — hann hefur aldrei
fundizt.
Þjóðtrúin var ekki í neinum
vafa um hvað af presti hafði
orðið, því enda þótt hann væri
seigur undir tönn, sakir elli,
hafði hann samt orðið kven-
skassinu Jóru að bráö.
III. '
íjjóðsaga er til um það, enda
þótt hún fái ekki við neitt
að stvðjast að Halla fylgikona
Fjalla-Evvindar hafi borið bein
sín í Henglafjöllum. Sú munn-
mælasögn hermir að þegar Halla
náðist síðast og átti að setja
hana með öðrum þjófum í
Reykjavíkurtukthús, hafi hún
verið svo illa á sig komin aö
ekki þótti fært að loka hana inni
og hafi henni þess vegna verið
gefið frelsi. Var hún sett niður á
kot eitt i Mosfellssveit, en dag
nokkum er hausta tók og Höllu
varð litið til Hengilsins, vakn-
aði hjá henni fjallaþráin að nýju
og nóttina eftir hvarf hún.
Nokkrum árum seinna fannst
Annálar geta þess ennfremur
að árið 1703 höföu 3 útileguþjóf
ar verið gripnir I Henglinum
Lagði hann sig m.a. eftir hrein
dýraveiðum og var í frásögur
fært að í einni slíkri veiðiferð
hafi hann borið fullorið hrein-
dýr austan úr Bláfjöllum og
heim til sín a Elliðavatni.
En frækilegasta veiðisagan af
Guðmundi var þegar hann rakst
á 11 hreindýr saman í Marar-
dalnum. Það var í svartasta
skammdeginu, rétt fyrir jól.
Guðmundur varö á undan dýr-
unum að einstiginu og varði
þeim undankomu úr dalnum.
Féllu dýrin fyrir skothríð Guö-
mundar hvert af ööm, og í
hvert skipti sem dýr féll fyrir
skoti, hlupu hin dýrin hring I
dalnum. Gafst Guðmundi á með-
an gott tóm til að hlaða byssu
sína og hafði hana jafnan hlaðna
þegar dýrin bar að. Loks hafði
hann skotið öll dýrin nema
eitt, en það var mikill og stór
tarfur með geysistór hom. Þegar
tarfurinn sá sér ekki undan-
komu auðið réðist hann af
heift á skyttuna, en hún kom
byssunni ekki við og varð því að
takast á við bola. Hvort sá bar-
dagi veröi lengur eða skemur
lyktaði honum þó með sigri Guð
mundar sem gekk af hreinin-
um dauðum, énda var Guð-
mundur sagöur hafa þriggja
manna afl.
Fram til 1918-20 sáust hrein-
dýr á ferð bæði í Henglafjöll-
um og víðar um Reykjanes-
skaga, en þá tekið að fækka til
muna, enda sóttust skyttur
mjög eftir þeim, ekki aðeins
vegna kjötsins heldur og einn
ig vegna skinnanna og skraut-
legra homa. En á þessum ámm
gerði mjög harða vetur og þá er
sennilegt að flest dýranna, sem
eftir lifðu, hafi fallið úr harð-
rétti og hor, a.m.k. sást lítið
til þeirra eftir það. Þó er um
það vitað, að síðasta hreindýrið
sem sást á Suðvesturlandi, var
unnið á svokölluðum Bolavöll-
um, skammt frá Hengli rétt fyr-
ir 1930. Það var vesæl kýr, af-
Framh. á bls. 6
■ *