Vísir - 14.10.1966, Page 16
VISIR
Fösiudagur 14. október 1966.
Flokksráðsfundur
Flokksráösmenn Sjálfstæðis-
flokksins eru roinntir á fulitrúa-
ráðsfundmn, sem hefst f dag kl.
2 e.h. í Sjálfstæðislriisimi.
MARGYFIRL YSTSTEFNA USA AÐ
KOMA Á FRIÐI í VIET
Tvær umsóknir um
prófessorsemb-
ætti í lögum
Tveir sóttu um prófessorsemb-
ættið í lögum við Háskóla íslands,
en umsóknarfresturinn rann út 10.
október. Það eru þeir Lúðvík Ing-
varsson, fyrrum sýslumaður £ S-
Múlasýslu og Þór Vilhjálmsson
borgardómari í Keykjavík.
— Unnið er nú að margs konar endurbótum
i landinu, segir mr. Holmes, fyrrv. sendi-
herra USA, sem er hér i stuttri heimsókn
„Það hefur alltaf verið yfir-
lýst stefna Bandaríkjastjómar
að koma á vopnahléi i Viet
Nam. Stjóm Bandarikjanna hef-
ur notað hvert tækifæri, sem
boðizt hefur til að koma þess-
ari stefnu sinni á framfæri við
gagnaðilann í styrjöldinni, en til
þessa meö litlum árangri". Þetta
voru orð mr. Julius C. Holmes,
fyrrverandi sendiherra Banda-
rikjanna víða um heim, m. a. í
London. Fréttamaöur Vísis
spjallaði stutta stund við mr,
Holmes í gærkvöldi. Hann mun
á laugardaginn halda fyrirlestur
á vegum Stúdentafélags Reykja-
víkur í Sigtúni, og mun fyrir-
lestur hans fjalla að mestu leyti
um það, sem er að gerast í Suð-
austur Asíu.
Mr. Holmes sagði einnig í gær
kvöldi: „Það eru vopnaátökin í
Viet Nam, sem alltaf er gert
mest úr í frásögnum blaða.
Minni áherzla er lögð á aðra
starfsemi Bandaríkjastjórnar í
landinu. Bandaríkjastjóm hefur
í samráði við stjóm Suður-Viet
Nam verið að koma á ýmsum
endurbótum í landinu. Byggö
hafa veriö sjúkraskýli, skólastof
ur og fleiri álíka stofnanir. Þess
má geta sem dæmi að á sl. ári
hafa verið byggðar í Suður-Viet
Nam allt að 10.000 skólastofur,
þannig, að Bandaríkjastjóm hef-
ur látið f té efni til bygginganna,
en fbúar Suður-Viet Nam hafa
síðan annazt byggingafram-
kvæmdir. Stundum hefur að
Framh. á bls. 6.
Rússar brugóust loforði um
afgreiðslu á betra benzíni
Oliufélögin hafa ekki fengið leyfi til að
inn vestrænt benzin með hærri
oktantólu, þrátt fyrir eindregin tilmæli
Vilhfálmur Jónsson, for-
stjóri Olíufélagsins h.f.,
skýrði Vísi frá því í gær,
að olíufélögin gætu ekki
fengið benzín frá Sovét-
ríkjunum með hærri okt-
antölu en nú er og þau
gætu heldur ekki fengið
heimild til að flytja inn frá
vestrænum löndum benzín
með hærri oktantölu.
Þetta kom fram í viðtali, sem
Vísir átti í gær viö Vilhjálm út af
ummælum Arinbjamar Kolbeins-
sonar læknis, og formanns Félags
íslenzkra bifreiðaeigenda, þar sem
hann lét i ljós megna óánægju af
hálfu FÍB út af því, aö einungis
fæst innflutt benzín með oktantöl-
unni 87, þegar vélar flestra bíla,
sem nú eru fíuttir inn, þurfa oktan-
töluna 94 eða enn hærri.
Vilhjálmur sagði: „Það hefur ekki
staðið á olíufélögunum að flytja
inn betra benzín. Þau hafa ár eftir
ár óskað eftir því við Rússa, að
þeir afgreiddu hingað benzín með
hærri oktantölu. Rússar hafa hins
vegar ekki taliö sig geta afgreitt
betra benzín en nú er flutt hingaö.
Þegar olíusamningur var gerður fyr
ir yfirstandandi ár, lofuöu Rússar
að afgreiða árið 1967 benzín með
hærri oktantölu. Eftir ítrekaöar fyr-
irspumir olfufélaganna kom svo
bréf frá Sovétrfkjunum 20. septem-
ber, þar sem sagt var, að ekki
mundi verða hægt að flytja hingað
benzín meö hærri oktantölu á ár-
inu 1967.
— Olíufélögin hafa einnig ósk-
Framh. á bls. 6.
Vopnahlé í „eggjastríði
//
Deilumál nokkurt á Akranesi
virðist nú aö fullu útkljáð, en
það er deila við bændur á Inn
nesinu vegna eggjatöku bæjar-
búa í Akrafjalli, en það hefur
raunar verið árviss deila, því
þegar bæjarbúar hafa farið til
eggjatöku í fjallinu hefur eldur
inn blossað upp.
En nú fór svo vænlega að
rykfallið afsalsbréf frá 1928
kom í leitimar og sannar að
Bjöm Lárusson bóndi á Ósi i
Ytri Akraneshreppi seldj Akra-
nesbæ land í fjallinu fyrir 5000
krónur og er það í svonefndum
Berjadal og nánar kveður á um
stærð landsins í bréfinu.
Eldri menn á Skaganum vissu
um kaup þessi, en sönnunar-
gagnið vantaði þar til nú að
það kom í leitirnar. Eggjastríði
Akumesinga og bænda við Akra
fjall ætti því að vera lokið.
Indíánasýningu aö Ijúka.
Undanfarnar vikur hefur staðið
yfir í ameríska bókasafninu í
Bændahöllinni sýning á munum
Indíána og hefur margt manna skoð
að sýninguna, m. a. margir bekkir
bamaskólanna í fylgd með kenn-
urum sfnum.
Nú hefur verið ákveöið að sýn-
ingunni Ijúki 19. október, og mun
hún þá flutt til ísafjarðar og sett
upp í gagnfræðaskólanum þar.
Jufius C. Ilolmes.
Oðlingur dreginn
til Vestmannaeyja
Um 4 leytið í gær tókst varðskip I inn af strandstaðnum á Mýrdals-
inu Albert og Lóðsinum frá Vest- sandi. Báturinn virðist ekki vera
mannaeyjum aö ná v. b. Öðlingi á skemmdur aö ráði og var dreginn
flot, en það var fjórða tilraunin til Vestmannaeyja í gær, en þar
sem gerð var til þess aö losa bát-1 veröur ástand hans athugað nánar.
Ólafsf jörður, Hrísey og Kópa-
sker í sjólfvlrkt símasam-
band fyrir mitt næsta ór
Landssíminn vinnur nú að því
aö koma upp sjálfvirku símasam-
bandj á Ólafsfirði, Hrísey og Kópa
skeri og er reiknað með því að
það verði komið á fyrir mitt næsta
ár. Ver.ða þar með allir kaupstaðir
NÝI HITAVEITUGEYMIRINN
Myndin sýnir hina nýju hitavatnsgeyma í Öskjuhlíö. Fyrri geymirinn v erður tekinn í notkun uni ntiðjan næsta mánuð, eins og kom frain í frétt
i blaðinu í gær. Þegar er byrjað að reisa síðari keyminn, sem veröur jafnstór hinum fyrri. Er sá, sem skemmra 'er á veg kominn, nær á mynd-
inni. Lengst til vinstri ;ná greina gömlu hitavcitugeymana á Öskjuhlíð inni.
og kauptún á austanveröu Noröur
landi komin í sjálfvirkt sfmasam-
band, en sveitimar eru eftir.
Á Ólafsfiröi er verið að ljúfca
byggingu stöðvarhúss og búið að
leggja streng fyrir Ólafsfjaröar-
múla frá Dalvík og er verið að
tengja strengmn saman. Eru vélar
til stöðvarinnar komnar tfl lands-
ins.
í Hrísey á að fara að byggja
stöðvarhús og búið aö leggja
strenginn. Á Kópaskeri er verið að
endurbæta húsnæði stöðvarinnar
en hún mun nota sömu talrásir
og sjálf.virka stöðin á Raufarhöfn.
í þessu sambandi er von á nýjum
fjölsíma til Raufarhafnar til þess að
fjölga rásum. Umdærriisstjóri
Landssímans fyrir norðan er Marí-
us Helgason á Akureyri.
ELDUR í
REYKHÚSI
í gær brauzt út eldur í reyk-
húsi, sem KRON hefur að Braut/
arholti 28. Kom slökkviliðið á stað
inn og gekk greiðlega að slökkva
eldinn. Skemmdir urðu óverulegar,
en nokkurt magn af bjúgum, sem
þar voru geymd, brann.