Vísir - 15.10.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 15.10.1966, Blaðsíða 2
F V I S I R . Laugardagur 15. október 1966. Bridgeþáttur VÍSIS Ritstj. Stefán Guðjohnsen Þáttur keppnisstjórans í hinum ýmsu bridgemótum er oft vanmet- inn, en í rauninni geta dómar hans oft ráðið úrslitum stórmóta. Á Evrópumótinu 1 Póllandi kom eftirfarandi atvik fyrir í leik Engl- ands við Noreg. N-s voru á hættu og austur gaf. Vestur ♦ 107 V KD82 ♦D 10 9 52 + AG ♦ D 9 5 3 ♦ 10 7 5 ♦ G3 4.K643 ♦ AKG862 ♦ AG963 ♦ A ♦ 10 Þar sem Englendingar sátu n-s gengu sagnir: Austur Suður Vestur Norður Ström Rodrigue Höie Tarlo P 24 2 G D 3* 4 ¥ 5* 6* P 64 P 7* Tveggja granda sögn vesturs orðin algeng „taktik" hjá sérfræð- ingum og gefur að sjálfsögðu'upp styrk í iáglitunum. Sex tigla sögh suðurs biður norður að segja sjö ef hann eigi gott tromp. Vestur spilaði út laufi, drepiö á ásinn, hjartagosi tekinn og spaðaás spilað. Síðan fór sagnhafi inn á hjartadrottningu. Þegar trompin féllu ekki sá sagnhafi að eina hætt an sem hann yrði að forðast væri ef spaðamir lægju 4-1. Hann spil- aði siðan spaða á kónginn heima og þegar vestur var ekki með, þá til- kynnti hann að hann myndi trompa tvo spaða og lagði upp spilin. Norðmennimir vora fljótir að kalia á keppnisstjórann og bentu á, að suður hefði ekki til- kynnt að hann tæki síðasta trompið af andstæöingunum og eftir lögun- um væri hægt að meina honum það. Keppnisstjórinn tók ekki kæru Norðmannanna til greina og þeir áfrýjuðu til keppnisstjórnar. Keppn isstjómin tók ekki áfrýjunina til greina, þar eð einhver vafi virtist leika á því, hvort sagnhafi hefði fengið tíma til þess að tilkynna fyrirætlanir sínar. Hitt er svo annað mál, að and- stæðingamir þurfa alls ekki að spyrja sagnhafa hvernig hann ætli að spila spil, sem hann leggur upp, heldur er það sagnhafi sem á aö tilkynna fyrirætlanir sínar. Bridgefélag Reykjavíkur hefur starfsemi sína á þessu starfsári með tvímenningskeppni þriðjudag- inn 18. október kl. 8 síðd. Spilað verður í LÆKNAHÚSINU, Egils- götu 3, I. hæð, annað hvert þriðju- dagskvöld. Þátttaka I keppninni er opin öll um og óskast tilkynnt I síma 13287 eða 17324. Margir beztu spilamenn lands- ins era meðlimir í Bridgefélagi Reykjavfkur og er þetta því ágætt tækifæ: fyrir þá sem vilja spreyta sig á því að spila við bridgemeist- ara félagsins. Bók sú, sem ég auglýsti til sölu hér í þættinum fyrir nokkru, er því miður uppseld. Barst mér bréf fyrir nokkrum dögum, aö í ráði væri aö prenta annað upplag og veröa þeir sem hafa pantað bókina hjá mér enn aö sýna nokkra biö- lund og þeir sem ekki hafa pántað hana ennþá, geta gert það nú. Keppnistímobil körfuknntt- leiksmnnna nð hefjnst • Nú á næstunni mun keppnis- tímabil körfuknattleiksmanna hefjast. Ekki mun þó endan- iega ákveðið, hvenær Reykjavík urmótið I körfuknattleik hefst, en Körfuknattleiksráö Reykja- víkur hefur sótt um, að allir meistaraflokksleikir og II. flokks leikir verði háðir í í- þróttahöllinni 1 Laugardal. Á þessari ágætu mynd, sem tekin er í leik milli háskólaliöa i Bandr.rikjunum, sést Gail Good rich, sem nú er oröinn atvinnu körfuknattleiksmaður, rekja köttinn fram hjá andstæðing sín um. í þeim leik, sem myndin er tekin, skoraði Goodrich 42 stig og leiddi lið sitt til sigurs. rm m m m u m m m m • m u m m m m mTm m m m m nm Skákþáttur Vísis i I t t •§• t % í I t Á Haustmóti Taflfélags Reykja- víkur, sem nú er nýhafið, era kepp endur alls 43, þar af í meistara- flokki 14, x 1. flokki 7, 2. flokki 16 og í unglingaflokki 6. í fyrstu umferö í meistaraflokki urðu úrslit þau, að Bragi Kristjáns- son vann Braga Björnsson, Pétur Eiríksson vann Braga Halldórsson, Haukur Angantýsson vann Jóhann Sigurjónsson, Jón Þór vann Gylfa Magnússon, jafntefli varð hjá Ei- ríki Marelssyni og Ara Guðmunds- syni og biðskák varð hjá Jóni Krist- inssyni og Frank Herlufssen. Eftirfarandi tvær skákir voru tefldar í meistaraflokki f fyrstu umferð. Hvítt: Bragi Halldórsson. Svart: Pétur Eiríksson. 1. e4 — e6 2. d4 — d5 3. Rc3 — Bb4 4. exd — exd 5. Df3 — Rf6 6. Bf4 — 0—0 7. Rge2 — Bg4 8. Dg3 — c5 9. 0-0-0 — cxd 10. Hxd — Rc6 11. Hxb4 — Rxb4 12. Bd6 — Bxe2 13. Bxf8 — Dxf8 14. Bxe2 — d4 15. Rb5 — Hc8 16. Bd3 — Dc5 17. Ra3 — Rxa2 18. Kdl — Db4 19. Bc4 — Dxb2 20. Bxa2 — Dxa2 21. Db3 — Dxb3 22. cxb3 — Hc3 23. Rc2 — Hxb3 24. Kcl — d3 25. Hdl — Hc3 hvítur gafst upp. Hvítt Jóhann Sigurjónsson. Svart: Haukur Angantýsson. 1. e4 — e5 2. Rf3 — Rc6 3. Bb5 — a6 4. Ba4 — Rf6 5. 0-0 — Be7 6. Hel — b5 7. Bb3 — 0-0 8. c3 — d6 9. h3 — Rb8 10. d3 — c5 11. Rbd2 — Dc7 12. Rfl — c4 13. Bc2 — cxd3 14. Dxd3 — Rbd7 15. Bg5 — Rc5 16. Ddl — Re6 17. Re3 — Rxg5 18. Rxg5 — h6 19. Rf3 — Be6 20. Rd5 — Rxd5 21. exd5 — Bd7 22. Rd4 — exd4 23. Hxe7 — dxc3 24. Dd3 — g6 25. bxc3 — Hae8 26. Hael — Bf5 og svartur vann. Úrslit annarrar umferðar urðu þau, að Bragi Bjömsson vann Ara Guðmundsson, Jóhann Sigurjóns- son vann Eirík Mareisson, Gylfi Magnússon vann Pétur Eiriksson, Bjöm Þorsteinsson vann Hauk Angantýsson, jafntefli gerðu Jón Kristinsson og Bragi Kristjánsson, og Gunnar Birgisson og Bragi Hall- dórsson. Skák Jóns Þ. Þór og Frank Her- lufssen var frestað. Uwit hvlfjhm U Heimsókn handknattleiksliðs ins Arhus KFUM er um þessa helgi og í dag leikur liðið við gestgjafa sína, Ármenninga, í í- þróttahöilinni í Laugardal. Verð ur Ármannsliðið styrkt gegn þessu sterka liði og má búast við skemmtilegum leik. Ekki síðri verður leikurinn annað kvöld en þá keppir FH við Ar- hus-liðið. Án efa verða mörg spennandi augnablik í þeim leik. • íslandsineistarar Vals leika í dag á Melavelli í bikarkeppni KSÍ í undanúrslitaleik við Rvík- urmeistara Þróttar. i síðasta leik liðanna fyrir nokkru vann Val- ur með 2:1 mjög naumlega og tókst þannig að komast í hin tvísýnu úrslit gegn Keflavík. • KR-ingar heimsækja Keflvík- inga á morgun í sömu keppni og leika á grasvellinúm í Njarö- vík. Þarna má búast við hörku- skemmtilegum leik. Aðnlfundur KKRR Aðalfundur Körfuknattleiksráðs Reykjavíkur verður haldinn í i- þróttamiðstöðinni í Laugardal n.k. láugardag 22. október kl. 2 e.h Stjóm KKRR FELACSLÍF Æfingartafiá fyrir Knattspyrnu félagið Víking veturinn 1966— 1967. Handknattleiksdeild. Mánud. kl. 7—7.50 4. fl. karla Mánud. kl. 7.50-9.05 3. fl. karla Mánud. kl. 9.05-10.20 M. 1. og 2. fl. kv. Þriðjud. kl. 9.20-11 M. 1. og 2. fl. karla, Laugardalshöllin Fimmtud. kl. 7.50-9.30 M. 1. og 2. fl. karla Laugard. kl. 2.40-3.30 3. fl. kv. Sunnud. kl. 9.30-10.20 3. fl. kv. Sunnud. kl. 10.20-11.10 4. fl. k. Sunnud. kl. 11.10-12 3. fl. k. Sunnud. kl. 1-2.40 M. 1. og 2. fl. kvenna \ Stjómin "v íþróttahöllin í Laugardal Hundknuttleikur í kvöld kl. 20.15 ÁRMANN - ARHUS KFUM Forleikur: Unglingalandslið — Haukar. Ármann styrkir lið sitt með Karli Jóhannssyni K.R. Forsala aðgöngumiða hjá Lárusi Blöndal í Vesturveri og Skólavörðu stíg og í íþróttahöllinni frá kl. 19. Verð aðgöngumiða fyrir fullorðna kr. 100, börn kr. 50. Komið og sjáið spennandi keppni. ÁRMANN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.