Vísir - 14.10.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 14.10.1966, Blaðsíða 9
V1S IR . Föstudagur 14. október 1966. Verðstöðvun er höf uðmar kmiðið Yfirlýsing Bjarna Benedikts- sonar forsasfisráöherra á Alþingi í gær um stefnu og störf ríkisstjórnarinnar j upphafi síðasta þings lýsti 1 ég í fáum orðum megin- stefnu stjómarinnar og helztu viðfangsefnum. Þetta var þá eðlilegt vegna þess, hversu langt var liðiö frá því, að ríkisstjórn- in hafði tekiö við völdum og gefið stefnuyfirlýsingu sína. Yf- irlýsingin frá því í fyrra er enn í fullu gildi nema að því leyti, sem lokið er framkvæmd ýmsra mála, sem þar voru talin. En tii viðbótar henni þykir rétt að rif ja upp meginstefnu stjómarinnar og gera í örfáum orðum grein fyrir helztu viðfangsefnum, sem nú blasa viði Óbreytt meginstefna Meginstefnan er hin sama og Ólafur Thors lýsti þegar í nóv- ember 1959, að tryggja heil- brigðan gmndvöll efnahagslífs- ins, svo að framleiðsla aukist sem örast, atvinna haldist al- menn og ömgg og lífskjör geti enn farið batnandi. Ný viðhorf 'l/'egna þeirra verðlækkana, er ’ orðið hafa síðustu mánuði á helztu útflutningsvömm landsmanna, eru viðhorfin í efna hagsmálum þjóðarinnar nú önn ur en hafa verið undanfarin ár. Hér koma og til greina örðug- leikar vegna vaxandi efnivöm- skorts hraðfrystihúsa, sem sprettur af minnkandi afla á veiðieiningu og af samdrætti togaraútgerðarinnar og einbeit- ingu stórvirkasta hluta báta- flotans aö síldveiðum. Stöðvun verðhækkana Að svo vöxnu máli telur rík- isstjómin, að megináherzlu verði nú að leggja á stöðvun verð- hækkana innanlands og helzt, að ekki verði hækkun á inn- Iendu verðlagi frá því, sem var hinn 1. ágúst sl. í þvf skyni að vega upp á móti hækkun bú- vöruverðs, sem samkomulag varð um í sexmannanefnd fyrir skemmstu, ákvað ríkisstjómin að auka niðurgreiðslur á búvör- um og hefur nú til athugunar fleiri ráðstafanir f þá átt að draga úr áhrifum verðhækkana frá 1. ágúst. Skilyrði þess, að stöðvun verölags fyrir atbeina rikisvaldsins takist, er, aö ekki séu gerðar aðrar ráðstafanir, sem leiða hljóta til verðhækk- ana, og veltur þá á miklu, að i þeim efnum takist samvinna milli rikisstjórnar og Alþingis annars vegar og stéttarfélaga verkalýðs og annarra launþega og atvinnurekenda hins vegar. Rýmri veiðiheimildir Þá þarf og skjótlega aö taka ákvörðun um, hvort gera eigi með rýmkun veiðiheimilda inn- an fiskveiðilögsögunnar, ráð- stafanir til öflunar efnivöru til hraöfrystihúsanna, og þar með létta undir með útgerð minni háta og togaranna, jafnframt þvi sem gerðar verði nauðsynlegar breytingar til að draga úr rekst- urskostnaði þeirra. Ný stjómarfrumvörp A f einstökum málum, sem ^ lögð verða fyrir Alþingi auk fjárlagafrumvarps og þeirra frumvarpa, sem eru í sambandi við þaö, og frumvarpa um stað- festingu á bráðabirgðalögum, er þessara að vænta í upphafi þings: Frumvarp til laga um land- helgisgæzlu íslands; frumvarp til laga um breytingu á lögum um bann við botnvörpuveiði í landhelgi; frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum, frum varp til laga um fávitastofnan- ir; frumvarp til Iaga um breyt- ingu á lögum um almannavam- ir; frumvarp til laga um skip- un prestakalla og prófastsdæma frumvarp til laga um kristnisjóð frumvarp til laga um verðjöfn- unargjald af veiðarfærum. Frum varp til laga um námslán og námsstyrki; frumvarp til skóla- kostnaðarlaga; frumvarp til laga um afnám Viðtækjaverzlun- ar ríkisins; frumvarp til höfund arlaga; frumvarp til laga um greiðslur til höfunda vegna út- lána úr bókasöfnum, frumvarp til laga um breytingu á útvarps lögum vegna íslenzks sjónvarps; frumvarp til laga um útflutnings gjald af sjávarafurðum, þ.e. sams konar hlutdeild sjómanna samtakanna og Landssambands íslenzkra útvegsmanna; frum- varp til laga um áframhald heimildar fyrir landanir er- lendra veiðiskipa hér við land; frumvarp til laga um aðild verzlunarfólks að atvinnuleys- istryggingum. Ennfremur verð- urur endurflutt frumvarp til laga um réttindi skipstjómar- manna, um samábyrgð Islands á Bjami Benediktsson flytur yfirlýsingu sína á þingi l gær fiskiskipum og frumvarp um bátaábyrgðarfélög, svo og frum varp til breytinga á laxveiðilög- um. Fleiri frumvörp síðar á þinginu Síðar á þinginu er að vænta frumvarps til nýrra heildarlaga um tollheimtu og tolleftirlit, frumvarp um staðgreiðslu opin- berra gjalda og frumvarp til laga um listamannalaun. I athugun eru fmmvarp um eftirlit með opinberum fram- kvsémdum, frumvarp um emb- ættisbústaði og frumvarp til nýrra bókhaldslaga, svo og end- urskipulagning félagsheimila- sjóðs og íþróttasjóðs. Unnið er að endurskoðun hafnarlaga og málefna Skipaút- gerðar ríkisins og raforkulaga, ennfremur að tillögum um öfl- un nýrra tekna fyrir vegasjóð, svo og breytingu á Iögum um almannatryggingar vegna fyrir- hugaðs afnáms ríkisframfærslu sjúkra manna og öirkumla, breyt ingu á orlofslögum, á lögum um rétt verkafólks til uppsagnar- frests og um rétt þess og fastra starfsmanna til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla, og nýrri heildarendurskoðun á lög- um um opinbera aðstoð við í- búðarbyggingar. Þá er unnið að samningu frumvarpa til laga um jarða- kaupasjóð ríkisins og hagræð- ingarsjóð landbúnaðarins. Undirbúin þjóðhags- áætlun 1967-1970 Tjað er stefna ríkisstjómarinn- ar að halda áfram að styðj- ast við sem ýtarlegasta áætl- anagerð 1 viöleitni sinni við aö halda jafnvægi í efnahagslífi þjóðarinnar. Eins og á undan- fömum árum mun verða sam- in áætlun um opinberar fram- kvæmdir og starfsemi fjárfest- ingarlánasjóða á árinu 1967 'og um fjáröflun f því sambandi. Jafnframt er hafinn undirbúning ur að Þjóðhags- og framkvæmda áætlun fyrir árin 1967-1970. Þá mun haldið áfram að vinna að áætlunum um framkvæmdir og atvinnumál í einstökum lands- hlutum. Hér er þess og að minn- ast, að um næstu áramót kemur til framkvæmda löggjöf sú, sem síðasta Alþingi samþykkti um Framkvæmdasjóð íslands, sem ætlað er að auðvelda sam- ræmda heildarstjórn á opinberri fjárfestingu. Verðstöðvun er höfuðmálið Um tillögur og ráðstafanir ríkisstjórnarinnar mun sitt sýn- ast hverjum nú eins og endra- nær. Minni háttar ágreiningur skiptir litlu máli miðað við það, að nú megi takast að stöðva veröhækkanir innanlands. Ella er afkon.a helztu atvinnuvega og freimleiðslu þjóðarinnar stefnt í voða og þar með því at- vinnuöryggi, sem verið hefur einn traustasti homsteinn góör- ar afkomu almennings um langt skeið. Tveir menn geta reist og gengið frá svona sumarbústað á einni viku. Hér eru tveir Finnanna að vinna við þakið á einum af sumarbústöðunum 10. Kristján G. Gíslason, Korkala, framkvæmdastjóri og Lethonen verkfræöingur standa fyrir framan bústaðinn. Finnskir sumnrfaústnðir jr „s prettn upp/y við AHtn- vntn og Þingvnllnvntn Hamarshögg rufu lcyrrðina við Álftavatn í fyrradag og höggin endurómuðu í Ingólfs- fjalli. Það voru heldur engin smáræðis högg, sem finnsku smiðimir, sem þama voru að verki, greiddu nöglum og furu- borðum, enda sögðu fsienzkir, sem handiangað hafa fyrir Finn ana, að þeir ynnij eins og „við unnum fyrir stríð“ og þóttust þá hafa gefið þeim hin beztu meðmæli. Þama við Álftavatniö vinnur nú hópur finnskra smiða við að :sa 10 sumarbústaði og við Þingvallavatn er verið að reisa 5 slíka. Þessir sumarbústaðir koma tilbúnir frá verksmiðjunni OY Kylmakoski ÁB í Finnlandi og innflutningur þeirra til ís- Frh. á bls. 4.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.