Vísir - 14.10.1966, Blaðsíða 7
7
V tS IR . Föstudagur 14. október 1966.
II.................................................................»SBE5
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
UPPSTIGNING
Nýtt houstverð
300 kr. daggjald
KR. 2.50 á ekinn km.
ÞER
v'
LEIK
Erlingur Gislason og Valur Gíslason.
Rauðarárstíg 31
sími 22-0-22
■HHBHnBMaBRinHHHHBBBKw
,UflUHiyiUIMJUniMUfi^a<iá<dCgir.-4^ V.
EFTIR SIGURÐ NORDAL - LEIKSTJÓRI: BALDVIN HALLDÓRSSON
TÓNLIST: JÓN NORDAL - LEIKMYND: GUNNAR BJARNÁSON
Cetjum sem svo, aö dr. Sigurður
Nordal hefði engin vísinda-
leg afrek unnið. Setjum sem
svo, aö ekkert lægi eftir hann
í rituðu máli utan þetta eina
smásagnakver, þessi eina þula
og þetta eina leikrit hans. Samt
sem áöur væri næg ástæða til
að þjóöin hyhti hann áttræöan
í þakkarskyni fyrir merkilegt
framlag hans til ísienzkra bók-
mennta. Það verður einhvern
tíma viðurkennt, að skáldiö Sig-
uröur NordaJ *hafi staðið í helzt •
til hljóöum skugga af vísinda-
manninum, dr. Sigurði Nordal.
Þeir höfundar íslenzkir eru telj-
andi, sem jafnvel hafa gert smá-
sögur í heföbundnum stíl," og
„Hel“ er ekki einungis sérstætt
heldur og fráhært listaverk. Þul-
an er einn af fáguðustu gim-
steinum íslenzkrar Ijóölistar. Og
síðan „Uppstigning“ var samin,
hefur enginn íslenzkur höfund-
ur skrifað jafnathyglisvert leik-
rit, annar en Laxness.
Það er því, vægast sagt, harla
ósmekklegt að komast þannig
að orði, að Þjóðleikhiisið hafi
valið sér þetta leikrit að við-
fangsefni til heiöurs Nordal
vegnajáttræðisafmælis hans, rétt
eins og þar þyrfti einhverrar af-
sökunar við. Þá hefði verið nær
að leita einhverrar afsökunar á
því, að „Uppstigning" skuli ekki
hafa veriö sett þar fyrr á svið.
í rauninni er'þafð-ófýrirgefanlegt
tómlæti. Betra er þó seint en
aldrei, og frumáýningin í kvöld
leið var með þeim ágætum, að
ekki tjóar að vera með neitt
nöldur. Þar hefur bersýnilega
verið vel til alls vandað, sem
auðvitað er gleöilegt en ekki
þakkarvert í sjálfu sér. Baldvin
Halldórsson svnir enn sem oft-
ar, að hann er nærfærinn og
smekkvís leikstjóri og leikmynd-
ir Gunnars Bjarnasonar eru
mjög vel geröar og falla vel að
efni leikritsins og stíl, en þó ber
leikmynd þriðja þáttar af hin-
um, að mínum dómi.
Val leikenda í hlutverk hefur
tekizt mjög vel. Svo vel, að
enda þótt tuttugu ár séu síðan
leikritið var samið, gat maður
auðveldlega taliö sér trú um að
höfundurinn hefði samið aðal-
hlutverkin með tilliti til þeirra
leikara, sem hafa þau með hönd-
um nú, og þá er vel að verið.
Flutningurinn veröur því mjög
samfelldur, að sjálfsögðu á leik-
stjórinn snaran þátt í því, hve
þriðji þátturinn stendur í traust-
um tengslum viö annan og
fjórða, lokaþáttinn. Þar er leik-
stjóra og leikurum hvað mest-
ur vandi á höndum, og kannski
má deila um þaö hvort átökin í
þriðja þætti megi ekki verða
enn sterkari á kostnað heildar-
samræmisins.
Fyrri i altaristöflufundurinn
tókst með afbrigðum vel. Aftur
á móti fannst mér daufara yfir
þeim seinni, og þótt undarlegt
megi viröast þá var atriöið, þar
sem læknisfrúin og presturinn
áttust við. Það var eins og Er-
lingur héldi ekki í viö Krist-
björgu í þeim átökum; prestur-
inn yrði um of svipvana í hönd-
um hans, þannig að sterkur leik-
ur Kristbjargar fékk ekki þá
svörun, að hann nyti sín. En
þar. er hlutverk prestsins líka
hið erfiðasta, einmitt vegna þess
hvílíkur guðsgemlingur hann er
og átakalítill.
Frú Petrína Skagalín er sann-
arlega í traustum höndum, og
hef érr sialdan séð ftnnu Guð-
mundsdóttur takast eins vel á
leiksviði — þaö var öldungis
eins og hlutverkið væri samiö
fyrir hana sérstaklega, eins og
ég gat um áður. Þá lék Helga
Valtýsdóttir fröken Johnson af
mikilli snilld. Annars voru kon-
urnaf hver annarri snjallari á
altaristöflufundunum báðum,
Guðbjörg Þorbjarnardóttir leik-
ur frú Jónínu Davíðsen af ó-
svikinni kímni, sem hún getur
bersýnilega beitt á leiksviði, þó
að hún geri það ekki oft, og
Kristbjörg Kjeld lék læknisfrúna
af miklum skörungsskap. Og ég
verð að nota áöur sagða setn-
ingu einu sinni enn — það er
eins og hlutverk Jóhönnu Einars
sé samið sérstaklega fyrir Brí-
etu Héðinsdóttur, sem sýnir
þarna ákaflega sannfærandi leik
og heilsteyptan; leikur hennar i
næturatriöinu er eitt af því
bezta, sem ég hef séð til hennar.
Margréti Guðmundsdóttur er
ekki ýkjamikill vandi á höndum
í hlutverki Dúllu, sem hún skil-
ar eins og til er ætlazt. Róbert
Arnfinnsson ætti að vera farinn
að kunna tökin á útgerðarmönn-
unum, enda er Haraldur Davíð-
sen þar í traustum höndum.
Rúrik Haraldsson leikur Kol-
bein Halldórsson listmálara af
smekkvísi, en það er lítið hlut-
verk, og læknirinn, Ásbjörn
Baldvinsson, verður einkar trú-
verðug manngerð í túlkun Bessa
Bjarnasonar. Þeir Jón Sigur-
björnsson og Valur Gíslason
leika hlutverk hæstvirts höfund
ar og leikhússtjórans slétt og
fellt. Jónína Jónsdóttir leikur
vinnustúlku, lítið hlutverk. Hlut
verk prestsins er mest og vanda-
samast, en Erlingur Gíslason
túlkar þá mótsagnakenndu og
tættu manngerö af vandvirkni
og nærfærni. Átök hans á fjall-
inu við sjálfan sig verða kann-
ski ekki eins sterk og þau
mættu vera, en um þ,að má deila
eins og áður er getið — hóf-
stillingin, sem hann sýnir þar,
hefur líka sinn kost hvað snertir
heildarsvipinn.
Efni leikritsins verður ekki
rakið hér, en mér finnst viðeig-
Erhngur Gíslason og Briet Heðmsdottir.
andi að láta höfundinn sjálfan
gera nokkra grein fyrir verki
sínu, og leyfi mér því aö taka
stuttan kafla úr eftirmála hans
að „Uppstigningu“, útg. 1946,
sem birtur er í leikskránni „Aö
leikslokum11;
„Frá almennu sjónarmiði eru
yrkisefni miklu færri og oftar
endurtekin en flesta grunar. Svo
er um þetta: einlyndi og marg-
lyndi, baráttu einstaklinga við
umhverfi sitt, viöleitni til sjálf-
ræðis gegn kröfumvborgaralegs ;
skipúlags o. s. ffv., sem er al-
gengt og áö líkindum'æVárandi 1
vandamál lífs og viðfangsefni
skáldskapar. Hitt varðar mestu,
hvernig tilbrigði þess veröa lífi
gædd í persónum, orðum og at-
vikum.
En þegar að því kemur, —
eða ’ ef til þess kemur, að per-
sónurnar vilji taka til sinna ráöa
og höifundurinn sampínist þeim
í kröggum þeirra, rekast bæði
þær og hann á aðrar skorður en
í lífinu — og þó náskylds eðlis:
þær skorður formsins, sem öll-
um skáldskap eru settar. Að
vísu möglar öll skepnan meira
eða minna, leyndara eða Ijósara,
gegn því, sem forlögin leyfa
henni að verða, vera og gera.
En hún verður að sætta sig viö
þessar skefjar í reynd — og er
enn fúsari að gera þaö í skáld-
skap, svo aö ekki sé talaö um
aðrar listir, sem hafa ennþá
krappara svigrúm. Það má vel
vera, að flest . skáld urii því
mætavel að hafa í öllum hönd-
um við afkvæmi sfn, stjórna
þeim með einræöisvaldi, upp-
hefja þau eða niðurlægja, gera
þau að hetjum, píslarvottum
eða fíflum, kála þeim tímanlega
eða andlega eftir hentugleikum
og þar fram eftir götunum. En
hví skyldi það ekki geta komið
fyrir, að óharðnaður viðvaning-
ur afsalaði sér slíkum völdum
og gengi í lið með fórnarlömb-
unum — eða að minnsta kosti
einhverju þeirra? Þá er höfund-
urinn (með litlum staf!) orðinn
- öndveröur Hæstvirtum Höfundi,
sem hefur allan lagarétt listar-
innar sín megin, — og hlaupin
snurða á hin venjulegu vébönd
formsins“.
Leikhúsgestir tóku „Uppstign-
ingu“ mjög vel, og í lokin var
höfundurinn hylltur, ásamt leik-
urum og leikstjórn, lengi og
innilega. En þeir, sem viðstaddir
voru frumsýninguna í Iðnó forð-
um, hafa eflaust saknaö óviss-
unnar og spennunnar, sem gerði
hana með eftirminnilegustu
frumsýningum, sem sögur fara
af hér f borginni — slíkt verður
ekki endurtekið af góðum og
gildum ástæöum. Nú er enginn
lengur í vafa um höfundinn, og
kannski er ádeilan á lífið í „þorp
inu“ orðin okkur stórborgarbú-
um svo fjarlæg, að við getum
notiö hennar án þess aö brodd-
arnir rispi hörundið hið minnsta.
Þetta eiga þeir í kaupstöðunum
úti á landi, og verði þeim að
góðu, háhýsin eru upp yfir slíkt
hafin ... eða hvaö?
, , 'l ' i.
Loftur Guðmundsson.