Vísir - 14.10.1966, Page 5

Vísir - 14.10.1966, Page 5
VISIR . Föstudagur 14. október 1966. S -K lginkennilegar fréttir hafa ver- ið að berast síðustu vikur austan frá Kína. Það er sagt, að miklir atburðir hafi verið að gerast þar, framkvæmd hafi ver ið svokölluð „öreiga-menningar byiting". Ekki er þó beinlínis hægt að sjá að nein stjórnar- bylting hafi verið framkvæmd þar í landi, hinn gamli og feiti Mao Tse-tung er þar enn viö völd. Fyrst í stað hefur „öreiga- menningarbyltingin" aðallega birzt f því, að mörg hundruð þúsund skólaunglinga víös vegar i Kína hefur sér til tilbreyting- ar tekið sér frí frá námi og hópazt saman aöallega í tveim- ur stórborgum, Peking og Shanghai. Þar hafa þeir unnið margháttaðan óskunda, brotið niðnr listaverk og fomar goða- nQmdir, ráðizt inn í verzlanir hleypt af stað. Hitt er óljósara, hvers vegna hann hefur gert það, gæti verið að það sé lið- ur í valdabaráttu meðal æðstu manna kínverskra kommúnista. Undanfarin ár hefur óvenju lít- ið boriö á Mao Tse-tung og var kominn af stað orðrómur um að búið væri að svipta hann völdum eða að hann væri veik- ur ,og kominn að fótum fram. Að vísu bendir enn margt til þess, að hann sé lasinn, hann er kvapfeitur og veiklulegur í göngulagi. En samt kom það í ljós nú i sumar, aö hann er ekki dauður úr öllum æðum, því að það er einmitt Mao sjálfur sem kom af stað „öreiga- menningar-byltingunni" og það er ekki ofsagt, að sjálfur er hann nú dýrkaður hreinlega sem guð í staö þeirra fornu goða er unglingarnir steypa af stalli. En hins vegar má líka vel vera, að.það sé ekki sjálfur Mao sem er upphafsmaður að öllum þess- um ósköpum, heldur sé hann aðeins notaður af einhverjum Ný mynd af Mao, sem birtist í tímaritinu „Peking Review“. Undir henni stóð: „Mao forseti, hinn mikli leiðtogi, hinn mikli æðsti foringi og mikli stýrimaður kínversku þjóðarinnar veifar til múgsins við Hlið hins. himneska friöar“. // 0, pú dýrlegi Mao, Rauða sólin í hjarta voru // og veitingastofur til þess að fyrirskipa „öreiga-menningar- byltingu“ í rekstri slíkra fyrir- tækja. Siðan hefur óskaplegur mauragrúi þessara „Rauðu varðliða“ eins og þeir kalla sig tekið þátt í risavöxnum fjölda- fundum í Peking, ofsótt rúss- neska sendiráðsstarfsmenn, sem þeir kalla svívirðingarheitinu „revisionistar", sem stundum er þýtt á íslenzku „endurskoöunar- sinnar“, án þess að sú þýðing nái hinni fordæmandi merk- ingu, sem alþjóðaoröið ber með sér. Ég verö aö játa það, að þegar fyrstu fréttirnar fóru að berast af þessum ósköpum austur í Kxna, þá kom mér í hug, að svona væri það austur þar, þeir ættu viö sömu vandamálin að strfða eins og við Vesturlanda- búar, unglingamir væru þar eins og hér uppreisnargjarnir, lfklega væru rauðu varðliðamir eitt- hvað sambærilegir við „leöúr- jakkana" sænsku. Sumar frétt- irnar af árás hinna kínversku unglinga inn í kirkjúgarða og horfgarða, þar sem þeir brutu og brömluðu legsteina og sví- virtu grafir forfeðranna minnti óneitanlega á atburö sem geröist um jólaleyti hjá sóknarkirkju einni í nágrenni Stokkhólms fyr ir nokkrum árum. Þannig var það ekki fjarstæðukennt að fmynda sér fyrst í stað, að götu rósturnar í Peking ættu eitt- hvað skylt við drykkjulæti unglinga í Þórsmörk eða Þjórs- árdal. Og enn grunar mig,| að sama vandamáliö búi xmdír niðri í báðxxm atvikunum. En síðari fréttir bera þó með sér, að strákalætin austur í Peking eru þó miklu álvarlegri en fylliri æskunnar eina verzlunarmanna- helgi. /^reiga-menningar-bylting- H in“ er æðisleg fjölda- i hreyfing, sem sjálfur leiötogi kfnverskra kommúnista hefur öðrum skuggamónnum til þess að hrifsa til sín völdin. Fyrst fór að verða vart viö „öreiga-menningarbyltinuna" í Kína í apríl s.l. Hún birtist þá sem árás á leikritahöfunda, sem sagt var að hefðu vxkið út af braut „öreiga-byltingarinnar". Var þá gerð heiftarleg atlaga að höfundi einum að nafni Teng-to, sem var orðinn eitt frægasta leikritaskáld í Kína og foringi í kamtökum kínverskra rithöfunda. Var ráöizt á hann fyrir nýtt leikrit hans, er kall- aðist „Priggja fjölskyldna þorp- ið“ og hann ákærður fyrir að vera fjandmaður kommúnista- flokksins. Örðugt þætti utanað- komandi að sjá annað en að leikrit þetta væri algerlega í stíl viö annan kommúnista-skáld- skap, en þó þóttust gagnrýn- endurnir geta bent á, að þessi „ófreskja“ eins og Teng-to var nú kallaður læddi með lævíslegá um hætti borgaralegum áróðri inn f leikritið. Á eftir þessu fvlgdi allsherjar-atlaga gegn skáldum og rithöfundum fyrir afturhald, hægri-villu og revi- sionista, og þeir voru hraktir frá möguleikum til að birta verk sin, skipað að fara út í sveitirnar og gerast landbúnaðarverka- menn, en aðrir komu í staðinn, sem fylgdu betur fyrirskipunum valdhafanna. Var þessi herferð kölluö „Sópið burtu ófreskjun- um“ og má sjá allýtarlega grein argerð um þetta i kínverska á- róðursblaðinu China Recons- tructs, júlí-hefti, sem hefur fengizt hér í bókabúð Kron í Bankastræti, m. a. i grein sem kallast „Sweep away all monsters". Akæruatriðin gegn rithöfund- unum voru m. a., að þeir viðurkenndu ekki nægilega tign og virðingu leiötogans Mao Tse- tungs, hefðu ímyndað sér, að það mætti gagnrýna gerðir hans, slíkt væri glæpsamlegt, þvf að Mao væri ekki mannleg- ur, „hugsun" hans væri sólin og krafturinn í öreigabylting- unni. Annað ákæruatriðið var, að rithöfundarnir væru „fjand- samlegir púðurlykt“, stefna þeirra væri að styrjaldir væru hryllilegar og þeir hefðu andúð á því, að alltof mikið væri af vopnum og manndrápum í kín- verskum leikritum, slíkt verk- aði ólistrænt. Hinn lævísi til- gangur þeirra með þessari bar- áttu gegn vopnasigri öreigabylt- ingarinnar, væri að veikja við- námsþrótt sósíalismans og skapa uppgjafarstefnu gagnvart heimsvaldasinnunum. Frægasti rithöfundur Rauða Kína, Lao She framdi sjálfsmorð — kastaði sér niöur af 6 hæð. Þessum fyrsta þætti „öreiga- menningar-byltingarinnar" mun hafa lokið með því að fjöldi kommúnískra rithöfunda framdi sjálfsmorö, hvað margir þeir voru, hvort þeir skiptu hundr- uðum eða þúsundum er auðvit- að ekki vitað. 1 þeim hópi, sem þannig stytti sér aldur er vitað að var m. a. sá maður, sem tal- inn hefur verið frægasti og mesti rithöfundur Rauða-Kína, Lao She að nafni. Hann var 69 ára gamall og hefur verið nærri ævilangur vinur Mao Tse-tungs. Hann kastaði sér niður af sjöttu hæð úr íbúð sinni í Peking og hafði skilið eftir bréf, þar sem hann sagði, að Mao Tse-tung hefði svikið málstað heims- hrevfingar sósíalismans. IVTæsti þáttur í „öreiga-menn- ingar-byltingunni“ var, að því er kínversk blöð segja, að hópur stúdenta við háskólann í Peking skrifaði bréf til Mao Tse-tung, þar sem þeir bentu honum á þaö, að fræöslukerfi landsins væri óviðunandi enda byggt á fræöslukerfi kapitalism- ans. Sögðu þeir, að það væri ó- viðunandi, að æska landsins eyddi öllum beztu árunum fram til þrítugsaldur í nám. Kröfðust þeir þess, að allt skólanám yröi stytt um helming, svo að stúd- entarnir gætu komizt sem fyrst út í athafnalífið. Virðist sem tillögur þeirra, sem Mao sam- þykkti með glöðu geði, miði að þvi, að háskólanámi verði lokið um 15 ára aldur. Er ekki auö- velt að sjá hvemig á að fram- kvæma það, en Kínverjarnir hafa skýringu á reiðum höndum. „Þetta er enginn vandi“, segja þeir, „við lesum bara rit Maos og þá fyllumst við slíkum eld- móði, aö við verðum helmingi fljótari að læra en ella.“ Það var einmitt um líkt leyti og þessi bvlting í fræðslumál- unum var samþykkt, sem Mao tók sig til, 16. júlí í sumar og synti að því er segir í blaðinu Peking Review nr. 33,' sem fæst í Istorg-búðinni við Hallveigar- stíg, 15 kílómetra vegalengd í Yangtse-fljótinu á 65 mínútum. Einfaldur útreikningur sýnir okkur hvilíkur afburðamaður þessi kinverski leiðtogi er, því að hann hefur synt aö meðaltali 230 metra á mínútu hverri, en það er ekki að sökum að spyrja, þegar menn hafa fyllzt eldmóði „öreiga-menningar-byltingar- TVTæsta stig má segja að hafi verið, aö skólanemendur tóku að safnast saman í Peking og einnig í Shanghai og e.t.v. í fleiri borgum til þess að þakka Mao fyrir það að hafa stytt námstímann um helming og kom þá upp til fulls þessi mikla hreyfing, að stofna hið svokall- aða „rauða varðlið". Fyrstu af- reksverk þess voru aö „brjóta niður liðinn tíma“. Þetta er fólg- ið í því, að afnema skal úr huga þjóðarinnar hina fomu sögu, vegna þess að hún er saga keisaranna, sem voru arðræn- ingjar. Nú skal byrja nýjan heim og í honum mega ekki vera neinar minningar um að annar og lakari heimur hafi verið til. Ennfremur skal þurrka út úr Kína öll erlend áhrif. Þessi barátta kom fram í því, að ráðizt var á konur sem sáust með snyrtilega hár- greiðslu. Slíkt eru vestræn áhrif og er nú fyrirskipað að allar kínverskar konur skulu hafa tjásulegt og ógreitt hár, það er hárgreiðsla „öreiga4nenningar- byltingarinnar". Þá var einnig ráöizt á konur sem gengu á há- hæluðum skóm, því að „ör- eiga-menningar-byltingin“ mæl- ir svo fyrir, að konur skulu ganga á flatbotna skóm. Enn var ráöizt inn á fin veitingahús í Peking og Shanghai, en Kfn- verjar geta sem kunnugt er verið hinir mestu snilldarmat- reiöslumenn. Þar hrifsaði múg- urinn hinar frægu Peking- endur og fleygði þeim og var jafnframt bönnuð öll sundur- gerð í matreiðslu, héöan í frá skyldu allir í Kína éta sama grautinn. Þannig voru fréttimar frá Kína af ýmsum einkennilegum smáatriðum, sem skipta þó ekki meginmáli í „öreiga-menningar- byltingunni", afleiðingar lang- varandi öfundar hins bláfátæka og hungraða múgs í Kína. 'p’n þar er annað sem skiptir ^ meira máli og virðist vera þungamiöja „öreiga-menningar- byltingar" — og það er dýrkim sú og tilbeiðsla á Mao Tse- tung, sem virðist slá öll önnur met í persónudýrkun og kemst Stalins-dýrkunin ekki í hálf- kvisti við öll þessi ósköp. Ég skal aðeins til útskýring- ar á þessu fvrirbæri birta grein- arkafla úr blaðinu Peking Review nr. 34, en þetta blaö fæst hjá ístorg á Hallveigarstíg. í greininni segir frá því, þegar Mao Tse-tung kom fram á fjöldafundi rúmlega milljón „rauðra varðliða" við „Hlið hins himneska friðar“ í Peking og lýsti blessun sinni yfir „ör- eiga-menningar-byltingunni“. „Þegar vor virti og elskaði leiðtogi kom fram, þrumaöi sprenging lófataks og hrópa: „Mao forseti er hér! Mao for- seti er hér!“ Tugþúsundir verkamanna, bænda, stúdenta, Frh. á bls. 4.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.