Vísir - 20.09.1966, Side 12

Vísir - 20.09.1966, Side 12
72 VISIR. Þriðjudagur 20. september 1966. HMMMHB l v sV ^ S\~ J. B. PrísfTey: Næturgestir lammmmmmmmmmrnmmmmmmmtmmm imir, og allt þetta var víst hennar heimur. Það var eins og annarlegur Ijðmi 'neonljósa hefði komið með henni inn í herbergið — og samt, eins og ástatt var, þá var miklu frekar ástæða til þess að fagna komu þessa fólks en hitt. — Hér er fráleitt nokkur sími sagði Sir William og sneri sér að Horace Femm. — Hvorki sími né neitt annað tákn menningar, svaraði hann. — þér eruð alveg einangraður herra minn um stundarsakir og getið ekk ert samband haft við umheiminn en þetta hús er traust. Það getið þér huggað yður við. — Veginum hefur skolað burtu beggja vegna við húsiö, sagði Phil ip nú og naut þess að sjá hve Sir William var hjálparvana en honum hafði fundizt eigi lítill derr ingur í honum, er þeir hittust inni í bænum og fannst hann líta niður á sig, en nú mundi vera komið ann að hljóð i strokkinn hjá honum. — Okkur fannst ógerlegt að komast fram eða aftur þegar við vorum komin hingaö. bætti hann við, ég skil ekkert í hvernig þiö komust hingaö. — Við höfum víst ekki veriö langt á eftir ykkur, sagði Sir Willi am, tók stól, dró hann að borðinu og settist. Ég þóttist sjá rauðu Ijósunum aftan á bílnum ykkar bregða fyrir í myrkrinu, aö minnsta kosti einu sinni. Ég jók hraðann — ekki þýddi neitt að snúa við og svo vorum við allt í einu komin út ' vatn — bíllinn drap á sér en ég kom honum í gang viö illan leik og svo er við komumst upp úr vatn inu var eins og fjallshlíðin væri að hrynja yfir okkur. Grjót lenti á bí!n um og bíllinn stöövaöist og við urð um að skilja hann eftir. Við ætl- Orðsending til bifreiða- eigenda Séu hjólbarðar ykkar með grynnra munstri en 1 mm eru þeir ólög- legir og endingarlitlir. Þó er ea. 3 —7 mm slitlag eftir að grunnstriga. Skorið munstur allt að y2 mm að striga veikir ekki hjólbarðann. — Vegna nýju hjólbaröalaganna höf- um viö fengið vél, sem nýtir hjól- baröana til fullnustu. Hvaða gagn gerir munstring? 1. Eykur endingu barðans um ca. 8—10 þús. km. 2. Barðinn fær nýja kælingu og endist þvi lengur. 3. Léttir aksturinn (t. d. léttir bíl- inn i stýri). 4. Hjólbarðar verða aftur löglegir. Það kostar aðeins frá kr. 80 á hvem hjólbarðg og tekur 20 mín. Við skoðum hjólbarðana yður að kostnaðarlausu. Önnumst einnig hjólbarðaviögeröir og seljum nýja hjólbarða. Reyniö viöskiptin. A t h u g i ð : Opið virka d. kl. 8—12.30 og 14—20 — laugard. kl. 8—12.30 og 14—18 — sunnud. eftir pöntun. Tekið á móti pöntunum I síma 14760. MUNSTUR OG HJÓLBARÐAR Bergstaöastræti 15 (gengiö inn frá Spítalastíg) uðum sannast aö segja varla að komast út úr honum. — En hvernig funduð þið þetta hús? spurði Philip. — Já, við urðum að skilja bíl- inn eftir og hann er þar sem viö skildum við hann, svo framarlega sem ný skriða hefur ekki sópað honum með sér, já, það er huggu- legt eða hitt þó heldur og þetta var lítill Hispano sem ég hafði látið smíða gagngert handa mér, og ég fæ aldrei bíl sem mér fellur eins vel viö en svona er það alltaf. Kom ist maður vfir eitthvað sem manni fellur eða þykir vænt um gengur það manni úr greipum. Nú, jæja, við gátum ekkert tekið með okk- ur, urðum aö skilja töskurnar eft ir og skríða hingað frekar en ganga um grjóturðir og klungur — við höfðum vasaljós, en þaö var ekki mikið gagn í því. Svo sáum við ljós og stefndum á það sem bezt við gátum og nú erum við.hingað komin. og hér verðum við að, vera til morguns — með ykkar góða þið verið viss. Ég hélt sannasi: áð segja, að við mundum ekki ;sleppa lifandi. Má ég taka þetta glas? ■ Hann beið ekki eftir svari, tók upp vasapela og hellti úr honum í glasið viskýi að því er virtist og hvolfdi því í sig. — Hæ, hæ, hrópaði unga stúlkan þú hefur þó ekki tæmt úr pelanum? — Ég er smeykur um það, Glad ys, sjáöu — Hann hélt á loft flöskunni. — Þokkapilturinn, tautaði hún, en Sir William sagði mjúklega: — Afsakaöu. Gladys sat við eldinn, hún hafði farið úr stígvélunum, því að þau voru upphá. Gladys teygði fæt- urna að eldinum til þess að silki- sokkamir þornuðu. — Ég hafði ilskó í bílnum, sagði hún við Margaret, það var allt og sumt eiginlega, sem ég hafði með mér — skyldum við geta fengið að sofa hér I nótt? Margaret hristi höfuðið. — Nei, ég er smeyk um að við verðum að vera I þessu herbergi i alla nótt. Hún mælti kuldalega, næstum fjandsamlega, hún viðurkenndi með sjálfri sér að þetta væri skammarleg framkoma, en hún réði ekki við það. Árum saman hafði hún ávallt haft andstyggð á kvenfólki þessarar tegundar, og hún gat ekki söðlað um I einni svip an, þótt þessi stelpa — auðsjáan- lega dansmey — hefði flækzt þarna inn. Henni stóð á sama um þenr.- an Sir William. Hann fór að minnsta kosti ekki I taugarnar á henni. Hann virtist „kaldur karl" og það gæti verið hressilegt, að einn af þeirri tegundinni hefði slegizt í hópinn. Þau settust nú öll aftur að mat- borði, en Morgan var horfinn eitt hvað með diskinn sinn. Sir Willí- am komst aö þeirri niöurstöðu að hann myndi hafa gott af að fá kjötbita, brauð og ost. Hann sett'st milli þeirra Horace Femm og Margaret. — Komdu hingað, Gladys, Kall aði hann, ef þú vilt fá eitthvað I gogginn. Við ruddumst hér inn sem óboðnir gestir, en þau era svo vinsamleg að ætla aö hýsa okkur og bjóða okkur að borða. — Þetta líkar mér, kallaði hún hressilega — og hér kem ég. Pend erel skaut fram stó] handa henni og hún .settist yið hlið hans. Hann veitti því athygli að Gladys brosti — næstum háðslega — að Rebekku Femm, þegar hún starði á hana. Hann var sannfæröur um, að hún væri engin frekjudós — og líklega „bezta stelpa.“ Hún horfði á hann og hnyklaði brúnir. — Hvað heitiö þér, ef mér leyfist að spyrja — ég á svo erfitt með aö muna nöfn? — Penderel svaraði hann og hugs aði eitthvað á þá leið, að stundum gæti það komið sér illa að hafa eng an titfl, eða að minnsta kosti e>tt- hvert starf. -/ormaf- ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr EierðpIosEi: Format innrétfingar bjóða upp á annað hundrað fegundir skápa og iitaúr- val. Allir skápar með baki.og borSpIata sér- smíðuð. EldhúsiS fæst mcS hljáðcinangruS- um stálvaski og raftækjum af vönduSustu gerS. - SendiS eSa komiS meS mál af eldhús- inu og viS skipuleggjum cldhúsiS samstundis og gerum yður fast verStilboS. Ótrúlega hag- stætt verð. MuniS aS söluskattur er innifalinn í tilboSum frá Hús & Skip hf. NjótiS hag- stæSra greiSsluskilmála og — lækkiS byggingakostnaSinn. imijEBFB: RAFTÆKI HÚS&SKIPhf. tAUGAVEGI II • SIMI 21515 Þetta hlýtur ,að vera Bilski flugstjóri, lof Það er betra að leita aftur til trjánna til Þeir hafa látið hann lifa þetta lengi — aö- sé guöi að hann er á lífi ennþá. þess aö gera áætlanir um björgun. eins ef þeir gæfu honum nokkrar stundir í viðbót. Golfáhöld O P. Eyfeld Ingólfsstræti 2. METZELER hjólbarðarnir eru sterkir og mjúkir, enda vestur-þýzk gæða- vara. Hjólbarða- og benzínsalan við Vitatorg. Simi 23900 Barðinn h.f. Ármúla 7. Sími 30501 Ai cenna Verzlunarfélagið h.f. Skipholti 15. Sfmi 10199 » .... .............. -* FRAMKÖLLUM FfLMURNAR FUÓTT OG VE GEVAFOTO AUSTURSTRÆTl 6

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.