Vísir - 14.10.1966, Side 4
/
VI S I R . Föstudagur 14. október 1966.
Finnskir —
y Framh. af bls 9
lands, eins og innflutningur ann
arra tilbúinna húsa, er til að
reyna aö miða að því að gefa
fólki kost á að eignast eigið hús
á fljótlegan og ódýran hátt.
Sumarbústaðirnar, sem þarna
eru að risa hver af öðrum eru
41 fermeter að stærð, hver með
15 ferm. skjólgóöum útipalli.
Þeir eru úr furu, einangraðir
með 3 tommu steinull og að ut
an eru húsin borin fúavamar-
efni. Gólf eru sömuleiðis úr tré
og standa húsin á steyptum
grunnstólpum. Þökin eru pappa-
lögð.
Sumarbústaðirnir eru byggöir
upp úr einingum, 0.70x2.20 m
hverri og þegar útveggir og
gluggar eru komnir getur eigand
inn ráðið hvemig hann hagar
herbergjaskipan. I bústöðunum
við Álftavatnið var innréttingu
þannig hagað að úr þessum 41
fermetra fékkst björt og ótrú-
lega rúmgóð stofa með eldhús
krók, þrjú lítil svefnherbergi og
salerni. Tvær hliðar hússins
voru með stórum gluggum en
á hinum tveimur var aðeins röð
af opnanlegum litlum gluggum
uppi undir lofti og voru glugg-
amir hafðir svona til þess að
auka veggpláss — t.d. fyrir koj
ur.
Forstjóri finnska fyrirtækisins
Matti Korkala og verkfræðingur
þess Yrjö Lehtonen hafa verið
hér á landi undanfarið og er
Vísir brá sér með þeim og um-
boðsmanni þeirra austur að
Álftavateni til að líta á húsin,
sögðu þeir þetta vera fyrstu .
sumarbústaðina sem fyrirtækið
flytti út. Aftur á móti hefur það
verið með umfangsmikinn út-
flutning ibúðarhúsa, t.d. væri
nú verið að reisa fjölda húsa i
Þýzkalandi og bráðlega yrði haf
in skipulagning heils hverfis
með Kylmakoski-húsum í Frakk
landi. Sö.gðust þeir gera sér von
ir um að geta hafið innflutning
íbúðarhúsa og reist þau í Reykja
vík á næsta ári.
Umboðsm. Kylmakoski hér
á landi er Kristján G. Gíslason
og aðspurður um verð á þess-
um sumarbústöðum sagði hann
að það væri ekki alveg fast, færi
eftir hve margir væru reistir á
sama stað, en væri á þriðja
hundraö þúsund krónur.
Smiðir frá Kylmakoski sjá um
að setja hpsin upp og fullganga
frá þeim / og má ætla að það
taki 2 menn sjö daga að reisa
og ganga frá einum slíkum sum
arbústað.
Bíll — Skuldabréf
Til sölu Renault Station, árgerð ’65. Ekinn 12 þús. km. —
Fæst fyrir 2-3 ára veðskuldabréf, einnig koma til greina
verzlunarvíxlar. Uppl. í síma 19263 kl. 5-8.
Sendisveinn
Óskum eftir að ráða sendisvein nú þegar.
Starf hálfan daginn eða hluta úr degi kemur
til greina.
ORKA H.F. Laugavegi 178
Allir eru strákarnir ánægdir,enda
NORPOLE
úlpum. Þær fást á börn og unglinga, telpur sem drengi. Ytra
byröi er úr 100% IMYL0N, fóörið er 0RL0N loðfóöur, kragi er
DRAL0N prjónakragí. N0RP0LE úlpan er mjög hlý og algjör-
lega vatnsheld. Þvottur er auðveldur I 30° heitu vatni. Efnið
cr ekki efdfimara en bómullarefni.
HEKLA, Akureyri
Það jafna
ekkert
á við
Lark"
i fi\ [i ft
FILTER CIGARETTES
MADE t N U S. A.
Lark filterinn
llill §jK ii ex þrefaldur.
RICHLY REWARDING
UNCOMMONLY SMOOTH
Reynið Lark, vinsælustu nýju amerísku sigarettuna
Föstudagsgrein —
Framh. .» bls. 5.
byltingarliða hoppuðu af gleði
og þustu allir að Mao forseta.
Hrópin „Lengi lifi Mao forseti“
og „Lengi, lengi lifi Mao for-
seti“ brutust fram í þrumum.
Mao steig upp á ræðupallinn
í móttökumiðstöðinni við fagn-
aðarhróp og lófatak. Andlit hans
ljómaði af brosi. Hinn mikli'
leiðtogi vor leit yfir kveðjuorðin
og rituðu fyrirheitin sem voru
þar til sýnjs, svo veifaði hann
hjartanlega til múgsins. Á þeirri
stundu er ómögulegt að segja
hve mörg hjörtu titruðu af
spenningi, hve mörg augu
blikuðu af gleðitárum, hve marg
ar hendur voru teygðar i áttina
til hans.
Mao forseti gekk frá öðrum
enda ræðupallsins að hinum,
teygði báða handleggi frá sér
og tók innilega í hendur þeirra,
sem höfðu safnazt næst að
ræðupallinum. Mao forseti talaði
við nokkra félaga og heilsaði
fagnandi múgnum umhverfis
sig: „Hvernig hafið þið það fé-
lagar? Hvernig hafið þið það
félagar?"
Um leið og Mao forseti yfir-
gaf móttökustöðina veifaði
hann aftur og aftur til hins yfir
sig hrifna múgs. Löngu eftir að
hann var horfinn stóð múgur
fólks þar eftir, fólk sem hafði
komið til aö afhenda kveðju-
orðsendingar og skrifuð heitorð,
fólkið var spennt og tregt að
vfirgefa staðinn.
Margir sem stóðu aftarlega
þrýstu sér nú fram til þess að
taka í hendurnar á þeim, sem
höfðu tekið í hendurnai- á Mao
forseta. Þeir síðarnefndu sögðu
að þeir hefðu hugsað við þenn-
an stórviðburð í lífi sínu: „Ó,
Mao forseti. Mao forseti! Það
er með þessum höndum þínum,
sem þú hefur skrifaö svo marg-
ar byltingarsinnaðar greinar og
bent kínversku þjóðihni á fram-
farabrautina. Það ert þú sem
hefur veitt okkúr forustu í aö
mola niður þrjá fjallstinda
heimsveldastefnu, ánauð léns-
mennsku og skrifborðs kapital-
isma og nú veitir þú okkur for-
ustu í að framkvæma sósíal-
ista-byltingu og sósíalista upp-
byggingu. Og í dag hefur þú með
þessum höndum bent okkur á
stefnu hinnar miklu „öreigaj
menningar-byltingar“.
Margir, sem höfðu tekið í
hönd Maos forseta sögðu við
hvem sem þeir mættu: „Komið
og takið í hönd mína! Hendur
mínar hafa rétt nýverið snert
hendur Maos forseta!“
Margir, sem komu of seint til
að geta séö Mao forseta, sögðu
að það væri líka mesta ham-
ingja lífs þeirra að geta nú
gengið um þann stað, þar sem
Mao forseti hafði nýlega mætt
byltingarmúgnum. Þeir sungu
aftur og aftur söngvana „Austr-
ið er rautt,,, „Skip getur ekki
siglt án stýrimanns“ og „Ég
elska mest ritverk Maos for-
seta“.“
''Þannig hljóðar þessi greinar-
kafli og hægt er að benda á ó-
teljandi aðrar greinar í sama
dúr með sömu ógeðslegu mann-
dýrkuninni í öllum þeim kín-
verskum tímaritum, sem hingað
hafa borizt.
17 n hver er ástæðan fyrir
þessum ósköpum? I stuttu
máli virðist mér, að frumástæð-
an sé aðgerðarleysi og máttleysi
Kína gagnvart atburðunum í
Vietnam. Kinverjar eru þess á
engan hátt 'megnugir að fara í
stríð við Bandaríkin, það eina
sem þeir hafa getað gert ér að
brýna raustina. Nú nýlega var
sendimaður Kínverja í Varsjá
að afhenda sendimanni Banda-
ríkjanna í Varsjá eitthvað, um
500-ustu mótmælaorðsending-
una vegna Vietnam-stríðsins,
þar sem hann sagði að Banda-
ríkin- skyldu vara sig á því að
Kína væri sterktl! Á sama tima
voru Kínverjar að lýsa því yfir
sennilega í þúsundasta skiptið,
að þeir skyldu hjálpa kommún-
istunum í Vietnam til að hrinda
Bandaríkjamönnum af sér. Á
sama tiáia hefur ríkt í Kína
margra ára hungursneyð. Öll
stjóm landsins er í rauninni í
ólestri og sjálfur Mao máttlaus
til að bæta úr erfiðleikunum.
Þá er gripið til þess ráðs eins
og Hitler gerði í Þýzkalandi að
efna til risavaxinna fjöldafunda
og skapa og auka múgæsingu til
að trylla fólkið. Og sjálf dýrk-
unin á Mao er einfaldlega trúar-
leg undirstaða þess, að hert er
á aganum. Þegar upp kemur
hættan á því að farið verði að
gagnrýna leiðtogann vegna lak-
legrar stjórnar, þá lætur hann
dýrka sig sem guð, og síðan má
enginn og þorir enginn að gagn-
rýna hann sem guö.
í einu heftinu er sagt frá því,
að í kínverskri kommúnu hafi
það nýlega gerzt, að mikill
sniglafaraldur ógnaði uppsker-
unni á stóru landssvæði. H-vern-
ig átti nú að bregðast við þess-
ari ægilegu ógn með hungurs-
neyð sem yfir vofði?
Ráðið var að allir fóru að
lesa rit Maos og þá kom anda-
giftin yfir þá og ráðið gegn
sniglaplágunni fannst. Lið 400
þúsund manna var skipulagt og
það fór út á akrana og leitaði
að sniglunum. Innan skamms
var búið að tína upp, hvern
einasta snigil-skaðvald. —
Þannig vísaði hinn dýrlegi
Mao, sem er „hín rauða sól (
hjarta heimsþjóðanna" veginn.
Þorsteinn Thorarensen.
-.iM*