Vísir - 14.10.1966, Blaðsíða 2
V í S IR . Föstudagur 14. október 1966.
Mikill áhugi á
þríþrautinni
1 síðasta mánuði hófst um
allt land keppni á vegum Frjáls-
íþróttasambands Islands, sem
nefnd hefur verið Þríþraut FRl
og Æskunnar. Rétt til þátttöku
eiga skólabörn, á aldrinum 11—
13 ára, en keppt er í 60 m hlaupi
hástökki og knattkasti/
Ahugi virðist vera mikill á
keppni þessari, en keppni sú,
sem nú stendur yfir er eins kon-
ar undankeppni, næsta vor held-
ur undankeppnin áfram og úr-
slit verða síðan f Reykjavík í
júnímánuði 1967.
Sigurvegarar í keppninni
hljóta mjög glæsileg verðlaun,
m. a. ferð til Grænlands með
flugvél F. í.
Myndin, sem hér fylgir er frá
keppni Laugalækjarskóla í
Reykjavík, en þátttaka var mjög
mikiL
liðin leiki mismunandi marga
leiki á skömmum tíma, þvf sam-
kvæmt þessu kerfi yrðu liðin
alltaf búin að leika jafnmarga
leiki eftir hverjk umferð.
Og fvrir þá sem vilja velta
kerfi Erik Wieg Sörensens vel
fyrir sér til umhugsunar, hef
ég sett upp íslandsmót I. deild-
ar eftir kerfi hans, að svo miklu
leyti, sem það er hægt eftir
niðurröðun mótsins, og má ef-
laust hafa það á fleiri vegu en
hér er gert.
Þróttur — I.B.A. 1:1 R
Valur — KR 0:1 R
I.B.K. — I.A. 1:2 A
Þróttur 2 st. Valur 0 st. IBK 1
st. KR 4 st. IBA 3 st. IA 5 st.
II.
Þróttur — KR 1:5 R
Valur — I.A. 1:1' A
I.B.K. — I.B.A. 5:0 Ak
Þróttur 1 st. Valur 3 st. IBK 5
st. KR 4 st. ■ IBA 0 st. IA 2st.
III.
Þróttur — I.A. 1:3 A
Valur — I.B.A. 3:0 R
I.B.K. — KR 2:0 R
Þróttur 2 st. Valur 5 st. IBK 3
st. KR 1 st. IBA 0 st. IA 4 st.
IV.
Þróttur — Valur 0:1 R
I.B.A. — KR 2:2 R
I.B.K. — I.A. 4:1 K
Þróttur 1 st. Valur 4 st. IBK 5
st. KR 2 st. IBA 3 st. IA 0 st.
V.
Þróttur — I.B.K. 1:1 R
I.B.A. — I.A. 2:1 Ak
Valur — KR 3:2 R
Þróttur 2st. Valur 5 st. IBK 3
st. KR 1 st. IBA 4. st. IA 0 st.
VI.
Þróttur — KR 0:5 R
Valur — I.A 1:0 R
I.B.K. — I.B.A. 1:1 K
Þróttur 0 st. Valur 4 st. IBK 2
st. KR 5 st. IBA 3 st. IA 1 st.
VII.
Þróttur — I.A. 1:1 R
Valur — I.B.K. 2:3 K
I.B.A. — KR 1:0 Ak
Þróttur 2 st. Valur 1 st. IBK 5
st. KR 0 st. IBA 4 st. IA 3 st,
VIII.
Þróttur — I.B.K. 0:1 K
Valur — I.B.A. 1:1 Ak
KR — I.A. 2:1 A
Þróttur 0 st. Valur 3 st. IBK 4
KR 5 st. IBA 2 st. IA 1 st.\
Framh. á bls. 6.
NÝR ÚTREIKNINGUR STIGA í
KNA TTSPYRNUMÓTUM
Erlendir sérfræðingar telja að með tillifi til nýrra
leikkerfa þurfi nýjar aðferðir við stigagjöf
— eftir Sölva Oskarsson, knattspyrnuþjálfara —
Þetta er spuming, sem
vaknað hefur á undan-
förnum árum. Með til-
komu þeirra nýju leik-
kerfa í knattspymu, sem
notuð em í dag og notuð
hafa verið undanfarin ár
þ. e. 4—2—4 og 4 3—3,
og flestir halda fram að
séu varnarkerfi, sem séu
að eyðileggja knatt-
spyrnuna.
En hvers vegna eyðileggur
vel útfært varnarkerfi knatt-
spymuna, spyr eflaust einhver?
Og svariö verður, reynslan
hefur sýnt að meiri áherzla er
lögð á vörnina Færri mörk koma
í hverjum leik. Nú kemur eitt at
riði, en það eru áhorfendur.
Hvað segja þeir? Þeir eru sjald-
an spurðir. Svör hafa fengizt frá
þeim með minnkandi aðsókn að
knattspymuleikjum um Evrópu
á undanförnum tveimur árum,
og þess er skemmst að minnast
hér heima í vor, er þremur leikj-
um f röð lyktaði án þess að
mark væri skorað, það skeöi
á Reykjavíkurmótinu. Blöðin
settu upp sitt stærsta letur og
kenndu 4—2—i vamarkerfinu
um, enda notuðu öll Reykjavík-
urliðin þá leikaðferð. En hverju
svaraði fólkið? Deildakeppnin
hófst og henni lauk eftir þrjá-
tíu leiki. Og þegar forráðamenn-
imir litu í kassann, var afrakst
urinn einn sá lélegasti síðan
tvöföld deildaképpni hófst.
Svar fólksins var fengið hér,
eins og annars staðar. Tveir
aukaleikir fóru fram um efsta
sætiö, og þeir björguðu svo
sannarlega fjárhagnum í ár. En
við getum ekki reiknaö með ár-
legum aukaúrslitaleikjum til að
bjarga fjárhagnum. Og góður
fjárhagur er knattspyrnunni
nauðsynlegur til að halda henni
gangandi. Og þess vegna verður
að halda áhuga fólksins og taka
tillit til skoðana þess.
En hvað skal til ráða, ef hætt-
an af varnar„taktík“ nú-
tíma knattspyrnu er svona mikil.
Þessu hafa sérfræöingar knatt
spymunnar erlendis velt mikið
fyrir sér. Og þeir komast að
þeirri niðurstöðu að breytinga
sé þörf í stig'aútreikningi knatt-
spymumóta. Þegar em komnar
fram þrjár mismunandi tillögur
um stigaútreikning. Og vitað er
um tvö Evrópulönd, sem breyta
hjá sér á næstunni.
Til gamans ætla ég að sýna
hér stigakerfi eftir gamalreynd-
an danskan leiðtoga Erik Wieg
Sörensen.
Hann segir aðalatriðin þessi:
1. Að fá fleiri mörk í hverjum
leik.
2. Að leggja meira upp úr
stórum sigrum, en að reyna að
halda „hreinu“ í varnarleik.
3. AÖ auka áhorfendafjöldann
með tilkomu meiri sóknarleiks,
en verið hefur.
Kerfi sitt útfærir hann þann-
ig: Ef sex lið leika í deild, eins
og hjá okkur, þá eru spilaðar
10 umferöir með þremur leikjum
í hverri. Leikimir þyrftu að fara
sem flestum mörkum. Og einnig
að liðið sem leikur á heimavelli,
hlýtur færri stig en gestirnir í
jafntefli. Og þaö er einmitt
þetta, sem veldur okkur heila-
brotum, því hvernig getum við
útfært þetta hér, þegar liðin
hafa ekki öll heimavöll? Hvað
um Val og KR, sem gerðu jafn-
tefli I Laugarðal? Deila stigun-
um jafnt segir einhver. Kemur
það þá ekki rangt út með tilliti
til jafnteflis I.B.K. gegn Val,
fram á svipuðum tíma, þó er
það ekki skilyröi. Eftir hverja
umferð eru gefin stig 5 til 0
eftir því hver beztu úrslitin eru.
Ef jafntefli er, fær liöið sem
leikur að heiman stigi meira
en heimalið. Lítum á smá upp-
setningu.
Takið eftir jafnteflis leikjun-
um hvað mikið er lagt upp úr
sem við reiknum út gestunum
í vil?
Annað atriði sem viö skulum
líta á. Nær ógemingur yrði að
fresta leikjum, sem eflaust yrði
til bóta, því að frestanir eru
hvimleiðar og oft af litlu tilefni.
Þriðja atriöið: raða þyrfti öll-
um 10 umferðunum niður fyrir
fram. Við fengjum jafnmarga
leiki og í dag, en við mundum
losna við slæman galla íslenzkr-
ar knattspyrnu, en það er að
l