Vísir - 15.10.1966, Blaðsíða 11
Œ
L_
SíÐAN
CHAPLIN
braut ökklann
— datt i kvikmyndafókuverinu
Snemma í vikunni datt Charlie
Chaplin, sem nú er 77 ára gamall
og braut ökklann. Þetta skeöi þeg
ar hann heimsótti Pinewood-
kvikmyndaverið fyrir utan Lon-
don.
Heimsókn þessa heimsfræga
gamanleikara kvikmyndanna og
leikstjóra var í sambandi viö
töku nýjustu kvikmyndar hans,
sem er veriö að ljúka „Greifynj-
an af Hong Kong“ þar sem
Sophia Loren og Marlon Brando
leika aðalhlutverkin.
Chaplin var ekið á sjúkrahús,
en fékk leyfi til þess að fara
aftur á hótel sitt í London. Hann
getur reiknað með að þurfa að
ganga með fótinn í gipsi í minnsta
kosti sex vikur.
Eins og áður er sagt er kvik-
myndinni að mestu lokið, en hún
verður frumsýnd í byrjun næsta
árs.
Fegurðardísir norðursins
— „Ungfrú Norðurlónd" kjörin á morgun
Tíu ungar fegurðardísir komu I
vikunni til Helsingfors þar sem
„Ungfrú Norðurlönd‘‘ verður kjör
in á tnorgun. Tvær stúlkur eru
frá hverju landanna.
íslenzku stúlkumar eru Guð-
finna Jóhannsdóttir lengst til
vinstri á myndinni sem var tekin
af þeim við þetta tækifæri og
næst henni fegurðardrottning Is-
lands Kolbrún Einarsdóttir þá
koma tvær frá Danmörku, tvær
frá Noregi, tvær frá Sviþjóð og
finnsku þátttakendumir eru
lengst til hægri.
Meö fótinn i gipsi.
T^rándi £ Götu barst í gær eftir
farandi bréf frá bæjarfóget
anum í Kópav.. um umf.stj. á
Reykjanesbraut, þar sem hún
liggur gegnum Kópavog, en
Þrándur hafði áður birt grein
um þau málefni. Bréf bæjarfó-
geta er svohljóðandi:
Hinn 13. þ.m. birtuð þér grein
um umferð og umferðarstjóm.
Er þar aðallega fjallað um um-
ferðarstjóm lögreglumanna í
Kópavogi og segir í greininni
m. a. svo: ....... en oft finnst
ökumönnum, að margir þeirra
lögregium. £ Kópavogi stjómi
ekki af sama öryggi og kollegar
þeirra i Reykjavík og gripi oft
inn i umferðina af fljótfæmi
t-il að koma fólki yfir akbraut.
Það er eins og gangandi fólk
megi aldrei doka við, og maöur
hefur séð, að lögregluþjónar
suður þar veigra sér ekki við að
stoppa fjölda bila, til að koma
einum strák vfir, í stað þess að
oft má doka við, því það getur
líka valdið umferðartmflun að
stöðva marga bíla að þarfleysu"
Ég ætla ekki að fara að met
ast við Þránd í Götu eða aðra
um hvort starfshæfni lögreglu
arvegi). Þessi vegur klýfur bæ
okkar i tvo hluta. Bæjarstjóm
Kópavogs hefur þvl með til
styrk rikissjóð veitt fé til þess
arar varðgæzlu í þeim tilgangi
Það er þvi í okkar huga ekkert
skrýtið að bifreiðir séu stööv-
aöar „til að koma einum strák
yfir“.
Það er ekki alltaf hægt fyrir
• •
ÞRANDUR I GOTU
manna í Kópavogi sé meiri eða
minni en lögreglumanna í öör-
um umdæmum, aðeins geta þess
aö þeir fá sína undirbúnings-
þjálfun á sama stað og flestir
aðrir lögreglumenn landsins, þ.
á.m. nýliðar í Reýkjavik. Um
langa starfsþjálfun er hins veg
ar ekki að ræða í svo nýju lög-
regluliði sem lögreglulið Kópa-
vogs er. Hins vegar vil ég lítil-
Iega gera grein fyrir hverjar
em aðalástæður þess, aö fastur
lögregluvörður er á 2 stöðum
á Reykjanesbraut (Hafnarfjarö-
fyrst og fremst að vemda líf og
heilbrigði bama okkar Kópa-
vogsbúa, svo og annarra gang-
andj vegfarenda. Að sjálfsögðu
nýtur umferð ökutækja einnig
góös af varðgæzlunni. Fyrir
gangandi fólk er braut þessi
einn hættulegasti staður, sem
ég veit af á þessu landi. Miklu
er eytt af sameiginlegum sjóði
okkar Kópavogsbúa til að reyna
að vemda böm okkar og aðra
gegn þeim lífshættum, sem för
yfir eöa um þennan veg hefur i
för með sér.
einn lögreglumann, sem varð-
gæzlu hefur á stöm svæöi, aö
stöðva bam eða ungling, sem
ætlar yfir veg, ef bifreiðaum-
ferð er ekki alveg samfelld.
Böm og unglingar eru oft óhlýð
in, en okkur er ekki alveg sama
um þau samt. Mat okkar í lög-
regluliði Kópavogs á verðmæt-
um er það, að þýðingarmeira sé
að koma strák klakklaust yfir
veg, en það hvort ökumaður
verður 1-2 mínútum lengur eða
skemur á leið milli staða. Ég
veit, að Þrándur i Götu skilur
þetta, ef hann á sjálfur strák,
en annars e.t.v. ekki.
Sigurgeir Jónsson
bæjarfógeti.
Það ber að þakka bæjarfó-
geta Kópav. bréfið. Það skýrir
flesta liði i umræddri grein. Við
erum sammála um nauðsyn
þess að hafa lögregluvörzlu á
Reykjanesbraut til vemdar böm
um sem fullorðnum. Það var
aðeins það, að við bentum á að
ökumönnum þætti oft á tíðum
gripið ótímabært inn i umferð-
ina, sem að getur einmitt kom-
ið af þvi, eins og fram kemur
í bréfinu, að lögreglulið Kópa-
vogs er tiltölulega nýtt af nál-
inni.
Er ekki aö efa að fógeti og
lögreglumenn í Kópavogi geri
sér grein fyrir þessu, þannig að
þetta lagist meö meiri reynslu.
Þrándur 1 Götu.